Þjóðviljinn - 03.12.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Qupperneq 11
ERLENPAR FREITIR El Salvador Friður eða vargöld? Duarte safnar glóðum elds að höfði sér með þvíað hafa íhótunum við leiðtoga dauðasveitanna. Leiðtogar vinstrimanna farnir úr landi að nýju Pólitísk þróun í E1 Salvador hefur verið með þeim hætti að landið stendur nú að vissu leyti á tímamótum að sögn vestrænna stjórnmálaskýrenda. Þeir telja að annaðhvort muni stjórnmálaá- standið batna verulega eða að skáimöld hefjist á ný í líkingu við þá er ríkti á ofanverðum áttunda áratugnum. Þrír frægir einstaklingar hafa verið í sviðsljósinu að undan- fömu, einn þeirra er látinn fyrir nokkru en tveir sneru heim úr út- legð á dögunum en eru báðir farnir aftur úr Iandi þar eð þeir töldu sér ekki vært í landinu. Heimkoma tveggja þekktra leiðtoga vinstrimanna, Rubens Zamora og Guillermo Ungo, úr sjö ára útlegð, öryggi þeirra og athafnafrelsi, áttu að vera próf- steinn á það hve mikið stjórnmálafrelsi í raun ríkir í landinu og hvort stjórn Napo- leons Duartes forseta tekst að halda aftur af dauðasveitunum alræmdu. En Ungo hélt af landi brott á sunnudaginn og Zamora fetaði í fótspor hans í gær. Við brottförina sagði Zamora: „Kringumstæðurnar em ekki enn með þeim hætti hérlendis að við getum beitt okkur að fullu í stjórnmálastarfi.“ Böðlar dauðasveitanna kunna að hugsa forsetanum þegjandi þörfina því stjórnin hefur gert því skóna að svo geti farið að hún muni innan skamms sækja leið- toga hægriöfgamanna og meintan foringja hryðiuverkasveita þeirra, Roberto DÁubuisson, til saka fyrir að hafa gefið fyrirmæli um morðið á erkibiskupi San Sal- vador, Oscari Arnulfo Romero, sem myrtur var við messugjörð árið 1980. Atburðir þessir gerast á sama tíma og stjórn Duartes stendur höllum fæti og verður máttlausari með hverjum deginum sem líður að sögn stjórnmálaskýrenda og erlendra sendimanna í höfuð- borginni. Margt veldur því en ýmsir bandarískir embættismenn sem ekki vilja láta nafns síns getið staðhæfa að traust Reagans- stjórnarinnar á Duarte dvíni óðum og þyki Bandaríkjamönn- um sem þeir sjái lítil merki þess að öllum dalamiljónunum sem þeir hafa ausið til E1 Salvador sé varið til framfara í landinu. Upp- haflegur og yfirlýstur tilgangur Leiðtogar pólitískra samtaka vinstrimanna, Ungo til vinstri og Zamora, veifa stuðningsmönnum sínum við heimkomuna. Þeir eru nú famir aftur úr landi. stóraukinnar efnahagsaðstoðar ráðamanna í Washington við kol- legana í suðri mun hafa verið sá að skapa einskonar fyrirmyndar- samfélag þar sem allir gætu séð með eigin augum yfirburði E1 Salvador yfir Nicaragua. „Fínu fötin forsetans eru næsta gagnsæ,“ sagði vestrænn sendi- maður fyrir skömmu. „Hann er fangi hægrimanna og herforingja og þar við bætist að þriðjungur landsins er utan lögsögu hans. Fólk er mjög spennt í landinu um þessar mundir og við vitum það af reynslu að þegar ástandið er slíkt hérlendis fara hausar brátt að fjúka." Það líður aldrei svo dagur í E1 Salvador að ekki séu vopnavið- skipti einhversstaðar í landinu og má þá einu gilda hvort leiðtogar vinstrimanna og ráðamenn hafa hug á að ræða saman um vopna- hlé einsog kveðið er á um að þeir geri í friðaráætlun fimm forseta Mið-Ameríkuríkj a. Ráðamenn í San Salvador lýstu fyrir skemmstu yfir einhliða vopnahléi en þrátt fyrir það hélt stjórnarherinn áfram að troða illsakir við skæruliða Þjóðfrelsis- fylkingar Farabundo Marti sem guldu líku líkt. Vitanlega voru þeir Zamora og Ungo mjög í sviðsljósinu meðan á dvöl þeirra