Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 14
Glaðningur handa fuglaskoðurum Fuglahandbókin - greiningarbók um íslenska fugla. Höfundur er Þorsteinn Einarsson en útgefandi Örn og Örlygur. Hinir minni spámenn í hópi fuglaskoðara hafa lengi beðið eftir handhægri bók, sem hægt væri að nota til að tegundagreina nokkuð auðveldlega þau kyk- vendi fuglaættar sem sveifla sér um loftin blá. Að vísu hafa verið til þýddar bækur, en ekki alls- kostar sniðnar að íslenskum að- stæðum, auk hálfgildings mynda- bóka sem erfitt er að dragnast með í göngutúra eða bíltúra nátt- úrusinnaðra, samlyndra hjóna. Nú hefur hins vegar rofað til í þessum efnum og útlit fyrir bjart- ari tíð. Þorsteinn Einarsson, einn hinna gömlu og vitru lappa fugl- askoðunargeirans, hefur sent frá sér afskaplega nýtilega fugla- greiningarbók. Og það er best að hafa sem fæst orð: bókin er fal- leg, gagnorð og laus við óþarfa orðskrúð og tiidur. Það er ljúft að mæla með henni, en sennilega óþarfi. Bókin gerir það sjálf gagnvart öllum sem hana taka upp og skoða. Það kemur ekki á óvart þó Þor- steinn Einarsson sendi frá sér góða bók um fugla. Hann er þekktur fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem flýgur í fjaðra- hami, og hefur áratugum saman nýtt frístundir sínar til fuglaskoð- unar. Afraksturinn hafa áhuga- menn fengið að sjá í greinum sem hann hefur skrifað í blöð og tíma- rit. í fyrstunni stopular, en miklu flestar hin seinni ár. Hann þekkir því efnið út og inn, og bókin ber þess glögg merki að Þorsteinn kann að spara orð án þess að mis- sa af aðalatriðum. Þess utan hefur Þorsteinn haft sér til aðstoðar hina bestu menn, þá Jóhann Óla Hilmarsson, þekktan fuglaskoðara, og Kristin Hauk Skarphéðinsson fuglafræð- ing. En Kristinn er, fyrir utan þekkingu sína á fuglum, hagur stílisti og hefur vafalaust fært þann hæfileika Þorsteini til nytja. Þorsteinn fjallar um 110 fugla- tegundir, birtir litmyndir af flest- um, og þar sem mikill munur er á útliti eftir kynjum eða árstíðum eru sérstakar myndir birtar af kynjum og árstíðagervum. Einkar góð vinnubrögð að minni hyggju. Einsog fyrr segir er stíllinn geysiknappur en þó litríkur. Þor- steinn og félagar koma greinar- góðum upplýsingum til skila í ör- fáum línum um hverja tegund. í upphafi er jafnframt rösklega tíu síðna kafli um hvernig beri að nota bókina. Þar er lýst heitum á hinum ýmsu líkamshlutum fugl- anna, sem viðvaningar verða að þekkja til að geta brúkað bókina til fullnustu. Það slær fróðl- eiksfúsan lesanda nokkuð fljótt, hversu myndríkt og fallegt orð- færi hin íslenska fuglafræði hefur ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON orðið sér úti um. Fuglar hafa fleyglaga stél, þverstýft, grunn- sýlt eða djúpklofið. Og þeir hafa goggmæni, vænghnúa og nadd. Það eru mikl- ir hagleiksmenn á mál sem búa til svona falleg og rismikil orð, og hefði Jónas líkast til kumrað af ánægju og þeir Fjölnismenn nátt- úrusinna. Örfá atriði hefðu þó mátt fara betur. Hvað er krían til að mynda að gera þegar hún „beitir and- ófi“? Það minnir helst á lýðræðis- kynslóðina og átakasöguna hans Oskars Guðmundssonar. Og hvað eru „misjafnlega tillíktar skoltrendur"? Mér er að vísu ljóst, að bókin er samkvæmt skilgreiningu höf- undar „greiningarbók". Af þeim sökum er texta eytt í lýsingu á tegundum fyrst og fremst. Mér hefði hins vegar fundist fara bet- ur á að með sérhverri útlitslýs- ingu hefði fylgt örstutt