Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 2
◄
Ævisögur - hvort sem menn
halda sjáífir á penna en fá sér viö-
mælanda - eru líklega í svipuðu
horfi og verið hefur. Og það er
þessi flokkur bóka sem er kann-
ski einna rækilegast „hannaður"
fyrir ýmsa markhópa: bók fyrir
sjómenn, flugfólk, heilbrigðis-
stéttir, gamalt fólk osfrv.
Ljóðabækur eru ekki margar á
lista bókaútgefenda, en það gefur
ekki margt til kynna um stöðu
ljóðsins. Meðal þeirra ellefu sem
á skrá komast eru að minnsta
kosti sex stórmerkar. Annað er
það, að obbinn af ljóðaútgáfum
er utan þess hrings sem forlög
draga um sín umsvif, náttúrlega
af ástæðum sem raktar verða til
markaðslögmála.
Það er meira um það en oft
áður að forlög ráðist í dýrar út-
gáfur, rækilega myndskreyttar,
eða stórbækur svonefndar. Dul-
fræði allskonar, miðlabók-
menntir og fleira, sýnast á undan-
haldi, en aftur á móti færist það í
vöxt að settar séu saman og þýdd-
ar handbækur um mannleg
vandamál. Rit sem tengjast vís-
indum og sögu þeirra, handbæk-
ur um náttúru landsins, eru í sókn
og fyrsta frumsamda ritið um
fjölmiðla hefur séð dagsins ljós.
Æ fleiri íslenskir höfundar
freistast til að skrifa fyrir börn og
unglinga - í ár koma meira en
tuttugu nýjar bækur frá þeirra
hendi.
Þetta yfirlit segir svosem ekki
margt annað en að það er enginn
vandi fyrir hvern og einn að finna
bækur við sitt hæfi og annarra.
Fjölbreytnin er mikil - ekki
auðvelt reyndar að benda á til-
tekinn bókaflokk og segja: hér er
um alltof fátt að velja.
í haust var fundað um sam-
skipti bókaútgáfunnar og fjöl-
miðla. Höfundar og útgefendur
hafa vitanlega tilhneigingu til að
halda því fram að þeim sé ekki
nægilegur sómi sýndur í fjölmiðl-
um. Og víst er það, að nokkurt
rutl hefur verið á Ijósvakamiðlum
í umgengni við bókina. Dagblöð-
in eru líklega skárri þótt svo þau
fremji óteljandi syndir í van-
rækslu eða fljótaskrift. Að
minnsta kosti væri erfitt að benda
á dagblöð í öðrum löndum sem
eru jafn reiðubúin til að birta
fréttir, viðtöl og fá menn til að
fjalla um nýjar bækur og íslensk
blöð flest eru. Að minnsta kosti
Morgunblaðið, Þjóðviljinn og
DV.
Aftur á móti hleypur stundum í
fjölmiðlamenn einhver hunds-
haus í garð „bókaflóðsins" sem er
kannski talað um á þeim nótum
að þar fari einhverskonar synd-
aflóð. Einn pistlahöfundur í DV
var t.d. að nöldra eitthvað út í
orðalag bókaauglýsinga, sem
hann taldi verða æ skrumfengn-
ara og æsilegra. Það er svosem
eins og það hefur lengst af verið:
auglýsingaheimur lýtur sínum
lögmálum - það sem máli skiptir
er að ánetjast honum ekki.
Verra er það þegar menn eru
að kvarta um hátt verð bóka.
Auðvitað mætti það vera lægra
og gæti verið lægra ef önnur
menningarpólitík væri rekin. En
á hitt er að líta, að ef bók sem
einhvers virði er kostar eins og
ein og hálf brennivínsflaska, þá
er hún vissulega ódýr. Hinsvegar
er bók sem er viðtakanda hennar
einskis virði alltaf „dýr“ hvað
sem verðmiðinn segir. Og nóg
um það.
Bókaflóðið er ekki syndaflóð.
„Bækur, segir Þórbergur Þórðar-
son, „eru saklausir hlutir, en rit-
höfundar eru ægilegar verur“.
(Sumir hafa reyndar miklu meiri
áhuga á skáldum en bókum
þeirra, kannski einmitt vegna
hrollvekjunnar). Við getum
haldið áfram og sagt: bækur eru
meira en saklausir hlutir - þær eru
merkileg fjörefni í þjóðar-
skrokknum, sem hann þarf á að
halda til að farast ekki úr þyngs-
lum og leti og leiðindum og
áhugaleysi. Gleðileg bókajól.
GAGNRYNI
- til hvers,
fyrir hvem?
Hugsanlega er verið að bera í
bakkafullan lækinn að ætla að
svara spurningunum sem felast í
fyrirsögn þessa greinarkorns.
Samt er það knýjandi því hlutverk
allra hluta breytist hratt. Hvaða
hlutverki skal þá bók-
menntagagnrýni sinna? Þeim
sem hér heldur á penna sýnist
svarið í einföldustu mynd blasa
svona við: Gagnrýni skal segja
„sannleikann" um tiltekið bók-
menntaverk og leiðin að honum
liggurum sanngirnina. Flóknara
er það ekki.
