Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Lelrbrennsluofn Notaður leirbrennsluofn til sölu á góðu verði. Uppl. í síma 21981 og 29734. Ýmsir lelrmunir til sölu á góðu verði vegna flutn- inga. Lítið við í Ingólfsstræti 18 eftir hádegi. Sími 21981. Jólatrésskemmtanir Tek að mér að spila og stjórna söngvum á jólaböllunum. Sann- gjarnt verð. Nánari uppl. í síma 667250. Saab 900 til sölu. Blá-sans, 4ra dyra, bein- skiptur. Skoðaður '87. Góður bíll. Uppl. í síma 71858. Saab-bílar og varahlutir Til sölu Saab 99 árg. '75, sjálf- skiptur og Saab 99 árg. 77 bein- skiptur. Einnig varahlutir í Saab, m.a. vélar og gírkassar. Hagstætt verð. Uppl. í síma 44503 á kvöldin og um helgar. Viltu læra spænsku eða katalónsku? Spænskur nemi við Háskóla fs- lands vill kenna fólki spænsku og/ eða katalónsku. Vinsamlegast haf- ið samband við Jorde á herbergi nr. 2 á Nýja Garði, sími 625308. VW Derby árg. 78 til sölu. Ekinn 110 þús. km. Bíll í góðu standi fyrir lítið verð, 45.000. Uppl. í síma 621633. ísskápur gefins Notaður ísskápur fæst ókeypis. Uppl. í síma 39083. Au Pair í Svíþjóð fslenska fjölskyldu í Uppsölum vantar barngóða stúlku til aðstoðar við barnagæslu og heimilisstörf frá áramótum og fram á sumar. Ekki yngri en 18 ára. Uppl. í síma 82249. Píanó til sölu Nýlegt Zimmerman píanó til sölu. Verð 100.000. Uppl. í síma 12712. Til sölu vel með farið hjónarúm með áföst- um borðum. Selst ódýrt. Uppl. í síma 23195. Vegna breytinga til sölu hvítt baðkar, tvöfaldur stálvaskur með blöndunartækjum, furuhillur, tekkkommóða, Happy skápur, hill- ur og skúffur, sófasett 3+1+1, tekksófaborð og tekkhjónarúm án dýna. Selst ódýrt. Uppl. í síma 41039, vinnusími 641202. Mjög ódýrt Sófi, 2 stólar og borð til sölu. Uppl. í síma 34136. Til sölu Z gardínubrautir, lengd 2,10 m. Einnig stórt gólfteppi. Uppl. í síma 29545. Til sölu ódýrt saumavél og Bosch heimilis- strauvél í borði. Uppl. í síma 13289. Gítar - ritvél Klassískur gítar óskast og ódýr raf- magnsskólaritvél til sölu. Skipti möguleg. Uppl. í síma 52842. Til sölu 22“ Xenon litsjónvarpstæki (árs- gamalt) og AEG Turnamat þvotta- vél. Uppl. í síma 75875 eftir kl. 18. Til sölu Sófasett 3+2+1 í góðu standi til sölu ódýrt. Uppl. í síma 32123. Gefins gamalt baðkar og handlaug. Sími 26503. Vélritari óskast til að slá inn tölvutexta af miðils- fundum. Uppl. í síma 12014. Til sölu ódýrt Lundia furuhillur, Candy þvottavél, furuhjónarúm með náttborðum, barnaburðarrúm, stór körfustóll og Pioneer segulband. Uppl. í síma 43686 eftir kl. 19. Til sölu gullfallegt austurlenskt hnifapara- sett (144 stk.) í tekkkassa. Gott verð. Uppl. í síma 16457. Húsnæði óskast Samvinnuferðir-Landsýn óska eftir 3 herbergja íbúð fyrir fjölskyldu starfsmanns fyrirtækisins. Reglu- semi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 79319 eftir kl. 19. ísköld mjólk Traustur Westinghouse ísskápurtil sölu á 5000 kall. Auðvelt er að breyta honum í frystikistu bara með því að breyta um stillingu. Töfrandi antikgripur með fullt notagildi. Uppl. í síma 681333 (Elísabet). Til sölu ný, ónotuð Benetton vetrar- gallakápa á góðu verði. Uppl. í síma 12062. Vantar ykkur jólahreingerningu? Við erum tvær stúlkur sem tökum að okkur að gera hreint fyrir jól. Uppl. í síma 12062 og 12364. Gefins! Þarf ekki einhver að losna við elda- vél úr geymslunni? Mín bræddi úr sérfyrir