Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 8
MENNING ÁLEITID SJÓNARSPIL Þjóöleikhúsið sýnir BRÚÐARMYNDINA eftir Guðmund Steinsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Lelkmynd: Þórunn S. Þorgríms- dóttlr. Tónlist: Gunnar Reynir Sveins- son. Aðferð Guðmundar Steins- sonar við leikritun er um margt sérkennileg, þar sem hann notar ekki ýmislegt sem tíðkast í „venjulegri" leikritun. Persónu- sköpun í venjulegum skilningi er til dæmis ekki á dagskrá í verkum hans. Eiginlegar fléttur finnum við heldur ekki í þeim né heldur raunverulega dramatíska fram- vindu. Orðræður í verkum Guð- mundar eru allajafna einstaklega hversdagslegar og segja má að hann sé meistari lágkúrunnar í samtölum sínum. f stað þess að sýna framvindu kýs Guðmundur að lýsa ástandi. Pað gerir hann með því að draga upp myndir sem eiga að sýna okkur ástand eða afhjúpa blekk- ingar. Á sama hátt notar hann tungumálið ekki svo mjög til að lýsa persónum eða tilfinningum heldur til að afhjúpa yfirborðs- mennsku og sjálfsblekkingu fólksins á sviðinu. Það sprettur af eðli þessarar leikritunaraðferðar að Guð- mundur er óvenjulega háður leikstjórn og leikmynd til að koma inntaki verkanna til skila. Guðmundur hefur oft verið heppinn hvað þessi atriði varðar, við minnumst Sólarferðar í leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur og einkum auðvitað Stundar- friðar í leikstjórn Stefáns Bald- urssonar og leikmynd Þórunnar S. Þorgrímsdóttur. Nú er sama fólk á ferð með leikstjórn og leik- mynd og hefur enn á ný unnið frábært verk. Brúðarmyndin er að vísu töluvert flóknara og ó- samstæðara verk en Stundarf- riður, myndir þess eru margvís- legri og heildaráhrifin brota- kenndari. En hinar einstöku myndir eru afskaplega sterk sjón- ræn reynsla. Leikmynd Þórunnar er máluð firna sterkum litum, í upphafi geysistórir fletir í skærum litum þar sem rautt og gult ríkja, en leikendur klæddir skærum tískulitum. Pegar líður á verkið er sviðið opnað og tekur á sig yfirbragð kvikmyndavers, eftir því sem návist tökuvélarinn- ar verður sterkari. Og þegar dauðinn kveður dyra í lokin opn- ast sýn inní víðáttur aftast á svið- inu, dularfull og seiðandi nátt- úrumynd. Þessi sterklitaða og djarfa leik- mynd er áhrifarík umgerð fyrir leikarana, vekur sterka nútíma- kennd í litum sínum og formum, en minnir einnig á litaskala film- unnar og návist tökuvélarinnar sem er hin ríkjandi mynd verks- ins. Kvikmyndastjóri hefur troðið sér inn á heimili með töku- vél sína og hljóðmann til þess að gera listaverk um raunverulegt líf fjölskyldunnar. Sífelld nálægð hennar minnir okkur á eilífa ná- vist fjölmiðlanna í lífi okkar, en hér eru einnig vaktar upp áleitnar spumingar um stöðu og ábyrgð listamannsins gagnvart einkaiíf- inu - því lífi sem hann notar sem uppistöðu í list sína. En það er fleira sem vakir fyrir Guðmundi í þessu verki en að kanna tengslin milli lífs og listar. Hann er einnig á höttunum eftir tengslum veruleika og blekkingar í lífi manna og leitast við að af- hjúpa þann leikaraskap sem oft á tíðum einkennir lífið - ekki síst ástalífið. Þetta gerir hann í röð af bráðsnjöllum atriðum er lýsa til- hugalífí, brúðkaupi og síðan von- brigðum og örvæntingu löngu seinna þegar allt auglýsinga- skrumið um draumaprinsinn og hjartagullið reynist hafa verið Erlingur