Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 8
LEIÐARI
Palesfínumál,
ísrael
og
vinslrimenn
Um þessar mundir eru sjötíu ár frá frægri Balfour-
yfirlýsingu um þjóðarheimili gyðinga í Palestínu, sem
var upphaf að stofnun Ísraelsríkis um þrjátíu árum
síðar. Tíðinda sem urðu mikið fagnaðarefni flestum
gyðingum, en um leið harmleikur aröbum Palestínu,
sem nú eru flestir flóttamenn eða undir hernámsstjórn
eins og rakið er hér að nokkru í blaðinu í dag.
Vinstrimenn hafa haft margvíslegar og breytilegar
skoðanir á þessum málum allt frá því að síonisminn
varð til nálægt síðustu aldamótum og boðaði nauðsyn
þess að stofna þjóðríki fyrir gyðinga, sem víða sættu
harðræði og ofsóknum. Framan af voru vinstrimenn
tortryggnir á síonismann eins og aðra þjóðernishyggju:
þeirtöldu að öll vandamál sem steðjuðu að minnihluta-
hópum mundu leysast með alþjóðahyggju verkalýðs-
ins. En útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum
tryggði hugmyndum um stofnun Ísraelsríkis samúð
bæði til hægri og vinstri - og risaveldin tvö lögðu að
sínu leyti bæði blessun sína yfir skiptingu Palestínu í
frægri samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1947.
Það ýtti líka undir vinstrisamúð að í ísrael fóru fram
fróðlegar samfélagstilraunir með samyrkjubú og fleira,
sem bentu til þess að til væri að verða samfélag mjög
framsækið og gjörólíkt því afturhaldstjórnarfari sem við
lýði var í Arabaríkjum allt um kring.
Síðan hefur margt breyst. Samúð með ísrael hefur
rýrnað mjög á vinstri væng stjórnmála. Bæði vegna
þess hve náið samstarf það ríki hefur haft við Banda-
ríkin og svo vegna þess, að með vaxandi styrk þjóð-
frelsishreyfinga í löndum þriðja heimsins fengu vinstri-
menn nýjan skilning á vanda Palestínumanna, sem
höfðu einsog „gleymst" ívitund margra. Þó nokkrireru
þeirsem hafa á skömmum tíma hent sér öfga á milli: ef
þoldu ekki áður neina gagnrýni á ísrael vegna þess að
talið var að undir byggi dulinn antisemítismi, gyðinga-
hatur, þá kunna þeir nú engan blett á PLO, Frelsissam-
tökum Palestínumanna, að finna.
Það ætti að vera öllum Ijóst að einfaldar og auðveld-
ar lausnir eru ekki til á vanda þeirra þjóða sem byggja
það litla land sem kennt hefur verið við filistea Bibl-
íunnar. En það ætti ekki að vera ógjörningur fyrir
vinstrisinna að koma sér niður á nokkur meginatriði
sem lágmarkssamnefnara í afstöðu sinni til þeirra. Og
væru þá þessi helst:
Það er blátt áfram nauðsynlegt að menn afli sér sem
bestra upplýsinga um það sem gerst hefur í Austur-
löndum nær á undanförnum áratugum og er að gerast.
Fáfræði er um leið fordómagryfja.
Menn verða að virða rétt bæði gyðinga og araba í
þessu landi, sjálfsákvörðunarréttur eins hóps má ekki
afnema sjálfsákvörðunarrétt hins.
Það ber að forðast að taka undir ítrustu kröfur (til
dæmis þeirra sem vilja hrekja obbann af gyðingum
ísraels í sjóinn eða Palestínumenn austuryfir Jórdan).
Þvert á móti ber að fagna allri viðleitni til „brúarsmíða",
öllu jákvæðu samstarfi milli þjóða landsins, sem ekki
byggist á nauðung.
Það er kannski ekki mikið sem í ofangreindum
punktum felst, og er þó meira en nóg fyrir marga
ástríðumenn. Og afstaða af þessu tagi er vonandi
skárra veganesti en ekkert þegar menn hætta að vísa
þessum hlutum frá sér í huganum ( eins og flestir
hneigjast til að gera) segjandi sem svo, að þar eystra
sé um að ræða ramman vítahring sem engin leið finnist
út úr.