viku. Vinsamlegast hringið í síma 19506. Vantar svalavagn góðan og ódýran. Uppl. í síma 641141. Korg Poly 61 hljómborð til sölu. Góð taska fylgir. Uppl. í síma 41450 eftir kl. 19. Stúdíóíbúð í hjarta Parísarborgar nánar tiltekið í 5. hverfi fæst til leigu frá oa með 20. des. n.k. til 4. jan. ’88. (búðinni fylgir eldhús og bað. Uppl. í síma 19719. Til sölu stór, amerísk, 4ra hella eldavél til sýnis að Hverfisgötu 17, Hafnar- firði. Uppl. í síma 27698 eftir kl. 20. Óska eftir að kaupa saumavél, skrifborð og PC tölvu. Sími 38587. Vandaðir og vel útlítandi hlutir næstum gefins Nýr Ross Big Mouth 100 w bassa- magnari með equalizer, Ijós, viðar- litur baðskápur með speglahurðum og baðspegill meðfestingum. Uppl. í síma 45755 um helgina. Húsnæði óskast Óska eftir húsnæði í ódýrari kantin- um. Reglulegar greiðslur. Uppl. í síma 78376 eftir kl. 18. Olíumálverk á striga eftir Ólaf Magnússon Kgl. Ijós- myndara, málað 1945, stærð 100x140 cm og í góðum ramma er til sölu. Sími 23435 eftir kl. 19. Til sölu lagerhillur. Bráðskemmtilegar og auðuppsetjanlegar stálhillur í geymsluna, bílskúrinn eða á lager- inn. Gott verð. Sími 686925 á dag- inn og 34065 á kvöldin. Gamalt en i góðu lagi Frystiskápur, 140x60 cm, ísskápur, 140x68 cm, Rafha eldavél, hvít. Þurfum að losna við þetta sem fyrst. Verðið er aukaatriði. Uppl. í síma 44430. Til sölu handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Góðar gjafir á góðu verði. Uppl. i síma 19239. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. H j úkru narf ræði ngar - sjúkraliðar óskast til starfa frá áramótum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. LANDSBYGGÐIN Stíflan í Fljótum var frábærlega fögur sveit, sem trauðla gleymist þeim, sem sáu hana í sumarklæðum. Henni var sökkt undir vatn þegar Skeiðsfoss var virkjaður. Síðan hafa sumir forðast að fara þar um veginn. Skagafjörður Sameinast Fljótahreppamir? Atkvœði verða greidd um það innan skamms Á síðari árum hefur verið nokkur hreyfíng uppi um það víðsvegar um land að sameina hin fámennari sveitarfélög. Þykja ýmis rök hníga að því að svo sé gert. Varla er þó valdboð skyn- samleg aðferð i þessum efnum. íbúarnir þurfa sjálfír að fínna þörfína á breytingu. Þá gerist hún líka. Það munu nú vera 90 ár síðan Fljótunum í Skagafirði var skipt í tvö sveitarfélög, Haganess- og Holtshrepp. Til þess lágu ýmis rök, sem þá voru í fullu gildi. Nú eru þau yfirleitt ekki lengur fyrir hendi, m.a. vegna fólksfækkunar í dreifbýli, bættra samgangna og breyttra þjóðfélagshátta. Og nú er það komið á dagskrá að sameina Fljótahreppana á ný. Við næst síðustu sveitarstjórn- arkosningar voru atkvæði greidd um það hvort að því skyldi stefnt. Fyrir því reyndist vera meirihluti í báðum hreppunum. Síðan hefur málið að mestu legið í salti. Seinnipart s.l. vetrar komst það svo aftur á dagskrá. Og nú stendur til að almennir sveita- fundir verði innan skamms haldnir um málið. Enn hafa þeir þó ekki verið dagsettir. Á þessum fundum er ætlunin að fram fari endanleg atkvæðagreiðsla um sameininguna, enda mun fremur hafa verið litið á hina fyrri sem skoðanakönnun. íbúar Holtshrepps eru nú um 100 og hefur íbúatalan nokk- urnveginn staðið í stað s.l. 10 ár. í Haganeshreppi eru íbúar um 80 og hefur heldur farið fækkandi. Ríkharður Jónsson, bóndi á Brúnastöðum í Holtshreppi - en frá honum höfum við