Gíslason, Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld og Herdís Þorvaldsdóttir. Tekið á æfingu Brúðarmyndar. innantómt. Brúðkaupsatriðið er bráðfýndið, smeðjulegur prestur romsar uppúr sér innantómum þulum (Sigurður Skúlason fer hér glæsilega á kostum) meðan brúð- hjónin eru með hugann við allt annað, og samspil talaðra hugs- ana þeirra og þululesturs prests- ins er kostulega kontrapúnktiskt. Kvikmyndunarþemað og blekkingaþemað tvinnast saman í atriðinu þar sem hjónin gera upp sakirnar eftir að draumaprinsinn hefur tekið tökuvél í þjónustu kynlífsins og sælan snúist upp í martröð. Uppgjörið fer fram undir vökulu auga tökuvélarinn- ar og ljóst að hjónin eru öðrum þræði að leika fyrir vélina. En hér er ekki fyllilega skýrt að hve miklu leyti uppgjörið er sprottið af innri vanda hjónanna eða leyst úr læðingi af látlausri návist töku- vélarinnar. Kvikmyndarinn er allan tím- ann óvirkur áhorfandi sem lítur á geðsveiflur fjölskyldunnar sem listrænt hráefni og hugsar einung- is um að finna sem best sjónar- horn fyrir tökurnar, einnig þegar gamli maðurinn er að deyja í lok verksins. Eftir það vaknar hún þó upp við vondan draum, fyllist sektarkennd, eyðileggur tökuna og heldur ræðu fulla af sjálfs- ásökunum um litlu ástina sem hún sveik fyrir þá stóru. Þetta er slæm ræða og eini alvarlega vand- ræðalegi staðurinn í verkinu, að mínu mati, og ekki var annað að sjá en Guðrún Gísladóttir ætti ekkert sérlega gott með að fara með hana. En dauðaatriðið er verðugt lokaatriði fyrir sýninguna og Ró- bert Arnfinnsson fer frábærlega vel með fallega skrifaða upprifj- un á bernsku gamla mannsins og þar er samleikur þeirra Herdísar Þorvaldsdóttur innilegur og fal- legur. Hér sem annars staðar mátti sjá snjalla leikstjórn Stef- áns í skýrum, óþvinguðum upp- stillingum og samstilltum og hófs- amlegum leik. Þau Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld leika aðalhlut- verkin af miklu öryggi, traustu skopskyni og þeirri fjarlægð frá persónunum sem hæfir verkinu. Guðný Ragnarsdóttir fer einkar vel með hlutverk dótturinnar, hún er skemmtilega frjálsleg og opin í túlkun og hefur kitlandi skopskyn. Halldór Björnsson, nýliði á sviði Þjóðleikhúss, veitir henni góðan mótleik. Brúðarmyndin er ekki heil- steyptasta verk Guðmundar Steinssonar en leikritið á erindi við okkur. Þeir sem fara að sjá þessa sýningu með væntingar um litríka persónusköpun, drama- tíska fléttu, spennandi atburðar- ás og innlifunarmöguleika í pers- ónurnar verða eflaust fyrir nokkrum vonbrigðum. En þeir sem kunna að meta það sjónr- æna, það skoplega og það átakanlega í þessari sýningu fara hins vegar heim reynslunni ríka- ri. Sverrir Hólmarssson Listafólk frá Hvítarússlandi Félagið MÍR, Menningar- tengsl Islands og Ráðstjórn- arríkjanna, gengst fyrir ár- legum sovéskum dögum í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Kynnt verður sérstaklega þjóðlíf og menn- ing í Sovétlýðveldinu Hvíta- rússlandi og kemur hópur hvítrússnesks listafólks af því tilefni til íslands og tekur þátt í dagskráratriðum daganna. Sovéskir dagar MÍR verða formlega settir miðvikudagsk- völdið 28. okt. kl. 20.30 í Hótel Selfossi. Þar verða flutt ávörp, Guðmundur Daníelsson rithöf- undur les upp þýðingar sínar á ljóðum Maxíms Tanks, eins af kunnustu ljóðskáldum Hvítrússa Sovéskir