Þjóðviljinn - 27.10.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Qupperneq 10
FLÓAMARKAÐURINN Ibúð óskast Óska eftir að taka á leigu sem fyrst þriggja herbergja íbúð. Leigutími ca. eitt ár. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans Síðumúla 6, merkt íbúð 87-88. Húsnæði óskast Ungt par, háskólanemar, óskareftir 2-3 herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 656299 eftir hádegi. Góður bíll til sölu Til sölu Fiat '85. Einstaklega spar- neytinn og þægilegur bill í topp- standi. Vetrardekk fylgja. Til greina koma skipti á ódýrari. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17 og í síma 13462 e. kl. 19. Bráðvantar íbúð, litla eða sióra. Erum 2 í heim- ili, fullorðin og barn. Góðri um- gengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 50751. Ársgömul Lancia „skutla" lúxusgerðin, fæst í skiptum fyrir ódýrari bíl og peningamilligjöf. Uppl. í síma 18054 eftir kl. 18. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Ath. get komið meö vörurnar á t.d. vinnustaði og í saumaklúbba ef óskað er. Uppl. í síma 19239. Óskum eftir 3ja herb. íbúð frá 1. des. n.k. Hafið samband í síma 611017 eða 688115 milli kl. 8 og 4. Honda Accord '80 4ra dyra, 5 gíra til sölu. Hagstætt verð. Uppl. í síma 72930 e. kl. 18.30. Til leigu ca. 30 m2 raflýstur bílskúr á Högun- um, laus nú þegar. Uppl. í síma 22922 á kvöldin eða í símum 28611 og 17677 á daginn. Til leigu lítið risherbergi, leigist einungis sem geymsluhúsnæði. Uppl. í síma 22922 á kvöldin eða í símum 28611 og 17677 á daginn. Vantar lítið svarthvítt sjónvarp. Uppl. I slma 611354. Gítar til sölu 12 strengja kassagítar, nýr og ónot- aður til sölu. Uppl. í síma 71184. Snorri. Viltu læra að mála á silki? Fimmtudaginn 29. okt. hefst kvöld- námskeið í silkimálun í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3. Elín Magnúsdótt- ir, myndlistarkona leiðbeinir. Uppl. í síma 12342 allan daginn. Nýlegar, Ijósar gardínur með kappa frá Epal til sölu á mjög góðu verði. Festingar fylgja með. Breidd 5.40 m. Uppl. gefur Steinn í síma 45755 miðvikud. e.kl. 16.00 og fimmtud. kl. 10 til 14. Fender Rhodes rafmagnspíanó til sölu. Gott hljóð- færi á mjög góðu verði. Áður í eigu Þursaflokksins. Uppl. gefur Steinn í síma 45755 miðvikudag e.k. 16 og fimmtudag kl. 10 til 14. Góðir og velútiítandi hlutir á vægu verði 2 Ijósarog nýlegargardínur, stangir fylgja með. Ljós, viðarlitur bað- skápur með speglahurðum og 2 stórir speglar. Panasonic útvarps- og kassettutæki m/4 hátölurum, lagaleitara, dolby systemi auk ann- arra möguleika - gott tæki i góðu standi. Uppl. gefur Steinn í síma 45755 miðvikudag e. kl. 16 og fimmtudag kl. 10 til 14. Píanó óskast Vantar ódýrt, vel með farið píanó. Uppi. í síma 67901 e.kl. 19. Drengjareiðhjól til sölu, þýskt, þarfnast nokkurrar viðgerðar. Verð kr. 1.000.-. Uppl. í síma 622456 kl. 5-7 í dag, þriðju- dag. Barnavagn og koja Til sölu brúnn Emmaljunga barna- vagn ásamt kerru á kr. 7.500.- ný- leg regnhlífakerra á kr. 2.500. Einn- ig hvít kojueining, koja með dýnu, skápur og skrifborð ca. ársgamalt á kr. 9.500.-. Uppl. í síma 14167. Lítil þvottavél óskast Upplýsingar í síma 16718 og 681720. Óska eftir litasjónvarpi, helst m/fjarstýringu. Sími 17918 e.kl. 18. Ódýr svalvagn óskast Upplýsingar í síma 38828 e.kl. 19 á kvöldin. Fíat Mig vantar vél í Fiat 128 árg. '78. Ef þú átt Fiathræ með sæmilegri vél skal óg losa þig við það þér að kostnaðarlausu. Uppl. í síma 681663- Hörður. Saab 99 árg. '71 í góðu lagi til sölu á kr. 25.000.