stóð í E1 Salvador. Þeir flúðu úr landi árið 1980 þeg- ar vargöldin stóð sem hæst og áttu fótum fjör að launa því dauðasveitirnar voru á hælum þeirra. Þeir félagar voru á einu máli um það að lítið hefði breyst til batnaðar í landinu á þeim sjö árum sem þeir hafa dvalið er- lendis. Zamora réðst harkalega á Duarte fyrir að leggja höfuðá- herslu á þarfir hersins en skeyta ekki hætishót um að bæta hag berfætlinga í landinu er lifa við sult og seyru. Zamora og Ungo neituðu að slíta tengsl stjórnmálasamtaka sinna við skæruliða og sagði Du- arte þá að þótt heimkoma þeirra væri til marks um lýðræði þá hefðu þeir einsett sér að tortíma lýðræðinu! Sumir telja Duarte hafa verið að reyna að stela senunni frá þeim Zamora og Ungo þegar hann í fyrri viku sagði að nýjar sannanir væru fyrir því að DÁubuisson hefði fyrirskipað morðið á Romero árið 1980. Embættismenn í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna hrósuðu forsetanum í hástert fyrir „djarfa tilraun til þess að draga leiðtoga, dauðasveitanna til ábyrgðar á gjörðum sínum og hefta starfsemi hægriöfgamanna.“ En margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé tóm sýndarmennska hjá Duarte sem þori ekki fyrir sitt litla líf að skerða hár á höfði DÁubuissons og snata hans. -*“• SKÁK 19. einvígisskákin Karpov stendur betur En þó er líklegt að skákinni Ijúki með jafntefli Nftjánda einvígisskák Anatólís Karpovs áskoranda og Garrís Kasparovs heimsmeistara fór í bið í gærkveldi eftir 40 leiki. Karpov er peði yfir í hróksenda- tafli og hefur nokkra vinnings- möguleika þótt sérfræðingar hér í SeviUa hallist flestir að því að jafntefli verði niðurstaðan. Karpov kom heimsmeistaran- um á óvart þegar í 14.1eik með nýjung og setti þá þegar mikla pressu á Kasparov. A tímabili virtist útlitið mjög svart hjá heimsmeistaranum en hann fann bestu vörnina og berst nú fyrir jafntefli í sérkennilegu hróks- endatafli þar sem allir hrókarnir eru enn eftir á borðinu. Karpov forðaðist að taka af- gerandi ákvörðun rétt fyrir bið og eru því línur ekki farnar að skírast að ráði. Viktor Kortsnoj telur Kasparov öruggan um jafn- tefli og að Karpov hafi enga vinn- ingsmöguleika. Þekktii stórmei- starar hafa tekið í sama streng. Fjarvera Mikhaels Tals fyrrum heimsmeistara frá blaðamanna- herberginu og mótsstaðnum hér í Sevilla hefur vakið mikla athygli. Hann var um langt skeið aðstoð- armaður Karpovs en greinilega hefur slest uppá vinskapinn því nú ber svo við að áskorandinn hefur sakað hann um að gefa heimsmeistaranum góð ráð og óstaðfestar heimildir greina frá því að Karpov hafi kært hann til sovéska skáksambandsins. í öllu falli hefur Tal yfirgefið Sevilla og dvelur í Madríd næstu þrjá daga og bíður eftir flugi heim. Er talið öruggt að Karpov og hans menn hafi krafist þess að Tal yrði send- ur heim. Svo vikið sé að skákinni þá er hún í röð mikilla baráttuskáka. Karpov er staðráðinn í að endur- heimta titilinn og hefur teflt af mikilli hörku undanfarið. í við- tali við spænska sjónvarpið kvaðst Kasparov hafa misst af góðum færum í átjándu skákinni. Einsog staðan er núna eru örlög Karpovs vitaskuld ráðin takist Kasparov að vinna eina skák. En sigri Karpov er staða heimsmeist- arans geysilega erfið sé horft til þess hve stutt er til loka einvígis- ins. 19.einvígisskák Anatólí Karpov- Garrí Kasparov Drottningarbragð 1. Rf3 (Karpov kom aðeins of seint en lék samstundis. Kasparov hugs- aði sig um í dágóða stund og af svarleik hans má ráða að hann hafi ákveðið að beita þeirri póli- tík í lokaþætti einvígisins að koma andstæðingi sínum á óvart.) 