Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGÍN— Fylgist þú meö frammi- stööu Jóhanns Hjartar- sonar á alþjóðaskákmót- inu í Belgrad í Júgós- lavíu? Vilborg Jónsdóttir, verslunarmaður: Já, ég fylgist spennt með landan- um þegar hann er að gera garð- inn frægan á erlendri grundu. Ægir Brandsson, 12 ára: Nei ekkert sérstaklega. Ég fylgist aðeins með viðureign Karpofs og Kasparofs. Hilmar Örn Hilmarsson, 12 ára: Já dálítið. Ég hef gaman af að tefla og reyni því aðeins að fylgj- ast með. Þó ekki mikið. Eyrún Þórólfsdóttir, starfsmaður í gestamóttöku: Jú ég fylgist lítillega með Jó- hanni. Ég veit að hann hefur staðið sig mjög vel. Jóhann Sigurólason, móttökustjóri: Ég hef fylgst grannt með þátttöku Jóhanns úti í Júgóslavíu. Hann stendur sig mjög vel, enda í topp- formi. Ég spái honum reyndar ekki sigri á mótinu. FRETTIP Oryggismál sjómanna Skyldan tölvuvædd Nú stendur fyrir dyrum að tölv- uvæða Tilkynningaskylduna sem Slysavarnafélag Islands hef- ur haft með höndum allt frá því hún tók til starfa 13. júlí 1968, en lögboðin öryggisþjónusta varð Skyldan í maí 1977. Af því tilefni afhenti sölustjóri tölvufyrirtækis- ins Hewlett Packard, Gylfi Árna- son, forseta Slysavarnafélagsins Hálfdáni Henryssyni gjafabréf þar að lútandi í höfuðstöðvum félagsins í gær, þar sem fyrirtæk- ið gefur Slysavarnafélaginu tölvu og prentara, Tilkynningaskyld- unni til afnota. Þorgeir Pálsson prófessor við Háskóla íslands hefur hannað og þróað sendi sem verður tengdur við lóraninn og sagði Hálfdán Henrysson forseti félagsins í gær að nú stæði Skyldan á tíma- mótum í sögu sinni. Meiri sjálf- virkni er að koma til sögunnar sem auðveldar móttöku og eflir yfirsýn starfsmannanna með flot- anum sem er hverju sinni á sjó. Sjálfvirki sendirinn sem tengd- ur verður lórarinum hefur verið prófaður um skeið um borð í Akraborginni og reynst vel. Á næstunni verða reistar móttöku- stöðvar á Skálafelli og í Vestmannaeyjum og verður borð í venjulegum verðtíðarbát- sendirinn því væntanlega um um áður en langt um líður. grh Haukur Bergmann vakthafandi starfsmaður Tilkynningaskyldunnar kampakátur við nýja tölvukerfið sem leysir gömlu spjaldskrána af hólmi von bráðar. Mynd: E.ÓI. Borgarnes Safnahús í skímargjöf Borgarnes breyttist úr hrepp í bæ á sunnudag. 28. kaupstaður landsins, margfalt afmœlisár Eg held að þetta hljóti að vera stærsta samkvæmi sem hér hefur verið haldið, sagði Gísli Karlsson bæjarstjóri og fyrrver- andi sveitarstjóri í Borgarnesi um þúsund manna kaffiboð á sunnu- daginn í tilefni af stofnun kaup- staðar í Borgarnesi. Borgarnes breyttist úr hrepp í bæ á sunnudaginn með pompi og pragt, kaffiveislu, dansiballi, málverkasýningu og sundmóti. Formleg umskipti urðu á síðasta hreppsnefndarfundinum þarsem lögð var fram staðfesting félags- málaráðuneytis um breytinguna, og síðan breyttist samkoman í fyrsta fund bæjarstjórnar. Á þeim fundi gáfu íbúar Borgarness sjálfum sér þá gjöf í tilefni dags- ins að keypt var hús fyrir söfnin í bænum, sem eru fimm talsins, væn að vöxtum, og hafa hingaðtil búið við þröngan kost. í nýja safnahúsinu verða Listasafn, Héraðsskjalasafn, Náttúrugripa- safn, Byggðasafn og Héraðs- bókasafnið. Gísli bæjarstjóri var í spjalli við Þjóðviljann mjög ánægður með skírnarhátíðina. Hann sagði að formlegar breytingar væru í raun litlar þótt hreppurinn yrði bær, hinsvegar yrði breytingar tölu- verðar á ímynd bæjarins eða hljómi, - nú kæmist Borgarnes í hóp kaupstaðanna jafningja sinna og í framtíðinni yrði litið á annan hátt til staðarins. Gísli sagði að það væri vel við hæfi að nafnbreytingin færi fram á þessu ári, sem væri margfalt af- mælisár í Borgarnesi. 