Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 15
/ hverium polli brot af hlmninum Mercé Rodoreda: Demantstorgið Guðbergur Bergsson þýddi Forlagið 1987 Demantstorgið er saga skrifuð á katalónsku og kom fyrst út á þeirri tungu árið 1962. Hún gerist Minningar frá Akureyri Kveðja frá Akureyri heitir bók eftir Richardt Ryel sem Bókafor- lag Odds Björnssonar gefur út. Richardt Ryel er fæddur á Ak- ureyri 1915, fór ungur að fást við verslunarstörf á Akureyri en síð- ar í Reykjavík og Danmörku, þar sem hann er nú búsettur. Hér skráir hann minningar sínar frá Akureyri fram yfir seinni heimsstyrjöld. Bókin er í stóru broti, prýdd fjölda mynda frá gömlu Akureyri, sem margar eru áður óbirtar og gefa þær bókinni verulegt gildi. á tímum borgarastyrjaldarinnar á Spáni en er samin í Sviss árið 1960. Þar sat skáldkonan Mercé Rodoreda í útlegð frá heimalandi sínu. Þýðandi sögunnar er Guð- bergur Bergsson og hann skrifar líka eftirmála sem er í senn fróð- legur og skemmtilegur. Þar kem- ur fram að hann er með þessari þýðingu að „skila vissu þakklæti til menningarsvæðis“ þar sem hann átti heima „í dularfull sjö ár“. Það eru sem sagt mikil átök og örlagaríkir atburðir sem mynda baksvið sögunnar, en þeir eru samt fjarlægir, því að þetta er fyrst og fremst saga Natalíu, frá því hún er ung stúlka og dansar á Demantstorginu þar til hún er orðin fullorðin kona, gift í annað sinn og á uppkomin börn. Natalía er jafnframt sögumaður og afar nálæg í sögunni því að allt sem gerist er mjög bundið sjónar- homi hennar og þeim heimi sem hún hrærist í. Þetta felst í stflnum. Natalía endursegir allt þannig að óbein ræða er miklu algengari en samtöl: „... þá lokaði hann þeim með því að leggj a höndina á hönd mér þegar ég opnaði, og hann sagði að áður en hann færi lang- aði sig að segja dálítið: að Quí- met vissi ekki hvað hann væri heppinn að eiga konu eins og mig, og að hann segði mér þetta þegar við ættum kannski aldrei eftir að hittast framar, svo ég myndi alltaf eftir þessu..“ (85). Það er ekki ótrúlegt að þessi stfll hafi reynt talsvert á þýðandann, en ég fæ ekki betur séð en honum hafi tekist vel til. Málið á sögunni er eðlilegt og lipurt og ljóðrænu kaflamir yfirleitt mjög fallegir. Hlutskipti Natalíu sem konu kemst mjög vel til skila í sögunni ekki síst vegna þeirrar fjarlægðar sem er milli Natalíu sjálfrar og svokallaðs söguhöfundar sem beinir athygli leynt og ljóst að misréttinu. Natalíu dettur ekki í hug að mögla, hún er bara venju- leg stúlka sem tekur hlutunum eins og þeir em. En þessi um- burðarlynda afstaða hennar kall- ar sennilega á enn sterkari við- brögð lesenda en ella. Þessari að- ferð fjarlægðar er beitt víða í sög- unni, t.d. í mjög áhrifamiklu at- riði þar sem Natalía neyðist til að senda son sinn á hæli fyrir soltin böm. Það er sem sagt móðirin sjálf sem segir frá en lætur tilfinn- ingarnar ekki bera sig ofurliði, heldur brynjar sig hörku svo mjög að það er bókstaflega raun að lesa þennan kafla. Tilfinning- um sínum lýsir hún síðar á þessa leið: „Ég varð að vera eins og korkur til að geta tórað, því ef ég hefði verið eins og forðum, úr holdi sem harðnar ef klipið er í það í stað þess að vera úr kork með hjarta úr snjó, þá hefði ég ekki komist yfir svona háa, langa og mjóa brú.