Þjóðviljinn - 14.10.1987, Page 10
Sjúkrahús á Akureyri
Innanhússfrágangur
Tilboö óskast í innanhússfrágang röntgendeildar
í nýbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Um er aö ræöa nálægt 1.100 m2 svæöi.
Verktaki tekur viö húsrýminu meö múrhúðuðum
útveggjum og ílögðum gólfum og skal skila því
fullgerðu.
Innifaliö er allt, sem til verksins þarf, þ.m.t. vatns-,
skolp-, hita-, loftræsi- og raflagnir ásamt búnaði.
Setja skal upp létta veggi og hengiloft, mála,
leggja gólfefni o.fl.
Verkinu skal skilað í tveimur áföngum, þeim fyrri
skal lokiö 1. október 1988, en öllu verkinu skal að
fullu lokið 1. maí 1989.
Útboðsgögn verða afhent til og með 30. okt. 1987
á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. og á skrif-
stofu umsjónarmanns framkvæmdadeildar I.R.
Bakkahlíð 18, Akureyri, gegn 10.000.- kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins
þriðjudaginn 10. nóvember 1987 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Laus staða
Staða sérfræðings við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 10.
nóvember 1987. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn
sinni upplýsingar um námsferil og störf, ennfremur rækilega
skýrslu um vísindaverk, er þeir hafa leyst af hendi.
Menntamálaráðuneytið,
9. október 1987
Hafnarfjörður
== Víðivellir
Stuðningsfóstra. Fóstra eða þroskaþjálfi ósk-
ast í 37,5% starf.
Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, forstöðu-
kona í síma 52004.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði
Kennarar - kennarar
Góðir tekjumöguleikar.
Afleysingakennara vantar að Grunnskólanum
Eiðum, sem er heimavistarskóli.
Aðalkennslugreinar enska og danska.
Allar upplýsingar gefur Sigtryggur í síma 97-
13825 eða 97-13824.
Barnabílstóll
- bílpúði - belti!
Notar barnið þitt
öryggisbúnað í bílnum?
yUMFERÐAR
RÁÐ
ERLENDAR FRÉITIR
Maó heitinn formaður á tali við bændafjölskyldu á sinni tíð. Maó var drjúgur reykingamaður, enda er sígaretta með í för.
Heimilisfaðirinn fær sér smók formanninum til samlætis. Kínverjar eru meðal mestu reykingamanna í heimi.
Kína
Tekist á um
tóbakið
Skortur á „góðum“sígarettum ogþvíblómstrar
braskið. 70% karla og 8% kvenna hafa ánetjast
fíkninni
Tíðindalaust á kínversku tó-
baksvígstöðvunum í síðustu
viku, eða að minnsta kosti ekkert
óvenjulegt á seyði; braskari fékk
lífstíðardóm, lögreglan kom upp
um ólöglegar verksmiðjur og
sölumiðstöðvar, og götusalar
græddu stórfé á aimenningi sem
ekki er of sæll með ástand tóbaks-
málanna.
Kínverjar eru meðal mestu
reykingamanna í víðri veröld, og
fylgja í þeim efnum hæpnu for-
dæmi Deng Xiao Pings, sem svæl-
ir í sig hverja pandasígarettuna á
fætur annarri, en þessi tegund er
mjög eftirsótt. Verkurinn er bara
að eftirspurnin eftir bestu teg-
undunum er margfalt meiri en
framboðið.
„í venjulegum verslunum er
útilokað að verða sér úti um al-
mennilegar tegundir. Þær verð-
urðu að kaupa af götusölum við
okurverði,“ segir leigubílstjóri
nokkur, Liu Guo að nafni.
„Viðskiptin blómstra, fólk er
jafnvel reiðubúið að kaupa góðar
sígarettur fyrir erlendan gjald-
eyri,“ segir götusali einn. Hann
gaf Íítið út á hvaðan hann fengi
varninginn, en brosti því breiðar:
„Það eru margar leiðir, en þær
eru viðskiptaleyndarmál,“ sagði
hann.
Dagblöð í Kína varpa nokkru
ljósi á þessar „mörgu leiðir.“ Til
dæmis var maður nokkur í
Kunming, höfuðborg Yunnan-
fylkis, dæmdur til lífstíðarfang-
elsis fyrir að selja ólöglega rúm-
lega 800.000 pakka af sígarettum,
en á þeim viðskiptum græddi
hann sem svarar fjórum
milljónum íslenskra króna, en sú
upphæð samsvarar um 850 árs-
launum venjulegs bónda. Maður
þessi var háttsettur í tóbaksfyrir-
tæki fylkisins og misnotaði að-
stöðu sína til að múta tveimur
embættismönnum til að verða sér
úti um birgðirnar. Þess má geta
að í Yunnan grær landsins besta
tóbak.
f síðasta mánuði birtu dagblöð
í Kína strengilega viðvörun frá
tóbakseinkasölu rikisins, en þar
heitir hún svikahröppum og
bröskurum því að þeirra bíði eng-
in silkihanskameðferð. Ef marka
má frásagnir blaðanna græða fyr-
irtæki og einstaklingar ómældar
fúlgur á braski með eftirsóttustu
sígarettutegundirnar, sölu á eftir-
líkingum, ólöglegum innflutningi
tóbaks og starfrækslu neðanjarð-
arverksmiðja. Svindilbrask þetta
veldur neytendum ómældum
skaða og mikilli óánægju, auk
þess sem ríkiskassinn tapar stór-
fé.
Enda þótt Kínverjar rækti öðr-
um þjóðum heims meira tóbak,'
þá framleiða þeir ekki nóg af
gæðatóbaki til að anna eftirspurn
almennings sem hefur nú meira
fé handa milli en áður hefur
þekkst.
Samkvæmt opinberum tölum
reykja um 70% kínverskra karla,
en aðeins um 8% kvennanna. Tó-
baksiðnaðurinn halar inn um 8%
skatttekna ríkisins.
Stjórnvöld gera sitt til að
benda á skaðsemi tó-
baksreykinga og halda uppi mikl-
um áróðri í þá veru. Það er þó við
ramman reip að draga meðan
beðið er eftir hugarfarsbylting-
unni; sígarettureykingar hafa
nefnilega verið stöðutákn borg-
arbúa síðustu áratugi, þar sem al-
menningur til sveita púar pípu. í
upphafi þessa pistils var Deng
Ziao Ping nefndur til þesarar
sögu og neikvætt fordæmi hans. í
þesum punkti er hann þó í félags-
skap fjandvinar síns og forvera
sem oddviti þjóðarinnar, Maós
formanns. En formaðurinn
gengni var ekki síður drjúgur við
reykingarnar, og eru fjölmargar
ljósmyndir af honum og málverk
til marks um það. u«
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. október 1987