Þjóðviljinn - 20.11.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Qupperneq 7
Pólland umbótahugmyndir Þann 29. nóvemberfer fram þjóðaratkvœðagreiðsla í Póllandi um ýmsar nýjungar í efnahagslífi og samfélagi en ráðamenn gerðu almenningi grein fyrir þeim í fyrradag Leiðtogar Póllands gáfu í fyrra- dag út plagg sem hefur að geyma upplýsingar um ýmsar þeirra nýjunga er þeir hyggjast brydda uppá á næstunni í samfé- lagi og efnahagslífi. Þar er að finna yfirlýsingar um að borgaraleg réttindi almenn- ings verði aukin, umbætur verði gerðar á kosningalögum og valdi dreift. Einnig er því lýst yfir að brýn nauðsyn sé á að menn temji sér „nýja hugsun" um kommún- íska hugmyndafræði. í plagginu segir að „stjórnvöld hafi í miklum mæli glatað trúnaði almennings" á undanförnum árum og að íhaldssöm öfl hafi staðið í vegi fyrir því að ýmsar brýnar úrbætur væru gerðar. Höfundar viðurkenna að lög hafi verið brotin á fólki af gerræð- isfullum embættismönnum og segjast styðja þá hugmynd að settar verði á laggirnar óháðar mannréttindanefndir. „Við erum þeirrar skoðunar að hugmyndir um að skipa nefndir til að standa vörð um mannrétt- indi séu bæði gagnlegar og at- hyglisverðar. í þeim ættu sæti einstaklingar er njóta virðingar alþjóðar. Leiðtogi Póllands, Wojciech Jaruzelski hershöfðingi, sagði við vestræna blaðamenn í fyrri viku að öll efnisatriði úr hugmyndum stjórnar sinnar yrðu rædd ítarlega á miðstjórnarfundi kommúnista- flokksins er hefst á miðvikudag- inn kemur. Það vekur athygli að ráðamenn virðast hafa dregið ýmsar um- bótahugmyndir til baka er for- sætisnefnd flokksins viðraði í síð- asta mánuði. Kunnugir telja að þær hafi leitt til heiftarlegra deilna í æðstu stjórn lands og flokks. Pá vakti sérstaka athygíi að leiðtogar flokksins skoruðu á þá félaga er yfirgáfu hann þegar herlög voru sett árið 1981 að sækja um aðild að nýju og leggja hönd á plóginn við mótun um- bótastefnu. En í nýja plagginu er engu að síður ýmislegt sem þykir tíðind- um sæta. Til að mynda er það skoðun höfunda að brýna nauð- syn beri til að endurskoða fyrir- komulag ráðninga í mikilvæg embætti. Ekki sé æskilegt að ein- skorða val í embætti við félaga flokksins, væri sú venja lögð fyrir róða myndi það hleypa nýju lífi í efnahags- og stjórnkerfi. Höfundar leggja áherslu á að allar breytingar í stjórnkerfi og þjóðlífi séu órjúfanlega tengdar nýmælum í efnahagslífi sem ætlað er að bæta afleitt efnahagsástand í landinu. Jaruzelski freistar þess að fá almenning til liðs við umbótahugmyndir sínar. í plagginu er vikið að þjóðarat- kvæðagreiðslunni sem fram fer í lok mánaðarins en þá hyggjast ráðamenn freista þess að fá al- menning til fylgis við áætlun sína: „Væntanlegar umbætur eru svo viðamiklar að nauðsynlegt er að almenningur láti álit sitt í ljós.“ Vestrænir sendimenn í Pól- landi líta svo á að með því að birta almenningi hugmyndir sínar í tíma vonist pólskir ráðamenn til þess að hann gjaldi þeim jáyrði í atkvæðagreiðslunni. -ks. Júgóslavía Olga um land altt Verkamenn íJúgóslavíu hafa efnt til verkfalla í mótmœlaskyni við efnahagslög ríkisstjórnarinnar Leiðtogar í fátækasta héraði Júgóslavíu, Makedóníu, hafa skorað á Branco Mikulic forsæt- isráðherra að taka til endurskoð- unar þá ákvörðun sína að setja þak á verð- og launahækkanir í kjölfar verkfalls þúsunda verka- manna þar um slóðir á síðustu dögum. Valdsmenn í Makedóníu fund- uðu á miðvikudagskvöld og kröfðust þess að ríkisstjórnin í höfuðborginni Belgrað efndi þegar í stað