120 ár eru liðin síðan Borgarnes varð versl- unarstaður og 110 ár síðan fyrsti íbúinn tók sér þar fasta búsetu, - að auki hefðu þeir Skallagrímur og Kveldúlfur lagt upp í landnámsferð sína einhverntíma á bilinu 878 til 891, og hefðu Borgnesingar nú fyrir satt að sú ferð hefði verið farin árið 887 og því 1100 ár frá landnámi. íbúar Borgarness eru um 1700 og er Borgarnes 19. stærsta sveitarfélag á landinu, og eftir helgina 28. kaupstaðurinn. - m Þjóðfélagsmál Hagþenkir styrkir Starfsstyrkur úr Ijósritunarsjóðum Hagþenkis til rits um þjóðmál Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna - hefur ákveðið að veita starfsstyrk til höfundar eða starfshóps til að semja rit um þjóðfélagsmál eða Uúka við slíkt verk. Stjórn félags- ins hefur augiýst umsóknarfrest og er hann til 1. nóvember. Styrkur þessi er auglýstur í framhaldi af umræðum innan Hagþenkis og fundarsamþykkt um notkun fjár sem greitt er til félagsins vegna samninga um heimild skóla til að ljósrita úr út- gefnum verkum að vissu marki. Þetta er í fyrsta sinn sem fé- lagið gefur höfundum kost á að sækja um styrk til að vinna verk- efni. Tilgangurinn með því að veita styrk til að semja rit um þjóðfélagsmál er sá að auðga ís- lenska þjóðmálaumræðu. Félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna vill leggja sitt af mörkum til þess að gefnar séu út bækur um mikilvæg viðfangsefni sem eru vanrækt í íslenskri bókaútgáfu. Bók er besti miðillinn til að gera viðfangsefni rækileg skil og gefa almenningi kost á að kynna sér árangur athugana og hugsunar. Stjórn Hagþenkis hefur fengið eftirtalda til að skipa dómnefnd: Önnu G. Magnúsdóttur, Barða Friðriksson og Guðrúnu Hall- dórsdóttur. Formaður Hagþenk- is er Hörður Bergmann. Fræði Sögufélag í Ámessýslu Stofnfundur á Selfossi Þess er að vænta að endanlega verði gengið frá stofnun Sögufé- lags Arnesinga nú á næstunni. Stofnfundur félagsins var haldinn að Minni-Borg í Grímsnesi s.l. vor. Mættu þar á fjórða tug manna víðsvegar að úr sýslunni. Frá félagsstofnun var þó ekki að fullu gengið en ákveðið að boða síðar til framhaldsstofn- fundar. Hann hefur nú verið ák- veðinn á Hótel Selfossi næstkom- andi fimmtudag, 29. okt. Hefst hann kl. 20.30. Á fundinum flytur Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur flytur um máltíðaskipan og hversdag- smat á íslenskum bændaheimil- um. Með sögufélaginu er það m.a. markmið stofnenda að koma af stað útgáfu héraðssögurits Ár- nesinga. Eru slík rit gefin út í allmörgum sýslum og víða starfa Sögufélögin með miklum blóma. Auk þess að gefa úr héraðssögu hyggst félagið verða vettvangur þjóðfræða og þjóðháttarann- sókna. Bráðabirgðastjórn, sem kosin var á aðalfundinum í vor og báðar til þessa haustfundar hvetur alla áhugamenn um sögu og menn- ingarvarðveislu í sýslunni til að mæta á fundinum og skrá sig í hóp stofnfélaga. Nánari upplýsingar veita Bjarni Harðarson í símum 91- 17593 og 25814 og Kristján Eiríksson í síma 99-6144. _ mþg * forsætisráðherra 'forseti sameinaðs alþingis - sjávarútvegsráðherra , formaður landbúnaðarnefndar , ritstjóri Morgunblaðsins Hver á ekki heima í þessum hópi? 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.