Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 11
Ólöf Pétursdóttir skrifar um unglingabækur Afsporum og sparískóm Nú um stundir hafa menn nokkrar áhyggjur af lestrarvenj- um barna og unglinga. Þeir böl- sýnustu eru jafnvel á því að ung- lingar séu upp til hópa hættir að lesa. Einkum er myndbanda- og ljósvakavæðingu kennt um en einhvern veginn gleymist alltaf að tala um ábyrgð þeirra höfunda sem hyggjast skrifa fyrir þessa aldurshópa. Ég tel víst að komist unglingar í bækur Eðvarðs Ing- ólfssonar á fastandi maga hvað andlegt fóður varðar sé stutt í iestrarklígjuna. Ofneysla slíkra fræða getur líka orðið leiður ávani sem útilokar allt annað. Eðvarð er hér aðeins nefndur sem dæmi um framleiðanda letj- andi lesefnis en hann er síst barn- anna verstur. Þetta á ekki síður við bækur annarra höfunda, hef- ur raunar tíðkast í stórum stíl ára- tugum saman, en þetta eina víti til vamaðar verður látið nægja. Leðurjakkar, spariskór og nýju fötin keisarans Hér verður fjallað ofurlítið um tvær nýútkomnar bækur sem ætl- aðar eru unglingum. Þær eru Spor í rétta átt eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur (ísafold) og Leður- jakkar og spariskór eftir Hrafn- hildi Valgarðsdóttur (Æskan). Bókakápurnar em afar svipaðar að gerð (hönnun?) og sýna ljós- mynd af krakkahópi að koma úr sundi eða annarri íþróttaiðkan. Munurinn á þeim felst einkum í gylltu verðlaunamerki sem trónir ofar bókartitli á Leðurjökkum og spariskóm. Bókin fékk nefnilega fyrstu verðlaun í samkeppni um unglingaskáldsögu sem efnt var til í tilefni barnaárs 1985. Hvað skyldu hafa borist margar sögur í þá samkeppni? Frómt frá sagt, sé þessi saga verðug fyrstu verð- launa er mikil mildi að hinar skuli ekki vera birtar. Þarna er einmitt fetað í fótspor hins ólseiga Eð- varðs og reynt að dylja mesta óbragðið með gassagangi að hætti Auðar Haralds sem er höf- undur afbragðsgóðrar unglinga- bókar, Baneitrað samband á Njálsgötunni. Sú bók var bara svo miklu meira en glens, þar bjó al- vara að baki og kom einmitt að kjarna þess sem getur fyllt ung- linga lífsfirringu. Nei, í Leður- jökkum og spariskóm er fjallað um uppa á unglingsaldri, þ.e. unglinga eins og foreldra í uppa- hópi dreymir um. Lýsingar á for- eldrum eru aftur greinilega byggðar á hugmyndum foreldra um sjálfa sig. Svona í alvöru, hvað er verið að verðlauna? Spor í rétta átt: enn er von... Þó að þessi lesandi væri kom- inn með stein í lestrarmagann eftir Leðurjakka og spariskó var nú lagt til atlögu við næstu bók, Spor í rétta átt eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Minnug ferskrar reynslu af bókum með unglinga- ljósmyndum utan á gerði ég mér ekki háar vonir. Þessi bók hefur ekki einu sinni verið verðlaunuð! En viti menn! Ólíkari bækur er vart hægt að hugsa sér. Þessi bók ber nafn með rentu. Þetta er ekki tímamótaverk í heimsbók- menntunum, en þarna er sögð þroskasaga unglings sem er meira en glansmyndin galtóm. Aðrir sem koma við sögu eru einnig nokkuð sannferðugir. Foreldr- arnir eru ekki fulltrúar „sæta liðs- ins“ sem tröllríður glanstímarit- unum, unglingarnir eru misjafn- lega þroskaðir, sumir ráðvilltir, aðrir sjálfstæðir, rétt eins og gengur. Þarna er hvorki verið að plata né predika. Að sönnu spor í átt til betra horfs í unglingabók- menntunum. Einna helst mætti finna að því hvað stelpan sem er í upphafi bókar óttalegur óviti og ódó verður á ótrúlega skömmum tíma meðvituð um vanda foreldra sinna og lygilega fljót