Þjóðviljinn - 28.10.1987, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Síða 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Aðalsteinn með Völsungum Tilboð Djerv ekki nógu freistandi „Tilboð Djerv 1919 var einfald- lega ekki nógu freistandi og ég hef ákveðið að vera áfram með Völ- sungum,“ sagði Aðalsteinn Aðal- steinsson í samtali við Þjóðvilj- ann. Forráðamenn norska liðsins hafa reynt að fá hann í sínar her- búðir, en Aðalsteinn kom heim frá Noregi í gær. Ekki náðust samningar og því mun Aðal- steinn áfram leika með Völsung- um. „Það voru nokkur atriði sem ég vildi fá og þeir buðu mun betur heldur en fyrir tveimur árum, en þó vantaði nokkuð uppá. Það þarf líka mikið til að maður rífi sig upp og skipti um land, án þess að vera fullkomlega ánægður.“ „Ég hlakka til næsta sumars. Ég hef náð mér af meiðslunum og vonast til að leika allt keppnis- tímabilið," sagði Aðalsteinn. -Ibe England Q.P.R. úr leik Tapaðifyrir Bury í deildarbikarnum. Fimm 1. deildarlið töpuðu Q.P.R., liðið í 2. sæti í 1. deildinni í Englandi féll í gær úr deildarbikarnum. Liðið tapaði fyrir Bury, 1-0, en Bury leikur í 3. deild. Nottingahm Forest fékk skell gegn Manchester City, 3-0. Manchester City, sem leikur í 2. deild, byrjaði vel og Imre Varadi náði forystunni strax í upphafi og bætti öðru marki við í síðari hálf- leik. Paul Stewart skoraði svo þriðja markið fyrir City. Fimm lið úr 1. deild féllu út í Handbolti HK á toppinn HK komst aftur í efsta sæti 2. deildar í handknattleik með sigri yfir Ármanni í gær, 28-23. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og í hálfleik var staðan 13-12. HK jók forskotið smám saman í síðari hálfleik og sigurinn öruggur. Kristján Gunnarsson var í miklu stuði og skoraði 12 mörk fyrir HK og Ásmundur Guð- mundsson 4 mörk. Björn Jó- hannesson skoraði flest mörk Ár- manns 11 og Ingi R. Jónsson 4. ____________________-4be .. Blak Ornggt hjá meistumnum íslandsmeistararnir í blaki, Þróttarar áttu ekki í miklum vandræðum með HSK í fyrsta leik sínum í íslandsmótinu í blaki. Þróttarar sigruðu 3-0. Sigur Þróttar var mjög örugg- ur, 15-4, 15-8 og 15-6. Þá var einn leikur í 1. deild kvenna. Breiðablik sigraði Þrótt, 3-1. Breiðablik sigraði í fyrstu hrinunni 10-15, Þróttarar næstu, 15-13, en Blikarnir sigruðu svo í tveimur síðustu hrinunum, 14-16 og 9-15. -Ibe gær. Q.P.R., Nottingham For- est, Charlton, Coventry og Norwich. Coventry féll tapaði reyndar fyrir liði úr 1. deild, Luton, 1-3 á útivelli, en Norwich tapaði fyrir Stoke 1-2. Charlton var eina lið 1. deildar sem tapaði á heimavelli. Liðið tapaði fyrir Bradford úr 2. deild, 0-1. Arsenal sigraði Bournemouth, 3-0, en sigurinn var ekki eins ör- uggur og tölurnar gefa til kynna. Bournemouth, sem sló South- ampton út í 2. umferð hefði með smá heppni getað skorað, en það voru Michael Thomas, Alan Smith og Kevin Richardson sem skoruðu mörk Arsenal. Úrslit í 3. umferð deildarbikarsins: Arsenal-Bournemouth..............3-0 Barnsley-Sheff.Wed...............1-2 Bury-Q.P.R.......................1-0 Charlton-Bradford................0-1 Ipswich-Southend.................1-0 Luton-Coventry...................3-1 ManchesterCity-Nott.Forest.......3-0 Stoke-Nonvich....................2-0 -Ibe/Reuter Skúli Gunnsteinsso n reynir að brjótast í gegnum vörn ÍR, en Ólafur Gylfason er ekki á þeim buxunum að hleypa honum f 9e9n- Mynd:E.