Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR IndlandlSri Lanka Ökyrrð í Tamíl Nadu Indverskir tamílar mótmæla hernaði stjórnar sinnar á Sri Lanka. Jaffnaborg á valdi Indverja Lögreglan á Suður-Indlandi handtók í gær ijölda manna er þátt tóku í mótmælaaðgcrðum tamfla gegn hernaði indverska friðargæsluliðsins á hendur tam- flskum skæruliðum á Sri Lanka. Að sögn indverskra frétta- manna voru að minnsta kosti 3 þúsund manns teknir höndum í Tamíl Nadu fylki á Suður- Indlandi en þar búa um 50 milj- ónir tamíla. Fólki þessu er borið á brýn að hafa reynt að vinna skemmdir á opinberum skrifstof- ubyggingum. Fréttir af óeirðum þessum bár- ust í sömu mund og indverskir ráðamenn fullyrtu að vera mætti að hluti skæruliðafylkingar tam- fla íhugaði að hætta vopnaðri andstöðu á Sri Lanka. Rajiv Gandhi forsætisráðherra ítrekaði í gær að uppreisnarmönnum yrðu grið gefin ef þeir legðu niður vopn og féllust á stjómmálalega lausn á vanda landsins. „Geri þeir það þá munu þeir fá að taka þátt í viðræðum um framtíðar- skipan mála á Sri Lanka,“ sagði hann í gær. Indverskur embættismaður sagði að hleranir á fjarskipta- sendingum Tamfltígranna hefðu leitt í ljós að þeir ræddu nú ákaft hvort þeir ættu að ganga að frið- artilboði Indverja eða endur- skipuleggja sveitir sínar og halda bardögum áfram. Indverskir hermenn náðu loks Indverskir hermenn með fanginn Tígur við Jaffnaborg. Jaffnaborg á sitt vald á sunnudag eftir mjög harða bardaga við Tígrana um tveggja vikna skeið. En embættismenn í Nýju-Delhi fullyrða að um tólfhundruð skæruliðar hafi náð að laumast á brott úr borginni áður en hún féll í hendur umsátursmönnum og að auki sé enn eftir urmull af leyni- skyttum í Jaffna sem hugsi Ind- verjum þegjandi þörfina. -ks. El Salvador Amnesty krefst rannsóknar Amnesty International krafðist þess í gær að ríkisstjórn El Salva- dor léti fara fram ítarlega rann- sókn á morði mannréttindafröm- uðarins Herberts Ernesto Anaya. Tveir karlmenn skutu Anaya til bana í fyrradag er hann var á leið með fimm börn sín í skóla. Hann var 33 ára gamall og hafði um alllangt skeið verið formaður hinnar óháðu Mannréttindanefndar E1 Salva- dor. „Morðið á Anaya siglir í kjöl- far ítrekaðra hótana í garð bar.- áttumanna fyrir almennum mannréttindum á umliðnum mánuðum,“ segir í yfirlýsingu frá aðalstöðvum Amnesty Internat- ional í Lundúnum. Anaya hafði verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnar Joses Napóleons Duartes. Hann full- yrti á blaðamannafundi í síðustu viku að stjórnin hefði aukið kúg- unaraðgerðir gegn alþýðu manna frá því forsetinn undirritaði samning urn friðaráætlun fyrir Mið-Ameríku í ágústmánuði ásamt fjórum kollegum úr ná- grannaríkjum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í þeim samn- ingi eru skýr ákvæði um að mannréttindi skuli aukin í að- ildarlöndunum. í yfirlýsingunni frá Amnesty International kemur fram að samtökin sendu Duarte skeyti í ágústmánuði og létu í ljós áhyggj- ur vegna síendurtekinna hótana öryggissveita E1 Salvador um að myrða Anaya en forsetinn lét ekki svo lítið að svara. -ks. England Ekkert má! 40 benediktínamunkar í Buc- kfastklaustrinu á Suður-Eng- landi hafa fengið áminningu frá héraðsyfirvöldum um að hætta þegar í stað öllum lögbrotum því annars verði farið í hart. Samkvæmt breskum verslun- arrétti er talið óforsvaranlegt að menn standi í braski á sjálfum hvfldardeginum en það hafa munkarnir gert biygðunarlaust! Sunnudag eftir sunnudag hefur sést til þeirra á baðströnd einni þar sem þeir hafa boðið gestum Heilaga ritningu til kaups. Slíka ósvinnu ætla yfirvöld að uppræta. -ks. Zimbabwe Mugabe verður forseti Núverandi embœttiforseta og forsœtisráðherra verða samein- uð í eitt valdamikið forsetaembætti Rfldsstjórn Zimbabwe lét það boð út ganga á þingi landsins í gær að fyrirhugað væri að stofna valdamikið embætti forseta en lagði jafnframt ríka áherslu á að stofnun þess væri ekki liður í að koma á einræðisstjórn. Dómsmálaráðherra Zimba- bwe, Eddison Zvobgo, mælti fyrir frumvarpi til stjórn- skipunarlaga um þessi nýmæli í gær. Hann sagði að hið nýja emb- ætti myndi sameina núverandi forsetaembætti og embætti for- sætisráðherra. Núverandi forsæt- isráðherra, Róbert