Þjóðviljinn - 03.12.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Side 3
FRETTIR ÖRFRÉTTIR Öryrkjabandalagið hefur farið fram á það við trygg- ingamálaráðherrra að hann hlut- ist til um það að ellilífeyrisþegar fái niðurfelldan bifreiðaskattinn. Samkvæmt ákvörðun fjármála- ráðherra voru öryrkjar unda- nþegnir skattinum en það átti ekki við þá öryrkja sem komnir voru á ellilífeyrisaldur. Sætabilið í Fokker Friendship flugvélum Flugleiða verður aukið á næstu dögum þannig að þeir hávöxnu og þéttu ættu að komast betur fyrir. Þá ætla Flugleiðir að taka upp þá nýbreytni að snúa fremstu sætaröðinni við þannig að farþegar fremst í vélunum sitji framvegis hverjir gegnt öðrum. Þessum breytingum á að vera lokið á öllum Fokker-vélunum fyrir jól. Starfsmenn Háskólabókasafns og Landsbókasafns hafa afhent menntamálaráðherra undirskrift- ir 2400 stuðningsmanna áfram- haldandi framkvæmda við Þjóð- arbókhlöðuna, en undirskriftun- um var safnað á skömmum tíma á meðal bókasafnsnotenda. Jólasmásagnakeppni Bamaútvarpsins stendur nú yfir, en hún er opin öllum börnum á aldrinum 9-14 ára. Sögurnar eiga að fjalla um jólin og skulu vera 3-4 handskrifaðar eða 2-3 vélrit- aðar síður. Skilafrestur er til 15. desember en veitt verða þrenn góð verðlaun. Dómarafélagið hefur fagnað þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að skipa nefnd til að vinna að tillögugerð um aðskilnað dóms- og stjórnsýslustarfa hjá dómara- embættum utan Fteykjavíkur og um þær breytingar sem af því leiða. Nýr formaður Dómarafé- lags íslands er Friðgeir Björns- son yfirborgardómari. Bleikjan í Þingvallavatni er efni fyrirlestrar sem Skúli Skúlason líffræðingur heldur í Odda, húsi Hugvísindadeildar Háskólans, í kvöld kl. 20.30. Ríkissjóður Kvittun gegn bréfi Fjöldifyrirtœkja og einstaklinga hefur greitt opinber gjöld með skuldaviðurkenningum. Ríkið missir lögtaksheimild Igær var lagt fram á alþingi svar Qármálaráðherra við fyrir- spurn frá Kjartani Jóhannssyni um greiðslu opinberra gjaida með skuldabréfum. Hér er um að ræða þinggjöld, söluskatt, vöru- gjald og launaskatt, auk vaxta og viðurlaga. Málið er viðkvæmt því að sá sem greiðir ríkinu með skuida- bréfi, fær fullgilda kvittun og rík- ið missir við það heimild til Iög- taks en hún er ákaflega sterkt vopn í innheimtu. Aftur á móti getur sá, sem á í tímabundnum greiðsluerfiðleikum, séð hag sín- um betur borgið með þvf að losna undan lögtakskröfu, sem e.t.v. hefur verið þinglýst á fasteignir, og við það orðið betur í stakk búinn til að greiða skuldir sínar síðar meir. Á síðustu árum hefur mjög færst í vöxt að fjármálaráðherrar samþykki að taka við skuldab- réfum í þessu skyni. Mest kvað að því í fjármálaráðherratíð Alberts Guðmundssonar á árunum 1983- 86. Á neðanskráðri töflu má sjá hve margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa fengið að greiða ríkinu opinber gjöld með skuldabréfum. 1980 1 aðili Samt. kr. 8.263.365 1981 1 aðili Samt. kr. 300.000 1982 4 aðilar Samt. kr. 2.250.654 1983 19 aðilar Samt. kr. 41.375.287 1984 21 aðili Samt. kr. 36.906.431 1985 60 aðilar Samt. kr. 114.421.847 1986 14 aðilar Samt. kr. 25.053.597 1987 7 aðilar Samt. kr. 49.237.335 Albert var iðinn við að gefa út skuldabréf til einstaklinga og fyrirtækja meðan hann var við völd í fjármálaráðuneytinu. Alþingi Hvers vegna er beðið? Alþingi á varteftir nema 2 vinnuvikur áþessu ári. Dráttur á frumvörpum sem ríkisstjórnin œtlar að koma ígegn samhliða fjárlögum Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kunngerði ríkis- stjórnin að breyta þyrfti ýmsum lögum er snerta tekjuöflun og út- gjöld ríkissjóðs. Breytingarnar þurfa að hafa tekið gildi jafns- nemma fjárlögunum, þ.e.a.s. um næstu áramót, annars eru þau markleysa. Þingmenn hafa Iátið í ljós áhyggjur af því að tímaskortur kunni að koma í veg fyrir að máL þessi verði rædd af viti, því að auk afgreiðslu á ýmiss konar breytingum á eftir að afgreiða fjárlögin sjálf og er ekki reiknað með að önnur umræða um þau fari fram fyrr en mánudaginn 14. desember. Auk þess hefur frum- varp um fiskveiðistefnu (kvótam- ál) ekki enn sést á þingi. Þingið á vart eftir nema um tvær vinnuvik- ur á þessu ári. í neðri deild var í gær tekið til fyrstu umræðu eitt af þessum frumvörpum stjórnarinnar, þ.e. breytingar á álagningu launa- skatts. Álfheiður Ingadóttir vara- þingmaður Alþýðubandalagsins spurði þá Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra hvað liði öllum þessum málum ríkisstjórn- arinnar. Ráðherra gat um stöðu stærstu mála og benti á að frumvarp um staðgreiðslu skatta væri komið á dagskrá neðri deildar til fyrstu umræðu. Frumvarp um breyting- ar á tekju- og eignarskatti, en í því er endurskoðuð skattlagning fyrirtækja, væri u.