Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 7
Það hlýtur að vera eitthvað eftir Silja Aðalsteinsdóttir f aðalhlutverki Inga Laxness Endurminningar Ingibjargar Einarsdóttur Mál og menning 1987 Pað er um margt skynsamlega að þessari viðtalsbók staðið. Skrásetjarinn, Silja Aðalsteins- dóttir, gerir sér far um að láta rödd sögukonu heyrast með sérk- ennum málfars og öðru, en skýtur svo inn tengingum til að gera söguna samfelldari. Þær tengingar eru nauðsyn og þær gerast ekki frekar um of til fjörs- ins - þótt það komi reyndar fyrir að Silja leggi óþarfa lykkju á leið bókarinnar með persónulegum túlkunum á nokkrum verkum Halldórs Laxness. Vel á minnst: Halldór. Nú þarf ekki að efa að bók þessi vekur forvitni fyrst og fremst vegna þess að Ingibjörg Einarsdóttir var gift Halldóri Laxness í um það bil áratug. En með þann þátt ævisög- unnar er farið með stillingu, von- andi finnst hinum hnýsnu að ver- ið sé að snúa á þá með hófsemi. Ekki þar fyrir: þetta hjónaband Stefán Aðalsteinssón Villtu spendýrin íslensku Bókaútgáfan Bjalian sendir frá sér bókina Villtu spendýrin okkar eftir Stefán Aðalsteinsson. í bókinni er sagt frá þeim spendýrum sem lifa villt á íslandi og í hafinu við landið. Glöggar lýsingar eru á lífsferli og lifnaðar- háttum dýranna og jafnframt brugðið upp sögum um dýrin, ýmist sannsögulegum frásögnum eða þjóðsögum. í bókinni er fjallað um sjö spendýr sem lifa á landi. Það eru refur, tvær músategundir, tvær rottutegundir, hreindýr og mink- ar. Því næst er gerð grein fyrir tveimur selategundum og tólf hvalategundum. í þessari bók er dýrunum að mörgu leyti lýst á nýjan hátt. Refurinn er ekki eingöngu rándýr sem drepur sauðfé á grimmilegan hátt heldur líka harðskeytt og slungið dýr sem kann að bjarga sér við erfið skil- yrði og hugsar vel um börn og bú. Hvalirnir eru tilkomumikil og vitur dýr en hafa einnig verið ís- lendingum mikill matarforði á liðnum öldum. í bókinni eru rúmlega 40 sjald- gæfar litmyndir sem sýna dýrin á öllum árstímum. Villtu spendýrin okkar er þriðja alíslenska fræðibókin sem Stefán Aðalsteinsson er textahöf- undur að og Bjallan gefur út í þessum flokki. Húsdýrin okkar eftir Stefán Aðalsteinsson og Kristján Inga Einarsson og Fuglarnir okkar eftir Stefán Aðalsteinsson og Grétar Eiríksson hafa komið áður út í sama flokki. ÁRNI BERGMANN er vitanlega veigamikill þáttur sögunnar. Sitthvað fær lesandinn að vita sem hann ekki vissi eða gerði sér grein fyrir áður. Hér eru nokkur tilsvör eftirminnileg eins og þegar skáld hitti unga stúlku á Þingvöllum og biður hana að kveikja í sígarettu sinni „með augunum". Hér eru líka brot úr bréfum Halldórs sem manni verður náttúrlega starsýnt á - ekki síst þau sem berast til Ingu vestan úr Ameríku um það bil sem Alþýðubókin verður til og varða afdrifaríkar ákvarðanir Halldórs: í hverja heima skal | halda. En Inga Laxness fær einn- ig að njóta sín í öðrum hlutverk- um, sem ung stúlka í heldrimann- ahúsi í Reykjavík löngu liðins tíma, sem leikkona hér heima og erlendis og svo má áfram telja. Myndakostur í bókinni er mikill og góður. Að öllu samanlögðu mun þessi bók lenda réttum megin við strik- ið í gæðaflokkun viðtalsbóka, þetta er ein þeirra sem menn vilja gjarna kynna sér og þeir leggja ekki fúsir frá sér. En hún er ekki laus við helstu og algengustu galla þeirra bóka og eru fólgnir í þessu hér: einhvernveginn fer svo (og lesandinn getur aldrei verið viss um það hvort hann eigi að kenna skrásetjara eða