Þjóðviljinn - 29.11.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 29.11.1987, Side 13
REYFARAR Guðmundur Þorsteinsson skrifar: Ekki er allt jafn félegt sem hjá bókaþjóðinni miklu norðurvið Dumbshaf er iátið á þrykk út ganga. Auðvitað má ekki ætl- ast til að allt sé gott þegar um fleiri hundruð og fimmtíu titla er að ræða um hvers kyns efni árlega. Samt svíður í augum að sjá forlög sem kenna sig við sósíalisma eða einhvers konar óljósa menningarrót- tækni undirforystu yfirlýstra eðajafnvel flokksbundinna Alþýðubandalagsmanna gefa út ómerkilega reyfara í massavís. Þetta er að vísu mjög litill hluti af annars ágætri útgáfustarfsemi sem eflaust gegnir mikilvægu hlut- verki í menningu þjóðarinnar. En samt finnst mér að þarna hafi verið kastað til höndum og er mér ekki grunlaust um að það sé vegna fyrirlitningar áðurnefndra útgefenda á þessari vinsælu bók- menntagrein yfir höfuð; ekki er sinnt um að greina hismið frá kjarnanum heldur vaðið beint í nýjustu metsölubókalistana frá Bandaríkjunum og það vinsæl- asta gefið út án tillits til gæða. Það kennir nefnilega ýmissa grasa í þessari lágt skrifuðu bók- menntagrein meðal menningar- vita, sumt er ómerkilegt en annað mun með tímanum verða klass- ískar heimsbókmenntir. Að vísu ekki á sama hátt og Proust og Joyce heldur frekar eins og Con- an Doyle og Alexandre Dumas. Ekki þóttu Dashiell Hammett og Reymond Chandler merkilegir pappírar í augum bókmenntapáf- anna fyrir nokkrum áratugum en eru núna lesnir í bók- menntadeildum háskólanna sem meistarar og frumkvöðlar viður- kenndrar bókmenntagreinar. Núna fyrst á því herrans ári 1987 er Chandler þýddur á íslensku þökk sé Guðbergi og Máli og menningu. f>á er lofsvert að Regnbogabækur útgefi Elmore Leonard sem lengi hefur verið meðal fremstu meistara spennu- sögunnar í Bandaríkjunum. En hvar er Hammett, sem með gild- um rökum má telja upphafsmann hins harðsoðna stíls glæpabók- menntanna, jafnvel á undan Hemingwayl Hvar eru John D. MacDonald, Chester Himes, Reginald Hill, Patricia High- smitk, David Lindsey, Janwillem van de Wetering, Peter Dickin- son, Julian Symons, Nicolas Freeling og James Crumley svo að nokkrir séu nefndir. Ed McBain hefur aldrei verið betri en núna þó hann hafi skrifað langt yfir hundrað metsölubækur. Gefi menn gaum að þessu áður en þeir lesa heildarútgáfu á verkum Al- istairs MacLeans í þrjátíu bind- um, sem vissulega skrifaði nokkr- ar sæmilegar bækur til að byrja með. Þá má nefna bækur sem á ís- lensku hafa verið kallaðar því asnalega nafni „vísindaskáld- sögur“ (þýð. á science fiction) þó lítil sem engin séu í þeim vísindin. Þar liggja margar perlur óþýddar hjá garði þó aldrei hafi þessar bókmenntir verið vinsælli er- lendis en einmitt hin síðustu ár. Arthur C. Clarke hefur sést í sjoppum en hvað með Isaac Asimov, Frank Herbert, Ray Bradbury, Stanislaw Lem, Ro- bert Heinlein, Robert Silverberg, Poul Anderson, Brian Aldiss, Al- fred Bester, Gene Wolfe og m.fl.? Hér er óplægður akur handa út- gefendum og ekki alltsaman af- þreyingarbókmenntir og rusl. Að lokum vil ég drepa örlítið á teiknimyndasögurnar. Þær urðu fyrst vinsælar í Bandaríkjunum á fyrri hluta aldarinnar en hafa hin síðari ár náð óhemju útbreiðslu í mörgum Evrópulöndum og þykja Frakkar og Belgar standa sig best, jafnt í barna- sem full- orðinsefni. Þarna er auðvitað misjafn sauður í mörgu fé og ekki má fordæma heila klabbið útfrá einstökum ljótum dæmum. Eitt slíkt ætla ég að nefna en það er Supermannblað nr. 5 1987 sem ég í grandaleysi keypti handa fimm ára snáða um daginn og hélt þá satt að segja að þetta væri sak- laust grín í líkingu við kvikmynd- irnar um þessa svifléttu hetju. Svo var ekki. Sagan gerist úti í ómælis- geimnum á hinni svörtu og ógnvekjandi plánetu Apokolips þar sem hafsjóir af bullandi tjöru og logandi gígir spúandi eldi og eimyrju upplýsa himininn. Höf- uðborgin heitir náttúrlega Arm- ageddon. Þarna ræður djöfullinn Surtur ríkjum og þegnar hans, hungruðu hundarnir, mega snapa gams. í fláttskap sínum ógur- legum hefur Surtur fangað Súper- mann með Omega geislum sínum til þess eins að leiða uppreisn gegn sjálfum sér svo að hann, Surtur, geti sýnt fram á styrk sinn. Þetta tekst Surti vonum framar og í fyllingu tímans svíkur Súpermann uppreisnarmennina, hungruðu hundana, og Surtur fagnar sigri ásamt Súpermann sem í minnisleysi sínu heldur að hann sé sonur Surts. Það er ekki fyrr en á síðustu blaðsíðum þess- arar ægilegu sögu að hinn raun- verulegi sonur Surts, guðinn Ori- on, kemur vitinu fyrir Súper- mann og sá bregst hinn versti við og horfir reiður um öxl. Upphefj- ast slagsmál með þeim Surti sem lyktar með því að Surtur sendir Súpermann aftur til Jarðar og viðurkennir að það hafi verið mistök að fá hann í heimsókn. Mér varð því miður um megn að útskýra þessi firn fyrir fimm ára barninu, auk þess sem myndirnar eru hinar groddalegustu og ekki við hæfi óharðnaðra unglinga hvað þá barna og textinn uppfull- ur af herfilegum málvillum og prentvillum og kann ég Siglu- fjarðarprentsmiðju litlar þakkir fyrir útgáfuna. Guðm. Hvers vegna þarf ég að koma tvisvar á dag 1 skólann? Kennarasamband íslands leggur á það höfuðáherslu að allir grunnskólar á landinu verði einsetnir og ítrekar nauðsyn þess að skóladagur nemenda sé samfelldur og lengri en nú er hjá yngstu nemendunum. Úr Skólastefnu Kennarasambands íslands. MENNTerMÁTTUR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.