Þjóðviljinn - 05.01.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Side 8
Rósa, Bjartur og Blesi á leið í búskapinn: Hann hafði hlakkað til að sýna henni Við dys Gunnvarar: Fari hún margniðurnegld, helvítis kerlingin. bæinn úr fjarska, einmitt héðan úr heiðardrögunum. SJÁLFSTÆTT Sjálfstætt fólk kom út á kínver- sku á útmánuðum 1983 í þýð- ingu Xue hongshi, starfs- manns bókmenntadeildar Kínversku vísindaakademí- unnar. Þettaerkiljuútgáfa eins og mjög tíðkast í Miðrík- inu, en útgefandinn hefur fengið kínverskan myndlistar- mann til að teikna í bókina og er slíkur íburður óvenjulegur þar í landi þegar erlendar þýð- ingareigaíhlut. Fyrir bragðið má hér sjá hvern- ig Bjartur, Rósa, Finna, Gvend- ur og fleiri persónur sögunnar koma drátthögum Kínverja fyrir sjónir. Og reyndar einskorðast teikningarnar ekki við mannfólk- ið; bústofn Bjarts getur hér einn- ig að líta: rollurnar, Búkollu, Blesa og tíkina Títlu. Nýstárlegt sjónarhorn Sjálfstætt fólk er hinn ásjáleg-' asti söfnuður eins og myndirnar bera berlega með sér. Helst að manni detti í hug lýsingin á Skarphéðni Njálssyni - herði- breiður og miðmjór - þar sem þeir Sumarhúsafeðgar eru annars vegar, og kann að koma flatt upp á landann sem trúlega sér þessa ágætu menn fyrir sér í jarðbundn- ara kargaþýfisljósi. Allt um það er hér teiknað af elskusemi og virðingu fyrir per- sónunum, en hins saknar maður að teiknarinn skuli ekki leita víðar fanga; það hefði til dæmis verið fróðlegt að fá kínverska út- gáfu af Rauðsmýrarmaddömunni á mynd, eða séra Guðmundi sem Bjartur bar meiri virðingu fyrir en flestum mönnum öðrum sakir síns ágæta sauðfjárkyns sem við hann var kennt og kaliað sérag- uðmundarkynið. Kannski ekki heiglum hent að festa þvílíkan mann á mynd, en um hann segir í bókinni: Hann var óútreiknanlegur í andstæðum sínum eins og landið, þessi prest- ur: trúmaður af þrjósku við and- lausa sauðamenn og hunda, fjárkynbótamaður vegna fyrir- litníngar á sauðkindinni, íslensk- ur prestur samkvæmt þjóðsögum í þúsund ár. Hvað er erfiðast að teikna? Sem aftur leiðir hugann að gamalli kínverskri sögu um hvað sé erfitt að teikna: Maður nokkur leitaði svars við þessari spurningu hjá spekingi einum, en sá svaraði að bragði að erfiðast væri að teikna hunda og ketti, hænsn og hesta og fleiri þvílík kvikindi. Spyrillinn vill þá vita hvað Myndskreytt þýðing áskáldsögu Halldórs Laxnessgefinútí Peking fyrirfjórum árum. Biyatuerbóndi íSumarhúsum, AsidaSuolieliya og alltþað fólkséðmeð augum kínversks listamanns auðveldast sé að eiga við: Það eru draugar og forynjur og hverskon- ar frík, var svarið. - Það er vegna þess, sagði sá vísi, að allir þekkja þessi dýr sem ég nefndi. Ef þú gerir hin minnstu mistök þá blasa þau við hverjum manni. Öðru máli gegnir um for- ynjur og vofur: enginn hefur nokkru sinni séð þesskonar fyrir- bæri og því geturðu teiknað þau eins og þig lystir án þess að eiga aðfinnslur á hættu. Ef maður tekur móralinn í þessari sögu sem góða og gilda vöru þá leyfir maður sér að sakna þess að kínverskur teiknari Sjálfstæðs fólks skuli ekki hafa leyft sér að eiga við mótíf á borð við Albogastaðafjandann í Heiði sem gat brugðið sér í allra kvik- inda líki og gerði útslagið með sjálfstæðisvafstur Sumarhúsa- bóndans. Fleira hangir líka á þessari kín- versku spýtu; til dæmis virðist teiknarinn hafa orðið sér úti um áhrif úr ólíklegustu