Þjóðviljinn - 29.11.1987, Side 2
SPURNING
VIKUNNAR
Hvaö finnst þér um hús
andanna?
(Spurt á vesturbakkanum)
Davíð Oddsson
brauðgjafi:
Endurnar eru vinir mínir. Mér
finnst sjálfsagt að byggja handa
þeim hús ...
Bra Bra:
Það kom hingað einhver hár-
prúöur maður áðan og reyndi að
múta okkur með gömlum rúnn-
stykkjum.
Davíð Oddson
útvarpsmaður í Matthildi:
Fyrst og fremst þarf að fylla uppí
þennan drullupoll og flytja hann
upp í Árbæ.
Davíð Oddsson
borgarstjóri:
Afskaplega fallegt hús, enda var
ég í dómnefndinni. Og ég fagna
því að meirihluti fólks er á móti
þessu húsi. Það sýnir að ég er á
réttri leið ...
Maður vikunnar:
Fellur niður að þessu sinni.
Dándimaður vikunnan
SKAÐI SKRIFAR
Hundurinn á bak
við manninn
Ég, Skaði, hef margoft lýst því fyrir ykkur, lesendur góðir, að
ég er maður vanafastur og læt skoðanir mínar ekki svo
auðveldlega af hendi. Þannig getið þið farið nærri um hver
sálarháski mér er búinn við að skrifa í þetta volaða vinstriblað
um dándimann vikunnar. Þegar ég ætlaði að skrifa um Jón
Sigurðsson tók morkin skreið á mér hús; þegar ég ætlaði að
skrifa um Þorstein Pálsson ruddist heil hjörð af sauðfé inná
flókateppið mitt. Með annarsvegar kveinstöfum, hinsvegar of-
beldi var ég þvingaður til þess að fylla dálkinn minn með
frásögnum af þessum ófyrirleitna mat.
Ég hef rætt þetta mál við ritstjóra blaðsins og krafist þess að
ég, Skaði, fengi að hafa mínar skoðanir í friði, enda veit ég - og
það sagði ég ritstjóranum - að ekkert er hættulegra en að vera
þvingaður til að skipta um skoðun. Ofaní kaupið bætist að ég
hef aldrei verið mikið fyrir dýr gefinn, nema þá kannski soðna
ýsu og hangikjöt.
Lesendur góðir.
Enn einu sinni hefur verið gengið freklega á hinn dýrmæta
einstaklingsrétt minn. Það gerðist svona: I vikunni settist ég
niður við skrifborðið mitt með mynd af Davíð Oddssyni, hinum
unga leiðtoga flokksins míns í Reykjavík, með þessa mynd, já,
til að auka mér innblástur. Davíð var að gefa öndunum á
Tjörninni brauð.
Kommúnistar og aðrir æsingamenn hafa þyrlað upp miklu
moldviðri útaf ráðhúsinu, og helst á þeim að skilja að lífríki
heimsins alls sé í stórhættu vegna eins lítils ráðhúss. Endurnar
á Tjörninni vita betur. Og myndin bar með sér að þær treystu
Davíð fullkomlega. Enda hafa andstæðingar ráðhússins ekki
fundið neitt svar eftir að Davíð spurði endurnar álits. Það er nú
út í hött að spyrja borgarbúa - því íbúar Tjarnarinnar hafa þegar
greitt atkvæði.
Og ég settist niður og horfði á myndina og byrjaði að skrifa:
„Loksins, loksins. Allar götur síðan Jón Þorláksson ...“ Þá
heyrði ég að útidyrunum var hrundið upp. Ég, Skaði, stóð upp í
dauðans ofboði: Friðhelgi einkalífsins hafði verið rofin! Lengra
náði ég ekki því ógnarstór hundskratti stökk inní skrifstofuna
mína.
- Sæll, gamli uppþornaði íhaldskurfur, korraði í hundinum.
Ég, Skaði, kom ekki upp orði. Félagar mínir í heita pottinum
er búnir að hnýta nóg í mig fyrir dýrasögurnar. Lítil börn biðja
mig um að kenna sér dýramál. Ég er litinn hornauga hjá kaup-
manninum á horninu og búðarlokan var svo ósvífin að spyrja
hvort ég ætlaði að borða skinkuna eða bara rabba við hana ...
- Leyfist mér að kynna mig, sagði hundurinn og hneigði sig:
Tanni heiti ég - dándimaður vikunnar!
- Þetta er martröð! hrópaði ég. Út með þig! Uppí sveit eða
suður til Nice. Burtu með þig.
Hundurinn hló (það get ég svarið) og lét sér hvergi bregða:
- Þú ert aldeilis brattur. Ég get saxað þig niður í kattamat ef þú
ert með múður. Máli sínu til áréttingar beraði hann tennurnar.
Mér féllust hendur.
- Hvað viltu? spurði ég vonleysislega og horfði djúpt í augun
á Davíð Oddssyni.
- Ég er semsagt hundurinn Tanni. Ég sé að þú ert með mynd
af Dabba á borðinu. Ég get nú sýnt þér aðra betri. Þú lest líklega
ekki DV?
Og hundurinn dró dagblað uppúr pússi sínu. Á forsíðunni var
stór litmynd af Davíð Oddssyni með einhverju blíðlegu hunds-
potti. Undir myndinni stóð: Davíð og Tanni á hlýðninámskeið.
- Skilurðu nú? sagði þessi Tanni þolinmóður. Ég er hundur-
inn bakvið manninn. Öll mikilmenni þurfa hund. Hitlerátti hund,
Napóleon átti hund, Albert á hund. Hundurinn er besti vinur
mannsins.
Tanni hugsaði sig aðeins um: Mikilmenni getur aldrei treyst
neinum. Þessvegna þarf hann að eiga hund. Við Davíð erum
afskaplega nánir vinir og ég hef reynt að ráðleggja honum eftir
bestu samvisku. Það var til dæmis ég, sagði hundurinn hóg-
vær, sem stakk uppá því að hann léti Styrmi taka við sig viðtal
um ráðhúsið. Svo mútaði ég nokkrum öndum til að vera kump-
ánlegar á mynd með honum. Þessi mynd gerði útslagið og
vann hug og hjörtu borgarbúa. Ráðhúsið verður byggt. Og þar
verður náttúrlega afdrep fyrir mig. Hundahornið.
- Þú ert aldeilis drýldinn, áræddi ég að segja svo ég kæmi
ekki alltof illa út úr þessari grein. Er fleira á afrekaskránni?
- Það yrði of langt mál upp að telja, sagði hundurinn Tanni.
En það sem hæst ber... Sjáðu til. Davíð hefur verið svolítið
erfiður upp á síðkastið. Þegar maðurinn er farinn að vantreysta
hundinum sínum - þá er náttúrlega eitthvað að. Og það var
semsagt þessvegna sem ég ákvað að fara með hann Davíð
minn á hlýðninámskeið. Og það er strax farið að skila árangri.
Nú fer hann í einu og öllu eftir því sem ég segi honum. Ég hef
tildæmis ákveðið að reisa hundahótel á Arnarhóli. Við þurfum
að færa eina styttu og rífa Nordalshúsið - en þetta lestu í
! blöðunum í næstu viku ...
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. nóvember 1987