Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 1
 Þriðjudagur 5. janúar 1988 1. tölublað 53. órgangur Síld 13 bátar fá leyfi Leifsstöð Fíkjutréð nakið Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri: Ekki óeðlilegtað tréfelli lauf eftir flutning. Gróðurinn látið á sjá í vetur. Bót í máli að hann er í ábyrgð - Mér þykir annað fíkjutrcð orðið all nakið og bert, sagði Pét- ur Guðmundsson, flugvallar- stjóri Keflavíkurflugvallar og húsbóndi í flugstöð Leifs Eiríks- sonar, en flugfarþegar hafa að undanförnu merkt að annað fíkj- utrjánna sem keypt var í flugstöð- ina frá Flórida fyrir hálfa miljón króna, fær ekki lengur skýlt nekt sinni. Að sögn Péturs mun það ekki vera ótítt að tré felli laufið eftir að hafa verið slitin upp með rótum og flutt hreppaflutningum eins og Flórídatrén. - í-vetur hafa verið nokkur af- föll á gróðri flugstöðvarinnar, en hann er í ábyrgð og nýjar plöntur koma í stað þeirra sem deyja, sagði Pétur, en gróðurinn í Leifs- stöð er í ábyrgð Lambhaga/ Blómalistar, sem einnig annast vökvun, áburðargjöf og umpott- un í flugstöðinni. - rk 13 síldveiðibátar sóttu um leyfi' til sjávarútvegsráðuneytisins um að fá að vera með á sérstakri aukvertíð nú í upphafí ársins. Ráðuneytið hefur veitt öllurn þessum bátum heimild til veiða en alls verða veidd um 4000 tonn af síld upp í viðbótarsamning við Sovétmenn, um 30 þúsund tunn- ur. Veiðarnar eiga að hefjast ekki síðar en 10. janúar n.k. Jóni Baldvin Hannibalssyni, fjármálaráðherra hefur tekist að koma einu helsta baráttumáli sínu, matarskattinum, í gegn. Mynd E.OI. Söluskatturinn Matarskattur í dag Matarskatturinn að lögum ídag. Steingrímur J. Sigfússon: Eitthvert versta pólitíska óhappaverk semframið hefur verið um langt árabil. Stjórnarandstaðan deildi hartá matarskattinn á Alþingi ígær Ljóst var í gærkvöldi að þriðju umræðu um matarskattinn yrði lokið seint í gærkvöldi eða í nótt en óvíst var hvort atkvæða- greiðslu um söluskattsfrumvarp fjármálaráðherra yrði frestað þar til í dag. Ljóst var hinsvegar í gær að matarskatturinn yrði lög- festur í dag eða á miðnætti í nótt og taka lögin þegar gildi. „Það er algjör óhæfa að leggja svona háan skatt á lífsnauðsynjar einkum og sérflagi á matvæli,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon við Þjóðviljann í gær. Steingrímur sagði að það hefði komið í ljós að í flestöllum löndum er yfirleitt um mjög lága eða enga skattlagningu á matvæli að ræða. „Þessi ofboðslega skattlagning leggst ofan á matvöru sem fyrir er með þeirri dýrustu sem þekkist og þetta kemur þeim mun verr við fólk sem launin eru lægri. Þetta er að mínu mati einhvert versta pólitíska óhappaverk sem framið hefur verið um langt ára- bil. Skattar sem einusinni hafa verið lagðir á hverfa seint en hlið- arráðstafanirnar eiga eftir að gufa upp einsog fjármálaráð- herra hefur sjálfur bent á. Þetta er því hnefahögg framan í land- búnaðinn þegar fram líða stund- ir,“ sagði Steingrímur. Harðar umræður voru um frumvarpið í neðri deild í gær. Það var Hreggviður Jónsson sem hóf umræðuna með því að benda á að gleymst hafði að gera ráð fyrir að vélar og varahlutir í fiski- skip yrðu undanþegnar söluskatti og flutti hann breytingartillögu þar að lútandi. Hjörleifur