Þjóðviljinn - 29.11.1987, Síða 20

Þjóðviljinn - 29.11.1987, Síða 20
Rithöfundurinn P. C. Jersild veðurteppturí Þjóðviljaviðtali „Mikilvægustu ár mannsins eru frá fjögurra ára aldri til tíu ára. Þegar ég var fjögurra ára hófst seinni heimsstyrjöldin og henni lauk þegar ég var tíu ára. Allt þetta mótunarskeið ríkti því styrjöld og allt í kring fann maður fyrir ógn styrjald- arinnar. Vissulegasluppu Svíar við sjálft stríðið en óttinn við að landið yrði hernumið varalltaftyrirhendi. Þávarhið daglega líf mjög þrúgað af styrjöldinni. Þessi árvarmat- arskömmtun og í dagblöðum og útvarpi snerist allt um stríðið. Ég á tvær martraðir frá þessum árum sem hafa fylgt mér alla tíð síðan. Fyrri martröðin er þegar myndir birtust frá útrýmingar- búðum nasista og seinni mar- tröðin myndir frá Hírósíma. Þessar tvær táknmyndir um ill- skuna eru uppspretta margra bóka minna.“ Eftir Flóðið í Evium Pað er sænski rithöfundurinn P. C. Jersild sem minnist bernsku JersHd skrifaði þrjár fyrstu skáldsögur sínar undir stýri á bil sinum á bílastæði á leið til vinnu. Mynd: Sig. sinnar í úthverfi Stokkhólms á Íiennan hátt. Hann var staddur á slandi fyrr í haust sem gestur á bókmenntahátíð og svo er veður- guðunum fyrir að þakka að viðtal þetta gat átt sér stað. „Ég á eiginlega að vera staddur á frumsýningu í Svíþjóð núna. Ég varð hinsvegar veðurtepptur í Vestmannaeyjum í gær og komst því ekki með fluginu í morgun. Ég hitti gamlan kollega úr læknastéttinni, sem staddur var á læknaráðstefnu, sem haldin var um svipað leyti og bók- menntahátíðin. Við ákváðum að bregða okkur til Vestmannaeyja en um kvöldið lá flug niðri vegna veðurs. Það kom þó ekki að sök því það gaf okkur kærkomið tækifæri til að skoða eyjarnar vel. Það kann kannski að hljóma undarlega, en landslag í Eyjum minnir mig á það landslag sem ég var að reyna að lýsa í bók minni „Eftirflóðið". Það á þó ekki bara um Vestmannaeyjar, því þegar ég virði fyrir mér íslenska nátt- úru, þá er ég alltaf með þessa skáldsögu mína í huganum." Eftir flóðið hefur verið þýdd á íslensku. Sagan gerist nokkrum árum eftir allsherjar kjarnorku- stríð og er að sögn Jersild sprottin út frá þeirri bernskumynnd af Hírósíma, sem áður var talað um. Jersild sagði að fleiri en einn kvikmyndaleikstjóri hefðu sýnt því áhuga að kvikmynda bókina og hefðu menn þá yfirleitt hugsað sér ísland sem tökustað. Fró frumbernsku mannkyns til óráðinnar framtíðar Jersild hefur í tvígang áður komið til íslands. Hann kom á listahátíð 1978 og þegar bókin Eftir flóðið kom út hjá Mál og Menningu 1983. Barnens ö er önnur bók eftir Jersild sem hefur verið þýdd og nú í haust kemur út hjá bókafor- laginu Svart á hvítu skáldsagan Babels hus í þýðingu Þórarins Guðnasonar, læknis. Þessar þrjár bækur eru mjög ólíkar, en það er reyndar eitt af höfundareinkenn- um Jersild. Sögupersónan getur verið heili í búri, tíu ára snáði á götum Stokkhólms, hraðritari í Feneyjum miðalda, Napóleon, Beethoven, frummaður og Ein- stein á fyrrverandi eyðninýlendu í náinni framtíð. Sögusviðið rokkar frá frumbernsku mannkyns til óráðinnar framtíð- ar. „Það er heillandi að hoppa svona fram og aftur í tíma og rúmi. Ég hef engan áhuga á að endurtaka mig og ég yrði fljótt dauðleiður á sjálfum mér ef ég skrifaði bara eina tegund af bókum.“ Skrifaði í bílnum Jersild er læknir að mennt og starfaði lengst af sem læknir og síðar meir sem kennari við Læknaháskóla Huddinge sjúkra- húss í Stokkhólmi, samhliða skáldsagnagerð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.