Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 5
MINNING Sigríður Guðmundsdóttir fœdd 21. ágúst 1955 - dáin 20. október 1987 Svava Kveðja frá systkinum Svava systir okkar veitti okkur' öllum mikið. Hún var jafnan ljúf og geðgóð. Sá eiginleiki óx með árunum. Hún var öðrum hjálpleg en gerði ekki miklar kröfur sjálfri sér til handa. Hún reyndi meira en við hin, bæði í gleði og sorg. Hún var sterk í mótlæti. Hún bognaði en brotnaði ekki. Gleð- inni deildi hún með öðrum. Hún færði okkur tvo yndislega frænd- ur, Gumma og Gulla. Nú er hún dáin. En hlý minningin um Svövu mun alltaf lifa með okkur. Við kveðjum elskulega systur. Már, Snorri, Maggi og Beta Svava Guðmundsdóttir var hæglát kona og í hópi ungs rót- tæks fólks þar sem við kynntumst henni fyrst fyrir hálfum öðrum áratug, bar fremur lítið á henni. Þá kynntumst við henni fyrst sem konunni hans Péturs og systur hans Más. Það var síðar í starfi og í samvinnu, sem við kynntumst henni sjálfri og hún varð vinur okkar og félagi. Það sem einkenndi Svövu var festa og tryggð. Skoðanir hennar voru sprottnar af sterkri réttlæt- istilfinningu. Hún fann til með þeim sem eru undir í lífsbarátt- unni. En hún vissi líka að samúð- in ein breytir litlu. Svava vildi breyta, þess vegna lét hún ekki nægja að sýna samúð, heldur sýndi líka samstöðu með því fólki, sem vill breyta kjörum sín- um og annarra. Svava var sósíalisti, hún vildi uppræta örbirgð, misrétti, kúgun manns á manni. Henni var það ljóst að hún og aðrir bera ábyrgð á því sem gerist í heiminum, að það skipti máli hvernig hún verði lífi sínu, sem þátttakandi í barátt- unni. Svava var þess vegna virk í pól- itísku starfi frá unga aldri. Hún gekk til liðs við Fylkinguna og var allt til dauðadags virkur félagi í Baráttusamtökum sósíalista, deild IV Alþjóðasambandsins á íslandi. Hún starfaði einnig mikið með Rauðsokkahreyfing- unni, og fór þar fyrir þeim sem vildu beina kvennabaráttunni í farveg stéttabaráttunnar. Jafn- réttisbarátta kvenna var alla tíð mikið baráttumál Svövu en ætíð sem sósíalísk barátta. Ekki að einstaka konur kæmust til met- orða var baráttumál heldur að út- rýma kúgun úr heiminum og þar með undirokun kvenna. Svava kynntist starfi SÁÁ fyrir nokkrum árum og fékk stöðugt meiri áhuga á því og eins og henni var eiginlegt, vildi hún taka virk- an þátt í starfinu. Þegar hún lést hafði hún nýlega hafið störf hjá SÁÁ. Hún var full áhuga á þessu starfi og gekk að því með sama hugarfari og að öðrum störfum sínum, hvernig hún gæti best lagað sjálfa sig að verkefninu til að koma því fólki sem til hennar leitaði að sem mestu gagni. Persónuleg kynni okkar og Svövu hófust þegar hún og Pétur komu heim frá útlöndum. Við vorum í Þýskalandi og Svava og Pétur í Svfþjóð og það varð því ekki fyrr en þau komu heim að náin kynni okkar hófust. Við fundum það fljótlega þegar við kynntumst Pétri og Svövu nánar að þar fór fólk sem við bárum meira traust til en annarra. Ýmis- legt gerðist bæði í pólitík og einkalífi sem tengdi okkur saman þegar á reyndi og styrkti vinátt- una. Kynni okkar af Svövu stað- festu það sem við fundum í fyrstu. Henni var alvara