Guttormsson benti á að af nágrannalöndum okkar væri Danmörk eina landið sem væri með eitt skattstig á vörur en allsstaðar annarsstaðar væru minnst tvö skattstig og bæði Bret- ar og írar væru með stóran hluta nauðsynjavara undanþeginn skatti. Kristín Halldórsdóttir sagði að afleiðingarnar væru ekki ein- göngu stórfelldar álögur á heimil- in, heldur væri verið að blása í glæður verðbólgunnar með þessu og auka á þungann í kjarakröfum launafólks. Breytingartillögur stjórnar- andstöðunnar gengu út á það að fella niður söluskatt á matvæli auk þess sem ýmis íþróttastarf- semi og heilsuræktarmiðstöðvar yrðu undanþegnar söluskatti. Þá var lagt til að aðgöngueyrir í ís- lenskar kvikmyndir yrði undan- þeginn söluskatti. Ljóst var að allar þessar tillögur yrðu felldar. -Sáf Sjá bls. 5 Landsbankinn Evrópuskákin Þröstur Sverrír út í kuldann nálgast titilinn Þröstur Árnason er skrefi nær Evrópumeistaratitli unglinga 16 ára og yngri í skák, eftir j afntefli við Svíann Appel í gær. Þröstur þarf ekki nema hálfan vinning í síðustu umferð mótsins, sem tefld verður í dag, til að tryggja sér Evróputitil- inn. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir náði jafntefli í gær og er nú í fjórða sæti í kvennaflokki með fimm vinn- inga. -rk EyjólfurK. Sigurjónsson: Styð Tryggva Pálsson. Er óbundinn afþví hvernégstyð. Samkomulag stjórnarflokkanna um ráðningu Sverris Hermannssonar út umþúfur. Akvörðunfrestað. LúðvíkJósepsson: Reynt að berja í brestina Eg er alveg óbundinn hvern ég kýs að styðja sem banka- stjóra. Af þeim tveimur mönnum sem tillögur hafa komið fram um, hef ég ákveðið að styðja Tryggva Pálsson fremur en Sverri Her- mannsson, sagði Eyjólfur K. Sig- urjónsson, fulltrúi Álþýðuflokks- ins í bankaráði Landsbankans. En á fundi bankaráðs þann 30. desember ákvað Pétur Sigurðs- son, formaður bankaráðs og full- trúi Sjálfstæðisflokksins, að fresta ákvörðun um ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans til 15. febrúar, þegar Ijóst var að ein- hugur ríkti ekki meðal fulltrúa stjórnarflokkanna í bankaráði um ráðningu Sverris, í stað Jón- asar Haralz sem sagt hefur starfi sínu lausu. - Á bankaráðsfundinum dag- inn áður komu fram tvær tillögur um eftirmann Jónasar. Pétur Sig- urðsson, bar fram tillögu um Sverri og Árni Vilhjálmsson, hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til að Tryggvi Pálsson yrði ráðinn. Ég lýsti því þá yfir að ég myndu styðja þann síðarnefnda. Ég tek það þó fram að ég er ekki á neinn hátt að bera brigður á hæfi- leika Sverris til að gegna emb- ættinu, sagði Eyjólfur. Lúðvík Jósepsson, sem situr í bankaráði Landsbankans fyrir hönd Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við blaðið að engin at- kvæðagreiðsla eða nafnakall hefði farið fram í bankaráði um val eftirmanns Jónasar Haralz, þótt tillögur hefðu verið gerðar um eftirmann hans. - Það er þó vitað að það er óeining í hópi stjórnarliða í bankaráðinu um að Sverri Her- mannssyni verði veitt bankastjór- aembættið, eins og mun hafa orð- ið að samkomulagi ríkisstjórnar- flokkanna. Afgreiðslufresturinn er sjálfsagt hugsaður til að berja í brestina meðal stjórnarliða, sagði Lúðvík. -rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.