Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Orsakir verðbréfahrunsins og staða markaðarins Hrunið 24. okt. 1929 Nokkrum dögum fyrir kaup- hallarhrunið mikla lýsti þáver- andi forseti Bandaríkjanna því yfir að runnið væri upp tímabil eilífs hagvaxtar og að kreppan sem var undanfari fyrri heims- styrjaldarinnar hafi verið sú síð- asta í sögunni. Frjálshyggjan var þá ráðandi í hugmyndaheimi hag- fræðinnar, jafnvægi var talið eðli- legt ástand hagkerfisins og þvi var haldið fram að samdráttur ætti rætur sínar að rekja til ríkis- afskipta. Við hrunið var frjálhyg- gjunni að sjálfsögðu sópað af vinnuborðum ráðamanna og lausna leitað í ljósi sígildrar en- skrar hagfræði. Verðbréfahrunið var ekki or- sök kreppunnar miklu á fjórða áratugnum, heldur viðurkenning fjármagnseigenda á markaðsað- stæðum. Eftirspum eftir vörum var langt undir framboði og sam- dráttur og verðstríð í uppsigl- ingu. Þensla eftirstríðsáranna hafði fætt af sér almennt og líflegt brask með hlutabréf. Eigið fé fyr- irtækja var lítill hluti veltufjár og því höfðu vaxtar- og gróða- breytingar margföld áhrif á verðbréfamarkaðinn. Milljónir almennra sparifjáreigenda voru orðnir þátttakendur í hinum tryllta dansi þar sem allir virtust græða. Áhrif vaxta og gróða á arðsemi hlutabréfa Verðbréfin hækkuðu framan af þriðja áratugnum vegna vax- andi gróða en síðan vegna lækk- andi vaxta í kjölfar minnkandi fjárfestinga. Sjúkdómurinn birt- ist því fyrst í hækkun hlutabréfa. Að sjálfsögðu varð fallið þeim mun harkalegra. Kauphallarhrunið nú Orsaka verðbréfahrunsins nú er að leita í ástandi heimsmark- aðarins og stöðu alþjóða gjald- miðilsins, dollarans. Bandaríkj- aforseti segir reyndar að allt verði í lagi ef menn hunskast til að kaupa fyrir peningana sína. Ný- frjálshyggjan virðist engu fróðari en fyrirrennarinn um þverrandi eftirspurn. - Eftir erfiðar sam- dráttarhrinur á sfðari hluta átt- unda áratugarins hefur hagkerfi vesturlanda búið við stöðuga þenslu. Þenslan á uppruna sinn í efnahagsstefnu Bandaríkja- stjórnar, en hún hefur um margra ára skeið fjármagnað stóran hluta neyslu sinnar með lánsfé. Þetta jók mjög kaupgetu á Bandaríkjamarkaði og gróðinn rauk upp. Samtímis hækkaði gengi dollarans jafnt og þétt vegna kaupa erlendra fjármagns- eigenda á dollurum til að lána Bandaríkjastjórn á háum vöx- tum. Hækkun dollarans kynti aft- ur undir kaupæðið, því menn græddu hreinlega á því að kaupa dollara og selja þá nokkru síðar með hagnaði. Dollarinn hækkaði því eftir því sem Bandaríkin urðu Áhrif vaxta og gróða á arðsemi hlutabréfa. Veltufé fyrirtækis = 100 (eigið fé 20, lánsfé 80) Vextir 5% og gróði 5% Gróði af lánsfé enginn, arður = 5% Vextir 5% og gróðir 10% Gróði af iánsfé 5%, arður = 25% Vextir 20% og gróði 5% Gróði af lánsfé 3% arður = 17% Depressing the Market Inflation jitters have made investors nervous and spurred a rise in interest rates. 1985 1986 1987 Þróun vaxta í Bandaríkjunum. Efri lína sýnir 30 ára ríkis- skuldabréf, sú neðri 3ja mánaða. skuldugri! Hækkun dollarans jók arðsemi í innflutningi til Bandaríkjanna, en útflutningur dróst saman. Þetta þekkjum við íslendingar mæta vel, því bandarískar vörur urðu allt of dýrar hér en útflutn- ingur til Bandaríkjanna varð stöðugt hagstæðari. Það kom þó ekki að sök fyrir bandarísk fyrir- tæki vegna mjög vaxandi eftir- spumar á heimamarkaði, sem orsakaðist á gegndarlausum inn- flutningi á erlendu lánsfé. Vegna stöðugs innflutnings fjármagns leiðst Bandaríkjamönnum mikill og ört vaxandi viðskiptahalli og allt lék í lyndi. En þó dyggð sé að lifa um efni fram og skuldasöfnun geti bjargað í bráð, þá verður hún að lokum stærra vandamál en það sem hún leysti. Þensluáhrif skuldasöfnunarinnar dvínuðu og ofneysla ríkisins var orðin nauðsynlegur þáttur í viðhaldi markaðarins. Fjárfestingar dróg- ust saman, framleiðslan þoldi ekki styrk