“ (98). Texti þessarar sögu birtist í gervi einfaldrar frásagnar venju- legrar konu en er í raun djúpur og margræður. Frásögn Natalíu fær oft á sig mjög ljóðrænan blæ sem kemur eins og af sjálfu sér og fell- ur alveg eðlilega inn í frásögn hennar. Og ég held að hlutur þessara ljóðrænu kafla fari vax- andi eftir því sem líður á söguna eins og textinn leiti út á meira dýpi í samræmi við lífsreynslu sögumanns. Demantstorgið er saga full af dúfum. Químet, fyrri eiginmaður Natalíu (sem er að mínu mati eins leiðinlegur og nokkur karlmaður getur hugsanlega orðið - en samt trúverðug persóna) kallar hana alltaf Dúfu og kaupir seinna fjöldann allan af dúfum og tekur að stunda dúfnarækt af mikilli ástríðu en algjörri fávisku og fyll- ir að lokum aila íbúðina af dúf- um. Dúfurnar finnst mér táknrænar fyrir hlutverk Natalíu og annarra kvenna í samfélaginu. Þeim er iðulega líkt við eitthvað kvenkyns, nunnur, kerlingar á leið til kirkju o.s.frv. Og þær eru læstar inni. Þegar dyrnar eru opn- aðar fyrir þeim kunna þær ekki að notfæra sér frelsið, aðeins ör- fáar fljúga upp. Og það kemur að því að Natalía ræðst gegn þeim og reynir að tortíma þeim eins og hún vildi ráðast á þá kvenímynd og hlutverk sem hún er föst í. Þegar dúfurnar eru löngu horfnar úr lífi hennar verður til orðrómur um hana og dúfurnar hennar og það er tilbúin mynd af henni en ekki raunveruleg: „Og þegar þær töluðu um mig þannig eins og þær héldu að ég væri, þá sögðu þær: hún saknar, saknar svo sárt dúfn- anna, dúfnakonan..." (126). Undir lok sögunnar þegar Natal- ía er komin yfir mestu hörmung- arnar í lífi sínu og orðin kaupmannsfrú verður innilokun hennar mjög áberandi. Hún er hrædd við að fara út og rekst inni í íbúðinni alls staðar á veggi: „Allt voru eintómir veggir og gangar og perluhengi með japönskum konum. Veggir og veggir og gangar og veggir og gangar og ég gangandi fram og aftur..“ (123). Sagan hófst skömmu fyrir brúð- kaup Natalíu og henni lýkur á brúðkaupi dóttur hennar. Hring- urinn lokast en samt hafði dóttir hennar gert tilraun til að rjúfa hann. Hún kærði sig ekki um að giftast og loka sig inni. Einkunnarorð sögunnar eru: My dear, these things are life. Og þetta er einmitt saga um lífið eins og það er. Dapurleiki, misrétti, áhyggjur og sorg blasa við en yfir- skyggja samt.ekki allt. í sögunni er þrátt fyrir allt dálítill gáski, að vísu ekki áberandi en hlýlegur. Og í henni er líka að finna trú á lífið og von sem kemur ekki síst fram á síðustu biaðsíðum sögunn- ar: „Vatnið var kalt og minnti mig á að í gærmorgun, þegar brúðkaupið var haldið, hafði rignt mikið og ég hugsaði um að þegar ég færi seinni partinn út í garðinn, eins og alltaf, rækist ég kannski enn á polla á stígnum... og að í hverjum polli, hversu lítill sem hann væri, yrði brot af himn- inum... himninum sem fugl rauf stundum... fugl sem var þyrstur og rauf himininn í vatninu með goggnum án þess að hann vissi það...“ (146). H AFN ARFJ ARÐA RJARLINN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar um leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af „feðruin Hafnarfjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. MAGNÚS JÓNSSON BÆRÍ BYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR SKUCGSjÁ FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurdi skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þcim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður. sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR í BYRJUN ALDAR HAINARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bæríbyrjun aldar — Hafnar- fjörður, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænurn, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af íjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. MEÐ MÖRGU FÓLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað maigt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Með mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fieiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og fiestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SKUGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF PRISMA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.