Mugabe, mun verða forseti. Zvobgo sagði að þessi breyting væri til batnaðar því ýmsir gallar væru í stjórnarskránni frá árinu 1980 um skipan framkvæmda- valdsins. Hann kvað stjórnskipan Zimbabwe verða einskonar „afr- íska útgáfu" af því besta úr bandarísku stjórnarskránni, með skýrum aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmdavalds, og bresku stjórnskipaninni sem gerði ráð fyrir þingbundinni stjórn hverrar oddviti væri forsætisráðherra. „Bandaríska stjórnarskráin hentar prýðilega í Bandaríkjun- um. Annarsstaðar, svo sem í Afr- íku, hefur hún ekki reynst jafn vel,“ sagði Zvobgo og vísaði til Nígeríu en stjórnarskráin þar er sniðin eftir þeirri bandarísku. Hann kvað hið sama gilda um bresku stjórnskipanina. Hún væri ágæt fyrir Breta sjálfa en gæti ekki með góðu móti gilt í Afríku þar eð þar væri engin aldagömul hefð fyrir þingbund- inni konungsstjórn. Zvobgo sagði að þótt forseti yrði valdamikill myndi þingið ekki verða áhrifalaus af- greiðslustofnun. Til að mynda yrði það á valdi þess að setja for- seta af ef tveir þriðju hlutar þing- manna væru þess fýsandi og enn- fremur gæti það sniðgengið neitunarvald forseta með sama atkvæðahlutfalli. Zanu-PF flokkur Mugabes jók meirihluta sinn á þingi Zimba- bwe fyrir skemmstu þegar hann fyllti í eyður sem 20 hvítir þing- menn skildu eftir sig er forrétt- indi hvíta minnihlutans voru af- numin. Afnýliðunumeru 11 hvít- ir, 8 þeldökkir og einn af kín- versku bergi brotinn. -ks. Alkirkjuráðið Fundað um fátækt þróunaníkja Aðalritari Alkirkjuráðsins segir brýna nauðsyn bera til að vekja al menning til vitundar um hryllilegar afleiðingar bágrar skuldastöðu fátœkra ríkja Alkirkjuráðið, sem í eiga sæti fulltrúar 400 miljóna krist- inna manna annarra en kaþólskra, skoraði i fyrradag á auðug ríki að hætta þrýstingi á skuldum hlaðnar þjóðir í þriðja heiminum og liðsinna þeim þess í stað í fátækt sinni. Aðild að Alk- irkjuráðinu eiga 307 söfnuðir mótmælenda og grísk- rétttrúaðra í 150 löndum. Á laugardag hófst í E1 Escori- al, smábæ skammt frá Madrid á Spáni, vikulangur fundur ráðsins um það á hvern hátt kirkjan geti stuðlað að því að auðæfum heimsins sé skipt á nýjan og rétt- látari hátt milli manna. Reiknað er með því að fundurinn ljúki störfum á laugardag og álykti þá útfrá þemanu „skipting auð- linda“. Aðalritari Alkirkjuráðsins, Emilio Castro frá Uruguay, efndi á dögunum til fundar með frétta- mönnum um þessi mál. „Það verður að virkja almenningsálitið í þágu þeirrar siðferðilegu skyldu auðugra ríkja að draga stórlega úr þrýstingi á fátækar þjóðir. Hér er ekki einvörðungu um efnisleg gæði að tefla heldur snertir þetta ekki síður andleg og menningar- leg verðmæti." Castro sagði að fundurinn myndi fjalla um það hvað ríkar kirkjur gætu gert fleira en að veita fátækum skuldaþjóðum fjárhagslegan stuðning. „Þegar við sjáum að barna- dauði vex í fátækum löndum í beinu hlutfalli við erlendar skuldir þeirra þá þarf ekki frekari vitna við um að þau greiða lánar- drottnunum með blóði og lífi barna sinna," sagði hann. Hann sagði ennfremur að verkefni fundarins væri að ræða á hvern hátt stöndugar kirkjur og ríkar þjóðir gætu deilt auði sínum án þess að viðtakendur þyrftu að líta á sig sem þiggjendur ölmusu. Að endingu kvað hann Al- kirkjuráðið ekki aðhyllast vald- beitingu til að ná fram réttlæti í samfélaginu en bætti við: „Hvaða siðferðilegan rétt höfum við til að segja fátæklingum fyrir verkum í heimi þar sem hershöfðingjar fá kirkjulega greftrun og margar herdeildir hafa presta til að blessa athafnir sínar?" -ks. Miðvlkudagur 28. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11 Aðalritari Alkirkjuráðsins segir fátækar þjóðir neyddar til að greiða auðugum lánardrottnum skuldir sínar mjög dýru verði eða með lífi barna sinna. Vopn Shevardnadze í gær greindu bandarískir heimildamenn frá því að Edvard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, myndi taka sér ferð á hendur til Washington á föstudag og eiga á ný viðræður til Washington við bandaríska valdsherra um af- vopnunarmál. Formlegrar yfir- lýsingar ráðamanna risaveldanna um þetta mál kvað vera að vænta í dag. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.