að ráða bót á honum. Móðirin fékk eiginlega mestu samúð mína. Mér fannst höfundur skilja hana eftir nánast í lausu lofti. Að lokum: Látið ekki bóka- kápur plata ykkur. Það er sitt- hvað, spor og spariskór, þótt á- sjónan sé svipuð. Ef ég man rétt var fyrrnefnd bók Auðar Haralds líka prýdd svona unglingaljós- mynd en reyndist afbragð ann- arra bóka um unglinga og for- eldra þeirra. Ennfremur að bók getur verið prýðileg þótt hún beri ekki gullslegið verðlaunamerki (og öfugt!) Einnig mætti minna oftar á það að margir unglingar eru (enn sem komið er) fullfærir um að lesa „alvöru“bækur og mörg bókmenntaverk eiga fullt erindi við þá. Ég held að t.d. Of- vitinn eftir Þórberg Þórðarson sé kjörin bók fyrir unglinga og geti aukið þeim löngun til þess að lesa góðar bækur. Ólöf Pétursdóttir „Bókaverslun Snæbjarnar í Haf narstrætinu sem góð bókabúð hefur: - Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu.“ Stórorð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnarerum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góð ráð og upplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur áfélagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? B Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti 4. Sími: 14281 l Á atburðaríku strákasumri Guðmundur Ólafsson Klukkuþjófurlnn klóki Vaka Helgafell 1987 Klukkuþjófurinn klóki er önnur barnabók Guömundar Ól- afssonar, sem í fyrra hlaut verð- laun fyrir sögu sína af Emli og Skunda. Sögusviðið er lítið pláss við sjó í nokkurri fortíð: feðurnir eru oftar en ekki að heiman og mæð- urnar ráða rikjum og börn eru við þær kenndar. Ýmsar uppákomur miður góðar geta orðið á slíkum stað, en samt erum við stödd ein- hversstaðar fyrir syndafall í sak- lausum leik og græskulausu gamni. Skólanum er slitið með óvæntri uppákomu og strákarnir eru frelsi fegnir. Þeir bregða á ýmsar framkvæmdir og skemmtun og gengi það allt vel, ef ekki væri höggormur í Paradís. Þrjóturinn sem kveikti í kofa- byggð strákanna og stal klukk- unni og rændi kópnum frá sér betri strákum. Er hann náttúr- iega tekinn í karphúsið með góðri samstillingu kraftanna. Svo er haldið misheppnað afmæli og misheppnuð skemmtun með braki og brestum. Og svo er kom- ið haust. Guðmundur Ólafsson hefur góða tilfinningu fyrir samtölum og umhverfi: heimur sögunnar hefur lit og lögun og lykt. Ein- hver mundi nú kvarta yfir því að hér færi reynsluheimur karla, strákar og þeirra artir yfirgnæfðu fréttir af kvenstelpum. Ekki dett- ur okkur í hug að kvarta yfir því: einhversstaðar verða vondir að vera. Tvennt er helst að þessari sögu: hún verður helst til kyrr- stæð framantil, og strákar sög- unnar eru full líkir hver öðrum, eins þótt höfundur geri sitt til að sérkenna þá með föstum töktum í tungutaki. En þegar á heildina er litið er þetta fjörlega skrifuð bók. Höfundur sýnir allt að því leikræna útsjónarsemi þegar hann þarf að hlaða loftið spennu eins og í næturkaflanum, þegar hrekkjusvínið er í gildru veitt og upp fest. Eða í þeim ærslum sem skapast í afmælisveislunni góðu og eftir hana. Það er og geðfellt að strákamir í plássinu vilja láta gott af sér leiða í náttúrunnar ríki (bjarga litlum kópi úr tröllahönd- um) og er farið með það stef al- veg væmnislaust. Grétar Reynisson hefur teiknað skemmtilega bæði inn í söguna og utan um hana, og það er vel til fundið að prenta næt- urkaflann æsilega með hvítu á svartan grunn. ÁB ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.