Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Miðvikudagur 28. október 1987 240. tölublað 52. órgangur Þjónusta íþínaþágu 0 MBBBB SAMVINNUBANKl ÍSLANDS HF. Suðurnes Upprætum kvótamismun Pingmenn Reykjaneskjördœmis funduðu með forvígis mönnum útgerðarfélagsins Eldeyjar ígœr Við þingmenn Reykjaneskjör- dæmisins funduðum í gær með forsvarsmönnum útgerðar- fyrirtækisins Eldeyjar þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum yfir sífellt vaxandi fækkun skipa og báta, sérstaklega frá Suður- nesjum til annarra landshluta, ásamt þeirri kvótaskerðingu sem því fylgir á svæðinu. Við lýstum yfír stuðningi okkar við framtak þeirra um stofnun útgerðarfé- lagsins og hvöttum þá til frekari dáða, jafnframt því sem við reynum að fínna ráð til að upp- ræta þennan mismun sem verður á verðmæti kvótans þegar hann er seldur til dæmis norður í iand, segir Geir Gurtnarsson alþingis- maður í samtali við Þjóðviljann. Salan á togaranum Dagstjörn- unni KE norður á Akureyri um helgina og þeirri aukningu á kvóta sem kaupandinn fær við kaupin, hafa opnað augu al- mennings fyrir þeim mismun sem gerður er á kvótanum eftir því hvar viðkomandi skip er staðsett á landinu. En við kaupin á Dag- stjörnunni KE til Útgerðarfélags Akureyringa h/f á Akureyri fékk útgerðarfélagið 600 tonna viðbót í kvóta sem þýðir, ef miðað er við þorsksölu á fiskmörkuðum um 24 milljónir króna. Það hefur í för með sér að samkeppnisaðstaða til dæmis útgerðarfélagsins Eldeyj- ar við Ú.A. er mjög ójöfn og norðanmenn geta spennt kaupverðið fram yfir það sem kallast getur sanngjarnt. Að sögn Þórðar Eyþórssonar deildarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu er þessi mismunur á kvóta tilkominn vegna viðmiðun- aráranna sem haft var til hlið- sjónar þegar lögin um fiskveiði- stjórnun voru sett 1984. „En þessi mál sem og önnur sem varða fiskveiðistjórnunina eru til endurskoðunar í ráðuneytinu," sagði Þórður Eyþórsson deildar- stjóri. grh Reykjanesbraut Verði Ijós! Á rliðiðfrá lokum höfuðborgarkafla Reykjanesbrautar, lýsingþar loksins eftir þrjár vikur Þessa daga er verið að drífa í að setja upp staura við austasta hluta Reykjanesbrautar og setja Háhyrningar Geymdir í sfldarþró Háhyrningarnir, sem gcymdir voru í flotkvíum á Seyðisfírði, hafa nú verið fluttir í gamla steinsteypta síldarþró hjá gamalli verksmiðju Fjarðarsfldar við Hánefsstaðaeyri. Reiknað er með að þeir verði fluttir með bfl til Egilsstaða og síðan með flugvél til Reykjavíkur. Þaðan verða þeir fluttir flugleiðis til kaupenda í Kanada. Hér er um að ræða fjögur dýr á aldrinum 2 til 5 ára, tvær kvígur og tvo tarfa. í gær var talið að háhyrningarnir væru farnir að venjast vistinni því að þeir voru þá farnir að éta. Sérhannaðir gámar undir dýrin á ieið til Reykjavíkur eru komnir austur. