Þjóðviljinn - 29.11.1987, Page 11
L-V
Landamœri
Heiðreks
Guðmunds-
sonar
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs hefur gefið út Ijóðabók-
ina Landamæri eftir Heiðrek
Guðmundsson skáld á Akur-
eyri, en nýbókfráhanshendi
sætir jafnan tíðindum. Útge-
fandi kynnir Landamæri og
höfundinn með svofelldum
orðum á bókarkápu:
„Heiðrekur Guðmundsson gaf
út fyrstu bók sína fyrir 40 árum,
en elsta kvæði hennar var þá 10
ára gamalt, svo hann hefur feng-
ist við ljóðagerð í hálfa öld á ís-
lensku skáldaþingi. Með Landa-
mœrum staðfestir hann enn frum-
leik og sérstöðu. Kvæðin eru stutt
og hnitmiðuð en vitna um dýpt og
þrótt. Heiðrekur ræktar akur
sinn af vandvirkni og alúð.
Landamœri eru áttunda bók
skáldsins og kvæðin ort á árunum
1980-87. Heiðrekur Guðmunds-
son fer hér víða nýjar brautir í
listsköpun sinni, en heldur þó
tryggð við fyrri sjónarmið og
vinnubrögð“.
Fyrri bækur Heiðreks eru:Arf-
ur öreigans, 1947; Af heiðarbrún,
1950; Vordraumar og vetrar-
kvíði, 1958; Mannheimar, 1966;
Langferðir, 1972; Skildagar,
1979; Mannheimar, (úrval 1983).
Æternisstapi
og ótjón
vermenn
„Margt er magnað og
áleitið í þessari bók. Lýst er
örlögum fólks sem ótal kynja-
sagnir hafa spunnist um; fólks
sem á sína vísu sameinar
draum og þraut íslenskrar
þjóðar um aldir.“
Svo segir á bókarkápu um
„Ætternisstapa og átján ver-
menn“ eftir Þorstein frá Hamri.
í bókinni eru 19 söguþættir af
ýmsum toga og er víða leitað
fanga, allt aftur í forneskju - og
farnar huldar slóðir sagnar og
sögu.
EÓASÐAN
Umsjón
Hrafn
Jökulsson
Bókin sem Thatcher bannaði:
Gagnnjósnarinn
kominn á kreik
Hin umdeilda bók Peters
Wright um starfsemi bresku
leyniþjónustunnar
Fáar bækur hafa á seinni
árum hlotið þvílíkarmóttökur
sem ævisaga breska leyni-
þjónustumannsins Peters
Wright „Spycatcher". Útgáfa
bókarinnar var bönnuð í
heimalandi höfundar á þessu
ári er til hennar spurðist fyrst,
en sagt er að þúsundir ein-
taka af bandarískri útgáfu
bókarinnarfrá því um mitt
sumar gangi manna í milli í
Bretlandi um þessarmundir
þrátt fyrir sölubannið. Annars
staðar hefur bókin orðið tilefni
réttarhalda sem ekki er séð
fyrir endann á nú þegar bók
þessi kemur fyrir sjónir ís-
lenskra lesenda undir heitinu
„Gagnnjósnarinn".
Peter Wright greinir undan-
bragðalaust frá starfsaðferðum
bresku leyniþjónustunnar unr
tveggja áratuga skeið, frá 1956-
1976, leitar uppi og finnur rök-
semdir fyrir kaldastríðsátökum
stórveldanna. Leitin að óvininum
er meginefni þessarar bókar eins
og var alþjóðastjórnmála á þessu
sama skeiði. Og rétt eins og er
háttur manna í „köldu" stríði
hlífir höfundur engu sem hann
kallar til sögunnar öðru en
strangri aðferð sem skynsemi
hans sjálfs setur á oddinn.
Gagnnjósnarinn Peter Wright
naut mjög góðrar aðstöðu til að
öðlast yfirsýn yfir efni sitt, betri
en nokkur annar samstarfsmanna
hans. Hann var fyrsti vísinda-
maðurinn sem ráðinn var til
starfa fyrir MI5, breska leyni-
þjónustu sem einkum er ætlað að
gæta öryggis Breta innanlands.
Hann hafði því nokkra sérstöðu
Peter Wright. Allir mega lesa bólána - nema Bretar!
allt frá því fyrsta og til þess að
hann var orðinn einkaráðgjafi yf-
irmanns M15. Wright hóf störf
við endurnýjun tækjakosts leyni-
þjónustunnar og endurskipul-
agningu sumra þátta starfse-
minnar, tók svo til við rannsóknir
einstakra mála, þ.á m. sumra
hinna umtalaðri njósnamála fyrr
og síðar, t.d. Blunts, Philbys,
Mcleans, Burgess. Hann gróf
fyrir rætur njósnamála áratugi
aftur í tímann. Og varpar með
bók þessari sögulegu Ijósi á upp-
runa „Cambridge" njósnaranna
og trotskistanna sent Wright kall-
ar „njósnarana miklu" og áttu
stóran þátt í að gera Sovétríkin að
því veldi sem þau nú eru.
