Þjóðviljinn - 20.11.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Qupperneq 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Föstudagur 20. nóvember 1987 260. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Bygginganefnd Frestun var frestað Hilmar Guðlaugsson: Flutningur hússins Tjarnargötull á lóðina Túngötu 12 verðursettur ígrenndarkynningu. Samkvœmtfundargerð var málið afgreittáfundi bygginganefndar en Hilmar segir að því hafi verið frestað, sem mannleg mistök leiðréttu svo í afriti Flutningur hússins Tjarnarg- ötu 11 að Túngötu 12 verður sett í grenndarkynningu þegar er- indið kemur aftur fyrir í byg- ginganefnd, sagði Hilmar Guð- laugsson, formaður byggingan- efndar við Þjóðviljann í gær. Hús það sem hér um ræðir þarf að víkja fyrir ráðhúsi Davíðs og í Morgunblaðinu í gær heldur Hilmar því fram að kæra sem bor- ist hefur frá íbúum í Grjótaþorpi til félagsmálaráðherra, vegna þessa flutnings, sé byggð á mis- skilningi. „Málið var ekki afgreitt á fundi bygginganefndar 29. október," sagði Hilmar í gær, „og því er kæran byggð á misskilningi. Það eina sem var samþykkt á fundin- um var að húsið yrði flutt frá Tjarnargötu 11. Hinsvegar lágu ekki fyrir viðunandi teikningar af staðsetningu hússins á lóðinni Túngötu 12 og því var erindinu frestað.“ Einsog Þjóðviljinn hefur greint Viðtalsbók Inga Laxness „í aðal- hlutverki“ Eftir helgina kemur út „í aðal- hlutverki Inga Laxness“ viðtals- bók við Ingibjörgu Einarsdóttur. Inga er 79 ára og hefur átt litríka ævi. Hún er dóttir Einars Arnórs- sonar, sem síðastur gegndi emb- ætti íslandsráðherra, og Sigríðar Þorláksdóttur Johnson. Sextán ára kynntist hún Hall- dóri Laxness á Þingvöllum, trú- lofaðist honum bréflega meðan hann var í Ameríku og eftir að þau giftust ferðuðust þau saman vítt um heim. Þegar leiðir þeirra skildi varð hún fyrsti nemandi í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og hoppaði beint upp á svið í Nit- ouche 1941. Hún lærði líkaíBret- landi og Bandaríkjunum, lék, leikstýrði og þýddi leikrit um tveggja áratuga skeið. Mál og menning gefur bókina út en skrásetjari Ingu er Silja Að- alsteinsdóttir. Ingibjörg Einarsdóttir frá var á síðasta bygginganefn- darfundi deilt um það hvort vél- rituð fundargerð af fundinum 29. október væri í samræmi við frum- gerð fundargerðar. í vélritaða afritinu var því bætt inn í fundar- gerðina að erindinu hefði verið frestað, en svo var ekki í frumrit- inu. „Það voru mannleg mistök sem þar áttu sér stað,“ sagði Hilmar, en meirihluti bygginganefndar lét undan og leiðrétti fundargerðina í upprunalegt form eftir að full- trúar minnihlutans höfðu hótað að bera upp tillögu um að fundar- gerðin yrði leiðrétt. En þýðir það ekki að erindinu hafi ekici verið frestað? „Nei, því var frestað. Ég tók það skýrt fram á fundinum 29. október," svaraði Hilmar í gær. Samt er það ekki í upprunalegu fundargerðinni og á henni er ekki annað að sjá en að erindið hafi verið samþykkt, með þeim fyrir- vara þó að fullnægjandi teikning- ar verði lagðar fram, og mun það einsdæmi, að slíkt erindi sé sam- þykkt án þess að fullnægjandi teikningar liggi fyrir. „Það gleymdist að setja í fund- argerðina að málinu hefði verið frestað," sagði Hilmar. Seinna skýtur orðið svo upp kollinum í vélrituðu afriti fundar- gerðar, og þá eru það mannleg mistök! Frestuninni virðist því hafa verið frestað þar til afrit af fundargerð var gert. -Sáf Fóstrufélag íslands Framtíð bamsins Að búa börn betur undir lífið og kenna þeim mannleg sam- skipti verður eitt af aðalumræðu- efnum á ráðstefnu sem Fóstrufé- lag íslands mun gangast fyrir í aprfl á næsta ári. Af því tilefni eru f gangi starfsdagar þar sem rædd- ur er undirbúningur hennar og fleira henni tengt. Auk undirbúnings ráðstefn- unnar er markmið starfsdaganna að efla umræðu í þjóðfélaginu um dagvistun barna. Og það er ekki lengur bara spurning um hvort byggja eigi dagvistarheimili, heldur hvernig reka skuli þessi heimili með velferð og framtíð barnsins í huga. Af þessu tilefni var boðið á starfsdagana fulltrú- um frá menntamálaráðuneyti og stjórnmálaflokkum. -ns. Þeir Hannes Hlifar Stefánsson og Helgi Ólafsson, tveir efstu menn skákmótsins í Stapanum, áttust við á miðvikudag og gerðu jafntefli. (Mynd: E.