áb.
Lýst yfir stofnun Ísraelsríkis 1948: Síðan hafa verið háðar margar styrjaldir....
PALESTÍNUMENN
OG ÍSRAELSRÍKI
lýðræðisríki tryggja sum undir-
stöðulög þess að aðeins gyðingar
hafa fullan rétt í ísrael. Fyrst skal
þá telja endurkomulögin, sem
veita hverjum gyðingi hvar sem
er í heiminum rétt til ríkisfangs i
fsrael. Óþarft að taka það fram
að þær um það bil 800 þúsundir
Palestínumanna sem misstu
heimili sín í stríðinu 1948 hafa
aldrei fengið rétt til endurkomu.
Þegar sumir ísraelskir embætti-
smenn hvetja nú til þess að
„flytja" arabá frá Vesturbakkan-
um og Gaza eða frá Galileu, þá er
þar um að ræða rökrétt framhald
af síonískri útilokunarstefnu eins
og hún hefur lengi verið rekin. Til
dæmis skrifar Joseph Weitz, sem
ábyrgð bar á útflytjendum á veg-
um síonistahreyfingarinnar, í
dagbók sína árið 1940: „Við verð-
um að láta það ljóst vera okkar í
millum, að það er ekkert svigrúm
fyrir báðar þjóðir í þessu landi...
Eina lausnin er Palestína án ara-
ba. Og það er engin lausn önnur
en að flytja arabana héðan til
nágrannalandanna".
Að gera ráð fyrir
hinum
Hinsvegar reyna jafnvel elstu -
og frá sjónarhóli síonista hinar
öfgafyllstu samþykktir PLO - að
finna gyðingum einhvern stað. í
Réttindaskrá Palestínu frá 1968
segir að „þeir gyðingar sem áttu
sér bólfestu í Palestínu fyrir
innrás síonista verði taldir Pal-
estínumenn".
En það var jafnvel þá ljóst for-
ysfusveit Palestínumanna að hve
mjög sem menn vildu snúa klukk-
unni við, þá var ekki með valdi
hægt að „flytja" burt tvær og
hálfa miljón gyðinga án þess að
fremja óréttlæti sem var svipað
því og síonistar höfðu leitt yfir
Palestínumenn. Og PLO mótaði
1969 hugmyndina um lýðræðis-
legt ríki óbundið túarbrögðumn
þar sem arabar og gyðingar
byggju hlið við hlið í jafnrétti og
friði.
Árið 1974 var stefnuskrá PLO
breytt enn frekar til að gera ráð
fyrir millibilsástandi: tvö ríki
skuli vera til hlið við hlið á því
landi sem eitt sinn var Palestína.
Það er nú hluti af opinberri stefnu
PLO að leita tengsla við ísraelska
gyðinga sem trúa á rétt Palestínu-
manna og þá rétt þeirra til sjálfs-
ákvörðunar. Hinsvegar hafa ný-
lega verið samþykkt lög í ísrael
sem geta stefnt fyrir rétt hverjum
þeim ísraela sem hittir menn frá
PLO að máli.
Pað sem að baki býr stefnuskrá
PLO er ekki aðeins viðurkenning
á raunveruleika valdajafnvægis.
Þar fer einnig viðleitni til að
koma á réttlæti án fordóma til
handa þeim þjóðum sem nú um
stundirbúaíPalestínu. Ennfrem-
ur er því vfsað frá að skilgreina
palestínskt þjóðerni á þröngum
grundvelli, einungis til að stilla
upp a.ndstæðu við það sem síon-
istar halda fram.
Prófessor Edward Said, palest-
ínskur rithöfundur, kemst svo að
orði:„Yfirgnæfandi meirhluti
innborinna Palestínumanna gerir
ekki tilkall til einokunar, þeir
halda því ekki fram að Palestína
sé okkar land og okkar einna í
krafti þess að þar höfum við alltaf
búið og þar stendur menning
okkar fótum. Þvert á móti: þeir
segja að Palestína sé land margra
þjóða margra menninga, margra
trúarbragða“.
