Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 21
„Eg ákvað mjög snemma að
gerast rithöfundur. Ætli ég hafi
ekki verið um fjórtán ára. Seinna
gerði ég mér þó grein fyrir því að
það væri frekar ótrygg framtíð í
því að stóla bara á frægð sem rit-
höfundur og ákvað því að verða
mér út um aðra menntun. Lækn-
isfræðin varð fyrir valinu og það
var ekki tilviljun sem réð því. Ég
taldi að læknisfræðin væri góður
skóli fyrir mig sem verðandi rit-
höfund og það reyndist rétt hjá
mér. í gegnum læknavísindin fær
maður mjög góða þekkingu um
manninn auk þess sem læknirinn
kynnist mörgum hliðum samfé-
lagsins sem ekki eru opnar öðr-
um.
Þegar námi lauk fór ég svo að
praktísera sem læknir. Þá hafði
ég stofnað fjölskyldu og þar sem
lítill vinnufriður var á heimilinu
með smábörn, en ég samt stað-
ráðinn í því að gefa ekki skriftir
upp á bátinn, lagði ég af stað um
klukkutíma fyrr en ég þurfti í
vinnuna. Ég stoppaði svo á bíla-
stæði á leiðinni og skrifaði í bfln-
um í klukkutíma. Þannig urðu
þrjár fyrstu bækur mínar til undir
stýri á bílastæði í Stokkhólmi.“
Nauðsynlegt
tillitsleysi
Það er svo um miðjan áttunda
áratuginn að Jersild skrifar sína
fyrstu metsölubók, en það er
bókin Barnens ö, sem Kaj Pollac
gerði kvikmynd eftir.
„Þá var ég kominn á ákveðin
tímamót í lífinu og sá fram á
möguleika að lifa af rithöfundar-
störfum. Ég kenndi við sjúkra-
húsið í Huddinge, sem er
fullkomnasta sjúkrahús Svíþjóð-
ar. Þetta sjúkrahús notaði ég sem
fyrirmynd að sögusviði næstu
bókar minnar, Babels hus, sem
nú kemur út í íslenskri þýðingu.
Til að ég gæti skrifað þessa bók
af öllu því tillitsleysi sem rithöf-
undi er nauðsynlegt ákvað ég að
segja starfi mínu á sjúkrahúsinu
lausu um leið og bókin kæmi út.
Síðan hef ég eingöngu fengist við
ritstörf.
Babels hus fjallar um einstak-
linginn í kerfinu. Annarsvegar er
hér um að ræða raunsanna lýs-
ingu af afdrifum sjúklings á risa-
stóru sjúkrahúsi en hinsvegar
verður sjúkrahúsið spegill sam-
félagsins. Babels hus fjallar um
sænska velferðarsamfélagið rétt
áður en fer að halla undan fæti.
Það er svo með kerfið að sið-
menningin getur ekki verið án
þess en einkenni allra kerfa er að
þau verða smásaman að óskapn-
aði. Ef við setjum orðið útópíu í
staðinn fyrir kerfi, þá er tilgangur
útópíunnar ætíð góður en útópí-
an endar ætíð í andstæðu þess
sem upphaflega var tilgangurinn.
Fram til 1977 var stöðugur hag-
vöxtur í Svíþjóð og með honum
voru öll vandamál leyst. Síðan þá
hefur ekki verið mögulegt að
treysta á hagvöxtinn og því hefur
hallað undan fæti. Babels hus er
skrifuð í lok þessa
hagvaxtartímabils og hefur verið
kölluð síðasta stóra pólitíska sat-
íran í sænskum bókmenntum."
Heimsmynd sú sem Jersild
birtir lesandanum er að öllu jöfnu
svört.
„Það er rétt að innihald bóka
minna er svart, á það jafnt við
bók einsog Eftir flóðið, sem fjall-
ar um veröldina eftir kjarnorku-
styrjöld, Grisjakten, sem fjallar
um að fasisminn sé ekkert ein-
angrað fyrirbæri, hann geti allt
eins komið fram í Svíþjóð einsog
nasisminn í Þýskalandi, ef pólit-
ískar aðstæður eru réttar, eða
Barnens ö, sem gefur svarta
mynd af stórborginni séða augum
barns, ellegar Babels hus.
