Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 5
Hispurslaust og tildurslaust Hannes Pétursson. Misskipt er manna láni, Heimildaþættir III Útgefandi: Iðunn. Hvað ætli það séu margir utan- héraðsmenn sem lesa þætti Hannesar Péturssonar, Misskipt er manna láni, heimildaþætti III? Vonandi margir. Ætli verði skrif- aðir svona þættir um menn 20. aldarinnar á þeirri 21stu? Pað er vafasamt þó ekki væri nema vegna þess að áhugi á persónu- sögu fer minnkandi eftir því sem þjóðinni fjölgar. En líka vegna þess að þá bjuggu menn um ára- tugi í lokuðum sveitum og lærðu því allvel að þekkja hver annan. En vonandi eru þeir margir sem lesa þessa þætti Hannesar Péturs- sonar. Ekki kannski vegna efnis- ins heldur textans sem er blátt áfram ilmandi góð íslenska. Hannes Pétursson skáld birtir í bók sinni sem nú kemur út hjá Iðunni þrjá þætti. Sá fyrsti er um G. Blander, Gottskálk Gott- skálksson, sem var skírður í Mikl- abæjarkirkju 30. maí 1761. Hann flæktist víða um lönd sem her- maður, var sendur heim á sveit sína hreppaflutningi en hófst svo til nokkurra álna sem búandmað- ur í Skagafirði. Hann hafði af því tekjur að ferja menn og skepnur yfir Héraðsvötn auk þess sem hann hélt bú á Mið-Grund. Hann lauk ævi sinni eftir brúð- kaupsveislu. Reið hann heim- leiðis drukkinn og fannst ekki lif- andi eftir það; var liðið lík þegar að honum var komið þar sem hann hékk í beislistaumum hest- ins sem hann reið frá brúð- kaupinu. Sagan af Gottskálk lifir góðu lífi í meðförum Hannesar Péturs- sonar, með ísmeygilegum húm- or, en jafnframt ber hún vott um nákvæmni sagnaritarans og glöggt heimildaauga. Onnur saga ber yfirskriftina sveitarstólpi og segir frá Jóhanni Hannes Pétursson P. Péturssyni á Brúnastöðum, upphefð hans og frama, efnum hans og umhverfi. Pessi þáttur er einna ítarlegastur og um leið lík- lega sístur þáttanna þriggja fyrir utanhéraðsmenn. Þó fer þar margt fróðlegt. Ég má til með að skjóta því hér inn í að þættinum fylgja ágætar myndir af Jóhanni höfðingja þessum. Til dæmis ein Ung há og fyndin Fyrsta bók Auðar Haralds, Hvunndagshetjan, kom út 1979 og vakti mikið umtal og athygli. Síðan hefur hún skrifað tvær full- orðinsbækur og að auki sent frá sér nokkrar barnabækur. Og fyrir þessi jól gefur Forlagið út enn eina bók eftir Auði: Ung, há, feig og Ijóshærð, sem er ótrúlega langur og lummulegur titill eins sér, en að lestri loknum verður Ijóst hvað hann er í rauninni fynd- inn og í góðu samræmi við efnið- og þá ekki síður hinn hippíski og klisjukenndi undirtitill: Örlaga- þrungin saga um ástir og ofbeldi. Bókin, sem er tileinkuð tveim tannlæknum, fjallar um Önnu Deisí sem eftir ljúfa æsku á sveitasetri stendur skyndilega uppi allslaus, hún er rekin af æskuheimilinu og á ekki grænan túskilding. Mitt í eymd sinni í stórborginni fær hún boð um að mæta á tiltekna skrifstofu og þar með rúllar sagan af stað. Hún lendir í allskyns ævintýrum, það er setið um líf hennar, hún eignast drauma/alvöruprins og leikurinn berst út um víðan völl, en Róm er þó meginsögusviðið. Stúlkan Anna Deisí stendur sig með afbrigðum vel í öllum þess- um þrengingum og hefur til að bera yfrið nóg af heilbrigðri skyn- semi og tapar henni ekki þrátt fyrir að hún innbyrði ómælt koní- ak og eins og vera ber fær vafstrið mjög farsælan endi. Samkvæmt flokkunarkerfi bókmenntafræðinnar hlýtur bók- in að teljast til spennurómana. Eitt helsta einkenni bókarinnar er raunsæisleg frásögn, allt hefur eðlilegar skýringar, miklar útlist- anir á mat, fötum, snyrtivörum og mjög skemmtilegar og lifandi lýsingar á Róm og innbyggjurum hennar. Bygging sögunnar er hefð- bundin og ágætlega gerð og lykill- inn að plottinu er hin kunna saga af skyttunum þrem. En það sem er eftirminnilegast og vekur mesta athygli í sögunni eru inn- skotsþættir (eða hvað á að kalla þá: afhjúpunarlínur, því hér er flett ofan af skáldgaldrinum) en þeir eru á eftir hverjum kafla og í upphafi bókar. Hér opnar höf- undur upp á gátt inn til sín og er þar ýmist að tala við vinkonur sínar, börn, sjálfa sig, lesendur, gagnrýnendur, eða vin sinn Osc- ar Wilde en þeirra samskipti standa á gömlum merg, sbr. að í þessari bók er að finna sömu til- vitnun í Óskar og er fremst í Hvunndagshetjunni. Hér er Dauður að deila við Óskar og ís- lenska gagnrýnendur um að hún taki bláköld „ferska, ómengaða" VÉDÍS ____ SKARPHÉÐINSDÓTTIR lifandi persónuleika og láti þá stíga fram í sögunni en það finnst Óskari auvirðilegt. En Auði tekst þetta mæta vel, sbr. Giuseppe og stórskemmtilega