Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 3
_____________________FRETFIR__________________ Stjórnarandstaðan Meginhugsunin studd Alþýðubandalag og Kvennalisti styðja meginhugsunina í húsnœðisfrumvarpinu meðfyrirvara um einstaka efnisþætti. Steingrímur J. Sigfússon: Nauðsynlegt að fá botn íþetta mál Borgaraflokkur Stoppað í stagbætt kerfi ,&g i*t svo á að með þessu frumvarpi sé Jóhanna Sigurðar- dóttir að stoppa í enn eitt gatið á stagbættum sokk,“ sagði Júlíus Sólnes þegar hann var spurður um afstöðu Borgaraflokksins til frumvarps félagsmálaráðherra í húsnæðismálum. Júlíus sagði að Borgaraflokk- urinn teldi húsnæðiskerfið slíka endaleysu að það þarfnist algerr- ar uppstokkunar. Við höfum mótað eigin stefnu í húsnæðismálum og erum nú að vinna að frumvarpi um þau, sem lagt verður fram á næstu vikum.“ -Sáf Við erum jákvæðir gagnvart meginhugsuninni í húsnæðis- frumvarpinu en gerum þó fyrir- vara um einstaka efnisþætti þess. Það er varla hægt að ætlast til þess að stjórnarandstaðan komi með endanlega afstöðu þegar stjórnarsinnar koma sér ekki saman um neitt, sagði Steingrím- ur J. Sigfússon. Það vakti athygli í umræðunni um húsnæðisfrumvarpið að full- trúar stjórnarandstöðunnar, Kristín Halldórsdóttir og Stein- grímur J. Sigfússon, voru mun jákvæðari gagnvart frumvarpinu en Alexander Stefánsson, sem fann því allt til foráttu. í samtali við Þjóðviljann gagnrýndi Steingrímur það að stjórnarandstaðan hefði ekki fengið að fylgjast með undirbún- ingi frumvarpsins, en undanfarin ár hefur ætíð verið haft mjög víð- tækt samband við alla flokka á þingiíþessum málaflokki. „Núer þessu frumvarpi slengt fram þrátt fyrir bullandi ágreining stjórnar- flokkanna." Steingrímur sagði nauðsynlegt að einhver botn fengist í þetta mál þar sem þúsundir manna bíða eftir svarbréfum frá Hús- næðisstofnun, hinsvegar sagði hann að Alþýðubandalagið hefði fyrirvara gegn einstökum þáttum frumvarpsins, einkum varðandi vextina. Þá taldi hann umdeilan- legt að takmarka aðgang að kerf- inu við íbúðaeign en hinsvegar taki Alþýðubandalagið undir þá meginhugsun að veita þeim for- gang sem eru í mestri þörf. „Þá gagnrýnum við það harð- lega að ríkissjóður hefur ekki staðið við sinn hluta samkomu- lagsins að auka framlög sín í sjóð- inn. Byggingasjóðurinn þolir það ekki að framlög ríkisins dragist saman en þau gera það hlutfalls- lega núna þar sem skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna hafa aukist að miklum mun og byggingasjóð- urinn þolir ekki lengi þann mikla vaxtamun sem er á milli útlána og innlána." -Sáf Húsnœðisstofnun Sigurður E. Guðmundsson: Okkurfalin mikilvæg undirbúningsvinna að húsnœðis- frumvarpinu Fullt samráð við okkur Félagsmálaráðherra hafði fullt samráð við Húsnæðisstofnun og fól stofnuninni mikilvæga undirbúningsvinnu að húsnæðis- frumvarpinu, sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar. Sigurður sagði að hugmyndin að bráðabirgðalögunum hefði upphaflega komið frá Húsnæðis- stofnun, þar sem stofnunin taldi sig ekki geta veitt lánsloforð fyrr en vitað var hvaða breytingar yrðu gerðar á húsnæðislánalög- unum. „Undirbúningurinn að bráða- birgðalögunum var nær allur á vegum Húsnæðisstofnunar. Þeg- ar þau voru svo lögð til hliðar setti félagsmálaráðherra fjögurra manna nefnd á laggirnar til að vinna að frumvarpinu og í þeirri nefnd áttu sæti Gunnar S. Björnsson, úr húsnæðismála- stjórn og Hilmar Þórisson, skrif- stofustjóri í Húsnæðisstofnun. Þá sagði Sigurður að ráðherra hefði farið fram á ábendingar og athugasemdir frá húsnæðismála- stjórn áður en frumvarpið var Iagt fram og að frumvarpið hefði verið rætt þó nokkrum sinnum, bæði á stjómar- og nefndarfund- um. „Við höfum því fengið að fylgj- ast með málinu," sagði Sigurður að lokum. -Sáf Merkisberar íslenskrar framleiðslu á fundi Utflutningsráðs í gær. Kynntar voru niðurstöður könnunar meðal v.-þýskra neytenda um viðhorf þeirra til íslands og íslenskra sjávarafurða. Mynd E.