Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Mikiö er heppilegt fyrir ráöherrana í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar aö þaö skuli vera siður á íslandi aö afgreiöa á þingi mörg veigamestu mál ársins í desembermánuði þegar áhugi hverfist smám saman frá hinum opinberu tíö- indum til hinna smærri og hlýlegri viöburöa á hátíö einnar og sérhverrar fjölskyldu í árslok. Nú, þegar þarf aö taka ákvarðanir, eru nefni- lega aö koma í Ijós þeir þverbrestir í stjórn- arsmíöinni sem hingaðtil hefur veriö breitt yfir meö glamuryrðum um hetjuleg afrek í óljósri framtíö. Þaö er aö koma í Ijós aö sú stjórn sem enginn vildi þegar hún var barin saman af gömlum vana í sumar veit ekki sjálf hvaö hún vill. Samkomulagiö og stefnufestan hefur veriö með þeim hætti undanfariö aö þaö hafa þótt sérstakar fréttir í fjölmiölum þegar ráöherrar eöa stjórnarþingmenn lýsa því yfir aö sennilega veröi stjórnin til ennþá í vikulokin. Menn hafa horft uppá forystumenn stjórnarflokkanna í há- værum deilum og menn hafa horft uppá hagsmunabandalög stjórnarþingmanna gegn ráðherrum í einskonar pólitískum fatapóker þar- sem allt er tínt til í pottinn: fiskveiðistefna, land- búnaöarpólitík, húsnæöiskerfi, fjárlagahalli. Hnífarnir blika í ermunum hvar sem borið er niöur í herbúðum ríkisstjórnarinnar og einkunn- arorð samstarfsins virðast þau helst aö vogun vinni og vogun tapi. Þetta kemur í raun ekkert á óvart þegar Dagur í senn skyggnst er til samsetningar stjórnarinnar og ferils hennar. Þrátt fyrir þann óskapa tíma sem þaö tók flokkana þrjá aö koma saman skrif- legum sáttmála reynist þaö plagg svo hriplekt aö nú standa stjórnarliðar uppi hver meö sína túlkun á guöspjallinu, - vegna þess aö eftir allt saman einkenndust vinnubrögöin í stjórnar- myndunarviðræðunum af því aö slá öllum ágreiningsmálum á frest. Ríkisstjórnin reiö því úr hlaöi án þess aö nokkur vissi hvort þar færi ein fylking, þrjár, ellefu, - kannski var þetta bara almenn smalabúsreiö í tilefni sumarsins? Þaö hefur síöan ekki bætt úr þessari stefnu- litlu skák aö til forystunnar var fenginn oddviti flokks sem kom vængbrotinn úr kosningahríö- inni, formaður Sjálfstæöisflokksins, síöan yfir- skyggöur af öörum foringjum úr eigin flokki og yfirspilaöur af forystumönnum hinna stjórnar- flokkanna. Hérviö bætist svo óþol alþýðuflokks- manna sem telja aö ráöherrarnir veröi að sýna einhvern árangur þess aö hafa gengið til liös viö gömlu stjórnina, og ekki síöur fylgisbreytingar stjórnarflokkanna í könnunum, sem gefa Fram- sókn miklu rýmra spil en séö var fyrir og færa henni kosningatrompiö í bakhöndina. Ástandiö nú, eftir minna en hálfs árs stjórn- arsetu, er orðið þannig að ráðherrarnir veröa aö láta sér nægja einn dag í senn. Orka þeirra fer í reddingar augnabliksins, hrossakaup morgun- dagsins, þær málamiölanir vikunnar sem gætu haldiö stjórninni á floti. Einn dag í einu. Nýbreytni í auglýsingum Embætti RSK, sem er rithöfundarnafn ríkis- skattstjóra, hefur tekiö upp skemmtilega ný- breytni í sjónvarpsauglýsingum. Til kynningar fyrir væntanlegt staögreiöslukerfi skatta hefur veriö fenginn prýöilegur auglýsingaleikari í hlut- verk skattborgarans, sá sami og venjulega vinnur fyrir sér og sínum meö því aö stjórna fjármálaráðuneytinu. Þetta er lífleg og athyglis- verö auglýsing og mjög til eftirbreytni fyrir aðrar ríkisstofnanir. Hvernig væri til dæmis að fá Guö- mund Bjarnason með sitt trausta svipmót í auglýsingar um taxtana á ríkisspítölunum? Þaö mundi heldur ekki letja menn til að borga sím- reikningana sína ef landslýöur fengi að sjá Matt- hías Á. Mathiesen í hlutverki lokunarmannsins í sjónvarpsauglýsingu frá Pósti og síma. Þaö færi líka vel á því aö drýgja tekjur fjármálaráðherra meö því aö ráöa hann í leiknar fógetaauglýsing- ar um nauðungaruppboð á fasteignum. Með þessum hætti væri hægt aö tryggja að allir landsfeðurnir kæmust í beina snertingu við almúgann í gegnum daglegt sjónvarp, - og þaö yröi meira að segja pláss fyrir menntamálaráö- herrann okkar. Hann gæti sem best komið á skjáinn á ögurstundum í sjónvarpsdagskránni og mælt fram Ijúfum rómi hin fleygu skilaboð. Afsakiö hlé. -m Stefnan er týnd Það er eftirtektarvert hve mjög stjórnarblöðin eru gefin fyrir það þessa dagana að mæðast í lágkúrulegu athæfi sinna stjórn- máiamanna og þeirra fjölmiðl- aspili. Til dæmis er leiðari Morgun- blaðsins í gær helgaður því heimilisböli Sjálfstæðismanna að þingflokkur þeirra getur ekki með nokkru móti komið sér sam- an um það, hvaða þingmaður þeirra eigi að sitja í Byggðastofn- un og úthluta þar fé, þvert ofan f ginnheilög markaðslögmál. Þetta verður tilefni í harmagrát yfir því, að þingmenn séu barasta að hugsa um sjálfa sig og atkvæða- veiðar í kjördæmi og útkoman