með allt sem hún tók sér fyrir hendur. Yfirvegun og vandvirkni ein- kenndu störf hennar. Hún var vissulega metnaðargjörn en aldrei fyrir eigin hönd heldur fyrir þann málstað sem hún barð- ist fyrir. Þó dauðinn sé óaðskiljanlegur frá lífinu er oftast erfitt að sætta sig við hann. Sérstaklega þegar ungt fólk, sem á eftir að gera svo margt, fellur frá. Þessu verður ekki breytt en eftir standa vel unnin verk og góðar minningar um traustan félaga, góðan vin og ástríka eiginkonu og móður. Við vonum og óskum að Pétur og drengirnir hennar Guðmundur og Gunnlaugur Már finni þann styrk sem þeir þurfa í þessari sorg. Þeim ásamt móður hennar og systkinum sendunt við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig og Páll Það var ekki allt búið, sagði systir mín þegar hún hringdi á þriðjudagskvöldi til að tilkynna mér lát dóttur sinnar, sem hafði hnigið niður örend þá fyrr um kvöldið að heimili sínu. Hún Sva- va var dáin, það var staðreynd sem erfitt var að trúa og enn erf- iðara að sætta sig við. En gegn þessum máttarvöldum er enginn hæstiréttur. Hún Svava Sigríður Guð- mundsdóttir var fædd í Reykja- vík 21. ágúst 1955 og var því ný- lega 32 ára þegar kallið kom. Hún var alin upp í foreldrahús- um, annað barn af fimm, hjón- anna Guðmundar Magnússonar verkfræðings, sem lést fyrir hálfu ári, og Margrétar Tómasdóttur. Uppeldissaga hennar er sjálfsagt ekki mikið frábrugðin margra annarra vel gefinna unglinga. Hún gekk í menntaskóla og gekk vel námið, enda bráðvel greind. Hún fór svo í Háskólann hér heima fyrst og síðan í Lundi og las sögu og félagsfræði. Einnig stundaði hún tónlistarnám og spilaði vel á píanó. Að loknu námi í Lundi vann hún lengst af sem tækniteiknari á verkfræði- stofu föður síns en hafði nýlega hætt því, enda kunni hún ekki lengur við sig á þeim vinnustað eftir fráfall föðurins. Ung að árum bast hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Pétri Tyrfingssyni ráðgjafa, og átti með honum tvo syni, Guðmund 14 ára og Gunnlaug Má 4 ára. Svava var einstaklega prúð í framkomu og jákvæð og með sterkum tilfinningaböndum bundin sínum nánustu. Mikill er því missir þeirra feðga og sárt um að binda þau sár, sem fráfall hennar veldur. Svipað má segja um móður hennar og systkini og tvær fjörgamlar ömmur. Við móðursystkini Svövu finn- um skarð fyrir skildi. Hún var okkur hlý og broshýr frænka, til- búin að taka þátt í gleði og sorg- um fjölskyldunnar. Sorgin hefur nú um sinn fengið að ríkja, en við skulum vona að nú sé það allt búið og við göngum mót bjartari tíma. Haukur Tómasson Það var síðsumars árið 1959, að ég fyrst kom til íslands. Þetta var sólríkan ágústdag og birtan einhvernveginn allt öðruvísi hér, en ég átti að venjast heima í Fær- eyjum, eða í Noregi, þar sem ég hafði dvalið undanfarin ár. Þenn- an sama dag var haldið kaffiboð heima hjá tengdaforeldrum mín- um. Þetta var fyrsta boðið sem ég var í með tengdafjölskyldunni, en mörg og skemmtileg boð áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Fyrstur gesta í þetta boð var ungur mað- ur, Guðmundur Magnússon heit- inn, með börnin sín tvö, Má 5 ára og Svövu 4 ára. Ég