þessar frétt- ir úr Fljótunum - taldi trúlegt að formlega yrði gengið frá samein- ingu hreppanna um næstu ára- mót. Á undanförnum árum hafa hrepparnir haft samvinnu um ýmis stærri mál svo sem rekstur skólans á Sólgörðum í Haganes- hreppi. Þar er nú nýbyggt skóla- hús. Þar fer fram kennsla upp í sjöunda bekk og eru nú um 30 böm í skólanum. Öllu sauðfé í Fljótum hefur nú verið fargað vegna riðuveiki og eru bændurfjárlausir. Ríkharður áleit vafasamt að allir þeir bænd- ur, sem áður ráku sauðfjárbú- skap, hefji hann á ný. Þrátt fyrir þetta ríkir engin svartsýni á framtíðina í Fljótum. Þar eru nú tvær fiskeldisstöðvar, Fljótalax á Reykjahóli og Mikli- lax á Lambanes-Reykjum, og við þær vinna 16-20 menn. Munar um það í ekki fjölmennari byggð- um. Slysahætta Sex boðorð Nýliðar í hœttu Þótt mörg störf séu þannig að þeim fylgi stöðug slysahætta fyrir alla, sé ýtrustu varkarni og regl- um ekki fylgt, þá eru þó „nýlið- ar“, í starfí, sem oftar en ekki er ungt fólk í sérflokki. Það þekkir ekki hætturnar, veit ekki hvað varast ber. Þetta liggur raunar í augum uppi, enda staðfest af at- hugunum, sem gerðar hafa verið. Það ætti að vera undantekning- arlaus regla að þeir, sem taka á móti nýliðum á vinnustað og segja þar fyrir verkum, kynni þeim þegar í upphafi alla þá þætti sem stuðla að öryggi. Þar er auðvitað af mörgu að taka en minna má á þetta: 1. Fikta ekki í vélum og tækj- um. 2. Láta þau áhöld og tæki, sem unnið er með hverju sinni aftur á sinn stað. 3. Spyrja ef eitthvað er óljóst um vinnubrögð og notkun tækja og áhalda. 4. Kynna sér leiðbeiningar um efni, vélar og áhöld, sem unnið er með. 5. Nota ekki tæki, sem sýnast gölluð, t.d. með skemmdum raf- leiðslum. 6. Gleyma aldrei nauðsynlegri aðgát. - mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desember 1987 Fljótamenn voru aðsópsmiklir við hákarlaveiðar meðan sá at- vinnuvegur var ennþá stundaður. Nú hafa þeir horfið að útgerð á ný og halda úti þremur til fjórum bátum á grásleppuveiðar. Auðvitað grípa þeir þá annan fisk um leið, sem þeir verka í salt. Og þá kemur hið gamla sláturhús Kaupfélagsins í Haganesvík í góðar þarfir. -mhg Tímarit Æskan Vel farið afstað inn á tíunda áratuginn Út er komið 8. tbl. Æskunnar í ár. Þar er að sjálfsögðu sagt frá 90 ára afmæli blaðsins, sem minnst var með fjölmennu hófí þann 5. okt. s.l. Sr. Björn Jóns- son á Akranesi ritar ágæta grein um skáldið og lækninn, Sigurð Júl. Jóhannesson, fyrsta ritstjóra Æskunnar. Þá er og þama að finna viðtöl við knattspyrnukappann Pétur Ormslev og hina 10 ára gömlu sjónvarpsstjörnu, Unni Berg- lindi. Meðal sagna í blaðinu má nefna síðari hluta sögunnar um Hönnu og Tóta, eftir Jóhönnu Steingrímsdóttur og kafla úr nýrri bók eftir Eðvarð Ingólfs- son. í samkeppni um unglinga- skáldsögur, sem Stórstúka ís- lands efndi til í tilefni barnaárs 1985, bar Hrafnhildur Valgarðs- dóttir sigur úr býtum. Hlaut hún 100 þús. kr. verðlaun fyrir sögu sína, Leðurjakkar og spariskór, - hin hæstu, sem veitt hafa verið fyrir barna- og unglingabækur. Nú birtist þessi saga í Æskunni. Egill fer í veislu nefnist saga eftir Iðunni Steinsdóttur, og svo er það framhald sögunnar Baldur í Skuggadal eftir nemendur í Húsabakkaskóla. Loks eru það allar myndasög- umar og þættirnir, gamalkunn- ugt efni en þó alltaf nýtt. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.