-. Uppl. í síma 681274. Páfagaukur Langar voða mikið í dísapáfagauk, „nymfhe" eða stærri. Hringið i Garðar í lay-outi á Þjóðvilja, sími 681333. Óska eftir að kaupa litasjónvarp, einnig „fifti- es“ Ijósastæði. Uppl. í síma 681936. ísskápur til sölu 1.40x60x60. Einnig til sölu 2 rúm 90x200 cm. hvort. Verð eftir samkomulagi. Ennfremur er til sölu Subaru 1600 station árg. '79. Verð samkomulag. Sími 38486 e.kl. 18. Skoda Pardus árg. '78 til sölu, selst mjög ódýrt. Ekinn aðeins rúmlega 60.000 km, bráaðbirgðaskoðun '87, sumar- og vetrardekk á felgum, fjöldi vara- hluta. Sími 41289 e.kl. 17. Til sölu rimlavagga vel með farin, verð kr. 5.000.-. Einnig til sölu 4 Volvo 245 felgur. Uppl. í síma 38984. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Afh. get komið með vörurnar á t.d. vinnustaði og I saumaklúbba ef óskað er. Uppl. I slma 19239. Dagheimilið Valhöll Suðurgötu 39 Tvær fóstrur eöa fólk meö annars konar uppeld- isfræöimenntun óskast til starfa strax. Önnur staðan er í 1-2 ára deild en hin í 3-4 ára deild. Upplýsingar gefur forstööumaður í síma 19619. Konan mín, móðir okkar, dóttir mín og systir okkar Svava Sigríður Guðmundsdóttir Ásvegi 10 verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 28. október ki. 13.30. Pétur Tyrfingsson Guðmundur Pétursson Gunnlaugur Már Pétursson Margrét Tómasdóttir og systkini hinnar látnu ERLENDAR FRETTIR Kína Efnahagsáætlun rædd á flokksþingi Zhao hyggst halda áfram á braut nýsköpunar. Erlendir sendimenn íPeking segja óljóst afsetningaœðu hans á hvern hátt ná eigi árangri í efnahagsmálum Við setningu flokksþings Kom- múnistaflokks Kína á sunnu- dag flutti starfandi formaður hans og forsætisráðherra lands- ins, Zhao Ziyang, ræðu þar sem hann útlistaði efnahagsstefnu næstu fímm ára í anda nýsköpu- narstefnunnar, lagði til að gerðar yrðu ýmsar gagngerrar skipul- agsbreytingar í stjórnsýslunni og yngri menn fengnir til forystu- starfa. Um 2 þúsund þingfulltrúar skipuðu sér síðan í 36 nefndir sem eiga að fara ofaní saumana á þeim atriðum er Zhao vakti máls á í ræðu sinni. Ekki er reiknað með öðru en að þorri fulltrúa fylki sér að baki Zhaos. „Fulltrúarnir munu að- eins gera minniháttar breytingar á ræðu Zhaos Ziyangs. Loka- ályktunin mun verða nánast óbreytt skýrsla formannsins," sagði ónefndur kínverskur blaða- maður í gær. Hann benti á þá staðreynd að ræðan hefði sjö sinnum verið lögð fyrir stofnanir flokksins sem drög og lokagerðin hefði fengið blessun miðstjórnarinnar sem í eiga sæti 200 manns. Flokksþingið starfar fyrir lukt- um dyrum en í gær sýndi kín- verska ríkissjónvarpið svipmynd- ir frá störfum þess. Þar gaf að líta Zhao formann með uppbrettar skyrtuermar á kafi í rökræðum við einhverja samherja, að öllum líkindum um kosti ræðu sinnar. Fjölmiðlar í Peking hafa gert mikið úr ágæti ræðu Zhaos og sagt að sú stefna er þar væri mótuð í efnahagsmálum myndi hleypa nýju lífi í hina níu ára gömlu nýsköpunarstefnu. Ýmsir vestrænir sendimenn í Mikið mæðir og mun mæða á þessum herramönnum á þingi kínverska komm- únistaflokksins. Til vinstri er Zhao Ziyang, starfandi flokksformaður, og til hægri er agameistarinn Chen Yun. höfuðborg Kínaveldis gjalda var- huga við þessum fullyrðingum og segja óvíst hvernig Zhao hafi hugsað sér að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Einum úr þeirra hópi fórust orð á þessa leið: „Ræðan féll umbótasinnum í geð enda var þar fjálglega fjallað um