Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 9
I
MENNING
Félagsheimili tónlistarmanna vígt
Aðstaða fyrir tón-
leika og kennslu
Félagsheimili tónlistarmanna,
aö Vitastíg 3, var vígt form-
lega sl. laugardag, þ. 24. okt-
óber. En þá varjafnframttón-
listardagur einsog alþjóð fór
ekki varhluta af. Með félags-
heimilinu rætist langþráður
draumurtónlistarfólks. Jó-
hann G. Jóhannsson,
stjórnarmaður F.T., var inntur
eftirgangimálsins.
„Þetta hefur verið býsna lengi
að gerjast. Eftir að SATT, Sam-
band Alþýðutónskálda og tón-
listarmanna, var stofnað 1979,
þótti það strax þýðingarmikið
mál að koma á fót félagsheimili,
þar sem væri aðstaða fyrir tón-
leika og tónlistarfólk og hafa ein-
faldlega samastað fyrir tónlistar-
Stomv
fuglar
Út er komin Ijóðabókin Storm-
fuglar eftir Birgi Svan Símonar-
son. Bókin telur sextíu og fjórar
síður og fæst í helstu bókaversl-
unum. Þetta er sjöunda bók höf-
undar á tólf árum.
Hvers vegna að fjárfesta í
verðbréfum og steinsteypu þegar
þér býðst að ávaxta fé þitt í ljóð-
um?
Bókum þessa höfundar hefur
ávallt verið vel tekið og enginn
vafi að svo verður einnig nú.
Bókarkápa er hönnuð af Filip
Frankssyni.
menn. Nú standa öll helstu tón-
listarfélög í landinu að fyrirtæk-
inu, m.a. Tónlistarbandalagið
sem telur 38 félög innan vébanda
sinna. Húsnæðið er 240 fm., með
færanlegum skilrúmum. Þar
verður æfingaaðstaða fyrir ein-
leikara, kóra, flokka og aðra sem
geta notfært sér plássið. Þá er
hljóðritun á staðnum, aðstaða
fyrir tónleikahald og kennslu,
veitingaaðstaða og skrifstofur.
Tónlistarbandalagið verður í
forsvari fyrir hin ýmsu félög, sem
hins vegar hafa aðstöðu til að
geyma þar sín gögn. Þannig verð-
ur allt upplýsingastreymi mun
auðveldara. Markmiðið er að
húsnæðið standi undir sér og
verður leigt út, án þess að það
bitni á þeim sem að því standa.
En hluthafar gjalda lægra verð en
markaðsverð.“
Smíðað
upp í leiguna
„SATT er stærsti hluthafinn í
Félagsheimilinu, en fé það sem á
sínum tíma safnaðist á SATT-
kvöldum, var ávaxtað og allt lagt
í húsið.Sú hugmynd kom fram
strax í upphafi að nauðsynlegt
væri að hafa hljóðritun í húsinu,
sem er geysidýrt fyrirtæki. En
þegar sýnt var að ágóði af tón-
Ieikum skilaði ekki hagnaði og
loforð um fé úr sjóðum stóðust
ekki, var gripið til þess ráðs, þeg-
ar húsið var nánast orðið fokhelt,
að leigja það Axel Einarssyni,
tónlistarmanni og smið, gegn því
að hann smíðaði og ynni upp í
leiguna. Axel annaðist þannig
margvíslegar framkvæmdir og
gerði það með miklum sóma.
En það hefur gengið á ýmsu
varðandi fjármálahliðina og á ár-
unum 83-85 var málið vægast sagt
orðið mjög tvísýnt. Loforð um fé
úr Félagsheimilasjóði stóðust
engan veginn og allt starf var í
járnum. Þá tókst að fá fleiri tón-
listarfélög til að gerast hluthafar,
og rætt var við Sverri Hermanns-
son, þáver. menntamráðherra,
sem gaf okkur vilyrði fyrir fé, sem
við eigum enn von á og eins veittu
borgaryfirvöld okkur fjárhags-
stuðning. Þannig tókst að sigla
málinu áfram og nú er allt útlit
fyrir að það sé komið í höfn, þó
heilmikið starf sé eftir."
Að eiga erindi í hús
„Félagsheimili tónlistarmanna
hefur verið mjög brýn þörf. Það
kemur til með að stuðla að betri
samstöðu og samskiptum meöal
tónlistarmanna. Aðstaðan þar er
ómetanleg. Stórum sal verður
hægt að skipta niður í þrjá, og
jafvel fjóra smærri sali. Við
hyggjumst kaupa sérlega hann-
aða milliveggi, sem eru mjög dýr-
ir, en eiga að vera algerlega
hljóðeinagraðir. Þá erum við
búnir að kaupa flygil, sem við
fengum á innkaupsverði. En okk-
ur vantar húsgögn og ýmislegt
sem kemur með tímanum. En
það hlýtur að breyta miklu að
eiga erindi í ákveðið hús.
