Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 7
Umrœða um stefnurœðu Fagrar umbúðir en rýit innihald „Við samþykkjum ekki að þeir Jægst launuðu borgi stöðugt óráðsíu stjórn valda," sagði Margrét Frímannsdóttir meðal annars í ræðu sinni. Mynd E.Ol. Þorsteinn Pálsson vitnaði í lok stefnuræðu sinnar á Alþingi í gær í orð Jónasar Hallgrímssonar um að þess væri óskandi að íslend- ingar fari að sjá að það er aumt líf og vesælt að sitja einn í hverju horni og hugsa um ekkert nema sjálfan sig og slíta svo sundur fé- lag sitt og skipta sundur afli sínu í svo marga parta sem orðið getur. Ekki var laust við að að mönnum hvarflaði að þarna væri forsætisráðherra að snurpa ríkis- stjórnarflokkana, en síðan Al- þingi kom saman hefur hvert ríkisstjórnarmálið á fætur öðru orðið til upphlaupa í stjórnarher- búðunum. Svo virðist sem þessi áminning hafi haft sín áhrif þar sem talsmenn ríkisstjórnarinnar fóru einsog kettir í kringum heitan graut ágreiningsmálanna, á ýmsu var tæpt en hin breiðu spjótin spöruð. Stefnuræða f>orsteins Páls- sonar er annars upptalning á ýms- um ákvæðum ríkisstjórnar- sáttmálans; að standa á vörð um lífskjörin í landinu með því að halda verðbólgu í skefjum og skapa atvinnulífi viðunandi starfsskilyrði, einsog segir í inn- gangi ræðunnar. Eða svo vitnað sé orðrétt í annan stað ræðunnar : „Gagnkvæmur skilningur er for- senda fyrir því að okkur takist það ætlunarverk að tryggja upp- byggingu og framfarir landsins alls.“ Enda fór það svo að flestir ræðumanna stjórnarandstöð- unnar töluðu um fagrar umbúðir þótt innihaldið þætti rýrt. Þorsteinn talaði víða um frjálsræði í viðskiptum og að ein helsta lyftistöng íslenskra fyrir- tækja væri erlent áhættufé í stað erlends lánsfjár og boðaði að er- lendum fyrirtækjum verði veitt heimild til að eiga meirihluta í iðnfyrirtækjum á íslandi. í ræðunni var drepið á ýmis mál sem talað er um í stjórnarsáttmál- anum og þeim gerð misjafnlega mikil skil. Breytingar á húsnæð- islánakerfinu eru afgreiddar með mjög almennu orðalagi og svo er um flest önnur mál en töluverðu púðri er þó eytt í utanríkisstefn- una og varað við að setja hnökra í samskiptum íslendinga við Bandaríkjamenn í samband við afstöðuna til hersins auk þess sem utanríkisráðherra er varaður við að aðhafast það sem dregið geti úr samningsstöðu Atlantshafs- bandalagsins og er þar sérstak- lega minnst á umræður og hug- myndir um kjarnavopnalaus svæði. Hvar er eldmóður landnemans? spurði Svavar Gestsson í upp- hafi máls síns. Hvar voru nýjung- arnar og framfarahugurinn? Hvar er sigurvissa samstæðrar sveitar sem er að byrja að taka á verkunum? spurði hann einnig. „Pað kom hvergi fram neitt af því tagi sem kenna mætti við eld, neista, baráttu- og samstarfs- gleði, nema helst þegar hann boðaði aukin umsvif útlendinga hér á landi. í eina skiptið sem hann hvessir sig í ræðunni er þeg- ar hann veitist að utanríkisráð- herra eigin ríkisstjórnar og kallar stefnu utanríkisráðherra hvorki meira né minna en þjóðhættulega sýndarmennsku.