Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 16
 Aðalsími 681333 Kvöldsími ms 681348 Helgarsími 681663 ÐUIUINN Þriðjudagur 5. janúar 1988. 1. tölublað 53. örgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Smábátar Tívolíbombur Heimildir rýmkaðar Meirihlutinn kemur til móts við smábátaeigendur. Engar aðrar meiriháttar breytingar lagðar til. Matthías Bjarnason Alþýðubandalag og Borgaraflokkur með sitthvert sérálitið Meiri hluti sjávarútvegsnefnd- ar neðri deildar Alþingis mun leggja til að heimildir til veiða smábáta verði rýmkaðar og að gildistíma Iaganna verði breytt til samræmis við það að þau voru ekki samþykkt fyrir áramót, en annars verði frumvarpið um stjórn fiskveiðanna samþykkt óbreytt. Sjávarútvegsnefnd kom saman í gærmorgun og aftur síðdegis í gærdag og átti að afgreiða frum- varpið úr nefndinni í gærkvöldi. Matthías Bjarnason formaður nefndarinnar skilaði séráliti. í fyrsta lagi telur Matthías að frumvarpið eigi að gilda í tvö ár í stað þriggja einsog gert er ráð fyrir. Þá mun Matthías hafa ýmis- legt út á rækjukvótann að setja og vill að vinnslan hafi helming kvótans, og í þriðja Iagi er hann þeirrar skoðunar að inn í lögin eigi að koma ákvæði um byggða- lög sem hafa orðið hart úti vegna kvótans og að inn í þau ákvæði komi mál þeirra 10 skipa sem fór- ust skömmu áður en kvótinn var settur á. Þá mun Matthías vilja hafa aðra samsetningu á endur- skoðunarnefndinni. Hjörleifur Guttormsson, full- trúi Alþýðubandalagsins, skilaði séráliti þar sem gerð er grein fyrir breytingartillögum Alþýðu- bandalagsins, sem ganga út á það að hluti kvótans sé tengdur byggðalögunum, og fulitrúi Borgaraflokksins skilaði séráliti en Borgarar aðhyllast gamla skrapdagakerfið. Kvennalistinn hefur haft áheyrnarfulltrúa í nefndinni og skilar því engu áliti. í gær var búist við því að fisk- veiðistefnan kæmi til annarrar umræðu í neðri deild í dag en tæp- ast er búist við að málið verði afgreitt í dag því gert er ráð fyrir- heitum umræðum um frumvarp- ið- -Sáf Sinfóníuhljómsveit œskunnar Æftaf kappi Námskeið fyrir hljóðfœr- anemendur aföllu landinu stendur yfir Nemendur í hljóðfæraleik af landinu öllu sækja nú námskeið á vegum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, og er æft í Hagaskóla. Námskeiðið stendur yfir í hálf- an mánuð og eru þátttakendur á aldrinum 11 til 25 ára. Æft er allt frá 5 tímum og upp í 8 tíma á dag. Hófst námskeiðið hinn 28. des- ember, en því lýkur með tón- leikum að kvöldi föstudags - kl. 20.30 - og verða þeir haldnir í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Á efnisskránni er sinfónía nr. 103 eftir Haydn og sinfónía nr. 3 eftir Schumann. Stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar er Paul Zukofsky. HS Hljóðfæranemendur af landinu öllu sækja nú námskeið á vegum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, og er æft í Hagaskóla, en þar var þessi mynd tekin í gær. Námskeiðinu lýkur með tónleikahaldi í Menntaskólanum í Hamrahlíð á föstudags- kvöldið. Mynd: Sig. Allt efthiit hert Þrír liggja illa slasaðir í andliti og augum. Mis- brestur á varúðarmerk- ingum. Böðvar Braga- son, lögreglustjóri: Nauðsyn á hertu eftirliti. Landssamband hjálpar- sveitaskáta: Fluttum inn 50þúsund bombur. Allt uppselt „I Ijósi þessara alvarlegu slysa