Næsta mál hluthafanna er að
skipuleggja og móta starfsemina,
sem er út af fyrir sig mjög mikil-
vægt verk. Það var margt um
manninn við opnunina og góður
hugur í mönnum. Menntamála-
ráðherra, Birgir ísl. Gunnarsson,
hélt ræðu og gaf okkur fögur
fyrirheit. Mörg fyrirtæki hafa
verið okkur afskaplega hjálpleg
og áhugasöm, bæði í tengslum við
vinninga, við söfnun hlutafjárlof-
orða og hlutabréfakaup. Þannig
höfum við mætt mikilli velvild.
En tónlistarmenn sjálfir mættu
vera ögn áhugsasamari, t.d. um
kaup hlutabréfa. En nú eigum við
eftir að selja 150-200 slík bréf.“
Fordómar
á undanhaldi
Haldin var tónlistarveisla að
kvöldi tónlistardags. Hvernig
var?
„Það tókst meiriháttar vel. Það
var góð mæting og skemmtiat-
riðin spönnuðu mjög breitt svið
tónlistar. Dagskráin tók miklum
breytingum alveg fram á síðustu
stund þannig að eiginleg gener-
alprufa var engin. Oft er „show“
á skemmtistöðum byggð upp á
pop-músík, þess vegna var mjög
ánægjulegt að sjá viðtökur við
hinum ólíku tegundum tónlistarf-
lutnings. Svona hugmynd hefði
sennilega verið ómögulegt að
hrinda í framkvæmd fyrir aðeins
fáum árum. En sýnir að tónlistar-
menn eru farnir að nálgast hver
annan. Fordómar á milli þeirra
sem leggja stund á ólíkar tegund-
ir tónlistar eru á undanhaldi og
tónlistarmenn að sameinast um
hagsmuni sína. Þegar SATT var
stofnað voru höfundarréttarmál í
miklum ólestri, en nú hefur náðst
jafnstaða hjá F.T.T. og Tón-
skáldafélagi íslands. Það er vegið
að höfundum úr ýmsum áttum og
menn virðast ekki gera sér grein
fyrir þv£ að „huglægar eignir" eru
rétt eins og aðrar fasteignir. Þetta
er spurning um fræðslu og kynn-
ingu. Næsta mál á dagskrá er að
snúa sér að hagsmunum flyt-
Miövikudagur 28. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Hkkcrt heimili
án Æskunnar!
0KEYP1S
KYNNINGARÁSKRIFT!
f tilefni 90 ára afmælis Æskunn-
ar bjóðum við sérstaka kynning-
aráskrift:
Nýjasta tbl. ásamt tveimur
næstu, ókeypis!
Æskan — Síung og frísk
10. tbl. 576 bls. á ári.
• Veggmyndir af Bjarna látúnsbarka,
Whitney Houston, Pétri Ormslev o.fl.
• Opnuviðtöl við: ValgeirStuðmanna-
foringja, Pétur Ormslev, Bjarna lá-
túnsbarka, Unni Berglind Töfra-
gluggastjórao.fl. * Spennandl sögur *
Ævintýrl * Æskupósturinn * Popp-
þáttur * Okkar á milli * (þróttir *
Teiknimyndasögur * Þrautir * Leikir *
Verðlaunagetraunin • Æskan spyr •
Spurnlngaleikur skólanna * Vlsindi •
Föndur • Áhugamál mitt • Sannleiks-
opnan • Efni frá lesendum • Músik-
kynningar • Uppskriftir * Skop'og grln
• Skák • Krossgátur • Smásagna- og
tónlistargetraun Æskunnar og Rásar
2 • Llmmiðar af poppstjörnum,
Iþróttagörpum o.fl. • Og margt fleira •
Hringið í síma 17336 eða 10248
og látið vita ef þið viljið slást í
hóp 8000 áskrifenda Æskunnar.
Dagheimilið
Blöndubakka2
Fóstrur og þroskaþjálfar ásamt ófaglæröu starfs-
fólki óskast til starfa sem fyrst.
Um er að ræða stuðningsvinnu með einstökum
börnum og almennt starf á deild. Upplýsingar
gefur forstöðumaður í síma 71240.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Tage Moller
hljómlistarmaður
Skúlagötu 54
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29.
október kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem
vildu minnast hins látna er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Margrét Jónsdóttir Moller
Birgir og Gunnilla
Jón Friðrik og Oddný
Carl og Ólöf
og sonarsynir