Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 3
Jón Helgason
Vér íslands
börn
eftir
Jón Helgason
Komin er út hjá Iðunni endurút-
gáfa á verki Jóns Helgasonar rit-
stjóra, Vér íslands börn l-lll.
Verk þetta hefur verið uppselt um
skeið en er nú aftur fáanlegt, öll
þrjú bindin íöskju.
í kynningu útgefanda segir:
„Jón Helgason kunni öðrum
betur að glæða liðna sögu lífi, og
gilti þá einu hvort viðfangsefni
hans voru æðstu valdsmenn þjóð-
arinnar eða umkomulausir kot-
ungar. Vér íslands börn flytur
efni af sama toga og íslenskt
mannlíf: listrænar frásagnir af ís-
lenskum örlögum og eftirminni-
legum atburðum, sem reistar eru
á traustum, sögulegum grunni og
ýtarlegri heimildakönnun.
Jón Helgason „fer listamanns-
höndum um efni sitt, byggir eins
og listamaður af þeim efnivið,
sem hann dregur saman sem vís-
indamaður,“ eins og dr. Kristján
Eldjám komst að orði í ritdómi".
Smásögur
Hrafnhildar
Valgarðsdóttur
í rangri veröld nefnist bók eftir
Hrafnhildi Valgarðsdóttur sem
Frjálstframtak hf. hefurgefið út. (
bókinni eru ellefu smásögur eftir
Hrafnhildi, en hún er kunnur
bama- og unglingabókahöfundur
og hlaut nýlegafyrstu verðlaun í
samkeppni um slíkarbækur. (
rangri veröld er hins vegarfyrsta
bók hennar sem ætlaö er fullorð-
num.
í bókarkynningu segir m.a.:
„Efnistöíc Hrafnhildar eru á
margan hátt óvenjuleg svo og val
söguefnis. Frásagnarmáti hennar
er meitlaður og án orðskrúðs.
Hún gefur lesendum næma inn-
sýn í hugarheim og líf söguhetja
sinna en skilur jafnframt eftir
margar spumingar sem lesendum
er eftirlátið að svara.“
LÍFSREYNSLA
Fólk úr öllum landsfjórðungum segir frá eftirminnilegri og sérstæðri
reynslu. Þeir sem rita eigin frásagnir og annarra eru:
lilynur Þór Magnússon (safirði, Inga Rósa Þórðardóttir Egilsstöðum, sr.
Bernharður Guðmundsson Kópavogi, Erlingur Davíðsson Akureyri, Páll
Lýðsson Litlu-Sandvík, Herdís Ólafsdóttir Akranesi, sr. Jón Kr. ísfeld
Garðabæ, Sveinbjörn Beinteinsson Dragbálsi, Óskar Þórðarson
Reykjavík og Bragi Þórðarson Akranesi. Allar frásagnirnar eru skráðar
sérstaklega vegna útgáfu þessarar bókar.
Ævintýralegar ferðir og slysfarir breyta oft viðhorfi fólks til lífsins.
LÍFSREYNSLA er áhrifamikii bók sem lætur engan ósnortinn.
AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN
Hjörtur Gíslason ræðir við fimm lands-
þekkta aflamenn, sem eru fulltrúar allra landshluta og
fimm greina útgerðar. Þeir eru: Guðjón A. Kristjánsson, Páli Pálssyni ÍS,
Þorsteinn Vilhelmsson, Akureyrinni EA, Magni Kristjánsson, Berki NK,
Sigurður Georgsson, Suðurey VE, Ragnar Guðjónsson, Esjari SH.
HalldórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra ritar inngangsorð bókarinnar.
AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN er bók sem gefur raunsanna mynd af
lífi sjómanna. Þetta er bók um menn sem skara fram úr á sjónum, menn
sem hafa frá miklu að segja.
HÖRPUÚTGÁFAN U
STEKKJARHOLTI 8-10,300AKRANESI.
Björnssonar
Emll Björnsson
Litríkt fólk.
Ævlminnlngar II.
örn og Örlygur 1987.