Ég mótmæli því hinsvegar að
lestur bókanna sé svartnættið
uppmálað, því í þeim er fólgin
mikil frásagnargleði sem vinnur
upp þessa svörtu heimsmynd.
Einsog ég sagði áðan, þá er Bab-
els hus pólitísk satíra og hvítar
satírur eru ekki til.“
Kvikmyndir
byggjast á bókum
Tvær af bókum Jersild hafa
verið kvikmyndaðar, Barnens ö
og Babels hus. Er Jersild sáttur
við þær kvikmyndir?
„Svo sáttur sem mögulegt er að
verða. Babels hus var ágætlega
heppnuð sjónvarpssería miðað
við sænskar sjónvarpsseríur og
Barnens ö nokkuð vel lukkuð
kvikmynd. Það er hinsvegar svo
að höfundur hefur yfirleitt gert
sér nokkuð aðra mynd af persón-
um og sögusviði en leikstjóranum
tekst að endurskapa. Kvikmynd-
in getur aldrei komið skáldsög-
unni fyllilega til skila.“
Nú eru þetta tvö gjörólík frá-
sagnarform, kvikmyndin og
skáldsagan.
„Það er nú samt svo að næstum
allar kvikmyndir byggjast á
bókum og þannig hefur það verið
allt frá fæðingu kvikmyndarinn-
ar. Ef skáldsaga er ekki kvik-
mynduð beint þá er söguþræðin-
um stolið héðan og þaðan. Bæði
formin fást jú við að segja sögu.“
Snillingar
á eyðnieyju
Geniernas aterkomst heitir
nýjasta bók Jersild og var hún ný-
komin út í Svíþjóð þegar Jersild
kom til íslands.
„Þetta er einskonar túlkun mín
á mannkynssögunni. Fyrsti þátt-
urinn gerist fyrir fimm milljónum
ára í Afrfku meðal fyrirrennara
Homo Sapiens, homonida. Síðan
ferðast lesandinn í gegnum
mannkynssöguna í tólf þáttum
með viðkomu á ýmsum skeiðum
mannkynssögunnar en síðasti
þátturinn gerist í náinni framtíð á
eyju, sem á tímum eyðninnar var
notuð til að einangra eyðnisjúk-
linga.
Eg geng út frá því að læknavís-
indin hafi ráðið niðurlögum
eyðninnar eftir 50 ár þegar síðasti
þátturinn gerist. Þá býst ég einnig
við því að stórkostlegar framfarir
hafi átt sér stað í erfðafræði þann-
ig að hægt sé að búa til einstak-
linga, með því að planta genum
úr látnum einstaklingum í egg
konu og fá þannig nákvæma eftir-
mynd þess einstaklings sem genið
er úr.
Á eyjunni eru samankomin
mörg af mikilmennum sögunnar
sem þannig hafa verið búin til,
þar á meðal Beethoven, Napó-
leon, Einstein og Lucie, sem er
fyrirrennari mannkynsins. Það
má því segja að á þessari eyju
lokist hringur mannkynsins."
Einsog þessi lýsing Jersild á
nýjustu bókinni ber með sér, er
oft stutt í vísindaskáldsöguna í
sagnaritun hans. Á bók-
menntahátíðinni var einnig annar
höfundur, sem hefur nýtt sér frá-
sagnarmáta vísindaskáldsögunn-
ar við sköpunarstarf sitt, en það
er Kurt Vonnegut.
„Ég hef lesið allar bækur
Vonneguts og því er ekki að neita
að við eigum margt sameiginlegt.
Hann er menntaður lífefnafræð-
ingur, en það nám er ekki mjög
ólíkt námi læknisins. Báðir not-
um við hugtök úr náttúruvísind-
um í bækur okkar, sem koma frá
menntun okkar, og í stíl okkar
beggja má finna svipaða satíríska
afstöðu."
Staða
skáldsögunnar
Staða skáldsögunnar í Sví-
þjóð?
„Það er mjög erfitt að átta sig á
henni. Eftir að tíma þjóðfélagsá-
deilnanna lauk um 1980 hefur
engin ákveðin stefna verið ríkj-
andi í skáldsagnagerð í Svíþjóð.