sem urðu á gamlárskvöld af völd- um tívolíbomba, verður að herða allt eftirlit með því að þessar vörur séu vel merktar, en á því virðist hafa orðið einhver mis- brestur sem ekki má endurtaka sig. Einnig er sú spurning áleitin hvort ekki eigi að prófa þessa hluti áður en þeir fara í sölu, eins og gert var hér fyrr á árum,“ segir Böffvar Bragason, lögreglustjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Á gamlárskvöld voru sex manns fluttir á augnlækninga- deild Landakotsspítala eftir að hafa orðið fyrir slysum af völdum flugelda og tívolíbomba. Þrír fengu tívolíbombur í andlitið og slösuðust þeir mjög mikið og varð að fjarlægja auga úr einum þeirra strax. í tveim þessara til- vika, þar sem tívolíbomba átti í hlut, var um ómerkta bombu að ræða. En í leyfisveitingu fyrir sölu á þessum hlutum er skýrt tekið fram, að merkja þær vel og vandlega til að koma í veg fyrir slys af vankunnáttu. Að sögn Björns Hermanns- sonar, framkvæmdastjóra Lands- sambands Hjálparsveita skáta, olli ein tívolíbomba frá þeim al- varlegu slysi, en hún var vel merkt. Björn sagði að fyrir þessi áramót hefðu þeir flutt inn 50 þúsund tívolíbombur og væru þær allar uppseldar. Hann sagði að þeir hefðu flutt þær inn í átta ár og á þeim tíma ættu menn að vera farnir að þekkja á þær. En öðru máli gegndi þegar um ómerktar bombur væri að ræða. Það væri vítavert kæruleysi af viðkomandi söluaðila að hafa ekki merkt þær sem skyldi. - grh Kjaramál Hörð átök framundan Kjaramál í biðstöðu. Beðið eftir vœntanlegum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar Lögreglan Erfið áramót Elstu menn í lögregluliði Reykjavíkur muna varla eftir annarri eins nýársnótt og þeirri síðustu. Geysimikil ölvun og skrflslæti voru í miðbænum og í Breiðholti. Fjölmargar rúður voru brotnar og þá voru fanga- geymslur lögreglunnar fleytifull- ar eins og vanalega. Áramótin fóru hinsvegar mun rólegar fram á öðrum stöðum á landinu þrátt fyrir mikla ölvun víðast hvar. - grh Mér sýnist ráðleysið og stjórn- leysið svo mikið af hálfu stjórnvalda að þau stefna málum í mikinn háska og fyrirsjáanleg átök, sagði Benedikt Davíðsson formaður sambands byggingar- manna um stöðuna í kjaramálum í dag, en ríkisstjórnin hefur fram til þessa lítið gefið upp um þær efnahagsráðstafanir sem hún hyggst grípa tii vegna fyrirsján- legrar versnandi afkomu þjóðar- búsins. Benedikt sagði að staðan í kjaramálaumræðunni innan sam- bandsins væri því fremur daufleg um þessar mundir. Það væri hins vegar spá verkalýðshreyfingar- innar að miðað við óbreyttar að- stæður yrði verðbólgan á næsta ári á bilinu 30-40% og það væri ljóst að ef halda ætti sama kaup- mætti og um áramótin þyrftu launin að hækka að sama marki. Þá yrði 9-10% launahækkun að koma til strax á fyrstu mánuðum ársins. Alþýðusambandið mun standa fyrir kjaramálaráðstefnu í lok mánaðarins þar sem gengið verð- ur væntanlega frá þeim kröfum sem sambandið mun halda uppi. Að sögn Benedikts verður tíminn fram að ráðstefnunni nýttur til umræðu um það hvaða leiðir séu vænlegastar til þess að knýja fram lagfæringar á launum félags- manna. , þJÓOVILIINN Happdrætti Þjóðviljans I 1. - j CD cn 4- co Enn er hœgt að greiða gíróseðlana. Dregið verður 15. janúar. Styrkjum blaðið okkar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.