greinar- gerð um lífsháttu og lífsferil við- komandi tegundar. Það skortir hins vegar. Dæmi: Greint er frá því að sveiflur í stofnstærð rjúp- unnar nái hámarki á 8-11 ára fresti. Hversvegna? Hér hefði þurft að eyða einsog þremur lín- um í vangaveltur um hvað valdi sveiflunum, og vísast að rjúpna- fangarar hefðu getað brúkað slík- ar upplýsingar sér til ánægju. Sömuleiðis er það sögn hinna bestu manna, að karrinn fórni sér í gin fálkans fyrir kvenrjúpuna með því að halda hinni hvítu vetrarkápu eftir að snjóa leysi, og hreykja sér á hæstu klappir. Þannig dragi hann að sér athygli fálkans, og komi í veg fyrir að kvenfuglinn sé veiddur. Þetta er skýranlegt með því að um þær mundir sé æxlunarhlutverki karr- ans lokið. Þarmeð einnig hlut- Grafönd w verki hans fyrir tegundina, sem hafi því efni á að fórna karranum og draga þannig úr líkum á drápi kvenfuglsins sem á eftir að verpa eggjum komandi kynslóða. Fræðilegar vangaveltur af þessu tæi hefðu gjarnan mátt fylgja með. í kaflanum um skógarþrestina er lýrískir parsusar: „Angurvært langdregið söngl sem sumir kalla vetrarkvíða er fuglinn hjúfrar sig á greinum að haustlagi... Að haustinu fara þrestir í flokkum um trjágarða og skóga og úða í sig rifs- og reyniberjum og safna forðanæringu til að mæta orku- freku farflugi í sólarhring. Eftir sitja vetrarþrestir og söngla ang- urvært.“ Þetta finnst mér snotur lítill kafli og lýsir mæta vel hvern- ig hægt er að skrifa fræðilegan texta á hlýjan og fallegan hátt. En hvað eru hins vegar vetrar- þrestir? Lesandann fýsir að vita hvaða smáfugl það er sem sönglar angurvært meðan aðrir þrestir fara sunnar. Ég fann það því mið- ur hvergi í bókinni. Sjálfur hefði ég líka kosið að lítill kafli um almenna líffræði og lífeðlisfræði fugla hefði fylgt til að skýra út fyrir fróðleiksþyrstum lesanda ýmislegt merkilegt í lífs- háttum og -ferli fuglanna. Hvern- ig þeir fara að því að kafa, halda á sér hita og hvað stýrir árvissu til- hugalífi þeirra og mökun. Það hefði breikkað svið bókarinnar, án þess að stækka hana til ó- þurfta. Það breytir ekki hinu að til þessarar bókar er vandað. Mynd- ir snotrar og einkar góðar til síns brúks. Brotið er handhægt fyrir ferðalanga, og kilir vatnsvarðir sem kemur sér vel fyrir þá sem flækjast utan bíla. Við snöggan lestur fann ég meira að segja enga prentvillu sem gladdi mig ósegjanlega! Össur Skarphéðinsson Punktar af jólabókum Átta nýliðar með skáldsögur Tuttugu og ein íslensk skáldsaga á boðstólum. Meðalverðið 1800 krónur. Átta konur og þrettán karlar Aldrei hafa jafnmargar íslenskar skáldsögur verið í boði og á jóla- markaðinum nú. Þæreru a.m.k. tuttugu og ein og alls ekki víst að öll kurl séu komin til grafar. Að auki eru fjögur ný smásagnasöfn á markaðinum. Meðalverð ís- lenskrar skáldsögu eru rétt tæpar 1800 krónur. Átta nýliðar senda frá sér skáldsögur að þessu sinni, þó flestir séu löngu þekktir fyrir önnur ritstörf. Ljóðskáld eru býsna áberandi; Nína Björk Árnadóttir (Móðir Kona Meyja). Matthías Johannessen (Sól á heimsenda), Gyrðir Elíasson (Gangandi íkorni) og Sjón (Stál- nótt). Vigdís Grímsdóttir (Kalda- ljós) hefur að sönnu getið sér gott orð fyrir ljóð, þótt enn hafi hún ekki gefið þau út á bók, en sýnu þekktari er hún þó fyrir tvö smá- sagnasöfn. Bjarni Guðnason (Sólstafir) hefur ekki gefið út, skáldverk áður þó hann sé kunn- ur fyrir önnur störf. Það eru þau Tómas Davíðsson (Tungumál fuglanna) og Soffia