En nógu flókið samt.
Fyrst má spyrja hvort gagnrýni
eigi yfirleitt einhvern rétt á sér.
Er ekki bara verið að færa fólki,
sem hvort sem er nennir ekki að
lesa, skoðanir um bækur? Er
bókmenntagagnrýni kannski
bara hluti af yfirborðsmennsk-
unni sem segir að menn skuli
hnusa af sem flestu án þess að
skilja? Má vera - og ef svo er þá
er það aukaatriði ef einhver slys-
ast til þess að muna að einhver
bók hlýtur eina eða fleiri stjörn-
ur, eða að ein bók er sögð góð eða
slæm. En það er erfitt að sætta sig
við slíka niðurstöðu, ekki má
gleyma hinum sem hafa lifandi
áhuga á bókum og vilja kynnast
þeim í dagblöðum með það í huga
að lesa þær síðar.
Síðan má stilla upp lesendum
og rithöfundum og spyrja: Er
bókmenntagagnrýni fyrir rithöf-
unda eða lesendur? Er hún ein-
hver kompás sem bókmennta-
fræðingar halda að rithöfundum
svo þeir villist ekki af leið eða er
hún leiðbeining fyrir neytendur í
leit að lesefni við hæfi? Ég hallast
að því seinna. Ef einhvern tíma
hefur verið hlutverk fyrir faglega
bókarýni þá er það á þessum tím-
um offramboðs. Lesendur eiga
að mínum dómi fyllsta rétt til að
fá hlutlæga umfjöllun um þær
bækur sem á boðstólum eru.
Svarið við hinum hluta spurning-
arinnar, hvort bókmenntafræð-
ingar skuli með gagnrýni sinni
vera einhvers konar stýrimenn,
er einfalt en þvert nei. Ritdómar-
inn er enginn kennari og það er
tilgangslaust fyrir rithöfund að
ætla að skrifa bók eftir gefinni
formúlu eða „isma“ sem er í tísku
í bókmenntafræðunum hverju
sinni. Með því stefnir hann ferli
sínum rakleitt til glötunar, hann
drepur það guðlega í sjálfum sér
og listin verður engin list. Á hinn
bóginn tel ég að rithöfundur beri
engan skaða af því að hlusta á og
lesa gagnrýni um eigin verk, þeg-
ar best lætur lærir hann jafnvel
eitthvað af því. Líkast til veltur
þetta þó mest á dómgreind og
skynsemi rithöfundarins - hann
verður að leyfa sér að taka mark á
því, sem hann telur mark takandi
á, og svo sveia hinu.
Þá skal borin fram sú klassíska
spurning: Hvað er sannleikúr?
Hvernig skal ritdómurinn fara að
því að draga fram það sem hon-
um sýnist vera „satt“ og „rétt“ í
hverri bók? Hér, eins og í annarri
sannleiksleit, verður að gæta
fyllstu hlutlægni. Þetta tekst rit-
dómaranum því betur sem hann
er víðlesnari, menntaðri og rit-
færari. En óskeikull verður hann
aldrei. Tveir ritdómarar munu
aldrei dæma sömu bókina eins
þótt færni þeirra og kunnátta sé
svipuð því engir tveir menn lesa
eina bók á sama hátt. Fyrir utan
færni og kunnáttu skipta hér máli
þættir eins og lífsafstaða, uppeldi
og áhugi. Ekki þar með sagt að
gagnrýnin sé í lausu lofti og hverj-
um leyfilegt að dæma eftir sínu
nefi, því auk alls annars hlýtur
ritdómarinn að meta bók-
menntaverk með hliðsjón af sam-
visku sinni og sanngirni. Hann á
að segja þann sannleika sem
hann les úr verkinu, þögn er sama
og yfirvarp, annað væri ósann-
gjarnt gagnvart höfundinum og
ekki síður gagnvart ritdómaran-
um sjálfum.
Ólafur Jónsson segir í einni
grein sinni eitthvað á þá leið að
líkast til verði gagnrýni að vera
hörð hér á landi, kannski harðari
en víða annars staðar vegna fá-
mennisins. Ég þykist sjá mikinn
sannleika í þessum orðum. Hér í
fámenninu, þar sem allir þekkja
alla, er erfiðara fyrir ritdómara
að sýna sjálfum sér og öðrum
heiðarleika og segja fullum fetum
þegar honum þykir eitthvað mið-
ur við eitthvert tiltekið verk.
Hætt er við að mannlegu sam-
skiptin gangi öðruvísi fyrir sig
eftir það en áður. Þess vegna held
ég að sé of sterk tilhneigingin hjá
íslenskum ritdómurum (sem og
öðrum listgagnrýnendum) að
sigla lygnan sjó - áhættuminna er
að kalla bærilega bók góða og
forða þannig hugsanlegum á-
rekstrum. Slík afstaða veldur
sinnuleysi og ritverkin tapa með-
an rithöfundar og ritdómarar
þykjast mega vel við una.
