Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 10
Helga K. Einarsdóttir skrifar um barnabækur Bók í svörtu og hvítu Magnea frá Kleifum Tobías, Tinna og Axel Myndir eftlr Sigrúnu Eldjárn Rv, Iðunn, 1987. Sagan hefst í miðju sumar- ferðalagi þegar Tinna hefur verið reið í marga daga út af einhverju bréfi. Sighvatur listmálari, faðir Tinnu, Tobías vinur hennar, köttur, kettlingar, Jóka og Trölli (brúður) eru norður í landi á bfln- um Blánef í sumarfríi. Tobías og Tinna eru bæði 6 ára. Sagan ger- ist síðan á leiðinni heim til Reykjavíkur og þar fram til næstu jóla. Mæður beggja barnanna eru í útlöndum í námi og móðir Tinnu ætlar ekki að koma aftur. Tobías kvíðir óskaplega fyrir skólanum. Hann er fatlaður og á enga jafn- aldra vini nema Tinnu, og er van- ur því að honum sé strítt. En hann eignast góðan vin, Axel, sem er rauðhærður og með gler- augu, og því smáfatlaður, og auk þess nýfluttur í blokkina þar sem þau öll búa. Tobías fær einnig góðan kennara, „stelpu" með hárið bundið í tagl. Og svo kemur mamma Tobíasar heim í jólafrí, og þá eru allar sorgir slökktar, eða flestar... Stór hluti bókarinnar er ævin- týri og sögur sem Tinna segir. Pau eru um allt mögulegt og eru á víð og dreif um aðalsöguna og gera hana stundum ruglingslega. Allt sem höfundur boðar í þessari bók er í sjálfu sér gott og fallegt. Kærleikur, umburðar- lyndi, virðing fyrir náttúrunni og Iandinu, gildi listarinnar í lífi fólks o.s.frv. Meira að segja mæðurnar í sögunni fá lítilsháttar uppreisn æru, þó að móðir Axels túlki líklega skoðanir höfundar þegar hún talar um að mæður eigi að vera heima hjá börnum sínum. Mamma Tinnu mátti til að fara út í lönd því að sönglistin dró og seiddi, og mamma Tobíasar er orðin betri móðir en áður. Henni þykir vænt um drenginn sinn, það finnur hún þegar hún er búin að vera í burtu frá honum. Enn sem fyrr (í þessum bókaflokki um To- bías og Tinnu) eru það þó mæð- urnar sem eru „vondu“ aðilarnir í fjölskyldunum. Það eru þær sem eru ábyrgðarlausar, þær sem yfir- gefa börn sín til að svala eigin metnaði og löngunum. Móðir Tinnu er m.a.s. líka óábyrg í ást- um (þar er skýringin á bréfinu í byrjun bókar). Hún finnur sér annan mann og yfirgefur eigin- mann og barn. Og Sighvatur maður hennar, þetta englum líka góðmenni, skilur hana svo vel. Þessi afstaða til mæðranna er dálítið sérkennileg, því að ábyrgðarleysi feðra gagnvart börnum sínum er svo miklu al- gengara í þjóðfélaginu í kringum okkur, en ábyrgðarleysi mæðra. Þetta blasir við allt um kring, þó að auðvitað séu ábyrgðarlausar mæður til. Það væri annars verðugt rann- sóknarefni, og sennilega efni í margar greinar, hví ýmsir ágætis rithöfundar t.d. Ragnheiður Jónsdóttir og Magnea frá Kleifum fara svo illa með mæður söguhetja sinna. Annað hvort eru þær dánar áður en sagan hefst, eða þær eru stórgallaðar á flesta vegu. Hins vegar eru feð- urnir miklu betri, og stundum nærri algóðir, eins og Sighvatur faðir Tinnu er í þessari sögu. Hann er svo góður og fullkominn að það er með ólíkindum. Alveg ógeðslega góður sagði lítil stelpa við mig um daginn. Hann verður aldrei reiður eða geðvondur. Hann er þolinmóður, blíður, skilningsríkur, vitur, fordóma- laus listamaður og náttúruunn- andi. Að auki setur hann á lang- ar, viturlegar ræður „um guð, al- heiminn og sitthvað fleira“. Þá er ég komin að helstu ókostum þess- arar bókar. Persónurnar eru al- góðar eða óttalega lélegar, þær lélegu þó svolítið fjölbreyttari. Höfundur predikar líka allt of mikið. Atburðarásin verður of hæg, og allt þetta góða kemst ekki nærri eins vel til skila í pre- dikunartón og ef það hefði flétt- ast eðlilega inn í söguþráðinn og persónur ekki verið alveg svona hvítar eða svartar. Vegna þess verður bókin bragðdaufari og á- hrifaminni en ella. Magnea frá Kleifum hefur margt vel