ÓI. Útflutningsráð Lífeyrissjóðirnir Mótaim ekki stefnuna Þýskir hliðhollir íslensku Markaðskönnun útflutningsráðs meðalþýskra. Tœpurhelm- ingur álítur íslenskan fisk og fiskafurðir betri en þýskan Þýskir neytendur eru mjög vil- unar sem ráðið lét gera meðal v,- hallir íslenskum vörum eink- þýskra neytenda í síðasta mán- um matvöru jafnvel þótt meiri- uði. Könnunin er liður í sérstöku markaðsátaki Útflutningsráðs í V. Þýskalandi. Pað hefur ekkert samráð verið haft við okkur við mótun húsnæðisfrumvarpsins, sagði Hrafn Magnússon, formaður Sambands almennra lífeyris- sjóða. Hrafn sagðist ekki vilja dæma um það hvort það væri óeðlilegt að félagsmálaráðherra ræddi ekki við lífeyrissjóðina við mótun húsnæðisfrumvarps. „Ég veit ekki hvort lífeyrissjóðirnir geta blandað sér í þessa deilu. Við lán- um fé í ýmsa aðra atvinnustarf- semi í landinu án þess að við blöndum okkur í það hvernig með það fé er farið.“ Aðild lífeyrissjóðanna í hús- næðislánakerfinu er til komin vegna tilmæla aðila vinnumark- aðarins og ríkissjóðs. „Það var Alþýðusambandið og aðrir aðilar vinnumarkaðarins sem komu þessu kerfi af stað og áttu meginþátt í að móta það. Síðan komu tilmæli til lífeyris- sjóðanna um fjármögnun kerfis- ins,“ sagði Hrafn. -Sáf hluti þeirra hafi enga reynslu af þeim. Þetta álit er grundvallað á því að varan kemur úr ómenguðu umhverfi, sem ísland er í hugum neytenda, sagði Þráinn Þorvalds- son, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs á fundi ráðsins í gær og vitnaði þar til niðurstöðu könn- Menntaðir Þjóðverjar hafa al- mennt meira álit á landi og þjóð, en þeir sem hafa skemmri skóla- göngu að baki. 37% spurðra töldu sig hafa jákvæð viðhorf til lands og þjóðar, einkum vegna sögusagna um ósnortna náttúru. Þrátt fyrir jákvæð viðhorf. reyndust nokkru færri álíta ísland eftirsóknarvert ferðamannaland. Rúmur helmingur spurðra eru tortryggnir gagnvart ferða- mannaparadísinni íslandi og settu aðallega fyrir sig óblítt veður. -rk Kópavogshælið Verður hælinu lokað? Margrét Margeirsdóttir: Dvöl á sambýli samrýmist betur ákvœðum laga um málefni fatlaðra arkmið laganna frá 1983 um málefni fatlaðra er að tryggja öllum fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna, að skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best, sagði Mar- grét Margeirsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu þegar Þjóðviljinn ræddi við hana í gær um samþykkt sem gerð var á að- alfundi Þroskahjálpar þess efnis að stórum hluta íbúa á Kópavogs- hæli verði boðin vist á sambýli. Með sambýli er átt við sam- eiginlegt heimili nokkurra fatl- aðra einstaklinga. Slíkt heimili er í venjulegu íbúðahverfi og íbú- arnir fara á daginn til sinna starfa, oft á vernduðum vinnustöðum, eða í þjálfun á sérstökum stofn- unum. Um kvöld og helgar dvelja þeir á sambýlinu, þ.e.a.s. heima hjá sér eins og venjan er hjá ó- fötluðu fólki. „Sambýli fyrir fatlaða heyra undir sérstaka deild fyrir málefni fatlaðra í félagsmálaráðuneytinu og hið sama á við um vistheimilin Sólborg, Skálatún og Sólheima. En Kópavogshælið heyrir undir stjómaraefnd ríkisspítalanna og heilbrigðisráðuneytið. „Ég var ekki á þingi Þroska- hjálpar," sagði Margrét, „og hef því ekki fylgst með umræðum um þessa samþykkt. En ljóst er að vist á sambýli er frekar í anda laganna um málefni fatlaðra en dvöl á stórri stofnun þar sem vist- menn dvelja nótt sem nýtan dag, alla daga ársins. Nokkrir einstak- lingar hafa reyndar flutt af Kópa- vogshælinu á undanförnum árum og farið inn á sambýli. Á sumum sambýlum dvelja einstaklingar sem eru verulega fatlaðir. En mikil fötlun krefst að sjálfsögðu fleiri stöðugilda hvar sem mjög fatlaðir einstaklingar búa.“ Qp ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fram á Seyðisfirði Sköttum mótmælt Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði mótmælir harð- lega þeim auknu sköttum sem lagðir hafa verið á eða eru fyrir- hugaðir á launafólk. I ályktun félagsfundar Fram þann 21. þessa mánaðar segir: „Fundurinn lýsir furðu sinni á vinnubrögðum fjármálaráðherra sem vill versla við verkalýðs- hreyfinguna um söluskatt á mat- væli. Ljóst er að núverandi ríkis- stjórn hefur svikið loforð sem gefin voru sem forsenda fyrir síð- ustu kjarasamningum og því hlýtur það að vera krafa launþega að laun verði á einhvern hátt verðtryggð í næstu samningum". -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.