er þessi hér: „Því miður er það vaxandi ein- kenni á störfum þingflokks Sjálfstæðismanna, að þeir sem þar sitja virðast hafa misst sjónar á því, að þeir eiga setu sína á al- þingi að rekja til stjórnmála- stefnu, hugsjónar". Vitanlega hafa aðrir tekið eftir þessari þróun löngu á undan þeim á Morgunblaðinu og vafa- laust skal mikil illindi og ólgandi togstreitu til að málið brjótist út í leiðara með þeim hætti sem að ofan var rakinn. En það er ástæða til að taka undir það við leiðara- höfund: það er leiðinlegt þegar Sjálfstæðismenn eru ekki einu sinni sameinaðir í einhverju sem líkist stefnu. Því þegar menn þykjast hafa mannað sig í slag við Ihaldið þá reynast talsmenn þess á tvist og bast á hlaupum við að gæta sauða sinna. Háðung ein hefst upp úr því og ekki annað. Ögrandi Kratar Leiðari Tímans er líka að lesa yfir hausamótunum á þing- KLIPPT OG SKORHE) mönnum í gær, en að sjálfsögðu ekki sínum eigin Framsóknar- þingmönnum, því það blað er tryggt sínum mönnum svo að aðr- ir mættu öfunda það af. Nei, Tím- inn er að skamma þingmenn Al- þýðuflokksins fyrir að þeir leyfi sér ósvinnu eins og þá, að efast um ágæti þess til lengdar að þeir sem voru svo heppnir að stunda útgerð fyrir nokkrum árum fái fiskimið landsins að léni til fram- búðar. Þetta er ögrun segir Tím- inn, þessir menn vilja storka Framsóknarflokknum „sem al- mennt er viðurkenndur sem máttarstoðin í ríkisstjórninni" (ææ, þar storkaði Tíminn Sjálf- stæðisflokknum). Tíminn brýnir nú róminn og varar við því að Kratar skuli ekki komast upp með múður: „Alþýðuflokksmenn geta ekki leikið þann leik til lengdar að magna ágreining og láta ekki út- rætt um neitt mál á eðlilegan hátt, en fullyrða svo í sömu andrá að ekki geti komið til stjórnarslita eins og haft er eftir þingflokksfor- manni Krata". Satt best að segja hangir hér meira á spýtunni en ergelsi Fram- sóknarmaddömmunnar út í Krata. Hér er komið að nýjum áfanga í eilífum tilvistarvanda Al- þýðuflokksins: getur hann bæði verið samtímis með og á móti hægrimiðjustjórn? Engu líkara reyndar en að Alþýðuflokkurinn hafi á síðustu mánuðum flækt sig með undarlegum hætti í sígildan Framsóknarvanda: að vera opinn í báða enda. Auglýsingakeim- urinn Víkverji Morgunblaðsins var svo að skrifa um þau firn, að það er eins og kominn sé auglýsinga- keimur af öllu því sem er skrifað, talað og sýnt í íslenskum fjölmiðl- um. Kemur vel á vondan: var það ekki þetta sem þið vilduð? Eða hvað halda menn að gerist þegar alt er gert til þess að tök markaðs- afla á fjölmiðlum eflist enn og nú síðast um allan ljósvakann? Síð- ast fyrir helgi var Morgunblaðið að kvarta yfir því að ríkisfjölmiðl- ar hefðu enn „forréttindi" í sam- keppni við einkastöðvar, sem þýðir væntanlega að Ríkisútvarpi sé enn ekki gert nógu erfitt fyrir í því að rækja það menningarlega hlutverk sem allir eru sammála um að demba yfir það á tylli- dögum. Hitt er svo rétt hjá Víkverja, að það er síst við hæfi að Jón Baldvin fjármálaráðherra komi sér fyrir í auglýsingu um staðgreiðslukerfi skatta. Ráðherrar og þingmenn ættu reyndar aldrei að koma fram í auglýsingum, og ætti eiginlega að vera óþarfi að tala um slíkt. Gjörgæsluskólinn Klippari rakst á dögunum á hefti tímaritsins Frelsi, sem er málgagn harðrar frjálshyggju eins og menn vita. Þar birtir Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritdóm um bókarkorn eftir undir- ritaðan, sem út kom í fyrra og fjallar um „Blaðið okkar“ m.ö.o. Þjóðviljann. Allt sé það nú í lagi. En það skrýtna er, að þessi sami ritdóm- ur hafði áður birst í D V - og ef til vill einn eða tveir aðrir sem Hannes Hólmsteinn hafði skrifað í það blað. Þetta mun heita gjörgæslu- skólinn í meðferð eigin hug- verka. Öll erum við hégómleg og vilj- um gjarna að hver stafur sem við skrifum sé prentaður og endur- prentaður. En hitt væri svo fróð- legt að vita, hvort slík gjörnýting eins ritdóms og það á skömmum tíma kemur eitthvað við þeim lögmálum framboðs og eftir- spurnar sem Frelsið berst fyrir? ÁB þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmda8tjóri:Hallur PállJónsson. Ritatjórar: Árni Bergmann, össurSkarphóðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Ðlaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ölafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), MagnúsH. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: SævarGuðbjörnsson, GarðarSigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Skrif8tofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglyslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnusdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglý8lngar:Síðumúla6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgorblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.