Þjóðviljinn - 03.12.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Síða 8
VIÐHORF Mig langar að lesa Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar Efvið hefðum tíma til að takaforskot á jólalestrarsœluna og œtluðum að fá ein- hverjabókina, er komútsíðustuvikur, að láni hjá Borgarbókasafni Reykjavík- ur, gripum við í tómt Mig langar í Svövu og Sagna- þuli samtímans og Nínu Björk og Hús andanna og - og - og. Lengi mætti bæta við þessa þulu um bækur sem mig og marga aðra fysir að lesa þegar litið er yfír jól- abókaflóðið. Nýju bókaheitin birtast manni hvert á fætur öðru, en alls munu þau nálgast 400 þessi jólin. Margt er þar girnilegt á boðstólum og maður hlakkar til þess að tína einhvemar andans kræsingar út úr jólabögglunum. Aurarnir í buddunni leyfa varla stórkaup til þess að bæta í bóka- hillurnar umfram jólagjafir, en þá má alltaf skreppa á bókasafnið til þess að njóta þess sem á vant- aði. Eða hvað? Ef við hefðum tíma til að taka forskot á jólalestrarsæluna og ætluðum að fá einhverja bókina sem kom út síðustu vikur að láni hjá Borgarbókaafni Reykjavík- ur, gripum við í tómt. Við gætum ekki einu sinni látið skrá okkur á biðlista eftir viðkomandi bók. Skýringin? Allir peningar sem ætlaðir voru til bókakaupa þetta árið voru einfaldlega búnir 1. október sl. Pað er reyndar ekki í fyrsta sinn sem fjárveiting ársins dugir ekki til lágmarksbóka- kaupa, en líklega hefur þó aldrei vantað jafn mikið uppá og nú. Til samanburðar má nefna að 1. okt- óber 1980 voru þó eftir 510 þús- und krónur sem auk þess vom talsvert verðmeiri en sama upp- hæð í dag. En hefur ekki starfsfólk safnsins gleymt allri fyrirhyggju og farið á bókakaupaflipp fyrri hluta ársins? Reyndar ekki. 1. október höfðu verið keypt til alls safíisins rúmlega 11 þúsund ein- tök. Lítum aftur á árið 1980. Heildarinnkaup þess árs voru tæplega 17 þúsund eintök eða 6000 fleiri en fjárveiting þessa árs leyfir. Og samanburðurinn verð- ur enn ískyggilegri þegar þess er gætt að í millitíðinni hefur deildin í Gerðubergi bæst við safnið, en hún ætti ein og sér að fá a.m.k. 4000 eintök á ári. Breiðhyltingar sönnuðu strax eftir opnun safnsins í fyrra að þeir em miklir lestrarhestar. Útlán frá Gerðu- bergi eru jafnmikil orðin og frá aðalsafninu í Þingholtunum. Til þess að halda í við þessa þjónustu ársins 1980 hefðu því kaupin í ár þurft að vera a.m.k. 21 þúsund eintök en ekki 11 þúsund eins og fjárveitingin leyfir. Fleiri íbúar og útlánsstaðir - færri bækur Staðreynd máls er sú að sam- dráttur hefur orðið undanfarin ár í fjárveitingum og þjónusta Borg- arbókasafns óhjákvæmilega versnað í kjölfar nánasarháttar- ins. Notendur safnsins hafa ef- laust tekið eftir því að bækurnar eru ekki allar í besta standi. Það er vegna þess að starfsmenn treysta sér ekki til að taka slitna og sjúskaða bók úr umferð, þótt þeir líði önn fyrir að lána hana, því peningar em ekki til að endurnýja öll úrelt eintök. Og bækurnar slitna nú hraðar en áður þar sem fjárveitingar leyfa ekki kaup á jafn mörgum ein- tökum af hverju bókarheiti. Ger- um samanþurð á árinu sem er að líða og 1972: Að meðaltali vora keypt 23.6 eintök af skáldriti á íslensku fyrir fullorðna í ár en 33.3 af sambærilegum bókum 1972. Bamabækur á íslensku fengust að meðaltali í 50.9 ein- tökum árið 1972 en nú er talan komin niður í 31.6 eintak. Þessi þróun er fráleit, ekki síst í ljósi þess að útlánsstöðum hefur fjölgað sem og borgarbúum á þessu tímabili. Eintökin dreifast nú á 7 fasta staði og jafnframt til sérútlána svo sem skipa, eldri borgara, fangelsa og til sérstakrar þjónustu við þá sem ekki eiga heimangengt „bókarinnar heim“. Þessi fáu eintök svara hvergi eftirspurn, enda era bið- listar orðið kunnugt fyrirbæri hjá Borgarbókasafninu. Ergelsi þeirra sem enn hafa ekki fengið jólabók frá því í fyrra þótt pöntuð væri uppúr áramótum er skiljan- legt. Þetta þætti líklega ekki nógu góð þjónusta í einkageiranum. Þurfum réttar upplýsingar Peningaleysi safnsins og ástand bókakostsins varð til þess að á síðasta ári fækkaði bókum um 741 eintak ef frá er talið Gerðu- bergssafnið. Afskriftir á eldri