ÓI. Handbolti Frábær endasprettur Tryggði IR jefntefli gegn Stjörnunni. Jöfnuðu úr aukakasti eftir að leiktími var liðinn „Þetta er ótrúlegt, ég á ekki orð,“ sagði Guðmundur Þórðar- son þjálfari ÍR-inga eftir að hafa jafnað, 24-24 gegn Stjörnunni. IR-ingar fengu aukakast, eftir að leiktíma var lokið og Guðmundur skaut í gegnum varnarvegginn, yfir Sigmar Þröst Óskarsson og í netið. Fimmta stig ÍR í fjórum leikjum, nokkuð sem fæstir áttu von á. Leikurinn var jafn framan af, en smám saman seig Stjarnan framúr. Um miðjan fyrri hálfleik leiddi Stjarnan með þremur mörkum, en þá tóku ÍR-ingar við sér og í hálfleik var staðan jöfn, 13-13. Stjarnan byrjaði síðari hálf- leikinn af krafti og náði um tíma fimm marka forskoti. Þá virtist ekki vera spurning um sigur Stjörnunnar. Þegar sex mínútur voru til leiksloka var staðan 24- 20, Stjörnunni í vil. Síðustu sex mínúturnar léku ÍR-ingar mjög vel og náðu smám saman að saxa á forskot Stjörn- unnar. Þegar 30 sekúndur voru til leiksloka var staðan 24-23. Þá var dæmd leiktöf á Stjörnuna og ÍR- ingar fengu boltann. ÍR-ingar lögðu allt í sóknina og Hrafn Knattspyrna „Á vissan hátt fyndið!“ SegirAtli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Sovétmönnum í dag Margeirsson, markvörður ÍR- inga lék sem línumaður! ÍR-ingar náðu ekki að skora fyrr en eftir að leiktíminn var liðinn. ÍR-ingar hafa vaxið með hverj- um leik. Liðið virðist vera að ná sér á strik og hefur leikið vel. Guðmundur Þórðarson stjórnaði sóknarleik liðsins og lék vel og Hrafn Margeirsson varði mjög vel. Þá átti Olafur Gylfason mjög góðan leik. Ekki má gleyma stuðningsmönnum liðsins sem létu vel í sér heyra. Stjarnan hefur ekki leikið vel í síðustu leikjum. Stjörnumenn hafa ekki leikið sannfærandi síð- an þeir sigruðu Víkinga og verða að taka sig á fyrir leikinn gegn Urædd um helgina. Sigurjón Guðmundsson lék vel og Skúli Gunnsteinsson átti einnig góðan leik. -Ó.St. „Þetta er ævintýri líkast. Leikurinn er ótrúlega mikilvægur fyrir Sovétmenn og þeir eru með sitt besta lið, en meirihluti okkar hefur ekki leikið knattspyrnu í 8 vikur,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsisn í knattspyrnu í samtali við Þjóð- viljann í gær. ísland mætir Sovétríkjunum í dag í síðasta leik þjóðanna í Evr- ópukeppninni, en Sovétmenn verða að gera a.m.k. jafntefli til að tryggja sér sæti í lokakeppn- inni. „Þetta er á vissan hátt fyndið. Sovétmenn hafa gífurlegan áhuga á þessum leik og það var uppselt á völlinn á þremur tím- um. f 26.000 sæti! Við erum að mæta fólki hér og það hlær og réttir upp 10 fingur og á þá líklega ekki við fjölda leikmanna, heldur mörk! Fólk býst við stórum sigri, en ég held að sovésku leikmenn- irnir sjálfir vanmeti okkur ekki. Þetta verður stríð! Við ætlum ekkert að gefa eftir og við leikum alltaf best þegar ekki er búist við neinu frá okkur. Það er ekki gott að segja hvernig leikur þetta verður, en eitt veit ég þó: Þetta verður erfitt! Ein breyting hefur verið gerð á liðinu, Guðmundur Steinsson kom í stað