Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 13
Steinn Steinarr Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr Þetta er heiti bókar sem lista- skáldiö Sigfús Daðason hefur skrifað um skáldbróður sinn Stein Steinarr og bókaútgáfan Reykholt hefur gefið út. Steinn Steinarr nýtur sérstöðu meðal íslenskra ljóðskálda. Ólíkt ýmsum öðrum orti hann fyrst og fremst af innri þörf en ekki til að þóknast fjöldanum. En um leið tókst honum að verða skáld fjöld- ans í ríkari mæli en nokkur annar. Við lesendur bóka sinna sagði Steinn einhverju sinni nokkur orð sem vel geta átt við bókina um hann: Lesendum þessarar bókar, ef einhverjir eru,/ hef ég ekkert frekar að segja í raun og veru./ Sjá, hér er ég sjálfur, og þetta er allur minn auður,/ hið eina, sem ég hef að bjóða lifandi og dauður./ Ekki vildi Steinn gera meira úr ævi sinni. 1 bókinni er efni af ýmsum toga sem ætla má að varpi ljósi á manninn og skáldið. Helstu þættir í ævi hans eru raktir, birtar heimildir um hann og skáldskap hans. í bókinni er úrval texta eftir Stein, bæði í bundnu máli og iausu, og hefur sumt ekki komið á prent fyrr. Þá hefur tekist að afla nokkurs magns ljósmynda af skáldinu frá ýmsum skeiðum ævi hans. BRIC,ISI(,iltJONSSON GÖNGUR OG RETTIR Ritsafn um Göngur og réttir Ritsafnið Göngur og réttir, sem kom út hjá bókaútgáfunni Norðra 1948-1953, og Bragi Sigurjóns- son safnaði efni í og bjó til prent- unar, hefur verið ófáanlegt um mörg ár. Nú hefir Bókaútgáfan Skjald- borg endurútgefið ritsafnið í um- sjón Braga, sem raðað hefir efni þess upp á ný, aflað upplýsinga um breytta gangnatilhögun á helstu gangnaslóðum og bætt ýmsu efni við, sem aflast hefir. Hverju bindi fylgir formáli, sem fjallar á einhvern hátt um sauðfjárbúskap þjóðarinnar svo sem afréttarmál, sauðfjármörk, selfarir, fráfærur og í þessu loka- bindi um sauðkindina og íslenska sjálfsþurftarþjóðfélagið. Fjöldi mynda er í ritinu, flestar nýjar, og kort af helstu gangnasvæðum. Þetta er fimmta og síðasta bindi Gangna og rétta og fjallar um göngur og réttir í Þingeyjar- og Múlasýslum. Bók þessi er röskar 500 blaðsíður og í henni um 100 myndir. Veler til vefs vandað Álfrún Gunnlaugsdóttir Hringsól Mál og menning 1987 Sá sem hefur lesið nýja skáld- sögu þykist vita um hvað hún er. Elínborg heitir konan í sögunni og er senn komið að leiðarlokum á hennar braut. Eitt sinn var hún lítil stúlka í þorpi undir fjalli, en missir móður sína og faðir hennar sendi hana í fóstur til barnlausra kaupmannshjóna í höfuðstaðn- um, Sigurrósar og Jakobs. Þar er fyrir bróðir Jakobs, Daníel, sem girntist snemma telpuna, þennan forboðna ávöxt, og hélt við mág- konu sína, fylliraftur sem trúði á hnefarétt og lenti á stríðsárum í slagtogi við nasista í hernumdu Frakklandi. Daníel sem tók Boggu sér til konu þegar hún var í sárum. En áður komu aðrir menn inn í líf hennar: Knútur sem trúði á réttlátt þjóðfélag en flúði ást sína, Herbert sem hrakinn var á brott, hermaður á stríðsárunum. Og drengurinn hennar, Fjalar, dó með sviplegum hætti og það var kannski henni að kenna og sú sorg ber að dyrum á hverjum degi síðan og hjónabandsbarnið Lilja mun aldrei koma í hans stað... Hvað þýðir svona romsa? Hún segir næsta fátt og er kannski verri en ekki, að minnsta kosti sneiðir hún hjá því sem máli skiptir í þessari merkilegu og vönduðu skáldsögu. Elínborg eða Bogga eða Ella, er í leit að horfnum tíma. Á ein- um púnkti flýgur henni í hug þetta hér: „Ekki svosem til neins að hugsa um fortíðina, og þó vill maður skilja. Þetta óskiljan- lega.