sögumanni um) að margt verður of ágrips- kennt. Sá eða sú sem frá segir nefnir margt fólk, gefur því al- menna einkunn, en svo vantar að sú einkunn sé negld niður með dæmum eða með áleitinni um- hugsun um persónuna. Og því verður of mikið af dæmum eins og þessu hér: „Hann (Erlendur í Unuhúsi) var dásamlegur maður, fullur af góðsemi. Fólk var alltaf að líkja honum við Jesú Krist út af and- litsfallinu og skegginu, en hann var ekki heilagur maður, þvert á móti var hann mjög mannlegur. Hann var gáfaðasti maður sem ég hef kynnst, þekkti allt, vissi allt og skildi allt. En hann var líka skemmtilegasti maður sem ég hefi kynnst, kímnigáfan var jafn- mikil öðrum gáfum hans. En ekki gerði hann grín að öðrum og aldrei man ég að neinn eða neitt hafi hneykslað hann... Þessi mannlýsing (og Erlendur fær reyndar ítarlegri umfjöllun en flestir aðrir) er vitanlega í lagi - svo langt sem hún nær. En les- anda finnst hálfgerð synd að ekki sé notað tækifærið til að bæta ein- hverju við það sem við vissum um góðsemi, kímni og umburðar- lyndi Erlendar með því að láta þessa kosti fá rækilega að njóta sín í upprifjun á uppákomum, til- svörum eða með öðru móti. Lesanda finnst líka það gerist of sjaldan að sögukona pæli ræki- lega í sjálfri sér og tímanum. Sú tilætlunarsemi þarf alls ekki að vera krafa um einhver bersögl- ismál, hún er blátt áfram sprotin af söknuði eftir áleitnari, virkari afstöðu til efniviðarins. Oftar hefðu þær Inga Laxness og Silja ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7 mátt nema staðar við fyrirbæri eins og sjálfsblekkinguna, sem hver og einn kemur sér upp til að lifa af og frá greinir í lok bókar- innar. Eða þá þessa lífsafstöðu hér sem frá er greint einkar skemmtilega í einum af upphafs- köflum bókarinnar: „Ég hefi aldrei leitað að neinu, ég hefi alltaf verið leituð uppi! Nei annars, þetta meina ég ekki. Ég hef þvert á móti alltaf verið að leita, mér hefur alltaf fundist eitthvað bíða mín handan við næsta horn - just around the corner- Það kalla ég að leita. Að hætta aldrei að vonast eftir ein- hverju óvæntu. Þó maður hafi upplifað margt er það samt ekki nóg, það vantar ennþá punktinn yfir i-ið. Um leið og maður hættir að bíða er eins og maður deyi. Við verðum að hanga í því hálm- strái að við eigum eitthvað eftir, það hljóti að vera eitthvað eftir.“ ÁB Inga í hlutverki Nerissu í Kaupmanninum í Feneyjum. Pórbergur Pórðarson: Mítt rómantíska æðí Þetta eru dagbækur, bréf og önnur óbirt rit Þórbergs frá árunum 1918-1929, eins konar framhald af Ljóra sálar minnar sem út kom í fyrra. Hér er kfmni og strákskapur Þórbergs upp á sitt besta, Hann var einstakur bréfritari og í bókinni er að finna mörg skemmtileg sendibréf sem hann skrifaði vinum sínum á þriðja áratugnum, flest til Vílmundar Jónssonar landlæknis. Þá eru birt dagbókarbrot úr hinum frægu orðasöfnunar- ieiðöngrum Þórbergs og frásögn af fyrstu utanlandsferð hans þar sem hann dvaldi fyrst í Englandi en sótti svo alþjóðaþing guðspekinga í París, Hér eru líka birtir fyrirlestrar um guðspeki, jafnaðarstefnu, esperanto og önnur hugðarefní Þórbergs. Mesta forvitni munu þó eflaust vekja bréf sem varpa Ijósi á tilurð Bréfs til Láru og þá ekki síður á hin sterku viðbrögð sem bókin vakti. Helgi M. Sigurðsson tók safnið saman, það er 213 bls., prýtt 50 gömlum Ijósmynd- um sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Verð: 2.490,- Mál og menning Ea

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.