Arnórs Guðjohnsen, en hann gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. -Ibe Digranes 27. október. Stjarnan-ÍR 24-24 (13-13) 1-1,3-3, 7-4, 9-5, 10-8,12-8, 13-13, 18-14, 21-16, 22-20, 24-20, 24-24. Mörk Stjörnunnar: Sigurjón Guö- mundsson 7, Skúli Gunnsteinsson 6, Hermundur Sigmundsson 4/1, Gylfi Birgisson 3, Einar Einarsson 2, Magn- ús Teitsson 2. Mörk IR: Ólafur Gylfason 8/1, Guö- mundur Þóröarson 7/1, Bjarni Bessa- son 4, Frosti Guðlaugsson 1, Orri Bollason 1, Finnur Jóhannsson 1 og Matthías Matthíasson 1. Dómarar: Þorgeir Pálsson og Guð- mundur Kolbeinsson - saemilegir. Maður lelkslns: Guömundur Þórö- arson, |R. Frjálsar íþróttir 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 10. vika Í5>é|o|S« 575 DI-QŒCDWm Charlton-Southampton...........................2 2 1 2 1 2 2 1 x Chelsea-Oxford................................1 11111111 Derby-Coventry.................................1 1 1 1 x x 1 1 1 Manch.Utd.-Nott.Forest.........................1 x 1 x 1 x 1 1 x Newcastle-Arsenal..............................2x22xxxx2 Norwich-Q.P.R..................................x 11112 2x2 Portsmouth-Sheff.Wed...........................2 11x11112 Tottenham-Wimbledon............................111111111 Watford-West Ham...............................x 2 2 1 x 2 2 x x Oldham-Birmingham..............................111111111 Plymouth-Hull.................................2 1 1 2 2 1 2 x x Sheff.Utd.-Leeds...............................2 x 1 1 x 2 1 1 2 Þjóðviljinn hefur styrkt stööu sína í keppni fjölmiðlanna og er nú í 4. saeti með 49 rétta. Þrír voru með 12 rétta og fékk hver 182.095 kr. Það voru 93 með 11 rétta og fékk hver 2.572 kr. Vésteinn í 10. sæti á heimslistanum. Einar í 12. sœti Vésteinn Hafsteinsson og Einar Vilhjálmsson eru meðal efstu manna á lista yfir bestu menn heimsins í frjálsum íþróttum. Vésteinn er í 10. sæti í kringlu- kasti og Einar í 12. sæti í spjót- kasti, samkvæmt lista sem nær frá 1. janúar til 4. október. Vésteinn kastaði kringlunni 67.20 metra á móti í Sviþjóð í júlí. Vésteinn er aðeins tveimur sent- imetrum á eftir næsta nianni, en besta árangri ársins náði John Powell, 72.08. Árangur Vésteins er sá þriðji besti á Norðurlöndum. Einar er í 12. sæti með gamla Norðurlandametið, 82.96 metra. Það er Tékkinn Zeloezny sem á besta árangur ársins, 87.66 metra. Árangur Einars er næst- besti árangur Norðurlandabúa, en það var Finninn Seppo Rati sem á besta árangurinn á Norður- löndum. Hann sló Norðurlanda- met Einars er hann kastaði 83.54 metra. Sigurður Einarsson var á list- anum yfir 20 bestu spjótkastar- ana í fyrra, en er nú fallinn út. Á listanum er Suður-Afríkumaður, en hann fellur út vegna þess að Suður-Afríku hefur verið úthýst vegna aðskilnaðarstefnu. Sigurð- ur er því í raun í 20. sæti með 80.84 metra. Þeir Einar og Vésteinn eru einnig ofarlega á lista yfir besta árangur frá upphafi. Einar á 14. besta afrekið í spjótkasti, en taka verður með í reikninginn að það er aðeins ár frá því liðið að nýja spjótið var tekið í notkun. Árangur Vésteins er sá 42. besti í heimi frá upphafi. -Ibe Miðvikudagur 28. október 1987 pjóoviLJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.