áttum og má benda á myndina af Rósu þar sem hún sefur við Gunnudys og Bjart- ur er mættur með tíkina: Þarna er ýmislegt sem minnir ekki á annað meira en amerískar teiknimynd- ir. - Ég hlaut mikla hjálp fjöl- margra félaga við þýðinguna, og var hún ljúflega látin í té, segir þýðandinn í formála, og bætir við af þeirri skyldugu hæversku sem er lenska meðal landsmanna: Á hinn bóginn eru vankantarnir á verki mínu fjölmargir, enda ekki hæfninni fyrir að fara. Því vænti ég þess að lesendur hlífist ekki við að koma með viðeigandi ábendingar. Þýðing þessi er gerð eftir enskri þýðingu Alfred A. Knopf, en hún kom út árið 1946 í Banda- ríkjunum. Að auki kann Xue hongshi sitthvað fyrir sér í rússnesku, enda af þeirri kynslóð menntamanna sem nam það mál í skóla meðan samskipti Kína og Sovétríkjanna stóðu með blóma. Fyrir vikið nýtur hann og góðs af 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 5. janúar 1988 ws1 ækýrin: Ég veit að guð sér fyrir henni Búkollu okkar, sagði konan með tár á auga strauk kúnni ennþá blíðara en fyr. íiís-ifeiitTílíS Aðkoman í fjárhúsunum: Síðan þreif hann skrokk af skrokk, rannsakaði áverkana og sálgaði þeim sem voru í fjörbrotunum. Séraguðmundarkynið bítur í gras: Síðan skildi konan höfuðið frá skrokknum og lét leka áfram úr strjúpanum niðrí lækinn, það var dálítið blóð í grasinu. FÓLK fjölskrúðugum Laxnessþýðing- um á rússnesku. Upplag bókarinnar kann að þykja lítilfjörlegt miðað við þessa frægu höfðatölu, en af fyrstu út- gáfu voru prentuð 28 þúsund ein- tök. Ekkert efamál að kollegar Bjarts eru fleiri fyrir austan en þessari tölu nemur. Á hinn bóg- inn lágu þýðingar fagurbók- mennta sem og annars lesmáls niðri í Kína um nærfellt tíu ára skeið, eða meðan öfugmælið Menningarbylting var pólitískt stikkorð númer eitt í landinu. Síðan hefur grettistökum verið lyft í þessum efnum, enda áhuga- samir lesendur á hverju strái. En pappír til bókagerðar er ekki ótakmarkaður og því er sú leið gjarnan farin að prenta fyrsta upplag bókar í litlu upplagi og sjá hvernig viðurtektirnar verða; risaupplögin fylgja svo í kjölfarið ef þannig æxlast. Sjálfstætt fólk er síðasta Lax- nessþýðingin yfir á kínversku svo ég viti til, en ýmislegt var komið á undan. Atómstöðin var þýdd fljótlega eftir að hún kom út hér á landi, og koma svo skjót við- brögð vart á óvart miðað við út- reiðina sem amerískur imperíal- ismi fær í því skrifinu; óvinur Kín- verja öðrum illskæðari. En það var nú þá. Að auki hefur nokkuð af smásögum Halldórs verið þýtt. Brauðfætur bókmennta- þekkingarinnar Sá sem hér krotar var við nám í Kína á árunum 1976 til 1981, og rak sig fljótlega á að landsmenn vissu heilmikið um ísland og hluti því tengda. Oft miklu meira en ýmis önnur Evrópuríki af smærri sortinni, og kom meira en lítið á óvart. Einasta sennilega skýring- in á þessu fannst mér vera - eftir á að hyggja - að meðan þorska- stríðin geisuðu við landið fengu þau dágóða umfjöllun í kínver- skum blöðum, og þá í besta dæmisögustíl af uppbyggilegu gerðinni: Þarna er smáþjóð sem stendur á sínum rétti og uppi í hárinu á erlendri stórþjóð; takið þið nótís af því, lesendur góðir. En fyrir bragðið var eins og mað- ur og maður fengi áhuga á ýmsu því sem snerti þessa fjarlægu þjóð, þar á meðal tiltækilegu les- efni. Þetta vildu menn síðan gjarnan ræða við mann að heiman. Ein var þó sú bók sem mér var algerlega fyrirmunað að koma fyrir mig. Sú fjallar um sjó- mennsku við ísland og hver- skonar vesöld og harðræði sem veiðunum fylgdu. „Og er þetta skáldsaga?