“ Svavar talaði um deilurnar innan stjórnarinnar vegna þeirra tveggja frumvarpa sem komið hafa í nafni hennar fram á Al- þingi, fjárlagafrumvarpið og húsnæðisfrumvarpið. Sagði hann vinnubrögðin með eindæmum og að þau ýti undir þá almennu skoðun að Alþýðuflokkurinn sé vart stjórnarhæfur. Að mati Svavars er hér um að ræða hreinræktaða íhaldsstjórn en það eina sem komið geti í veg fyrir slíka stjórn sé sterkt Al- þýðubandalag. Hefur eitthvað breyst með tilkomu Alþýðu- flokksins í stjórnina? spurði hann. Það er ekki jafnaðarstefna að halda kaupmætti kauptaxta niðri þannig að stjórnin fylgir ekki jafnaðarstefnu í kjaramálum. Hún fylgir ekki heldur jafnaðar- stefnu í skattamálum þegar fjármagnseigendur og stóreigna- menn sleppa en fjármálaráðherra hefur feril sinn með því að leggja á matarskatt. Ekki fylgir stjórnin heldur jafnaðarstefnu í pening- amálum þegar opnaðar eru fyrir burgeisana heimildir til að kaupa hlutabréf erlendis og því síður í byggðamálum, ekki heldur í skólamálum og uppeldismálum. „Pannig er ljóst að eftir þriggja mánaða stjórnarsetu hefur Al- þýðuflokkurinn yfirgefið jafnað- arstefnuna og kosningaloforðin." Niðurstaða Svavars var sú að hér yrði mynduð íhaldsstjórn aft- ur og aftur þar til Alþýðubanda- laginu hefur tekist að verða sterkt forystuafl í íslenskum stjórnmálum, að Alþýðuflokkur- inn hefur yfirgefið jafnaðarstefn- una og í þriðja lagi að nú sé lag til að fylkja þjóðinni um róttæka ís- lenska utanríkisstefnu. „Öll þessi verkefni kalla á Al- þýðubandalagið, því reynslan sýnir að þverpólitísk samtök og miðjuflokkar duga skammt.“ Munurinn á hægri og vinstri er hann enginn einsog margir halda fram? spurði Margrét Frímannsdóttir. „Fólk hlýtur að ruglast í ríminu þegar það hlustar á ræðu forsætisráðherra." Munurinn liggur í forgangsröð- inni og hvernig fjármagnið er fengið til að fjármagna þau verk sem allir geti verið sammála um að séu nauðsynleg. „Við sam- þykkjum ekki að þeir lægst launuðu borgi stöðugt óráðsíu stjórnvalda. Við viljum ná í skatta þeirra sem alltaf hafa kom- ist undan því að greiða skatta.“ Margrét sagði að það hefði ver- ið einkennilegt að hlusta á ræðu forsætisráðherra, að hún hefði ekki sagt neitt um stefnu stjórn- arinnar né stöðuna í efna- hagsmálum. Síðan spurði hún hvort það væri nokkurt réttlæti í því að leita stöðugt í pyngju heimilanna til að borga óráðsí- una. Margrét benti á að jafnframt því sem lagðir eru á almenning hærri skattar er dregið úr þjón- ustu við almenning og síðan gagnrýndi hún hvernig fjöldi verkefna er færður frá ríki til sveitarfélaga án þess að tekju- stofnar sveitarfélaga séu tryggð- ir. Að breyta orðum i athöfn er list hins skapandi stjórnmála- manns, sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, fjármálaráðherra. Varði hann fjárlagafrumvarpið og vís- aði allri gagnrýni á það á bug. Spurði svo hvernig stjórnarand- stæðingar og einstaka stjórnarlið- ar gætu tekið upp hanskann fyrir hriplekt söluskattskerfi. „Núver- andi söluskattskerfi er ónýtt. Ætlar stjórnarandstaðan að verja ónýtt söluskattskerfi? Býst stjórnarandstaðan við að hún verði slegin til riddara vegna lýð- skrums?