sé Svövu enn fyrir mér með ljósu lokkana sína og pabba hennar biðja hana að taka í höndina á mér og bjóða mig velkomna. Árin liðu og ég fylgdist með Svövu vaxa úr grasi. Þegar Svava var 12 ára gömul bjuggum við hjónin ásamt börnum okkar í húsi foreldra hennar að Klepps- vegi 84. Gafst mér þá tækifæri til að kynnast Svövu enn betur, þessari fríðu rólegu og vel gefnu stelpu, sem stundaði píanónám, og hélt kammertónleika fyrir okkur með yngri systkinum sín- um við hin ýmsu tækifæri. Á menntaskólaárunum kynnt- ist Svava eftirlifandi manni sín- um, Pétri Tyrfingssyni, þau eign- uðust tvo syni, Guðmund 14 ára, sem þrátt fyrir ungan aldur er orðinn þekktur í heimi popptón- listarinnar á íslandi, og Gunn- laug Má sem aðeins er 4 ára nú þegar móðir hans fellur svo skyndilega frá. Að stúdentsprófi loknu stunduðu Svava og Pétur kennslu í einn vetur úti á lands- byggðinni. Eftir það lá leiðin til Svíþjóðar þar sem þau bæði lögðu stund á framhaldsnám. Eftir heimkomuna starfaði Svava á verkfræðistofu Guðmundar föður síns. Um sumarmál, er daginn tók að lengja, varð Svava fyrir mikl- um missi, þegar faðir hennar og vinnufélagi féll skyndilega frá, langt fyrir aldur fram. Sumarið leið og í byrjun hausts fékk Svava annað starf, og starfaði nú sem fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ, þar sem hæfileikar hennar og mennt- un fengu að njóta sín, og virtist hún mjög ánægð með nýja starf- ið. Á æskuheimili Svövu var mikið um tónlist þar sem öll systkinin fimm stunduðu nám í hljóðfæra- leik. Tónlistin fylgdi Svövu síðan úr föðurhúsum inn á heimili hennar og Péturs, en nú er enn einn strengurinn í fjölskyldunni brostinn, nú þegar vetur er genginn í garð, dagarnir farnir að styttast og geislar sólarinnar dofna æ meir. En það er huggun harmi gegn að eftir vetur kemur vor. Við í fjölskyldunni sendum Pétri og nánustu aðstandendum Svövu innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Svövu Sig- ríðar Guðmundsdóttur. Herborg Húsgarð Kynni mín af Svövu Guð- mundsdóttur hafa ekki staðið lengi, en þau voru mjög náin sfð- astliðin ár. Árið 1980 mynduðum við, nokkrir áhugamenn um tónlist, litla kammersveit. Við höfum, öll þessi ár, hist einu sinni í viku á heimili mínu og leikið klassíska tónlist, okkur til mikillar ánægju og yndisauka. Fyrir fjórum árum bættist Svava í hópinn. Hún var tónlistarmaður, sem lék á píanó af mikilli innlifun og músíkölsku næmi. Okkur þótti svo vænt um Svövu, hún var mjög góður fé- lagi. Seint munum við gleyma næstsíðasta laugardegi, þegar við hittumst í síðasta sinn. Við lékum þá verk eftir Vivaldi og Mozart. Við töluðum um það, hve mikið tónlistin þýddi fyrir okkur og hve gaman það væri að leika saman. Við litum framtíðina björtum augum. En hún varð ekki björt. Nokkrum dögum seinna fréttum við að kæra vinkona okkar væri dáin. Það var erfitt að skilja það. Það er mjög tómt eftir Svövu. En við erum þakklát fyrir að geta umgengist hana svo náið þessi fjögur ár. Við hugsum með hlýju til fjöl- skyldu hennar. Fyrir hönd tónlistarvinanna Astrid Stefánsson Fréttin um skyndilegt fráfall vinkonu okkar, Svövu Guð- mundsdóttur, kom