dollarans og hann féll. Erlendir fjármagnseigendur sem leitað höfðu inn í Bandaríkin í leit að auðfengnum gróða þurftu nú að draga fall dollarans frá fallandi vöxtum til að reikna arðsemi dollarabrasks. Þá hægði á inn- streymi erlends fjármagns og við- skiptahallann varð að leysa öðru vísi, þ.e. með meiri útflutningi og minni innflutningi. Þannig var staðan þegar lœkkun dollarans hafði sícilað sér í hœkkun verð- bréfa og þau tóku að lœkka aftur í ágúst síðastliðnum. Wall Street vísitalan, Newsweek bls. 35 Hækkun vaxta síðustu mánuði vegna hræðslu við lækkun dollar- ans jók á þrýstinginn í Wall Street, því hærri vextir minnkuðu arðsemi fyrirtækja. Sá atburður sem virðist þó hafa hleypt hrun- inu af stað er fyrirætlun Banda- ríkjastjórnar að taka meiri skatta og minni lán. Sú ákvörðun er þó orðin óhjákvæmileg. Við það mun neysla minnka á Bandaríkj- amarkaði að minnsta kosti því sem skattahækkunum nemur. Eftirspurn mun því dragast sam- an, verðstríð geisa og gróði falla. Gróðalækkunin kemur með margföldum krafti fram í arðsemi hlutabréfa og því flýja fjármagns- eigendur nú yfir í peninga. Ofangreint á við um spákaup- mennina og litlu sparifjáreigend- urna, ekki þá stóru. Áhrif minnkandi lántöku Bandaríkja- stjórnar hefur nefnilega allt aðrar og afdrifaríkari afleiðingar á heimsmarkaði heldur en á innan- landsmarkaði U.S.A. „Við höf- um lifað í aldingarði einfeldn- ingsins,” segir Geoffrey Bell ráð- gjafi í alþjóða viðskiptum. „Við reistum á þeirri von að viðskipta- halli Bandaríkjanna myndi brátt færast í eðlilegt horf.” En hallinn hefur síður en svo minnkað þrátt fyrir fall dollarans og er hann nú um 180 milljarðar dollara á árs- grundvelli og hallinn á ríkissjóði er nú 150 milljarðar dollara á árs- grundvelli. Stærstu fjármagnseig- endur heims eiga nú þá ósk heitasta að losa sig við dollara- billjónirnar sínar. „Þegar grynnkar á vinskap hinna vest- rænu bandamanna hættir fjárm- agnið að streyma til Wall Street og erlendum gjaldeyri er ekki lengur varið til kaupa á dollur- um,” segir Leonard Silk fjár- málasérfræðingur New York Times. „Það er sú hætta sem vofir yfir bandarísku efnahagslífi, hætta sem þarf að snúast gegn með einbeittari og samstæðari hætti en verið hefur.” Væntanlegt fall dollarans mun bæta verulega samkeppnishæfni bandarísks iðnaðar. Innflutning- ur mun dragast saman og útflutn- ingur aukast. Fallið mun sjálf- krafa lækka skuldir Bandaríkja- manna og efla þá á flestan máta. Þess vegna er ólíklegt að verðfall bandarískra hlutabréfa verði mikið meira í dollurum talið, það er dollarinn sem mun lækka. Evrópa og þriðji heimurinn munu aftur á móti lenda í miklum þrengingum. Þensla síðustu ára hefur grundvallast á auknum út- flutningi til Bandaríkjanna og minni innflutningi frá Bandaríkj- unum. Þegar dæmið snýst við og hlutdeild á heimamarkaði minnkar samtímis og útflutning- ur til Bandaríkjanna minnkar, þá er eftirspurnarkreppan vís, Vissulega munu skuldir þriðja heimsins lækka með lækkun dollarans en alls ekki til að vega upp á móti aukinni samkeppni frá Bandaríkjunum. Heimsmarkaðurinn hefur staðið varnarlaus gagnvart efna- hagsstefnu Bandaríkjastjórnar. Þannig hækkaði verðgildi dollar- ans eftir því sem stjórnin steypti sér dýpra í skuldir og síðan féll hann þegar kom að skulda- dögum. Þannig eflast Bandaríkin í hruni sínu en umhverfið lamast. En þó alvarleg teikn séu á lofti, þá er ekki víst að komið sé að hruni. Kapítalið er seigt og marg- ir til að leita lausna. Evrópa gæti til dæmis vígvæðst og borgað víg- væðinguna með lánsfé. Þá mundi seinka endalokunum en óneitan- lega fækka mögulegum lántak- endum. Svo má prófa almenni- legt stríð, það hefur hingað til gefist vel. 25.10. 1987 Sigurður Gunnarsson 10 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Mlðvikudagur 28. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.