deildunum vora sem sé hærri en heildarinnkaupin til þeirra. Ástand fagbókakostsins er sérs- takt áhyggjuefni, þ.e.a.s. upps- láttarrit og handbækur í upplýs- ingadeildum og á lestrarsal. Upp- lýsingaþjónusta verður æ ríkari þáttur í starfi bókasafna hér sem erlendis og er mikið notuð. Það er skylda safnsins að þær upplýs- ingar sem miðlað er séu ekki úr- eltar eða beinlínis rangar. Eins og handbókakostur Borgarbókas- afnsins er nú er hætta á slíku. Þetta ástand dundi ekki yfir Borgarbókasafn Reykjavík á þessu ári, öllum að óvöram. Við fjárhagsáætlanagerð síðustu ára hefur borgarbókavörður æ ofan í æ bent á í hvaða óefni stefndi varðandi bókakostinn, gert skýra grein fyrir misgengi milli hækk- unar á bókaverði og fjárveiting- um og sýnt fram á hvað slitinn bókakostur þýðir í afskriftum. Stjórnendur borgarinnar hafa þó synjað beiðni safnsins um vel rökstuddar fjárhæðir til að halda í horfinu-1986 vantaði 1.3 milljón og í ár 2.1 milljón, en til bóka- kaupa alls safnsins vora einungis veittar 11.2 milljónir 1987. Skuldahalinn sem var orðinn ær- inn fyrir hefur því enn lengst. Það þurfti því engum að koma á óvart þegar beiðni barst frá safninu í októberlok um auka- fjárveitingu, svo hægt væri að kaupa einhverjar af jólabókun- um fjögurhundruð. Beiðnin velt- ist um í kerfinu í nokkrar vikur en var svo afgreidd í borgarráði í síð- ustu viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu til að umbeðnar 3.4. milljónir yrðu veittar, en meiri- hlutinn vildi einungis setja tæpan þriðjung eða 1 milljón. Æðsta valdið, borgarstjóm, mun úr- skurða í málinu á fundi sínum í dag, en þá endurflytur stjórnar- andstaðan tillögu sína. Sumir halda e.t.v. að fjárveitingar utan samþykktrar fjárhagsáætlunar séu illfær leið. Þeim vil ég benda á að 10. septembersl. hafðiborgar- stjórn afgreitt aukafjárveitingar fýrir tæplega 43 milljónir króna. Þar má nefna sem dæmi 20 milljóna viðbót til viðhalds gatna, 1.1. milljón til kynningar skaðsemi nagladekkja og 2 milljónir til hlutabréfakaupa í Reiðhöllinni h.f. Borgarfulltrúar geta því án kinnroða veitt bóka- safninu okkar umbeðna auka- fjárveitingu, minnugir þess að bókaþjóðinni er ekki síður þörf á andlegri bókanæringu í svartasta skammdeginu en rennisléttum götum og reiðfæram höllum. Það er nógu hart að láta það spyrjast að safnið þeirra úti á Amager í Kaupmannahöfn fær í ár helm- ingi hærri fjárveitingu til að þjóna sínum 40 þúsund íbúum en Borg- arbókasafn á íslandi, ætlað meir en helmingi fleiri notendum. Bít- um ekki höfuðið af skömminni með því að veita jólabókaflóðinu framhjá galtómum safnkassan- um. Kristín Á. Ólafsdóttir er borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. MINNING Hildur M. Siguröardóttir fœdd 28. okt. 1957 - dáin 25. nóv. 1987 Þú ert perla í mannlífssandi meðal grásvartra steina skínandi hrein örlítið rispuð en mannleg um leið (Jóhann G. Jóhannsson) Þannig var Hildur. Hildur hóf störf við Æfinga- skólann fyrir rúmu ári síðan og varð strax mjög virk í öllu starfi skólans bæði með nemendum og kennurum. Kynni okkar vora stutt og ánægjuleg. Hún var skemmtilegur félagi og sam- starfsmaður. Hildur var farsæll kennari. Hún hafði næman skilning á þörf- um nemenda sinna, var ákveðin en um leið hlý. Þrátt fyrir sitt mikla skap hélt hún alltaf ró sinni ísamskiptumviðnemendur. Hún hafði mikinn áhuga á að nýta smíðina innan stuðningskennsl- unnar og hafði þegar síðastliðið vor tekið að sér nokkra nemend- ur í tilraunaskyni í samvinnu við sérkennara skólans. Hún taldi einnig að aukið samstarf smíða- kennara við almenna kennara stuðlaði að meira skapandi og um leið bættu skólastarfi. Hildur var óvenju listræn og framleg og bera leðurskartgripir hennar því fagurt vitni, svo ekki sé minnst á heimili hennar þar sem flestir hlutir voru unnir af henni sjálfri, jafnvel eldhús- innréttingin. Þar sem við nú sitjum og rifjum upp þann stutta tíma sem við átt- um samleið með Hildi koma mörg atvik upp í hugann. Það lýs- ir best þeim þokka sem hún bauð af sér að við kusum hana sem for- mann kennarafélagsins strax á fyrsta starfsári hennar við skólann. Hún brást ekki