Þjóðviljinn - 27.10.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Page 7
Áð í Grjótagjá. Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri Umhverfismál og ferðaþjónusta Það erindi, sem hér fer á eftir, flutti Birgir Þorgilsson, ferða- málastjóri á ráðstefnu um gróð- ureyðingu og landgræðslu, sem Líf og land efndi til fyrir nokkru. Útlit er fyrir að á yfirstandandi ári muni 125 þús. erlendir ferða- menn heimsækja ísland og gjald- eyristekjur þjóðarbúsins af seldri þjónustu til þeirra verði í ná- grenni við 6 miljarða kr. eða jarf- virði 150 miljón Bandaríkjadala. Auk þess má ætla að u.þ.b. jafn margir íslendingar hafi ferðast um landið og varið til þeirra ferðalaga 3 miljörðum kr. Sam- kvæmt þessum tölum verður heildarvelta íslenskrar ferða- þjónustu 9 miljarðar kr. á árinu 1987 og fjöldi ársstarfa um 6 þús. Aukning á fjölda erlendra ferða- manna er 50% á þremur árum. Brauðfæðir um 5% Samkvæmt framangreindum tölum er ljóst að atvinnugreinin ferðaþjónusta brauðfæðir um það bil 5% landsmanna. Þrátt fyrir þá staðreynd er ekki óal- gengt að amast sé við umferð ferðamanna um landið, þeir litnir hornauga og sakaðir um að valda óbætanlegu tjóni á íslenskri nátt- úru. Vissulega eru dæmi slíks, en í mörgum tilfellum er um að ræða óviljaverk, unnin sökum þekk- ingarskorts og vankunnáttu á við- kvæmni íslenskrar náttúru. Mikið skortir á að fullnægjandi upplýsingum sé komið á framfæri við ferðamenn um nauðsynlegar umgengnisvenjur á vinsælum ferðamannastöðum og á hálendi landsins. í þessu tilliti þarf að hafa í huga að farþegum í skipu- legum hópferðum hefur að und- anförnu farið tiltölulega fækk- andi á sama tíma og þeim fjölgar, sem ferðast um landið á eigin vegum og ráða því sjálfir sínum næturstað. Af þessari þróun leiðir síðan að erfiðara er um alla miðlun upp- lýsinga, svo og eftirlit með að far- ið sé að lögum og reglum, en það eftirlit er í algjöru lágmarki. Það var ekki fyrr en í sumar að lög- regluyfirvöld fengu til afnota einn fjórhjóladrifinn bíl, sem gat fylgst með umferð og umgengni utan alfaraleiða, enda framfylgni laga og reglugerða í samræmi við það. Eg er því þeirrar skoðunar, að það sé fyrst og fremst okkur sjálfum að kenna ef landinu er misþyrmt af erlendum og inn- lendum ferðamönnum. Ætli það hafi nokkurn tíma gerst í íslands- sögunni að menn væru sektaðir fyrir að henda frá sér rusli á víða- vangi? Um s.l. verslunarmanna- helgi ók ég milli Borgarfjarðar og Reykjavíkur og taldi 37 gosdósir, sem ég sá kastað út um glugga Heildarvelta íslenskrar ferðaþjónustu um 9 miljarðar í ár bifreiða á ferð, að ónefndum ým- iss konar pappírsumbúðum, sem fóru sömu leið. Mörg dæmi gæti ég nefnt til viðbótar um þau skelfilegu álög, sem virðast vera að hellast yfir okkur, á sama tíma og ein nágrannaþjóð okkar bann- ar notkun slíkra umbúða. Leiðir til úrbóta Augljóst er að áframhaldandi fjölgun ferðamanna, á ferð um Island verður trauðlega stöðvuð, þó svo einhverjum dytti í hug að með því móti mætti bregðast við vandanum á sviði umhverfis- mála, sem þó er ekki nema að litlu leyti til komin vegna um- gengni