“ Síðar hugsar hún þegar eiginmaðurinn Daníel skilur ekki hvers vegna hún vill hafast við í herbergi bernskunnar: „Gat ekki vitað að ég svaf þarna uppi til að gleyma ekki neinu. Viðhélt neista sem ekki mátti slokkna“. Þessi hugsun er áleitin í bókinni og drjúgur partur af hennar sið- gæði: að gefast ekki upp við að reyna að skilja líf sitt, eins þótt það sé kannski ekki hægt, og eins þótt flest sé ömurlegt í minning- unni og þær lífsstundir fáar þegar miskunnarleysið vék fyrir því ör- yggi sem fegurðin veitir, fegurð ástar ungrar konu, ástar móður. Þeir yfirburðir sem Álfrún Gunnlaugsdóttir sýnir í meðferð síns efniviðar, sú útsmogna að- ferð sem hún beitir í glímunni við liðinn tíma, halda uppi spennu sem ekki slaknar á, tryggja áhuga lesandans. Rétt samt að taka það fram að aðferð þessi er ekki auðveld. Sögunni er ekki flett vafasömum leikjum, gerir ástar- leikinn að sviðsettu stríði og sannar grimmd sína með því að eyðileggja minjagripina um drenginn sem dó. Og svo mætti áfram telja. Og gleymum heldur ekki þeim sigrum sem Álfrún Gunnlaugsdóttir vinnur með sinni næmu og knöppu túlkun á furðum og undrum ástalífs og því áleitna flæði sem lýsir móðurást og sorg með áhrifaríkum hætti. Það er ekki oft vikið beint að stórtíðindum veraldar á sögutím- anum. En í upphafi annars þáttar segir svo um heim sem er að sleppa út úr styrjöld: „Fótaspark þarna úti, óteljandi fætur þarmma áfram og naumast hægt að glöggva sig á hverjir þetta eru, hælar berja steinhellur og sé þetta ekki glymjandinn úr öllum þeim sem á undanförnum árum hafa ruðst yfir jörðina, troðið hana niður í svað, er heyrnin far- in að bregðast: þessa jörð sem allir héldu að þeir ættu og var óþekkjanleg orðin, en vitaskuld átti hana enginn þóað örfáir ráðskuðust með hana, gengu til leiks sem ekki nokkur hafði skilið og drógu með sér hina í skelfilega hringiðu, ekki úr henni komist og ekki við neitt ráðið...“ Þessi orð eiga líka við hinn smærri heim, við veröld Boggu. Ekki bara vegna þess að þeim næst er talað um sársauka hennar og missi mikinn. Heldur og vegna eðlis þeirra mannlegu samskipta sem lýst er. Annarsvegar skoðum við þau hin „hjartahreinu" (það orð er haft um föður Boggu), sem eru fórnarlömb heimsins - þau sem láta undan, stjórna ekki sínu lífi, komast ekki burt. Þar er faðir Boggu sem hún aldrei þekkti og Jakob fóstri hennar sem ekki gat orðið sá faðir sem hún þurfti og Bogga sjálf. Og síðan eru hinir sem taka, eyðileggja, særa, nota annað fólk, Daníel náttúrlega efstur á blaði, Sigurrós stendur honum nálægt. Og náttúrlega er aldrei um hreina tvískiptingu að ræða í þá sem eiga og hafa og nota og þá sem eru og elska, á svo marga leitar grámi aðlögunarinn- ar: maður notar sér heiminn eins og hann er (Herbert). í þessari hringiðu verður kannski „ekki við neitt ráðið“, samhjálpin er klén og ekki á hana að treysta ( allir mennirnir sem Bogga unni brugðust henni), en samt er augum ekki lokað í þögn, minnið ekki þurrkað út, það er hlúð að neistanum að hann ekki slokkni. Bók verður til, eins konar sigur yfir foreyðingunni. að og fátt um óþarfa. Stef eru leikin hvað eftir annað og misjafn styrkleiki þeirra gefur lesandan- um hugboð um mikilvægi þess sem farið er með. Rammaþemað er fjallið sem rís yfir þorpi bernskunnar og minnir á konu á liggjandi á líkbörum, það tengist heimþránni, þeirri leit að skjóli sem Bogga aldrei fann og svo þeim endalokum sem ekki verða umflúin. Það tengist líka flóttan- um, þörfinni á að komast burt, sem Bogga reynir hvað eftir ann- að, og vanmættinum: flóttinn tekst ekki. Stef Daníels eru af öðrum toga, tónninn ískyggi- legur, upplýsingarnar