1. ...d5 2. d4 Rf6 3. c4 eó 4. Rc3 Be7 5. Bg5 0-0 (Oftar er leikið 5...h6 en mun- urinn er ekki merkilegur.) 6.e3 h6 7. Bh4 b6 8. Be2 Bb7 9. Bxf6 Bxf6 10. cxd5 exd5 11. 0-0 (Flestir bjuggust við 11. b4 samanber átjándu skákina en í henni lenti Karpov í talsverðum erfiðleikum.) 11. ...Rd7 (Kasparov gefur Karpov kost á að leika 12.b4 með sömu stöðu og í 18.skákinni. Algengara er 11.. .C5.) 12. b4 c5 13. bxc5 bxc5 14. Db3 (Karpov var fljótur að leika þessu og yfirgaf síðan sviðið. Á því er ekki hinn minnsti vafi að ■ Kasparov var hér lentur í heima- rannsóknum áskorandans. Það þarf varla að taka það fram að áður var hér leikið 14.Hbl.) 14. ...cxd4 15. Rxd4 Bxd4 16. exd4 Rb6 (16....RÍ6 kom einnig til greina. Staðan er þegar orðin jafnteflisleg en þó er ekki þar með sagt að jafntefli verði niður- staðan, Karpov unir sér mjög vel í stöðum sem þessum.) 17. a4 Hb8 18. a5 (Karpov sendi Kasparov sitt fræga augnaráð eftir að hafa leikið þessu, stóð upp og yfirgaf sviðið. Það lá í loftinu að Kaspar- ov myndi fórna peði með 18.. .Rc4 þó að 18...Rd7 komi einnig til greina.) 18. ... Rc4 (tími: 1,07) (18....Rc8 gengur ekki vegna 19. a6 og vinnur. Hinsvegar var 18.. ..Rd7 fyllilega mögulegt því 19. Rxd5 strandar á 19....Ðg5 20. Re3 Ba6 og svo framvegis.) 19. Bxc4 (0,52) dxc4 20. Dxc4 , .KwlS' ■ : !§ i§ Wáö Helgi Ólafssonl 20. ...Dd6 (1,36) (Af fjölmörgum möguleikum velur Kasparov einn öruggasta leikinn. Til greina kom 20...Hc8 21. Dd3 Df6 með hótuninni 22. ...Ba6. Annar möguleiki var 20.. ..Dg5 eða jafnvel 20...DÍ6. Jafnvel má leika 20...Dh4. „Svartur hefur 50-80 prósent bæt- ur fyrir peðið,“ sagði Viktor Kortsnoj er skýrði þessa skák út fyrir áhorfendum.) 21. Dc5 Dxc5 (Án efa besti möguleikinn, því eftir 21.Dg6 22.d5! hefur svartur engar bætur fyrir peðið. Nú bíður Kasparovs erfitt endatafl, peði undir. Það var þó álit flestra að hann ætti góða jafnteflismögu- leika. 22. dxc5 Hbc8 23. a6 Ba8 24. Rb5! (24.Ha5 kom einnig til greina en þetta er mun skarpari leikur.) 24. ...HxcS 25. Rxa7 (Kasparov virtist afar tauga- óstyrkur eftir þennan leik. 25.. ..Bxg2 gengur ekki: 26.Kxg2 Ha8 27.Hfbl Hxa7 28.Hb7 Ha8 29.a7 Hcc8 30. Habl og hvítur hefur vinningsstöðu þótt jafnt sé á peðum.) 25. ...Be4 (Endataflssérfræðingurinn Averbakh taldi þetta besta möguleika svarts en kvað uppúr með að staða Kasparovs væri afar erfið. Kortsnoj stakk uppá 25.. ..Hb8 en eftir 26.Hfbl eða 26. Hfcl er svarta staðan afar erf- ið.) 26. f3 Ha8 (Án efa besti möguleikinn. 26. Bxf3 strandar á sama afbrigði og rakið var hér á undan. Nú kemur upp hróksendatafl sem gefur Karpov allgóðar vinnings- líkur. Ef skiptist uppá hrókum væri staða Kasparovs vonlaus en það er einmitt tilvist allra hrók- anna sem gefur honum jafnteflis- möguleika.) 27. fxe4 Hxa7 28. Ha4 Hc6 29. Hfal Kf8 30. Kf2 (1,55) Ke7 (2,13) 31. Ke3 Ke6 32. Ha5 Hd6 33. Hla2 Hc6 34. h4 (Það er ljóst að Karpov getur ekki þróað stöðu sína frekar og verður að leita færa með peða- framrás á kóngsvæng.) 34. ...Hdó 35. Kf4 (2,12) Hb6 (2,19) 36. H2a3 Hc6 37. He5+ Kf6 38. Hf5+ Ke6 39. Hfa5 Hb6 40. He5+ Kf6 Tímamörkunum hefur verið náð. Karpov hefur ekki tekið neinar stórar ákvarðanir í þessu hróksendatafli og hefur kosið að endurtaka leiki til þess að geta rannsakað stöðuna heima. Hins- vegar sýnist manni hann vera í nokkurri hættu vegna þess hversu oft sama staðan hefur komið upp. Staðan: Kasparov 9 - Karpov 9. Flmmtudagur 3. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.