“ Jón Baldvin ræddi mikið skattsvikaskýrslu þá sem unnin var af nefnd sem Þröstur Ólafs- son hafði formennsku í, að til- lögur nefndarinnar hefðu verið þær að einfalda bæri skattakerfið og afnema undanþágur. Síðan sagði hann að ríkis- stjórnin væri tilbúin að hætta við að flýta álagningu matarskattsins til 1. nóvember ef það greiddi fyrír samkomulagi við aðila vinn- umarkaðarins, sem hann þó efað- ist um að úr yrði. Þá ræddi hann töluvert um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og þá betlistafsbyggðastefnu sem ríkisstjórnin vildi kveða nið- ur og taldi slæmt af stjórnarand- stöðunni að vekja upp úlfúð vegna þess. Einnig ræddi hann gagnrýnina á niðurskurð til íþróttastarfsemi, en Steingrímur Hermannsson hefur gagnrýnt það. Sagði hann að það skipti ekki máli hvort peningarnir kæmu frá ríki eða lottó en íþrótt- ahreyfingin hefðu nú úr meiru að moða en áður. Raunasögur úr húsnæðiskerf- inu voru inngangurinn að ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur. Eyddi hún meirihlutanum af tíma sínum í að mæla fyrir húsnæðisfrum- varpinu auk þess sem hún vék að verkaskiptingunni milli ríkis og sveitarfélaga. Jóhanna spurði þá sem gagnrýnt hafa frumvarpið, hvers- vegna megi hafna þeim tekju- lægstu en ekki þeim efnamestu í kerfinu, þegar kerfið getur ekki sinnt öllum nema það sigli í strand. Þá ræddi Jóhanna um félags- lega kerfið og kaupleiguíbúðirn- ar en að sögn hennar er mikill áhugi sveitarfélaga og félagasam- taka fyrir slíku kerfi. Ríkisstjórnin er einsog notaður bíll áferðarfagur en algjörlega ógangfær, sem hefur verið prang- að inn á þjóðina, sagði Guð- mundur Ágústsson og hélst sig síðan við bílalíkinguna út ræð- una. Hann spurði hvort ekillinn væri að taka hægri eða vinstri beygju og hvort hann væri ekki að stefna til glötunar. Það eina sem virðist ljóst að mati Guð- mundar er að rekstrarkostn- aðurinn er mjög mikill og al- menningi er ætlað að borga brús- ann. ■ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir gagnrýndi bílaskattinn á öryrkja, matarskatt og sagði að fjármála- ráðherra hrifsaði af diskum þeirra verst settu og kastaði því á diska þeirra best settu. Ingi Björn Albertsson var þriðji ræðumaður Borgaraflokks í fyrri umferð og sagði hann að það væri ekki heiglum hent að finna stefnu forsætisráðherra í stefnuræðunni enda virtist engin samstaða um neina stefnu hjá ríkisstjórnarflokkunum, matar- skatturinn væri það eina sem náðst hefði samstaða um. Munum beita okkur fyrir friði og afvopnun hvar sem við komu fram á al- þjóðavettvangi, sagði Steingrím- ur Hermannsson utanríkisráð- herra. Hann ræddi stöðu efnahags- mála og taldi ýmsar blikur á lofti, einkum hvað varðaði verðbólgu- þróunin. Sagði hann frelsi gott ef efnahagslífið þoli það og einstak- lingarnir geti valdið því, en að hans mati hefur það brugðist og því hefur ekki orðið nægilegt jafnvægi í efnahagsmálum. Þá taldi Steingrúmur að eftirlit Seðl- abanka með vaxtaþróuninni hafi brugðist. Sagðist hann efast um að nokkuð verði ráðið við verð- bólguna nema vextir lækki. Steingrímur impraði á ýmsum ágeiningsmálum innan