gert sem barnabókahöfundur, en þessi bók er ekki meðal bestu bóka hennar. Myndir eru ágætar og falla vel að texta. Pappír, prentun, band og allt útlit bókarinnar er í besta lagi, og ekki rakst ég á nema eina prentvillu. Bókin er fyrir 4-10 ára. Helga K. Einarsdóttir Árni Sigurjónsson Ný bók um Laxness og þjóðlífið Hjá Vöku-Helgafelli er kominn út annar hluti af ritverki dr. Árna Sigurjónssonar bókmenntafræð- ings um Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Laxness, Laxness og þjóölífið 2: Frá Ylfíngabúð til Urðarsels. í þessari bók er fjall- að um skáldsögur Halldórs fram á miðjan fjórða áratuginn, en sór- stök áhersla lögð á Sjálfstætt fólk. Fyrsti hluti verksins kom út hjá Vöku-Helgafelli í fyrra. Þar er sagt frá árunum milli stríða, mikl- um umbrotatímum í íslensku þjóðlffi, ekki síður í skáldskap en bókmenntum. Fjallað er um Rauða penna og þá rithöfunda og fræðimenn sem hæst bar í þjóðfé- lagslegri bókmenntaumræðu þess tíma með hliðsjón af starfi og skáldverkum Laxness. í Laxness og þjóðlífíð 2: Frá Ylfíngabúð til Urðarsels fjallar Ámi Sigurjónsson um stíl og hug- myndir í skáldsögum Laxness, um fjarlægð og sjónarhorn, nafn- aval, grundvallarmynstur og trú- arhugmyndir. Ýmislegt markvert er dregið fram úr verkum höf- undarins og er meðal annars fjall- að um tengsl þeirra við lífssýn hans, skoðanir og afstöðu gagnvart viðfangsefninu. Einnig er í bókinni rætt um við- tökur þær sem verk skáldsins fengu og fram koma umsagnir um bækumar og deilur sem af þeim vöknuðu. Aftast í bókinni er við- amikil skrá yfir ritverk Halldórs Laxness. Dr. Ámi Sigurjónsson (f. 1955) lagði stund á bókmennta- fræði við Háskóla íslands og síðar við háskóla í Róm, Kaupmanna- höfn, Konstanz og Stokkhólmi. Árið 1984 varði hann doktorsrit- gerð sína í Stokkhólmi. Hún fjall- aði um baksvið Sölku Völku og Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness. 1. bindi bókaflokksins íslensk þjóðmenning er komið út. Bókaflokkur- inn er skipulagður sem 9 binda ritröð sem spannar yfir rúm þúsund ár í ís- lenskri menningarsögu. í heild sinni verður þetta mikla listaverk samið af rúmlega 40 íslenskum fræðimönnum. 1. bindið fjallar um uppruna og umhverfi íslenskrar þjóðar og menningar. M.a. er leitast við að svara því hvers vegna íslendingar virðast samkvæmt rannsóknum á ABO-blóðflokkunum skyldari írum en Norðmönnum, með hvaða hætti íslensk náttúra hefur myndast og mótast og hvernig og hvers vegna torfbærinn þróaðist í aldanna rás úr tiltölulega rúmgóðum og vistlegum híbýlum í þröngar og dimmar vistarverur. Á þriðja hundrað myndir eru í 1. bindinu, þar af 60 litmyndir. ítarleg atriðisorða- og nafnaskrá fylgir. Höfundar 1. bindisins eru 8 kunnir fræðimenn. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, Haraldur Ólafsson mannfræðingur, Hörður Ágústs- son listmálari, Páll Bergþórsson veðurfræðingur, Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur, Sturla Friðriksson erfðafræðingur, Þorleifur Einarsson jarðfræðingur og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Póbaíitgáfan jóösaga Guðrí* Da^r VATNIÐ Guðmundur Daníelsson Sviprík og frumleg skáldsaga eftir einn af snjöllustu rithöf- undum okkar nú á dögum. Svið sögunnar er Vatnið mikla í ÞjóðvaUahreppi, vesturströnd þess með ógnarlegri gufuorku sinni og væntanlegum aflstöðvabyggingum, eyjan úti í Vatn- inu - Bjarteyja, höfuðstaðurinn, á Grundum - lítið þorp á suðurströnd landsins. Tími sögunnar er áraskeiðið frá 1930 fram yfir 1950, en rætumar liggja aftur til ársins 1914. Þá varð getnaður úti í Bjarteyju, þá varð dauðaslys á Vatninu. Eftir- köst þessara atburða verða uppistaða sögunnar. Bökaúlgöfa 4 2 Q O ö bd O W Þd Þd Q Þd Þd LO Þd /YIENNING4RSJOÐS SKALHOLTSSTlG 7. REYKJAVlK • SfMI 6218 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.