trausti okkar því hún leiddi okkur í hin ótrúlegustu ævintýri. Má þar nefna ógleymanlega grillveislu með tilheyrandi uppákomum og gönguför að Tröllafossi síð- astliðið vor. Hugulsemi hennar kom vel í ljós á skíðanámskeiði um páskana þegar hún ætíð hafði í farteskinu ríflegt nesti og auka- bolla ef ske kynni að syfjaðir samkennarar gleymdu bitanum heima. Brjóstbirtan í kakóbrús- anum sem síðasta daginn yljaði köldum og hröktum skíðagörp- um verður lengi í minnum höfð. Við biðjum góðan guð að geyma elsku Hildi og þökkum samfylgdina. Ástvinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks í Æf- ingaskólanum, Helga, Jónína Vala, Lilja og Sossa. Hildur M. Sigurðardóttir, kennari, er látin. Hún var fædd hinn 28. október 1957 og var því þrítug er hún lést miðvikudaginn 25. nóvember síðastliðinn. Kynni okkar Hildar hófust sumarið 1986 er hún réðst sem kennari að Æfingaskóla Kennar- aháskóla íslands. Sérgrein henn- ar var handmennt og var hún einnig lærður smiður. Svo sem vera ber öfluðu yfir- menn skólans sér umsagna um Hildi hjá nokkram mönnum sem þekktu hana sem starfsmann. Öll vora þessi ummæli á einn veg og má draga þau saman í orðin „úr- vals starfsmaður og ljómandi manneskja“. Þessi ummæli breyttust ekki við störf hennar í Æfingaskólanum. Þar stendur hvert orð óhaggað. Reyndar má bæta þar ýmsu við sem heyrir til kostum góðs kennara. Mér er minnisstæður einn af fyrstu starfsdögum Hildar í Æf- ingaskólanum, skömmu áður en kennsla hófst haustið 1986. Hún hafði farið vandlega yfir verkfæri og ýmis áhöld til smíðakennslu og sá að ýmislegt vantaði eða þurfti endumýjunar við. Við fóram saman til að kaupa þetta. Ég fylgdist grannt með þessum nýja starfsmanni sem var að brjóta þá hefð sem staðið hafði frá upphafi skólans að karlmaður gegndi starfi smíðakennara. Það var ljóst að starfsmenn verslunarinn- ar höfðu í upphafi ekki mikla trú á þekkingu þessarar prúðu og velklæddu stúlku og sneru máli sínu í byrjun frekar til undirritaðs sem fátt kunni um verkfæri til smíða. Hildur tók þessu með stöku jafnaðargeði og ræddi um verkfærin af þeirri kunnáttu og ákveðni sem virtist gjörbreyta skoðun starfsmannanna á þess- um viðskiptavini. Á næstu vikum kom smám saman í ljós hversu víðtæk þekk- ing Hildar var á öllu því sem laut að handmenntum og í sumum þáttum var hún listamaður, svo sem í leðurvinnu. Faglegur metn- aður hennar var mikill. Hún tjáði mér síðastliðið sumar að hún hefði hug á að sækja nokkra tíma á viku í málmsmíði, þar sem hún teldi sig þurfa að kunna til verka á því sviði einnig til að geta beitt fullkomlega þeim sveigjanleika sem nauðsynlegur er í kennslu handmenntar. Þessi beiðni tengdist umræðu okkar um mis- munandi þarfir nemenda. En hún taldi sig hafa orðið vara við það að ekki hentaði öllum jafnt að vinna úr einu og sama efni. Svo langt gekk þessi umræða að hún stakk upp á því að við gerðum tilraun með að taka handmennt' inn í stuðningskennslu. Hún rök- studdi sitt mál af þvílíkri fag- mennsku og jafnframt nærgætni og umhyggju fyrir skjólstæðing- um sínum að ekki kom annað til greina en að reyna þetta. Þarna sameinaðist traust fagleg þekking á kennslugrein og góð þekking á kennslufræði og hlutverki kenn- ara. Hún Hildur hafði því flest: það til að bera sem prýðir góðan kennara. Hildur varð strax hrókur alls fagnaðar í hópi starfsmanna Æf- ingaskólans og tók virkan þátt í félagslífi þeirra og fór þá gjaman ótroðnar slóðir. Þar kynntumst við enn einni hlið á Hildi. Hún var þvílíkur unnandi íslenskrar náttúru og heilbrigðs lífemis að aðdáun vakti og tókst að hrífa starfsfélaga sína með sér. Nú er hún Hildur okkar dáin. Hastarleg og óvægin var sú fregn. Hún hafði skipað sér svo traustan sess í huga okkar vinnufélag- anna. Nú er eins og tóm eða eyða hafi myndast. Hópurinn er ekki samur eftir. Starfsmenn og nem- endur Æfingaskólans sakna sárt góðs vinar og kennara. Ég færi foreldram og systrum Hildar innilegar samúðarkveðj- ur. Þeirra er sorgin stærst og missirinn mestur. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur B. Kristmundsson 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.