(Úr fréttatilkynningu)
Menningarsjóður:
Hvíta rósin
Saga systkinanna Hans og Sophie
Scholl sem voru í andspyrnuhópnum
Hvítu rósinni í Þýskalandi Hitlers
Bókaútgáfa Menningar-
sjóös hefur gefið út Hvitu rós-
ina eftir Ingu Scholl sem kom
fyrst út á þýsku í Frankfurt
1955. Einar Heimisson þýddi
bókina úrfrummálinu, en
Ijóöaþýöingargerði Helgi
Hálfdanarson.
Utgefandi kynnir Hvítu rósina
svofelldum orðum á bókarkápu:
„Ásamt fáeinum vinum
dreifðu systkinin Hans og Sophie
Scholl flugritum til námsmanna í
Suður-Þýskalandi á árunum
1942-43, þar sem hvatt var til
Nýr bókaflokkur-.
Öndvegiskiljur
Almenna
bókafélagsins
Um þessar mundir er aö
hefja göngu sína hjá Almenna
bókafélaginu nýr bókaflokkur
sem nefndur er Öndvegis-
kiljur AB. Þrjárfyrstu kiljurnar
í þessum flokki, Ægisgata,
Gróöur jarðar og Sjóarinn
sem hafið hafnaöi, eiga þaö
allar sameiginlegt aö hafa
selst í stórum upplögum í
harðspjaldaútgáfum. Önd-
vegiskiljur AB eru einnig á
mjög hagstæöu verði.
Ægisgata eftir John Steinbeck
er ein af bestu sögum hans; hún
lýsir mannlífi í borg í Suður-
Kaliforníu - æskustöðvum höf-
undar. Gróður jarðar eftir Knut
andspyrnu gegn stjórn nasista.
Þau guldu fyrir það með lífi sínu:
18. febrúar 1943 féllu þau í hend-
ur Gestapo og voru líflátin með
fallöxi fjórum dögum síðar.
„Hvíta rósin" var dulnefni
andspyrnuhópsins. í þessari bók
segir Inge Scholl sögu Hvítu rós-
arinnar og lífssögu systkina
sinna. Ennfremur geymir bókin
„dreifibréf Hvítu rósarinnar",
flugritin sex sem áttu að ýta við
samvisku þýskra námsmanna,
bjartar leiðarstjörnur á myrkum
þýskum himni, sem dauðinn gat
ekki slökkt.
Hamsun segir frá óskrifandi og
lítt læsum einyrkja, ísaki í
Landbroti; lurknum sem trúir á
gróðurmoldins, trúir á vinnuna,
einfeldnina og manndyggðina.
Sjóarinn sem hafið hafnaði opnar
lesendum ógnvekjandi sýn inn í
hugarheim nokkurra japanskra
pilta á gelgjuskeiði. Bókin var
mjög umdeild er hún kom út í
fyrsta sinn hjá Bókaklúbbi Al-
menna bókafélagsins og seldist
upp á skömmum tfma.
Sunnudagur 29. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Hvíta rósin er einlæg frásögn
systur af baráttu liðlega tvítugs
fólks með orðið eitt að vopni
gegn einhverju mesta ógnarvaldi
veraldarsögunnar. llún er fágæt-
ur vitnisburður unt baráttu hins
gegn endalausri grimmd og
ófrelsi.
Hvíta rósin hefur verið prentuð
í sexhundruð þúsundum eintaka í
Vestur-Þýskalandi og verið þýdd
á fjöldamörg tungumál.”
frjálsa orðs, hinnar frjálsu hugs-
unar gegn lygum og orðagjálfri, (Fréttatilkynning)
(É
Ljóðaárbók 1988
Ný skáldskaparmál
Almenna bókafélagiö hyggst á næsta ári gefa út
Ijóöaárbók á vegum Ijóöaklúbbs félagsins.
Ljóðaárbókin verður ekki bundin viö neinn
aldursflokk sérstaklega, heldur opin öllum sem
viö skáldskap fást og mun freista þess aö gefa
sem heilsteyptasta mynd af íslenskri
samtímaljóðlist. Eingöngu verða valin Ijóö sem
ekki hafa birst áöur í bók, en Ijóö sem prentuð
hafa verið í blöðum og tímaritum koma til greina.
Ljóðaþýðingarverðajafngildarfrumsömdum
Ijóðum. Höfundarlaun verða greidd samkvæmt
samningum Rithöfundasambandsinsog Félags
íslenskra bókaútgefenda.
Þeir sem vilja vera með í Ljóðaárbók 1988 eru
hvattir til að senda Ijóð sem fyrst til Almenna
bókafélagsins, pósthólf 9,121 Reykjavík,
merkt Ljóðaárbók. Með Ijóðunum fylgi
upplýsingar um höfund, póstfang og símanúmer.
Skilafrestur Ijóða er til 31. desember 1987. Ljóðin
í bókina verða valin af ritnefnd sem skipuð er
Berglindi Gunnarsdóttur, Jóhanni Hjálmarssyni
og Kjartani Árnasyni.