þ.b. verið að leggja fram. Ráðherra taldi lík- legt að næsta mánudag yrði unnt að leggja fram frumvarp að endurskoðaðri tollskrá. Ekki sagðist ráðherra þora að segja fyrir um hvenær fengjust afgreidd hjá ríkisstjórninni frumvörp um vörugjald og um breytingar á söluskatti en hann vonaðist til að það yrði á næstu dögum. í fyrradag fór megnið af tíman- um á ríkisstjórnarfundi í að ræða síðbúið upphlaup Alþýðuflok- ksins í kvótamálum. Þau mál eru enn á dagskrá á ríkisstjórnar- fundi í dag. ÓP Sjávarútvegsráðstefna AB Umbrotatímar í sjávarutvegi Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins: Mikilvœgtað skerpa áherslur. Ráðstefnan haldin á morgun íRisinu kl. 10-17 Tilgangurinn með að halda sérstaka sjávarútvegsráð- stefnu Alþýðubandalagsins er fyrst og fremst sá að kalla fram sjónarmið flokksmanna til flsk- veiðistefnunnar og almennt til sjávarútvegsmála. Markmiðið er að undirbúa mótun skýrrar stefnu sem byggir m.a. á því að þessi auðlind, haflð, er sameigin- leg auðlind allrar þjóðarinnar og að hægt sé að taka tillit til svæðis- bundinna aðstæðna,“ sagði Svartfríður Jónasdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins í samtali við ÞjóðvUjann í gær. Ráðstefnan verður haldin á morgun, föstudag, í Risinu að Hverfisgötu 105 og stendur frá klukkan 10-17. í hádeginu verða pallborðsumræður, en framsögu- menn verða valinkunnir flokks- menn og aðilar úr þjóðfélaginu sem kallaðir hafa verið til að segja frá því helsta sem er að ger- ast í málefnum sjávarútvegsins. Að sögn Svanfríðar er það brýnt fyrir Alþýðubandalagið að móta sína eigin stefnu í þessum málum, þar sem tekið er tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á liðnum árum og þeirra sem í sjón- máli eru. Sagði hún að á undan- förnum árum hefði verið unnið mikið starf að þessum málum í flokknum og í þingflokknum, en nú gæfist tækifæri til að sameina sjónarmiðin. „Laugardag og sunnudag verða síðan fundir í miðstjórn flokksins og þar verður dregið saman það helsta og besta sem fram mun koma á ráðstefnunni og sem unnið hefur verið að í öðr- um stofnunum flokksins. Eftir það má ætla að stefna Alþýðu- bandalagsins gagnvart því sem mestu varðar í þessum mála- flokki verði bæði skýr, róttæk og framsýn," sagði Svanfríður Jón- asdóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins. - grh Fimmtudagur 3. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fjárlögin Beinir skattar hækka um 11% Hagtölur mánaðarins: Fjárlagafrumvarpið gerir ráðfyrir 11% hækkun beinna skatta og 5 % hœkkun óbeinna skatta, á raunvirði Raunvirði beinna skatta eykst um tæp 11% á næsta ári og raun- virði óbeinna skatta um rúm 5%. Þetta kemur fram í Hagtölum nóvembermánaðar. Tölur þessar eru miðaðar við fjárlagafrum- varpið. I Hagtölunum kemur fram að fjárlagafrumvarpið geri ráð fyrir tekjuafgangi upp á 27 milljónir króna, en því markmiði eigi að ná með verulegri hækkun skatt- tekna. Þegar ríkisstjórnin tók við var lagður 25% söluskattur á tölvur og farsíma, sérstakur 10% sölu- skattur á unnin matvæli og ýmsa þjónustu, innleiddur var nýr bif- reiðaskattur, kjarnfóðurgjald og gjöld fyrir ríkisábyrgðir voru hækkuð, auk þess sem lagður var skattur á erlendar lántökur. Tekjuauki vegna þessa var ríflega milljarður en verður um 3,7 milljarðar á næsta ári. í fjárlagafrumvarpinu er svo boðuð enn meiri breikkun á sölu- skattsstofni, það er að segja mat- arskatturinn margfrægi, auk 1% launaskatts á atvinnugreinar, sem nú eru undanþegnar launa- skatti og einföldun tolla og vöru- gjalda. Þessar ráðstafanir eiga að skila ríkissjóði um 2 milljörðum í tekjur á næsta ári. Samanlagður tekjuauki ríkissjóðs vegna þess- ara sérstöku aðgerða í ríkisfjár- málum nema því alls um 5,7 milljörðum króna. Samkvæmt frumvarpinu verða heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári tæpar 60 milljarðar króna og er því raunaukning frá áætluðum tekjum í ár um 5,6%, miðað við forsendur og áætlanir fjárlaga- frumvarpsins um þróun fram- færsluvísitölu. _§4f

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.