“ spurði ég alveg blankur, og gat ómögulega látið mér detta í hug hver bókin væri. Helst að eitthvað eftir Jónas Árnason kæmi til greina, en fljót- lega varð ljóst að það fékk ekki staðist. Eftir langa mæðu rann það svo upp fyrir mér að þetta var alls ekki íslenskur höfundur heldur franskur: hver annar en fjandinn hann Pierre Loti, en bókin hans kallast Á íslandsmiðum. Sú bók var snemma þýdd á kínversku og naut mikilla vinsælda þar sem sums staðar annars staðar. En þeir viðmælendur mínir sem ég vísa hér til voru augsýnilega ekki að gera sér neina rellu út af þjóð- erni bókarinnar; hún gerist á ís- landsmiðum og það var þeim nóg. HS FÉLAGSMÁLASTOFNUN • £a REYKJAVÍKURBORGAR Leiðbeinandi í sambýli Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leiðbeinanda í sambýli fólks með geðræn vandamál. Starfið felst í félagslegum stuðningi við íbúa og aðstoð við heimilishald og er unnið í samvinnu við Félagsmálastofnun og félagsráð- gjafa og iðjuþjálfa á geðdeild Landspítalans. Um hlutastarf er að ræða (ca. 40-50 st. á mán.). Starfið er laust f.o.m. janúar 88. Nánari upplýs- ingar hjá eftirtöldum aðilum: Rannveigu Guðmundsdóttur félagsráðgjafa, geðdeild Landspítalans, sími: 29000/503, 271, 619. Sylvian Pétursson iðjuþjálfa, geðdeild Landspít- alans, sími: 29000/651. Ingibjörg Flygenring félagsráðgjafa, Félags- málastofnun Reykjavíkur, sími 74544. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar í Pósthússtræti 9 og skal um- sóknum skilað þangað fyrir 10. jan. 88. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspítalinn Landakoti býður ákjósan- legan vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætisvagnaferðir í allar áttir. Þar getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi. Okkur vantar starfsfólk í hin ýmsu störf innan spítalans, svo sem Hjúkrunarfræðinga á eftirfarandi deildir: Svæfingu, vöknun. Dagvinna. Móttöku ll-C, engar næturvaktir. I- B, einu augndeild landsins. II- B, litla almenna handlækningadeild. III- B almenna handlækningadeild. Barnadeild - Þar er líf og fjör., Boðið er upp á aðlögunarkennslu áður en starfs- menn fara á sjálfstæðar vaktir. Við reynum að gera öllum kleift að sækja nám- skeið og ráðstefnur. Við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk fái að njóta sín. Sjúkraliða á eftirtaldar deildir:Handlækningadeildir ll-B og lll-B. Við þörfnumst ykkar í fullt starf eða hlutastarf. Deildarritara vantar á deild lll-B sem er handlækningadeild. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir þann sem hefur áhuga á að hafa nóg að gera. Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra í síma 19600/220 og 19600/300. Umsóknareyðublöð er hægt að fá á staðnum. Ræstingafólk Engin stofnun gengur án ræstingafólks. Okkur vantarfólktil ræstingaíhúsið. Upplýsingarásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu ræstinga- stjóra á 5. hæð, A-álmu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Reykjavík 30.12.1987 Vistunarheimili á Reykjavíku rsvæð i n u Okkur vantar heimili fyrir unga stúlku utan af landi vegna skólagöngu hennar í Reykjavík. Upplýsingar hjá félagsráðgjafa Öskjuhlíðarskóla, sími 689740.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.