Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 1
I blessuðu bókaflóði Bókaútgefendur hafa verið að láta til sín heyra sem vonlegt er. Þeir halda sýningu á ca 330 bókum sem helstu forlög gefa út. Þeir láta nú bera í hús bókatíðindi þar sem allra bóka þeirra er getið með nokkrum orðum. Þeir segja að í fyrra hafi selst um 700 þús- und eintök af bókum og vona að útkoman verði ekki lakari í ár. Að sjálfsögðu er það ekki á nokkurs manns færi að dæma um bókaútgáfuna í heild. Segja sem svo: nú eru bækur betri í fyrra eða lakari. En það getur verið fróð- legt að fletta t. d þeim auglýsinga- bæklingi sem áðan var um getið. Einhverja hugmynd gefur hann um hlutföll og margbreytni. Til dæmis leyfum við okkur að slá því föstu, að fagurbók- menntir, sem nokkurn metnað bera, eru fyrirferðarmeiri í útgáf- unni núna en við eigum að venj- ast. Undir þennan flokk getum við sett á annan tug frumsamdra bóka. íslensk skáldsagnagerð hefur tekið fjörkipp, reyndir meistarar senda frá sér ný verk, nýliðar bætast við, sumir hafa áður ort ljóð fyrst og fremst, aðrir koma úr fræðum. Framlag kvenna er áberandi. Þýddar skáldsögur eru tæplega sjötíu. Þær hafa stundum verið fleiri, en skemmtisögum ýmis- konar, hvort sem þær leggja sig eftir ástinni eða spennunni, hefur fækkað talsvert. Aftur á móti gjöra heimsbókmenntir sig breiðar, í heimsókn koma í þýð- ingum Heinesen og Max Frisch. Susskind og Christa Wolf, Isaac Bashevis Singer og Isabel Al- lende, Jersild og Dostojevskí. Hér mun tvennt á seyði: aukið framboð á sjónvarpsefni dregur úr eftirspurn eftir afþreyingar- bókum og þýðingarsjóður auðveldar forlögum að ráðast í að þýða merkar bækur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.