Inn á við
sem út á við
Sú áhersla sem Palestínumenn
leggja á sérleika án ofstækis kem-
ur fram út á við sem inn á við.
Mismunandi trúarhópar og pólit-
ískir flokkar mætast í stjórnmála-
samtökum Palestínumanna og
þjóðarvitund þeirra.
Til eru þeir sem segja að PLO
ætti að brjóta á bak aftur allan
ágreining og hamra saman ein-
huga hreyfingu. En PLO gerir sér
grein fyrir því að þegar allt kemur
til alls verða mismunandi samfé-
lög að geta lifað í friði og gagn-
kvæmri virðingu ef menn eiga að
lifa af á þessari jörðu.
PLO eru vitanlega ekki full-
komin samtök, en ein forsendan
fyrir styrkleika þeirra er sú að
þau eru sameiginlegur vettvang-
ur vinstrisinna og hægrimanna,
þeirra sem gera ýtrustu kröfur og
þeirra sem gera lágmarkskröfur,
trúaðra og veraldlega sinnaðra. í
aprfl leið var hreyfingin samein-
uð aftur eftir klofninginn 1983 á
fundi Þjóðarráðs Palestínu í Als-
ír, og þá gengu annarsvegar
kommúnistar og hinsvegar íslam-
istar opinberlega í hreyfinguna í
fyrsta sinn.
Innan PLO hafa kristnir menn
og múslímar unnið saman án erf-
iðleika. Foringjar tveggja meiri-
háttar hópa innan samtakanna,
Lýðræðisfylkingarinnar og Þjóð-
arfylkingarinnar, eru báðir
kristnir menn.
Má vera að það sé blátt áfram
vegna þess að Palestínumönnum
tókst ekki að eignast eigið ríki
eins og öðrum arabískum þjóð-
um, að þeir hafa sloppið við þá
þröngsýni sem nú hrjáir önnur
lönd þessa heimshluta.
Gildrur ríkisins
Yfirbragð ríkis - fánar, þjóð-
söngvar, flugvellir, tollgæslan -
verða einatt vesæl uppbót fyrir
það sem mestu varðar - lýðræðis-
Iegt ríki þar sem allir þegnar eru
jafnir, hver sem trú þeirra eða
uppruni er.
Ríkið verður einatt fulltrúi
öflugasta hópsins, sem hefur fyrst
og síðast hugann við eigið öryggi
og hefur jafnan hraðar hendur
við að brjóta á bak aftur annars-
konar menningu og andófsradd-
ir. Innan þessarar þröngu ríkis-
vitundar finnst nágrönnum auð-
veldara að ráðast hver á annan í
nafni þess munar sem á þeim er
en að frelsa getu sína sem jafning-
ja undan harðstjórn ríkisins.
Fram til þess hefur Palestínu-
mönnum, sem ekki eiga sér ríki,
tekist að horfast í augu við Palest-
ínuvandann og forðast háskalega
þröngsýni. En hve miklu lengur
geta þeir haldið því áfram? Pal-
estínumenn sækja nokkurn styrk
til þess að fleiri gyðingar en áður
hafa sínar efasemdir um síon-
ismann - bæði sem lausn á vand-
amálum gyðinga og svo því formi
hans sem hefur verið komið á
með Ísraelsríki á kostnað Palest-
ínumanna.
í september leið tóku um 1000
ísraelar þátt í ráðstefnu óháðra
samtaka, sem láta mál Palestínu-
manna til sín taka, og er það
stærsti fundur sinnar tegundar
sem til þessa hefur verið haldinn.
Meðan barist er fyrir réttlæti
án fordóma, fyrir þjóðlegum sér-
leika án ofstækis, þá munu æ
færri segja „við erum Palestínu-
menn“ og friður gæti aftur komist
á í landinu.
(þýtt úr Guardian)
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. nóvember 1987