í fyrra sagði séra Emil Björns-
son frá fyrstu sporum sínum í til-
verunni á minningabók sem hlaut
einkar lofsamlegar viðtökur. í
þessari bók heldur hann áfram
frásögninni þar sem hann kemur
suður og finnst að húsin í borg-
inni séu að hrynja yfir sig. Víða er
við komið: sagt frá basli efnalítils
pilts sem vill komast til mennta
og verða skáld, frá skólabræðrum
og kennurum, frá hernámi og
hugarfarsbreytingum stríðsár-
anna, frá trúardeilum og pólitísk-
um átökum, frá jarlastríði á ríkis-
útvarpinu og undarlegum prests-
kosningum. Og er þá hvergi nærri
allt upp talið.
Séra Emil stflar margt mjög
vel. Honum tekst einatt að koma
miklu til skila í stuttu máli og gefa
viðfangsefninu um leið lyftingu
með vel heppnuðum samlíking-
um og tilvísunum í bækur og
minni. Eins og þegar hann lýsir
hvunndagsleika vinnumanns á
Korpúlfsstöðum á kreppuárum,
„kæruleysi allsleysisins og
glannaskap vonleysisins“ sem
honum finnst einkenna
skemmtanaiíf þeirra ára, basli
efnalítilla menntskælinga og
fleiru. Séra Emil er og drjúgur
við mannlýsingar. Að vísu fellur
hann stundum í þá algengu synd
að fara fljótt yfir sögu, nefna
menn án þess að leyfa þeim að
njóta sín að ráði. Þessa sér til
dæmis nokkur merki í annars
giska skemmtilegum kafla um þá
menn sem settu svip sinn á ríkis-
útvarpið á stórveldisdögum þess.
En einnig hinar knöppu mannlýs-
ingar ná utan um einhvern kjarna
og taka krydd úr skemmitlegum
uppákomum og tilsvörum. Og
ágætar verða þær þegar séra Emil
gefur þeim mönnum rúm og tíma
ÁRNI
BERGMANN
sem urðu honum með einum eða
öðrum hætti mikilvægir - eins og
gert er í þáttum af Sigurði skóla-
meistara á Akureyri og Þorsteini
skáldi Valdimarssyni, þeim
undramanni hrifnæmisins.
í undirfyrirsögn bókarinnar
Emil Bjömsson.
heldur höfundur því fram að hún
segi frá „samferðamönnum og at-
burðum“ á fjórða og fimmta tug
aldarinnar. Hér gengur hann í
hógværð sinni framhjá því, að um
leið er hann að segja drjúga sögu
af ungum manni og leitandi á
miklum óvissu- og átakatímum.
Stundum verður séra Emil eins
og einum um of umtalsfrómur og
diplómatískur og „ofar víggirð-
ingum“ eins og þegar hann lýsir
þingskörungum eins og þeir
komu honum fyrir sjónir þegar
hann starfaði sem þingritari og
fréttamaður á Alþingi. Annað er
svo vel fróðlegt og nytsamlegt til
upprifjunar. Til dæmis að taka er
minnt á tímaritið Straumhvörf
sem var fróðlegt framhald
draumsins um velviljaða forystu
ábyrgra og þjóðernissinnaðra
menntamanna fyrir alþýðu, sem
kannski væri á villigötum.
Draums sem hafði sett mikinn
svip á alla umræða áratugarins
eftir að ísland varð sjálfstætt ríki
og hlaut að koma aftur á dagskrá
þegar „þjóðfélagið var að steypa
stömpum í stríðsgróðavímunni".
Bókin segir og merka sögu af
væringum í kirkjunni og guðfræð-
ideildinni milli áhanganda rétt-
trúnaðar og nýguðfræði. Og svo
því hvemig hugmyndir um trú
sem sýndi sig í verkum góðum og
löngu síðar brutust fram með rót-
tækum hætti í frelsunarguðfræð-
inni, halda vöku fyrir verðandi
presti, sem gjarna vill brúa þá gjá
sem myndast hafði að óþörfu
milli kristindóms og sósíalisma.
Höfundur segir líka frá því ágæt-
lega, hvernig honum var á upp-
gangstímum kalds stríðs refsað
harðlega fyrir vangaveltur í þessa
átt: maskína var sett í gang til að
sanna að hann væri kommi og lík-
lega guðlaus og mætti alls ekki
trúa slíkum manni fyrir söfnuði.
Þetta varð, eins og mörgum mun
kunnugt, aðdragandi þess að
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn varð
til, sem tók Emil Björnsson sér til
sálusorgara. Með þessa sögu,
sem hlýtur um margt að vera erf-
ið í upprifjun, fer séra Emil vel og
skynsamlega eins og margt annað
í þessari bók.
ÁB