yfir alla eins og reiðarslag. Kallið kom óvænt. Slíkt er ástvinum þungbært, en blessun þeim sem héðan hverfa. Við, sem áfram þraukum, hug- leiðum í sorg okkar hve líf og dauði eru miskunnarlausar stað- reyndir tilverunnar. Svövu kynntumst við fyrst í Menntaskólanum við Tjörnina árið 1972. Við vorum þar mörg leitandi ungmenni, sem sóttumst eftir skilningi á því hvernig breyta mætti í þágu komandi kynslóða þessari stríðshrjáðu og ranglátu veröld okkar. Með starfsemi Róttæka félagsins í þeim skóla myndaðist sá grundvöllur, sem batt mörg okkar vináttuböndum fram á þennan dag. Eins og endranær gáfu menntaskólaárin mörg tilefni til frjórra samskipta í gleði og al- vöru. Vildi svo til að við hjónin kynntumst Svövu og Pétri Tyrf- ingssyni þegar hún gekk með eldri son þeirra, Guðmund. Það fór ekki fram hjá neinurn, að hér voru á ferðinni hjónaleysi, sem mikið var spunnið í, ekki síst þar sem andlegu örlæti þeirra voru engin takmörk sett. Til þeirra var alltaf gott að koma. Þess vegna er söknuðurinn sár þegar Svava er horfin á braut, aðeins 32 ára gömul. Svava var afar myndarleg, heillandi og vel gefin. Hún var unnandi góðrar tónlistar og stundaði píanónám í mörg ár á uppvaxtarárum sínum. Ríkt ein- kenni í fari hennar var látleysi og yfirvegun og hún var gjörsamlega laus við allan hégómaskap, tildur eða ásókn í efnisleg gæði þessa heims. Lestur bóka var henni hugleikinn. Á háskólaárum sín- um hér og í Lundi lagði hún aðal- lega stund á sögu og má segja að það val sé táknrænt fyrir leit hennar að þekkingu því ekkert mannlegt var henni óviðkom- andi. Styrkur Svövu kom ekki síst fram í umhyggju hennar fyrir skyldfólki sínu, eiginmanni og sonum þeirra, Guðmundi og Gunnlaugi Má. Sú einlægni sem hugarfar hennar einkenndist af, mun vafalaust verða öllu hennar fólki gott veganesti inn í framtíð- ina. Iokkar huga var líf hennar samofið uppbyggingu á fólki. Nú er skarð fyrir skildi og fyrr á þessu ári lést faðir Svövu, Guð- mundur Magnússon verkfræð- ingur, langt fyrir aldur fram. Sorgin er því þungbær hjá systkinum Svövu og móður. Megi þessar fátæklegu línur verða Pétri og sonum, ásamt öðru vandaf- ólki, einhver huggun. Guðrún J. Óskarsdóttir Magnús S. Magnússon Við fyrstu dagskímu í sínu landinu hvor vöknum við vinkon- urnar tvær við hringingu símans. Við fáum þá frétt sem hvorug okkar átti von á, sem hvorug okk- ar er hið minnsta búin undir. Hún Svava, elsku vinkona okkar, er dáin. Við vinkonurnar töluðum oft um okkur þrjár í einni og sömu hendingunni. Líf okkar hefur verið samofið frá blautu barns- beini. Bekkjarsystur og vinkonur sem börn. Sem unglingar miklar stöllur sem saman leituðu svara við áleitnum spurningum, reyndum að þroskast saman, reyndum að læra saman, leituð- um átta í lífinu. „Af hverju lætur Guð Víet- namstríðið viðgangast? Af hverju stöðvar hann það ekki?“ spurði ein okkar þrettán ára. Svava, sú vitrasta og þroskað- asta okkar þriggja svaraði: „Það eru mennirnir sem láta það við- gangast og það eru mennirnir sem geta bundið enda á það.“ Miðvikudagur 28. október 1987 IÞJÓÐVIUINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.