Jóhannes- dóttir (Örlagarík ákvörðun) hins- vegar ekki og er Soffía trúlega eini höfundurinn sem alls ekkert hefur gefið út áður. Þrettán rithöfundar sem áður hafa gefið út skáldsögur eiga bækur á markaðinum nú. Aldurs- forseti hópsins er Guðmundur Daníelsson (Vatnið) engan bilbug á sér sem lætur finna þótt hann sé nú kominn fast að átt- ræðu. Þrátt fyrir að mjög áberandi konur séu svo þetta árið að sumir haldi því fram að þær séu á góðri leið með að ná yfirhöndinni á skáldsagnamarkaðinum, eru kynjahlutföllin enn ótvíræð: Þrettán karlar og átta konur. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir til sögunnar: Svava Jak- obsdóttir (Gunnlaðar saga), Álf- rún Gunnlaugsdóttir (Hringsól), Auður Haralds (Ung, há, feig og ljóshærð), Birgitta H. Halldórs- dóttir (Áttunda fórnarlambið) og Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði (Sturla á Stekkjarflötum). ORÐALYKILL Árni Böðvarsson Höfundurinn mun áður kunnastur fyrir íslenska orðabók sem ýmist er kennd við hann eða Menningarsjóð. Orðalykill skipt- ist í þrjá efnisflokka. Hinn fyrsti nefnist Latnesk-íslenskur nafnalykill úr náttúru- fræði, annar Ýmis fræðiorð og hinn þriðji Landafræðiheiti. Bókin ætti að vera gagn- leg skólanemendum, þýðendum, blaða- mönnum og öllum öðrum sem þurfa að fá vísbendingu um íslenska þýðingu á svo nefndum "alþjóðlegum" orðum. Bökaúfgðfa /MENNING4RSJOÐS SKALHOLTSSTlG 7« REYKJAVlK • SlMI 6218 22 Felis caracal parenthesis Lfbía, EF. I.íbiu eyðimcrkurgaupa (lat . úr gr.) innskot, innskots- (úr fomeg. Lebu, „Berbar í Felis catus setning vestri“) N.-Afrlku. opinb. hciti húsköttur parlamentarismus ríkisins Al-Dsjamahírijah al-Ar- Felis chaus (lat.. úr gr.) þingrzði abíja al-Líbíja asj-Sjabíja al- sefköttur parodia Isjtírakfja, íb. Líbíumaður, lo. Felis colocolo (lat., úr gr.) skopstzling (inn- líbískur, höfuðb. Tripolis, rfkis- kólakóttur taks) mál arabfska Felis concolor paronomia Lfðandisnes puma, fjallaljón (lat., úr gr.) orðalcikur Norcgi, no. Lindcsncs Felis diei-natali pars prc toto Lffland jólaköttur (lat.) hluti fyrir hcild (hluti núvcrandi Eistlands og Felis domestica partes orationis Lcttlands) íb. Lfflcndingur. lo. köttur, taminn köttur (lat.) orðflokkar Ifflenskur lelis geoffroyi participium I.jóðhús, EF. -húsa dalakottur (lat.) lýsingarháttur, hlut- ein Suðureyja við Skotland, e. Felis guigna taksorð Lewis koði partícipium praesens Ljuhljana, KF. I.jubljönu eða Lju- Felis iriomotensis (lat.) lýsíngarháttur nútlðar bljana íriómótkóttur höfuðb. Slóvenfu, Júgóslaffu Q O ö tö O' Þd Þd Q Þd íö co Þd £ Þá eru aðeins ótaldir átta höf- undar, misþekktir eins og gengur; Ómar Þ. Halldórsson (Blindflug), Indriði G. Þorsteins- son (Keimur af sumri), Kristján Jóhann Jónsson (Undir húfu tollarans), Guðmundur L. Frið- flnnsson (Mislitt mannlíf), Már Kristjónsson (Konur og völd), Jón Dan (1919 - árið eftir spönsku veikina) og Stefán Jú- líusson (Jólafrí í New York). Smásagnasöfnin fjögur eru eftir þessa höfunda: Einar Kára- son (Söngur villiandarinnar), Kjartan Arnason (Frostmark), Erlend Jónsson (Farseðlar til Argentínu) og Hrafnhildi Val- garðsdóttur (Irangri veröld). Eins og áður sagði er meðal- verð íslenskrar skáldsögu nú fyrir jólin um 1800 krónur. Og ef ein- hvern langar til þess að gæða sér á þessum kræsingum öllum - þá kosta þær samtals ekki nema 37.533 krónur... Góða skemmtun! -hj 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.