Þjóðviljinn - 29.11.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 29.11.1987, Side 5
í tímans rás punktar úr Tjarnarsögu Fornar sagnir herma aö nykur nokkur hafi einu sinni gert sér bústað í Tjörninni og dvalið þar annað hvert ár, en hitt árið í Hafravatni. Það fylgdi sög- unni að göng lægju á milli, nykrinumtil hægðarauka. Skepna þessi hefur að vísu ekki látið á sér kræla um nokkurt skeið, enda vísast hlédræg og fremur ómann- blendin. En setjum nú svo að þessi gamli nykur sé enn á svamli innanum endurog gömul pylsubrauð; skyldi honum þá ekki misbjóða svo við fyrirhugaðar ráðhúsfram- kvæmdir að hann flytji lög- heimili sitt fyrir fullt og fast oní Hafravatn? Tjörnin í Reykjavík er ekki síst merkileg fyrir það að hún er ekki mannanna verk, eins og svo margir huggulegir pollar í út- lenskum borgum sem verða til á teikniborðum arkitekta. Eins er fuglalífið óvenju fjölskrúðugt; þar verpa að staðaldri fimm teg- undir anda, kría og æðarfugla. Árlega leggja fuglar af 40-50 teg- undum Ieið sína að Tjörninni - sér til skemmtunar, brauð- og ungaáts. Upphaflega myndaðist Tjörn- in sem lón innan við malarkamb- inn þar sem miðbærinn reis. Og sú var tíðin að hún var umfangs- meiri, en smátt og smátt hefur verið saumað að henni úr öllum áttum. Þannig náði hún í eina tíð alveg norður undir alþingishúsið; Tjarnargata, Fríkirkjuvegur og Vonarstræti tóku vænar sneiðar af henni og með lagningu Skot- húsvegar og brúarinnar var enn að henni þrengt. Þá tók Hljóm- skálagarðurinn sinn skerf þegar hann var skipulagður. Menn hafa áður deilt um Tjörnina. Á síðustu öld bauðst byggingameistari nokkur til þess að fylla upp í hana, annar maður stakk hinsvegar uppá því að byggt yrði veitingahús úti í hólm- anum. Sá sem stærst hugsaði var þó Sigurður Guðmundsson mál- ari, sem viðraði þá hugmynd að Tjörnin yrði tengd sjónunt með miklum skurði og þar yrði skipa- lægi. Sennilega hefði þá orðið brátt urn andalífið - og nykurinn tekið sæng sína hinn fúlasti. Mörgum er enn í fersku minni þegar sett var upp dálítil stytta af hafmeyju að danskri fyrirmynd í Tjörninni árið 1960. Örlög henn- ar urðu harmsöguleg: á gamlárs- kvöld sama ár var styttan sprengd í loft upp og var málið aldrei upp- lýst. Róttækasta hugmynd sem sett hefur verið fram um Tjörnina skaut upp kollinum í Útvarp Matthildi snemma á síðasta ára- tug. Semsagt: Fylla Tjörnina af steinsteypu og flytja hana uppí Árbæ. Úntsjónarmenn Útvarps Matthildar voru, einsog þjóðin veit, Þórarinn Eldjárn, Hrafn Gunnlaugsson - og Davíð Odds- son! - *»j. (Upplýsingar í þessa örstuttu saman- tekt eru að mestu lcyti fengnar úr Is- land - landið þitt) Matthfas Elnarsson læknlr og óþekkt kona. Myndin er sennilega tekin fyrir 1908. Iðnó er lengst til hægri á myndinni, en Þórshamar er óbyggður. A.m.k. þrír bátar sjást á myndinni. (Ljósmynd: Magnús Ólafsson) .% tilefni í endalausa andfúla brandara um endur- fstaka ó Tjörninni 1910-1916. Fríkirkjan er á miðri mynd og Kvennaskólinn lengst til hægri. A milli þeirra reis vitaskuld íshús sem síðar varð Glaumbær og verður bráðlega opnað sem Listasafn íslands. (Ljósmynd: Magnús Ólafsson)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.