En áfram heldur umræðan um
góða og lélega gagnrýni, jafn-
lengi og menn nenna að tala um
góðar og lélegar bækur.
Ingi Bogi
íslensk Þjóömenning
Fyrsta blndi af 9 í ítarlegu rltsafni
um íslenska þjóðmenningu frá
landnámstíð er komið út hjá bóka-
útgáfunni Þjóðsögu
Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur
ráðist í það stórvirki að gefa út 9
binda bókaflokk um íslenska
þjóðmenningu frá landnámi til
upphafs þessarar aldar. Fyrsta
bindið, sem ber yfirskriftina
Uppruni og umhverfi, fjallar um
líffræðilegan uppruna íslendinga
og íslenskra húsdýra, upphaf Is-
landsbyggðar og íslenska og
norska samfélagsskipan á land-
námsöld, mótunarsögu landsins
og þróun lífríkisins, veðurfar á ís-
landi og þá eru sérstakir kaflar
um íslenska torfbæinn og um ljós-
færi og lýsingu frá landnámi fram
á 20. öldina.
Höfundar fyrsta bindisins eru
átta sérfræðingar, allt þjóðkunnir
fræðimenn hver á sínu sviði. Þeir
eru Guðmundur Ólafsson forn-
leifafræðingur, Haraldur Ólafs-
son mannfræðingur, Hörður Ág-
ústsson listmálari, Páll Bergþórs-
son veðurfræðingur, Stefán Að-
alsteinsson búfjárfræðingur,
Sturla Friðriksson erfðafræðing-
ur, Þorleifur Einarsson jarðfræð-
ingur og Þór Magnússon þjóðm-
injavörður.
Eins og fram kemur á þessu er
hér ekki um hefðbundið sagn-
fræðirit að ræða, heldur er mark-
mið verksins að skapa sem
heildstæðasta mynd af menning-
armynstri hins forna íslenska
Hafsteinn Guðmundsson útgefandi með 6 af 8 höfundum fyrsta bindis rit-
safnsins íslensk þjóðmenning.
bændasamfélags frá upphafi
byggðar þar til sjálfsþurftarbú-
skapurinn leið undir lok, og að
varpa ljósi á stöðugleika og þró-
un þessa mynsturs í aldanna rás
og þær félagslegu og sögulegu
ástæður sem að baki liggja, eins
og ritstjóri verksins, Frosti F. Jó-
hannsson, segir í formála.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var í síðustu viku í tilefni út-
komu fyrsta bindisins sagði Frosti
að búið væri að skipuleggja rit-
röðina í öllum aðalatriðum, og
búið væri að fá höfunda að vel-
flestum köflum bókaflokksins,
um 40 kunna fræðimenn með sér-
þekkingu hver á sínu sviði. Er
áætlað að út komi eitt til tvö bindi
á ári, næstu árin, og verður efni
þeirra sem hér segir: I. Uppruni
og umhverfi, II. Jarðyrkja og
kvikfjárrækt, III. Veiðiskapur,
IV. Heimilisstörf, V. Trúarlíf og
alþýðuvísindi, VI. Kvæða- og
sagnaskemmtun, VII Sjón-
menntir, VIII Samgöngur og fé-
lagslíf, IX. Fólkið í bændasamfé-
Iaginu.
Haraldur Ólafsson, sem á sæti í
ritnefnd ásamt þeim Jóni Hnefli
Aðalsteinssyni og Þór Magnús-
syni, sagði á blaðamannafundin-
um að við útgáfu þessa verks væri
ekki hægt annað en að minnast
þess brautryðjendastarfs á sviði
þjóðháttafræða sem Jónas Jónas-
son frá Hrafnagili hefði unnið
með verki sínu íslenskir þjóð-
hættir. Verk á borð við það sem
nú er verið að vinna væri óhugs-
andi án þess brautryðjendastarfs.
Hafsteinn Guðmundsson
framkvæmdastjóri bókaútgáf-
unnar Þjóðsögu minntist einnig á
blaðamannafundinum þriggja
manna sem unnu að undirbúningi
þessa verks, en féllu frá verki sínu
ófullgerðu. það voru þeir Krist-
ján Eldjárn fyrrverandi forseti,
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur og Óskar Halldórsson dós-
ent. Varð fráfall þeirra til þess að
tefja útkomu fyrsta bindis verks-
ins, en undirbúningur þess hófst
þegar 1982. Þáttaskil urðu hins
vegar í vinnslu ritsafnsins þegar
Frosti F. Jóhannsson þjóðhátta-
fræðingur tók við ritstjórn þess
haustið 1986.
Fyrsta bindi ritsafnsins íslensk
þjóðmenning er 431 bls. og hið
vandaðasta að allri gerð. Fjöldi
ljósmynda og teikninga prýða
verkið, og eru margar myndir
prentaðar í lit. Aftast í bókinni er
ítarleg atriðisorðaskrá og nafna-
skrá. Hafsteinn Guðmundsson sá
um útlitshönnun bókarinnar, en
prentun fór fram í Prentsmiðj-
unni Odda.
‘2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN