Þjóðviljinn - 27.10.1987, Side 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þiómnuiNN
Þriðjudagur 27. október 1987 239. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Loðna
Ótíð og
aflaleysi
Ástráður Ingvarsson hjá
Loðnunefnd: 17.135
tonn hafa veiðst á
vertíðinni
„Frá 12. október og fram að
síðustu helgi veiddust aðeins 60
tonn af loðnu, vegna brælu á mið-
unum sem hefur hamlað veiðum
til þessa. En nú um helgina fékk
Hrafn GK 450 tonn og Rauðsey
AK 250 tonn af loðnu,“ sagði Ást-
ráfiur Ingvarsson, hjá Loðnu-
nefnd í samtali við Þjóðviljann.
Mjög þungt hljóð er í loðnusjó-
mönnum um þessar mundir
vegna mikillar brælu sem verið
hefur á miðunum sem hefur
hamlað veiðum til þessa. 13
loðnuskip eru komin á skrá hjá
Loðnunefnd, en ekki eru þau þó
öll komin á miðin. Sum hver
liggja enn í heimahöfn frá því
brælukastið reið yfir.
Með afla helgarinnar er
heildarloðnuaflinn kominn í
17.135 tonn og er Eskifjörður
með mesta magnið 4.350 tonn af
loðnu.
grh
Rœkjuvinnslan
Sjónarmiðin
sameinuð
Kvótatillögum rækju-
vinnslustöðva skipað í
nefnd
Fulltrúar frá öllu helstu rækju-
vinnslustöðvum landsins
þinguðu í gær á Hótel Loftleiðum
um það hvernig best yrði staðið
að tillögum Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda til sam-
ráðsnefndarinnar um mótun fisk-
veiðistefnunnar fyrir næsta ár.
En rækjuvinnslustöðvar á Vest-
fjörðum og á Norðurlandi eystra
og vestra ákváðu á fundi á Akur-
eyri fyrir skömmu að krefjast
50% af fyrirhuguðum rækju-
’kvóta verksmiðjunum til handa,
þar sem rætt hefur verið um að
hámarksveiðin verði 36 þúsund
tonn af rækju.
Að sögn Guðmundar Stefáns
Maríssonar, framkvæmdastjóra
Félags rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda var ákveðið á fundinum
í gær að skipa nefnd sem í sitja
einn fulltrúi frá hverjum lands-
fjórðungi, ásamt honum, til að
fínpússa tillögur félagsins til sam-
ráðsnefndarinnar og einnig til
þess að skoða kvótadæmið betur
til þess að menn séu vissir um
hvað kvótinn hefði í för með sér
fyrir verksmiðjurnar út um allt
land. Bjóst Guðmundur við því
að annaðhvort yrðu tillögur
rækjuvinnslustöðvanna birtar
samráðsnefndinni á fundi hennar
á morgun eða þá ekki fyrr en á
föstudag, allt eftir því hvernig
verkinu miðaði áfram.
„Innan Félags rækju- og
hörpudiksframieiðenda er breið
samstaða um að ganga frá kvóta-
tillögum okkar á þann veg að allir
séu ánægðir, sama hvort þeir eru
á Vestfjörðum, Norðurlandi eða
í öðrum landsfjórðungum," sagði
Guðmundur Stefán Maríasson
framk væmdast j óri.
grh
Heimilsmenn á Kópavogshæli við störf. Þroskahjálp leggur til að dregið verði úr starfsemi hælisins á næstu árum og heimilisfólki gefinn kostur á að búa í litium
sambýlum. Mynd Sig.
Kópavogshœlið
Ekki í anda laganna
Ásgeir Sigurgestsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar: Sambýli heppilegra til að
efla sjálfstœði ogfrumkvœði. Pétur J. Jónasson, framkvœmdastjóri Kópavogs-
hœlis: Óraunhœft að efla eina tegundþjónustu meðþvíað skera aðra niður
Við erum hvorki að leggja til að
Kópavogshælið verði alfarið
lagt niður, né að hugmyndum
okkar verði hrundið í fram-
kvæmd tafarlaust og án samráðs
við fjölmarga aðiia, sagði Asgeir
Sigurgestsson, framkvæmda-
stjóri Þroskahjálpar, en á aðal-
fundi samtakanna s.I. helgi var
samþykkt ályktun um framtíðar-
skipulag Kópavogshælis og lagt til
að dregið verði úr starfsemi
stofnunarinnar á næstu árum og
vistmönnum fækkað úr 155 í 30
og þeim gefinn kostur á að búa í
litlum sambýlum.
í ályktun samtakanna segir
m.a. að „núverandi skipulag og
starfsemi hælisins" sé ekki í
„samræmi við ríkjandi viðhorf og
þjónustu við vangefna og ekki í
samræmi við þær grundvallar
hugmyndir sem lög um málefni
fatlaðra hvfla á“.
- Sambýlisformið er mun
heppilegra til að efla sjálfstæði og
sjálfsbjargarviðleitni þessa fólks,
en þar sem það býr margt saman
undir einu þaki eins og á Kópa-
vogshælinu, sagði Ásgeir Sigur-
gestsson.
Þroskahjálp ráðgerir að koma
megi upp 22 sambýlum ásamt
nauðsynlegri þjónustu fyrir 290
milljónir króna. Hluta kostnað-
arins segja samtökin að unnt sé
að fjármagna með því selja land-
skika þann sem Kópavogshælið
stendur á og þær byggingar sem
ekki verði lengur þörf fyrir.
Pétur J. Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Kópavogshælis,
sagði í samtali við blaðið, að hug-
mynd Þroskahjálpar væri um
margt góðra gjalda verð. Sá
augljósi hængur væri þó á að gert
væri ráð fyrir að of stór hluti vist-
manna Kópavogshælis væri fær
um að búa í sambýli.
- Jafnframt finnst manni það
skjóta skökku við að ætla að fjár-
magna framkvæmdir sem vissu-
lega eru nauðsynlegar, með því
að ætla að skera niður aðra þætti í
þjónustu við vangefna, sagði Pét-
ur.
-rk
Alþingi
Aldrei
fleirí konur
Tveir varaþingmenn
konur. Samtals 15 á þingi
ígœr
Háhyrningar
Fjórir geymdir í kvíum
Verulegur ótti við aðgerðir hvalavina. Mótmæli afhent í
gœrmorgun.
Háhyrningaveiðar á vcgum fé-
lagsins Fauna ganga vel. Skip-
verjar á vélbátnum Guðrúnu GK
eru búnir að fanga 4 lifandi dýr og
eru þau geymd í kvíum utarlega á
Seyðisfírði. Hvalavinafélagið hef-
ur sent sjávarútvegsráðherra
skrifleg mótmæli við veiðunum.
Björgunarsveitin ísólfur á Seyðis-
fírði hefur verið fengin til að
standa vörð við kvíarnar.
Félagið Fauna, sem mun eiga
að greiða ýmsar skuldir sem
stofnað var til meðan Sædýra-
safnið í Hafnarfirði var rekið og
féllu þá m.a. á einstaklinga, hefur
fengið leyfi hjá sjávarútvegsráð-
herra til að veiða fjóra háhyrn-
inga. Það er skipshöfnin á Guð-
rúnu GK 37 sem annast veiðarnar
en þar eru vanir menn um borð
því að Guðrún var hér á árum
áður fengin til háhyrningsveiða.
Aðstandendur háhyrnings-
veiðanna eru tregir til að veita
upplýsingar og er talið að þeir
óttist aðgerðir íslenskra og er-
lendra hvalavina. í gærmorgun
afhenti Hvalavinafélagið skrifleg
mótmæli í sjávarútvegsráðuneyt-
inu og bar fram ýmsar spurningar
um hvaða forsendur hefðu legið
að baki leyfisveitingunni. Telja
hvalavinir að söluverð hvers dýrs
sé 1 til 1,5 miljónir bandaríkja-
dala eða 40 til 60 miljónir króna.
í Seyðisfirði er búið að koma
fyrir sterkum kvíum út á Eyrum
fram undan Hánefnsstöðum. Er
talið að kaupandi háhyrning-
anna, fyrirtækið Sea World, hafi
lagt til fjármagn í kvíarnar.
Um borð í Guðrúnu hefur ver-
ið starfsmaður Hafrannsóknar,
Eyþór Þórðarson. Veiðarnar eru
stofnuninni óviðkomandi en
samkvæmt sögn Jóhanns Sigur-
jónssonar hefur stofnunin oft
látið rannsaka háhyrninga á
haustin. Þegar leyfi fékkst til að
hafa mann um borð í Guðrúnu
hafi stofnunin sloppið við að
senda skip til þessara rannsókna.
Aldrei áður í sögu íslenska lýð-
veldisins hafa jafn margar
konur sctið á þingi og nú, en í gær
bættust tvær konur í hóp þing-
manna þegar þær María Ingva-
dóttir og Sólveig Pétursdóttir
sóru þingmannaeið. Þær eru báð-
ar varaþingmenn Sjálfstæðis-
flokksins.
Alls voru þrettán konur kjöm-
ar til Alþingis í síðustu kosning-
um. Konurnar á þingi urðu því 15
talsins í gær þannig að enn er
langt í land að fullt jafnræði náist
milli kynja, en þingmenn em
samtals 63.
Flestar em konurnar í Kvenna-
listanum, en þingmenn hans em
sex talsins. Hjá hinum flokkun-
um er hlutfallið best hjá Alþýðu-
bandalagi, en konur í þingliði Al-
þýðubandalags em tvær. Sjálf-
stæðisflokkurinn er með jafn
margar konur í þingliði sínu og
Alþýðubandalagið en mun fleiri
þingmenn.
Alþýðuflokkur, Framsóknar-
flokkur og Borgaraflokkur em
svo bara með eina konu hver í
þingliði sínu.
-Sáf