ÓI.) Njarð víkurskákin Vertíðarlok í dag Englendiugurinn David Norwo- od, skaut öðrum keppendum ref fyrir rass í 10. umferð á alþjóðlega skákmótinu í Njarðvíkum, er hann bar sigurorð af Sigurði Daða f viðureign þeirra í gær. Úrslit annarra skáka voru þessi: Þröstur Þórhalls og Hannes Hh'far skildu jafnir, Jóhannes vann Weld- on, Guðmundur Sigurjónsson vann Jacobs og Björgvin Jónsson lagði Davíð Ólafsson. Er blaðið fór í prentun var viðureign Pyhala og Helga Ólafssonar ekki enn til lykta leidd, en Pyhala var sagður hafa rýmri stöðu. Röð efstu manna fyrir lokaum- ferð mótsins sem tefld verður í dag, er þessi: Norwood er efstur með sjö og hálfan vinning, Helgi og Hannes Hlífar með sjö vinninga og Þröstur og Björgvin eru með sex og hálfan vinning. _rk Flokkafylgi Ut og suður í senn Ólíkar niðurstöður úr skoðanakönnunumfrá sömu helginni. Framsókn fœr 29 prósent í annarri, 19 í hinni Helgarpósturinn birti í gær skoðanakönnun Skáíss um fylgi flokkanna, og vekur hún helst athygli fyrir að sýna allt aðr- ar niðurstöður en samskonar könnun DV í vikunni. Báðar kannanirnar voru gerðar um síð- ustu helgi. Niðurstöðutölur Skáíss-könn- unarinnar í Helgarpóstinum voru rangar, en eftir leiðréttingu er flokkafylgi í könnuninni þetta (kjörfylgi í apríl í sviga): Alþýðuflokkur 15,4% (15,2), Framsóknarflokkur 18,9% (18,9), Sjálfstæðisflokkur 29,8% (27,2), Alþýðubandalag 11% (13,3), Kvennalisti 14,8% (10,1), Borgaraflokkur 6,7% (10,9), Þjóðarflokkur 1,8% (1,3), aðrir 1,6. Rúmur þriðjungur þeirra sem í náðist tók ekki afstöðu. Munurinn á niðurstöðutölum DV og Skáíss er einkum mikill hjá Framsókn, sem fær 18,9% öðrumegin og 29,8% hinumegin og munar tæpum 11 prósentum. Alþýðubandalagið fær hjá DV minnsta fylgi í könnunum eftir kosningar (7,3%), en hjá Skáís bestu kannanaútkomu eftir kosn- ingar (11%). Sama er að segja um Alþýðuflokkinn (11,1 og 15,4%). Minni munur er á fylgi hinna, 3,4% hjá Sjálfstæðis- flokki, 2,5% hjá Kvennalista, 1,2% hjá Borgurum. Skáís spurði einnig um vin- sældir stjómmálamanna og nýtur Steingrímur Hermannsson sam- kvæmt könnuninni mestrar lýð- hylli. Fylgi Framsóknar á Reykjanesi, hinu nýja kjördæmi leiðtogans, virðist þó ekki draga dám af þessu; í Skáíss-könnun- inni fær Framsókn 11 prósent á Reykjanesi en fékk tæp 20 í kosn- ingunum. I Skáíss-könnuninni var einnig spurt um viðhorf til ríkisstjórnar- innar. Stuðningsmenn eru tæp 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu, andstæðingar rúm 44, sem er j heldur minni ráðherrana en undanförnu. stuðningur við í könnunum að -m Sjá leiðara síðu 4 Jarðvarmi Stóraukin notkun Orkuspárnefnd reiknarmeð 40% í notkun jarðvarma á næstu árum. Mest aukning í snjóbræðslu ogfiskeldi Notkun jarðvarma mun vaxa um 40% til næstu aldamóta og um 60% til ársins 2015, frá því sem hún er í dag, standist nýjasta spá orkuspárnefndar sem kynnt var í gær. Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir að mesta aukingin í notkun jarð- varma verði í fiskvinnslu og við snjóbræðslu. Þá gerir nefndin einnig ráð fyrir að á þessum tíma náist mun betri nýting en er í dag á bakrennsli frá ofnakerfum húsa og verði affallið fyrst óg fremst notað til snjóbræðslu. Hlutur húsahitunar er í dag um 82% af allri jarðvarmanotkun en orkuspárnefnd reiknar með að það hlutfall verði komið niður í 66% árið 2015. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.