lýsingu á kpnu sem er flækt í vef ítalska skrifræð- isins. í þessum innskotsþáttum er rithöfundurinn sem sé í beinni út- sendingu að fjalla um hversu erf- itt það sé að vera rithöfundur. Ekki nýtt, en vel gert og skemmtilegt. (Ótrúlega illkvitt- nir þessir gagnrýnendur.) Persónur sögunnar eru nokkuð einhliða og litlausar eins og hefð- in segir til um í svona bókum. í rauninni hefur lesandi ekki mjög heita samúð með þessari leggja- löngu Önnu Deisí og er nokk sama hvað um hana verður. En það er engu að síður gaman að fylgjast með henni í búðum og bönkum í dagsins önn. Draumaprinsinn hennar, David Cumbersome, ber nafn með rentu og er sérlega fúll og ó- spennandi - en það er einmitt það fyndna við þetta allt. Auður er sem sé áð skrifa mjög formúlu- kenndan og einfaldan reyfara, með nauðaómerkilegum aðal- persónum, en með því að sulla ýmsu útí, t.d. „stolnum persón- um“, góðum lýsingum á Róm, skemmtilegum talanda margra persóna sem gætu verið afkom- endur Andrésar andar og segja helst ekkert nema Grmf og Onk, og síðast en ekki síst þessum beinu útsendingum verður bókin í heild sinni mjög skemmtileg og vel gerð lesning. Auður er í raun að gera grín að þessum útslitnu spennu-ástarsögum. Húmor sögunnar er oft í sama harðneskjulega stflnum og oft áður hjá Auði, sbr. upphaf sög- unnar þegar Anna Deisí er að veltast um á alelda skrifstofu: „ Að baki ungu stúlkunnar heyrist flissandi snark í eldinum. Það er Auður Haralds permanent einkaritaranna sem brennur.“ (13) En oftar er hann tæki til að sýna lesendum fram á hláleg örlög Önnu. Dæmi: þegar sagan hefur borist til Jórdaníu og aðalsöguhetjan reikar ein um víðáttur sandsins úrkula vonar segir: „Að vísu liggja spor hennar um sandinn, en þau líkjast bréf- anámskeiði í tangó eftir Rúdolf Valentínó og engum ætlandi að rekja þau.“ (205) Bókin er sem sagt ágætlega skrifuð og verulega fyndin. Að lokum er ástæða til að geta þess að kápa bókarinnar er vel gerð. Védís Skarphéðinsdóttir þar sem hann situr gæðing sinn í hlaði Sauðárkróks. Þar sést enn hvað íslenskum hestum hefur far- ið fram á þessari öld. Enginn maður myndi láta mynda sig á svona hesti á Sauðárkróki um þessar mundir að minnsta kosti ekki ef Sveinn Guðmundsson fengi að ráða einhverju. Jóhann rak merkilega banka- starfsemi og lánaði sveitungum sínum háum og lágum og tók af þeim 4-6% vexti sem hefðu sennilega verið kallaðir „raun- vextir“ á tungumáli Seðlabank- ans. Ekki kunni ég við hvernig Hannes notaði orðin féhyggja og auðhyggja í þættinum um Jó- hann. Jóhann dó 6. febrúar 1926. Þriðji þátturinn fjallar um Skúla Bergþórsson hagyrðing, bónda og sjósóknara, fæddan 1819. Búskapur hans á Reykja- strönd þætti fáum eftirsóknar- verður nú orðið. Skemmtileg er vísan um Tindastólinn sem birt er í bók Hannesar, að vísu ekki eftir Skúla: Á kvöldin aldrei sest hér sól, sinnis minnkar róin. Ég vil taka hann Tindastól og troða honum ofan í sjóinn. Þetta þætti skrýtinn samsetn- ingur nú orðið því Tindastóllinn er talinn höfuðprýði Reykja- strandar. Það er beint ótrúlegt sem Skúli setti saman af rímum miðað við allt annað amstur sem á honum lá: Út komu eftir hann Rímur af Jóhönnu og Jóhanni en Hannes rekur efni margra annarra rímna og birtir stöku vísu. Hannes segir: „Rímur Skúla eru hvergi mikilsháttar né heldur lakari en skáldskapargreinin var upp og ofan um hans ævidaga.“ Þó eru nokkrar snotrar hendingar í þeim erindum sem Hannes birtir. Það er athyglisvert sem Hann- es segir frá í þættinum um Skúla og hefur eftir Þorkatli Bjarnasyni presti á Reynivöllum um Ný fé- lagsrit: „Er það all-merkilegt, að af þeim 43 eintökum af Nýjum fé- Íagsritum, er menn 1845 höfðu skrifað sig fyrir í Skagafirðinum, voru 12 keypt í Sauðárhreppi, en þar voru þó búendur eigi 30.“ Spurt var í upphafi hve margir ætli lesi Hannesarþætti Péturs- sonar úr Skagafirði. Vonandi margir. Einkum væru þeir holl lesning fyrir alla þá sem mikið skrifa og tala, blaðamenn og stjórnmálamenn og aðra þess háttar málnotkunarmenn. Sá sem vill skynja málið þar sem það verður tært og umfram allt eðli- legt, hispurslaust og tildurlaust, sá maður ætti að lesa þessa þætti Hannesar Péturssonar. Svavar Gestsson JÓN DAN M - ARIÐ EFTIR SPONSKll VEIKINA Saga byggð á raunverulegum atburðum „Þar sem tekið er á heldur óvanalegu söguefni af kunnáttusemi. Hann (höf.) hefur hér auðgað skáldsagnagerð okkar með verki þar sem beitt er nýstárlegu söguviðhorfi..." - esig. Tíminn 2.12.87. BOKAUTGAFAN KEILIR ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.