til neyðarfundar um ólguna er efnahagslögin hafa valdið víðsvegar um landið. Verðbólga er nú um 135 pró- sent í Júgóslavíu og hyggst Mikul- ic ráða niðurlögum hennar með því að banna launa- og verð- hækkanir fram að lokum næsta árs. Engu að síður lét stjórnin verða sitt fyrsta verk eftir að lögin gengu í gildi að hækka verð á ým- issi nauðsynjavöru unt 70 af hundraði og bar því við að um „leiðréttingu" hefði verið að ræða. Ríkisfréttastofan Tanjug greindi frá að minnsta kosti tólf verkföllum í Makedóníu frá því lögin voru samþykkt um síðustu helgi. Mörg þeirra voru leyst með því að laun verkamanna voru hækkuð í trássi við vilja ráða- manna í Belgrað. Ennfremur var sagt frá því að til vinnustöðvana hefði komið í öllum öðrum hér- uðum landsins. Til dæmis hefðu Branco Mikulic, forsætisráðherra Júgóslavíu. Harðar efnahagsaðgerðir hans hafa valdið reiði verkamanna og vfða hefur komið til verkfalla. verkamenn við strætisvagna- verksmiðju í höfuðborginni lagt niður vinnu. Zivko er maður nefndur Seraf- imovski og kvað vera varavinnu- málaráðherra héraðsstjórnar Makedóníu. Hann sagði við fréttamenn í gær að stjórn sín teldi sig ekki eiga annars úrkosta en að hækka lágmarkslaun verka- fólks í héraðinu úr 39,500 dín- örum í 84 þúsund dínara á næst- unni til að lægja öldurnar. Sérstaka reiði hefur það ákvæði nýju laganna vakið er kveður á um að laun verkafólks í fyrirtækjum er ekki skila arði skuli lækkuð um heil tíu prósent. Stjórnin í Belgrað sagði í yfirlýs- ingu í gær að hún fylgdist grannt með gangi mála „og myndi eftir atvikum grípa til ráðstafana til aðstoðar fyrirtækjum er stæðu höllum fæti.“ Sem kunnugt er felldi Mikulic gengi dínarsins um 24,6 af hundr- aði á þriðjudaginn í von um að það myndi auka vöruútflutning. Júgóslavar skulda erlendum lán- ardrottnum hvorki meira né minna en 20 miljarða bandaríkja- dala. -ks. Bretland Starfsfólk varaði við eldhættu Breska stjórnin hyggst látafarafram ítarlega rannsókn á orsökum brunans í King‘s Cross brautarstöðinni Breska stjórnin hefur fyrir- skipað að ítarleg rannsókn fari fram á orsökum eldsvoðans í King‘s Cross neðanjarðarbraut- arstöðinni í Lundúnum er varð 30 manns að fjörtjóni og slasaði 20 i fyrradag. Enn er á huldu hvað brunanum olli en slökkviliðsforingjar segja að eldurinn hafi kviknað í stiga- lyftu úr tré en á örskammri stundu hafi gangur við miðasölu orðið eitt bálandi eldhaf. Eldsvoðinn hefur vakið áhyggjur Lundúnabúa um örygg- ismál í öðrum neðanjarðar- brautarstöðvum höfuðborgar- innar. Einkum velta menn vöng- um yfir því hví eldurinn hafi get- að breiðst út með slíkum ógnar- hraða. Ennfremur staðhæfa sjón- arvottar að fólki hafi verið hleypt niður í stöðina eftir að eldur varð laus. Frank Dobson er þingmaður Verkamannaflokksins og er King's Cross stöðin í kjördæmi hans. Hann sagði í umræðum á breska þinginu í gær að starfsfólk brautarstöðvarinnar hefði fyrir skemmstu dreift bæklingum þar sem fullyrt var að mikil eldhætta væri í stöðinni en yfirmenn þess hefðu hótað því brottrekstri ef það héldi slíku áfram! í umræðunum var því haldið fram að starfsmönnum brautar- stöðvarinnar hefði verið fækkað fyrir nokkru vegna sparnaðarráð- stafana ríkisstjórnarinnar og hefði það átt sinn þátt í því hve illa fór því brunavarnir hefðu ver- ið í lágmarki. Thatcher og sam- göngumálaráðherra hennar, Paul Channon, vísuðu því á bug að samhengi væri þar á milli. _ks. Ráðamenn viðra Föstudagur 20. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.