ríkis- stjórnarinnar sem samkomulag yrði að nást um, einsog húsnæð- ismál, landbúnaðarmál og kvó- tamál. „Það er mín einlæga von að ríkisstjórnin beri gæfa til að sitja út kjörtímabilið,“ sagði hann að lokum. Ólafur Þ. Þórðarson var hvass- yrtastur allra stjórnarþing- manna: sagði hann að stefnu Fra- msóknar yrði að virða. Sagðist hann ekki trúa því að óreyndu að Alþingi hiki við að tryggja nýjum atvinnugreinum, einsog fiskeldi og loðdýrarækt, framlög til rannsókarstarfs hvað sem fjárlag- afrumvarpi liði. Þá efaðist hann mjög um fastgengisstefnuna. Félagsmálaráðherra ráðlagði hann að snúa sér til viðskiptatar- áðherra og fjármálaráðherra um að þeir snúi við vaxtastefnunni í stað þess að karpa við framsókn- armenn um húsnæðisfrumvarið. „Ég vona að ráðherra tukti báða Jónana til.“ Að lokum sagði hann að þeir sem standa að ríkisstjórninni verði að gera sér grein fyrir því að þjóðin líður engan leikaraskap. Almenningur á að sýna ráðdeild og spara til að geta keypt hlutabréf, ríkisskuldabréf og fjárfest á erlendum peninga- mörkuðum þegar hann er búinn að borga matarskattinn sinn, sagði Kristín Einarsdóttir. Hún spurði hvaða boðskap for- sætisráðherra hefði flutt konum. Sagði hún aðgerðir ríkisstjórnar- innar í hróplegu ósamræmi við þá fjölskyldustefnu sem forsætisráð- herra hefði kynnt, matarskattur- inn bitnaði verst á þeim sem hefðu flesta munna að fæða og framlög til dagvistunarmála gleymdust í fjárlögunum. Kristín fagnaði hinsvegar breyttum áherslum í utanríkis- málum hjá Steingrími Her- mannssyni, en sagðist bíða eftir stefnubreytingu hjá ráðherra varðandi hernaðarframkvæmdir víða um land. „Fögur fyrirheit hrökkva skammt ef athafnir sýna annað.“ Danfríður Skarphéðinsdóttir sagði að þenslan einangraðist við höfuðborgarsvæðið og að góðær- ið hefði bara skilað sér til hluta þjóðarinnar, að pyngjur lág- launafólks væru enn léttari en áður nú þegar skattur hefði verið lagður á brýnustu nauðþurftir. „Það gengur ekki lengur að prjóna bara suðvesturermina," sagði Danfríður um byggða- stefnu ríkisstjórnarinnar. Hún sagði það skýlausa kröfu Kvennalistans að ekki séu greidd lægri laun en svo að átta tíma vinna á dag nægi til fullrar fram- færlu. Stefán Valgeirsson sagði að í stefnuræðu forsætisráðherra hefði hvergi verið komið að kjarnanum á þeim vandamálum sem blasa við þjóðinni, ekkert bólaði á aðgerðum í jafnréttis- málum, hvorki milli einstaklinga né milli byggða landsins. „Núverandi ríkisstjórn setur auðgildið ofar manngildi.“ í seinni umferð umræðunnar talaði Friðrik Sóphusson fyrir Sjálfstæðisflokk, Ragnar Arnalds fyrir Alþýðubandalag, Eiðpr Guðnason fyrir Alþýðuflokk, Óli Þ. Guðbjartsson fyrir Borgara- flokk, Guðmundur Bjarnason fyrir Framsóknarflokk og Þór- hildur Þorleifsdóttir fyrir Kvennalista. -Sáf Auglýsing Styrkir til bifreiðakaupa til hreyfihamlaðra. Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. nóvember. Umsóknareyðublöð liggja frammi íTryggingastofnun ríkisins og hjá umboðsmönnum hennar um allt land. Afgreiðslunefnd Miðvikudagur 28. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.