óáreiðan- legar, vafasöm og reyndar glæp- samleg fortíð hans oft endur- skoðuð af honum sjálfum. Stefjafléttan gerir sitt til að persónurnar eru áreiðanlegar í þeirri ringulreið sem sýnist blasa við lesandanum. Skýrar í sínum sérkennum. Jakob til dæmis, sá sem víkur undan, beygir hjá, bregst þegar á ríður. Knútur, fað- ir Fjalars litla, þessi frændi Arn- aldar í Sölku Völku, sem er þeim mun frekar með hugann við gjör- breytingu sem hann vill síður horfast í augu við veruleikann og gjörðir sínar. Daníel, sem þarf að kynda undir sitt freka sjálf með sem Bogga sjálf þarf ekki á að halda. Fólk kemur til sögunnar athugasemdalaust og það greiðist smám saman úr tengslum þess við aðrar persónur - það tekur meira að segja óratíma að vita hvað söguhetjan heitir. Heiti sögunn- ar, Hringsól, segir sína sögu. Les- andinn fær smám saman að skoða útlínur þeirrar sögu sem farið er með, síðan er farið með hann í marga hringi og í hverri umferð er sótt dýpra í kviku lífsins og innar, nær þeim tíðindum sem erfiðust eru og stærst. Meðferð Álfrúnar á tímanum er náskyld eðli minnisins, en hún er ekki full af óreiðu. Öðru nær. Þetta er vefur sem vel er til vand- Álfrún Gunnlaugsdóttir. eins og almanaki. Tími hennar er hvikull eins og duttlungar minnis- ins. Það er ekki numið staðar til að gefa lesandanum upplýsingar ÁRNI BERGMANN Frá Viðvík til Saigon Matthías Viðar Sæmundsson Minnlngar barnalæknis Lífssaga Björns Guðbrandssonar Forlagið 1987 Á seinni árum fjölgar viðtals- bókum sem skrifaðar eru eftir læknum. Það er engin furða þeg- ar til þess er litið hvílíkan sess læknar skipa í hugum ótal margra sem einskonar ný klerkastétt, handhafar áreiðanlegrar vitn- eskju á óvissum tímum þegar guð virðist einatt ekki í andans sjón- máli. Þeir Matthías Viðar Sæmunds- son og Björn Guðbrandsson hafa sett saman bók sem um margt er læsileg og blessunarlega laus við málalengingar. Svo sannarlega hefur Björn frá ýmsu að segja: frá uppvaxtarárum og merkum sam- ferðamönnum, frá kvölinni og völinni í ábyrgðarmiklu starfi og mörgu fleiru. Ekki spillir það að Björn vill gjarna leggja lönd undir fót til að kanna menn og borgir: hann skoðar Hitler skömmu fyrir stríð, og hann er læknir í Saigon skömmu áður en Víetnamstríði lýkur. Ber sá kafli um margt af: miðlað er sjaldgæfri lífsreynslu í gagnorðu formi. Gallar viðtalsbóka eru og til staðar. Fyrst og fremst þetta hér: að nefna margt fólk til sögu en nema ekki staðar við hvern og einn. Þó gefur Björn sér tíma til að segja af sumum sögur sem betra er að hafa en án að vera. Það þema sem kalla mætti nafni reyfarans „líf í læknis hendi“ er líka afgreitt með frekar ágripskenndum hætti. Hinsvegar getur lesandi gert sér nokkuð glögga grein fyrir þeirri persónu sem frásögumaður geymir. Hann sér fyrir sér dugnaðarfork, heldur kaldranalegan í fari og tali en lík- lega viðkvæmari inni við beinið en sýnst gæti. Hann sér mann sem getur í alhæfingum um menn og þjóðir dottið í synd sleggjudóma en hefur að öðru leyti geðsleg viðhorf til mála. Hann er rögg- samur náttúruverndari, kann að láta tónlist verða sér til sálusorg- unar. Hann er lítt hrifinn af skriffinsku og stórum stofnunum og hjátrú á rannsóknir, sem hon- um finnst naga innanfrá sjálfa læknislistina. En sem fyrr segir: viðtalsbók er einatt ágripskennd, hröð, ekki nærgöngul og lesanda má vel finnast að rækilegar hefði mátt fara í saumana á þessum hlutum. Bókinni lýkur á þessari prýði- legu lífsreglu hér: „Sá sem ekki vinnur meira en honum er borgað fyrir er ekki verður launa sinna“. ÁB. ÞJ0ÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.