dagar MÍR settir í dag á vorum dögum og listafólkið frá Hvítarússlandi skemmtir með hljóðfæraleik, söng og dansi. Listamennirnir halda síðan tón- leika næstu daga á nokkrum stöð- um: Heimalandi í Vestur-Eyja- fjallahreppi föstudaginn 30. okt. kl. 21, Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 31. okt. kl. 16 og Þjóðleikhúsinu mánudagskvöld- ið 2. nóv. kl. 20. Auk þess kemur listafólkið frá Hvítarússlandi fram við nokkur önnur tækifæri, m.a. hátíðarsamkomu sem hald- in verður í samkomusal Mennta- skólans við Hamrahlíð sunnu- daginn 1. nóv. kl. 15, þar sem minnst verður 70 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rúss- landi og þjóðhátíðardags Sovét- ríkjanna. Gestirnir frá Hvítarússlandi sem koma til íslands til þátttöku f dagskráratriðum Sovésku dag- anna eru um 30 talsins. f þeim hópi eru félagar í þjóðdansa- flokknum „Kryshatsjok” frá háskólanum í Minsk, hljóðfæral- eikarar og söngvarar, m.a. óper- usöngkonan Nina Kozlova og söngvarinn Jaroslv Evdokimov. Er efnisskrá listafólksins afar fjclbreytt, skiptast á þjóðdansar, sönglög, einleikslög o.s.frv. í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, verður sett upp í tilefni Sov- ésku daganna sýning á svartlistar- myndum, listmunum, barna- teikningum, bókum og ljósmynd- um frá Hvítarússlandi. Sú sýning verður opnuð laugardaginn 31. október kl. 13.30 og síðan opin fram yfir miðjan nóvembermán- uð. Rússnesk sápuópera...? Sinfóníuhljómsveitin Þriðju áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar fslands verða í Háskólabíói fimmtudaginn 29. okt. Þá mun Hafliði Hallgrímsson stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn á almennum tónleikum. Frumflutt verða tvö verk eftir Hafliða: Sálmur við klett, sem er stutt tónverk, tileinkað látnum starfsmönnum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og söngverkið Vetrarvers, sem enska sópran- söngkonan Jane Manning flytur. Auk verka Hafliða verður fluttur forleikurinn að Helios eftir Carl Nielsen, sem hann samdi í Grikk- landi í byrjun aldarinnar þar sem hann var á ferð ásamt konu sinni. Taldi Nielsen forleikinn eitt af sínum bestu verkum. Loks er það 5. sinfónía Sibeliusar, samin 1914-1915 og frumflutt á fimmtugsafmæli tónskáldsins. Hafliði Hallgrímsson stjórnandi og sellóleikari. Endanleg útfærsla og sú, sem flutt verður á tónleikunum, var Jane Manning sópransöngkona. hins vegar ekki tilbúin fyrr en 1919. Hafliði Hallgrímsson hefur búið í Bretlandi frá því hann lauk framhaldsnámi í sellóleik í Róm fyrir aldarfjórðungi. Hann hefur hlotið margháttaða viðurkenn- ingu sem hljóðfæraleikari og tón- skáld, m.a. hlaut hann tónskálda- verðlaun Norðurlandaráð árið 1986 fyrir fiðlukonsertinn „Po- emi” sem frumfluttur var á kammertónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í janúar 1985. Söngkonan Jane Manning heimsækir ísland nú í fyrsta sinn. Hún hefur frumflutt yfir 200 söngverk og er einn helsti máls- vari nútímatónlistar. Hefur hald- ið tónleika víða um heim sl. 20 ár, flutt fyrirlestra um söng og skrif- að bók, „New Vocal Repertory”, sem orðin er ómissandi öllum þeim sem syngja, kenna söng eða semja fyrir söngraddir. -mhg Áskríftartónleikar á fimmtudag Frumflutt tvö verk eftir Hafliða Hallgrímsson undir hans stjórn 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.