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um hvenær flutning- ar eru ráðgerðir en búist er við þeim á fimmtudag eða föstudag. Helgi Jónasson fræðslustjóri á Reykjanesi og framkvæmdastjóri félagsins Fauna, sem stendur að háhyrningsveiðunum, er væntan- legur til Seyðisfjarðar í dag. Sérhæfðir starfsmenn, sem hafa reynslu af háhyrningum m.a. vegna starfa í Sædýrasafn- inu, gæta dýranna dag og nótt og fá til þess aðstoð félaga í björgun- arsveitinni ísólfi. Gæslumennirn- ir vilja helst koma dýrunum af höndum sér sem fyrst og hafa áhyggjur af hugsanlegum aðgerð- um hvalavina sem hafa látið í veðri vaka að mótmælaaðgerðir á Seyðisfirði séu hugsanlegar. ÓP Ijós í staurana. Verkinu á að vera lokið eftir um þrjár vikur, og er víst að bílstjórar anda léttar, - vegarkaflinn var opnaður Ijós- laus fyrir ári, og í fyrravetur keyrðu menn þar „eftir minni“ svo vitnað sé í einn ökumanninn. Þeir hjá Vegagerðinni segjast sjálfir hafa haft af þessu áhyggj- ur, en fé hefur skort og fram- kvæmdir að auki tafist vegna seinlætis franskra staurafram- Ieiðenda. Brautin er þjóðvegur á þessum kafla, „en er í raun og veru innanbæjarvegur“ einsog einn Vegagerðarmanna sagði og minnti á nýju Sambandslóðina og væntanlegan Kópavogsmiðbæ. Það er dansk-íslenska fyrirtæk- ið Hlaðbær-Colas sem sér um framkvæmdir, og kostar verkið allt háifa sautjándu milljón. -m Staurar gróðursettir á Reykjanesbrautinni við Garðabæinn, í baksýn suðausturbyggð í Kópavogi. (Mynd: EÓI) Landsbankinn Starfsmann í stólinn Eyjólfur K. Sigurjónsson: Ekki rétt hjá Pétri að bankaráð hafi lýstskoðun sinni. Lúðvík Jósepsson: Greiði atkvœði gegn ráðningu Sverris Hermannssonar. Sigurjón Gunnarsson: Höfum jafn hæfa, efekki hœfari menn innan bankans Pétur Sigurðsson er bara að lýsa sínum vilja, en ekki vilja bankaráðs. Við höfum rætt þessi mál á einum fundi og það voru engin nöfn færð í fundargerð. Jónas Haralz er ekki enn búinn að segja bankastjórastöðunni lausri og á meðan er ekki ástæða til að taka neinar ákvarðanir um eftir- mann hans. Það koma margir hæfír menn til greina, sagði Eyj- ólfur K. Sigurjónsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins í bankaráði Lands- bankans, en Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs, hefur lýst því yfir að full eining ríki innan bankaráðs um ráðningu Sverris Hermannssonar til starfans. Samkvæmt heimildum blaðs- ins mun Sverrir eiga vísan stuðn- ing allra bankaráðsmanna stjórn- arflokkanna, þó með semingi sé, en bankastjórastóllinn mun losna um mitt næsta ár, er Jónas Haralz fer til starfa á vegum Alþjóða- bankans. - Ég hef gert bankaráðinu grein fyrir því að ég muni ekki geta greitt atkvæði með Sverri Hermannssyni. Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um Sverri sem eftirmann Jónasar Haralz. Því er ég að mótmæla og ég tek ekki þátt í þessu, sagði Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bankaráði Lands- bankans. - Það er ekki rétt sem komið hefur fram að Helgi Bergs hyggist einnig hætta störfum. Það væri áfali fyrir bankann ef við misstum hann líka, sagði Eyjólfur, en talið er að Valur Arnþórsson eigi þá stöðu svo gott sem vísa, sam- kvæmt samkomulagi ríkisstjórn- arflokkanna. - Að okkar mati er eðlilegra að til starfans verði valinn ein- hver úr hópi starfsmanna bank- ans. Við teljum að í starfsliði bankans séu menn sem eru jafn hæfir ef ekki hæfari en einhverjir utanaðkomandi, sagði Sigurjón Gunnarsson, varaformaður Starfsmannafélags Landsbank- ans, en á áttunda hundrað starfs- manna bankans hafa skrifað undir áskorun til bankaráðs um að næsti aðalbankastjóri Lands- bankans verði valinn úr hópi nú- verandi starfsmanna. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.