glæsileg markmið. Hinsvegar var lítið sem ekkert rætt um það í smáatriðum á hvern hátt nálgast ætti þessi markmið." Nú bíða menn með óþreyju þess að lesin verði skýrsla agaeft- irlitsnefndar flokksins en hún lý'tur forystu hins 82 ára gamla Chens Yuns sem á sæti í fimm manna framkvæmdanefnd stjórnmálaráðsins. Chen þessi kvað vera andstæð- ingur nýsköpunarstefnu Dengs Xiaopings og Zhaos en er varla í stakk búinn til að standa uppí hárinu á þeim á þinginu því fróðir segja hann svo veikburða að hann verði að öllum líkindum að fá einhvern til að lesa skýrslu ag- anefndarinnar fyrir sig. í henni verður að finna tillögur um valds- svið kommúnistaflokksins í kín- versku samfélagi. Nýsköpunar- sinnar vilja að flokkurinn deili valdi sínu að einhverju leyti, einkum eru þeir áfram um að auka vald framkvæmdastjóra fyr- irtækja. En talið er að Chen ljái ekki máls á neinu slíku og því muni koma til deilna um þetta á þinginu. -ks. Sovétríkin Allt snýst um „stjömustríðsáætlun“ Sovéskir embœttismenn segja Gorbatsjof reiðubúinn til að eigafund með Reagan fyrir árslok ef „stjörnustríðsáœtlunin “fœst rœdd Sovéskir embættismenn sögöu í gær að þeir teldu enn koma til greina að leiðtogar risaveldanna tveggja ættu með sér fund fyrir árslok en það ylti á því að Banda- ríkjamenn væru reiðubúnir til viðræðna um „störnustríðsáætl- unina“ (SDI). Þeir sögðu Míkael Gorbatsjof hafa afhent utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, skilaboð til Ronalds Reagans forseta í þessa veru er hann hafði viðdvöl í Moskvu í síðustu viku. „Pað væri vel hægt að láta fundinn fara fram á þessu ári ef vilji væri fyrir hendi í Washing- ton,“ sagði ónefndur embættis- maður í Moskvu í gær. „En það gerist náttúrlega ekki ef þeir segja ekkert nema nei, nei, nei við öllu því sem við höfum fram að færa.“ Sem kunnugt er vildi Gorbat- sjof ekki dagsetja þriðja fund þeira Reagans er hann ræddi við Shultz á föstudag. Engu að síður kvaðst hann reiðubúinn til að taka sér ferð á hendur til höfuð- borgar Bandaríkjanna. „Pað sem ég hef mestar áhyggjur af í augna- blikinu eru hugsanlegar niður- stöður slíks fundar,“ kvað hann hafa sagt. Utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Eðvarð Shevardnadze, sagði við fréttamenn að aflokn- um tveggja daga viðræðum þeirra Shultz í Moskvu að Sovétmenn settu það skilyrði fyrir leiðtoga- fundi að fyrir hann yrði lagður rammasamningur um niðurskurð langdrægra kjarnflauga stórveld- anna. Petta myndi þýða það, sam- kvæmt áætlunum Sovétmanna, að lokasamkomulag um fækkun langflauganna yrði undirritað á fyrri helmingi næsta árs á leiðtogafundi í Moskvu. Um þessar mundir eru fulltrú- ar Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna langt komnir með frágang fyrsta vinnuplaggs fyrir viðræður um langdrægar kjarnflaugar. En ágreiningur ríkir enn um tengsl þeirra vopna við ákvæði Gagn- flaugasamningsins (ABM) frá ár- inu 1972 og „stjörnustríðsáform- in“. Sovéskur embættismaður sagði í gær að Bandaríkjamenn hömruðu á því að Kremlverjar væru að reyna að koma „stjörn- ustríðsáætluninni" fyrir kattar- nef. „Vitaskuld geðjast okkur ekki að henni en við vitum sem er að henni verður haldið til streitu á meðan Reagan fer með hús- bóndavald í Hvíta húsinu. Því viljum við ræða um hugsanlegar breytingar á henni en Banda- ríkjamenn ljá ekki einusinni máls á því. “ -ks 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Priðjudagur 27. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.