ferðafólks um landið. Atvinnugreinin ferðaþjónusta er ósköp einfaldlega orðin svo stór og áríðandi þáttur í íslensku efna- hagslífi, auk þess sem skynsam- lega rekin ferðaþjónusta eflir og styrkir okkur íslendinga á fjölda mörgum öðrum sviðum. í þess stað verður að grípa nú þegar til þeirra ráðstafana sem duga til þess að verja landið okkar hugs- anlegum spjöllum af ágangi ferðamanna. Að því marki liggja margar leiðir, svo sem skattlagning ferðamanna eins og tíðkast í Austurríki, stóraukið eftirlit og sektir við brotum á lögum og reglugerðum, opnun nýrra áfang- astaða á hálendi landsins og ef til vill tímabundin friðun annarra. Erlendir ferðamenn eru vanari því að fara að lögum og reglum heldur en við íslendingar, sér- staklega ef þeir finna að eftirlit er virkt. Hvað okkur sjálfa snertir þarf að hefja fræðslu í skólum landsins án tafar um nauðsyn náttúruverndar og umhverfismál almennt. Við skulum hafa hug- fast, að óspillt náttúra íslands er okkar stærsti auður og ekki síður áríðandi fyrir íslenska ferðaþjón- ustu og hann varðveittist heldur Hér hafa einhverjir landsóðar reist sér minnismerki. en aðrar atvinnugreinar lands- manna. Samgönguráðherra sent bréf Stjórn Ferðamálaráðs hefur rætt umhverfismál mjög ítarlega á fundum sínum og fjallað um náttúruvernd frá ýmsum sjónar- hornum. í framhaldi af samþykkt stjórnarfundar skrifaði ég sam- gönguráðherra bréf, dags. 10. ág- úst s.l. og fór þess á leit að hann skipaði nefnd þriggja manna til að gera tillögur til úrbúta á sviði umhverfis- og náttúruverndar- mála, svo og fleiri atriðum, sem tengjast ferðalögum erlendra manna urn ísland. Jafnframt er þess óskað, að önnur viðkomandi ráðuneyti tilnefndu einn mann hvert til að vinna með nefndinni, og skyldi hún skila áliti fyrir 31. des. 1987. Samgönguráðherra voru einn- ig sendar fyrstu hugmyndir Ferð- amálaráðs um þau atriði, sem taka þarf til athugunar og endur- skoðunar. í því sambandi má nefna margar frásgnir um inn- flutning erlendra ferðamanna á matvælum og eldsneyti, sumar sannar og aðrar tilbúningur og hugarfóstur sögumanna. I flest- um tilfellum eru farþegar bíla- ferjunnar „Norröna“ taldir helstu sökudólgarnir. Þann 31. ágúst var ég viðstaddur komu og brottför skipsins á Seyðisfirði, en þann dag voru komu- og brottfar- arfarþegar 1400 talsins. Margar bifreiðanna höfðu meðferðis 2-6 eldsneytisbrúsa en þvert ofan á allar frásagnir voru þeir allir tóm- ir, enda verðmunur á eldsneyti í Evrópulöndum lítill, auk þess sem stranglega er bannað að flytja eldsneyti á bílaþilfari „Norröna" nema á eldsneytis- geymum faratækjanna sjálfra. Stundum þarf ekki einu sinni mý- flugu til að úr verði úlfaldi. Að lokum við ég þakka stjórn Lífs og lands fyrir að gefa mér tækifæri til að taka þátt í þessari ráðstefnu og flytja ykkur skoðan- ir mínar í stuttu máli. Vissulega hefði verið áhugavert að fjalla nánar um ýmis atriði, sem ég hefi drepið á í þessu spj alli, en virði að sjálfsögðu óskir ykkar um að halda mig við tímamörkin og þakka fyrir áheyrn og athygli. Þriðjudagur 27. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.