Það hafa komið fram nýjar kyn-
slóðir skáldsagnahöfunda en þeir
eru jafn ólíkir og þeir eru margir.
Upp úr því getur hinsvegar hve-
nær sem er sprottið ákveðin
stefna.t.d. straxánæstaári. Ekk-
ert bendir þó til þess í dag.
Sú jákvæða þróun hefur átt sér
stað að fólk er opnara fyrir flestu
en áður. Áður var fantasían t.d.
bannorð í sænskum bók-
menntum, á tímum þjóðfélagsá-
deilunnar. Sjálfur hef ég ætíð ver-
ið mjög háður fantasíunni. Nú er
fantasían ekki lengur bannorð,
sem betur fer.“
Jersild tók þátt í panelum-
ræðum á bókmenntahátíðinni
þar sem rætt var um stöðu nútíma
skáldsögunnar. Hann segir að
það þjóni litlum sem engum til-
gangi að ræða slíkt þar sem staða
skáldsögunnar er mjög mismun-
andi eftir löndum.
En staða skáldsögunnar í heimi
gerfitunglafjölmiðlunar?
„Maðurinn ræður orðið yfir
svo djöfull mikilli tækni að það er
kominn tími til að hann fari að
nota hana á einhvern skynsam-
legan hátt. Ég óttast ekki um
skáldsöguna. Fólk mun þreytast
á Rambóum og öðrum klisju-
kenndum frásögnum. Kvik-
myndir höfða meira til tilfinninga
áhorfandans en bókin til
vitsmunanna. Þetta er auðvitað
ekki algilt, kvikmynd getur höfð-
að til vitsmuna og skáldsaga til
tilfinninganna. Aðalatriðið er að
lesandi skáldsögu tekur þátt í
sköpuninni.“
- Sáf.
^JRARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Orðsending
vegna heimtauga 1988
á orkuveitusvæði
Rafmagnsveitna ríkisins
Þeir viöskiptavinir RARIK sem hug hafa á
kaupum á stórum heimtaugum eða stækkun nú-
verandi heimtaugar frá RARIK á árinu 1988, eru
eindregiö hvattir til aö leggja inn umsóknir sem
fyrst.
Nú er veriö aö undirbúa efniskaup fyrir fram-
kvæmdir ársins 1988 og því er mikilvægt aö um-
sóknir liggi fyrir hiö fyrsta.
Umsóknareyöublöð og allar frekari upplýsingar
eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykja-
vík aö Laugavegi 118 og á svæöisskrifstofum og
útibúum um land allt.
Rafmagnsveitur ríkisins.
^IRARIK
SK. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Orðsending
til eigenda sumarbústaða
á orkuveitusvæði
Rafmagnsveitna ríkisins
Þeir eigendur sumarhúsa, sem hug hafa á aö fá
heimtaug frá RARIK næsta sumar, eru eindregiö
hvattir til aö leggja inn umsóknir sem fyrst og
kynna sér jafnframt þær reglur sem í gildi eru
varöandi afgreiöslu slíkra heimtauga.
Nú er veriö aö undirbúa efniskaup fyrir fram-
kvæmdir ársins 1988 og því er mikilvægt aö um-
sóknir liggi fyrir hiö fyrsta.
Umsóknareyöublöö og allar frekari upplýsingar
eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykja-
vík að Laugavegi 118 og á svæöisskrifstofum og
útibúum um land allt.
Rafmagnsveitur ríkisins.
KSRARIK
^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-87010: Innlend stálsmíði. Háspennulín-
ur.
Opnunardagur: Mánudagur 14. desember 1987,
kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn-
unartíma og verða þau opnuð a sama staö aö
viðstöddum þeim bjóöendum er þess óska.
Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með mánudegi 29. nóvember 1987 og kosta
kr. 300,- hvert eintak.
Reykjavík 25. nóvember 1987.
Rafmagnsveitur ríkisins.
Barnaheimili í
Vogahverfi
Dagheimiliö Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar
eftir fóstrum, uppeldismenntuðu fólki og aöstoö-
arfólki til starfa í 100% og 50% stööur.
Upplýsingar í síma 36385.