Þjóðviljinn - 06.01.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Síða 7
Umsjón: Elísabet Jökulsdóttir Mér líst vel ábrjóstin áþér... Bruce (Kjartan Bergmundsson) og Prudence (Guörún Gísladóttir) velta því fyrir sér hver sé hvað og hver ekki hvað. Hver er ekki hvað ? Leikfélag Reykjavíkur Algjört rugl eftir Christopher Durang Þýöing Birgir Sigurðsson Leikmynd og búningar Karl Aspe- lund Lýsing Lárus Björnsson Leikstjóri Bríet Héðinsdóttir í kynningu á hinum unga bandaríska höfundi þessa verks segir á þessa leið í leikskrá: „Allir gamanleikir hans eru flokkaðir undir „black comedy" - grátt gaman; þetta eru ekki ærsla- leikir, ekki farsar, húmorinn er nístandi - í senn svolítið afkára- kenndur og háðskur, og stutt er í alvöruna sem undir býr. Fyndnin felst öðru fremur í textanum sjálfum og þeim aðstæðum að segja öldungis óhversdagslega og jafnvel beinlínis fáránlega hluti með fullkomlega eðlilegum og raunsæislegum hætti“. ÁRNI BERGMANN Nokkuð til í þessu. Christop- her Durang hefur reyndar gott auga fyrir fáránleika í hversdags- leikanum eða eigum við heldur að segja hvunndagsleika fárán- leikans eins og hann birtist í hlá- legum sjálfspælingum bandarísks miðstéttarfólks, sem hefur gefið gamla guð upp á bátinn og kirkj- ur hans og hlaupið inn í hinn nýja Babelsturn - sálgreiningarkirkj- una. Og það er satt og rétt að húmor hans getur verið bæði af- kárakenndur og háðskur og að það býr undir öllu viss alvara: enginn neitar því að manneskjan er í sálarháska. Aftur á móti er það ofmælt að húmorinn sé níst- andi, miklu heldur er hann nart- andi og fer þegar á líður leikinn að líkjast skrýtlu sem hefur of mikið teygt úr sér. Og gamanmál- in eru reyndar nær farsanum en látið er í veðri vaka í ofangreindri kynningu. Til dæmis eru sálfræð- ingarnir tveir sem gera illt verra I Sinfóníuhljómsvcitin Áskríftartónleikar á fimmtudaginn Stjórnandi Páll P. Pálsson. Einleikari breski píanóleikarinn John Ogdon Fyrstu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á nýju ári verða í Háskólabíói fimmtudaginn 7. jan. og hefjast kl. 20.30. Þarverðurfrumflutt hljómsveitarverk eftir Pál P. Páls- son, „Hendur", en hann mun einnig stjórna hljómsveitinni. Ein- leikari verður breski píanóleikar- inn John Ogdon. Indiana í Bandaríkjunum. Hefur einnig fengist við tónsmíðar. Stjórnandann og tónskáldið Pál P. Pálsson þarf vart að kynna. Hann hefur verið fastráðinn stjórnandi við Sinfóníuhljóm- sveitina frá 1971 og stjórnar að jafnaði tvennum til þrennum tón- leikum á ári, auk þess að stjórna hljómsveitinni á skólatónleikum og tónleikaferðalögum. Hann hefur samið tónverk, sem vakið hafa athygli bæði hér heima og erlendis og ber þar hæst um tug hljómsveitarverka. -mhg Hugleiðing fyrír strengi Auk tónverks Páls verður á efnisskránni hljómsveitarverkið „Karnival í París“, eftir norska tónskáldið Johan Svendsen og að lokum píanókonsert nr. 2 eftir Brahms, við undirleik Johns Ogdon. John Ogdon er fimmtugur að aldri. Hefur öðiast heimsfrægð og víða haldið tónleika. Frægð- arferill hans hófst fyrir alvöru 1962 er hann hlaut fyrstu verð- laun í Tchaikovskykeppninni í Moskvu. Verkefnaval hans er fjölskrúðugt. Hann leikur jöfnum höndum klassíska Vín- artónlist, rómantíska tónlist og slavneska en þó e.t.v. einkum tónverk tuttugustu aldar tón- skálda. John Ogdon kenndi um skeið píanóleik við Háskólann í 6. janúar ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hef enga tölu á mínum verkum segir Páll P. Pálsson Meðal verka á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar á fimmtudagskvöldið er tónverkið HendureftirPál P. Pálsson.sem er jafnframt stjórnandi hljóm- sveitarinnar. Þetta er í annað sinn sem Hendur er flutt hér á landi, en Nýja Strengjasveitin frumflutti verkið á tónleikum í Bú- staðakirkju í nóvember 1983. Hvað geturðu sagt mér um þetta tónverk Páll? - Þetta er samið uppúr kvæði eftir Erik Blomberg, og heitir fullu nafni „Hugleiðing fyrir strengi um kvæðiö Ilendur eftir Erik Blomberg“. Ég samdi verk- ið að beiðni Nýju strengjasveitar- innar og það var Kristín S. Krist- jánsdóttir leikkona sem fann kvæðið og benti mér á það. Þetta er geysilega áhrifaríkt kvæði sem Magnús Ásgeirsson hefur þýtt og þetta eru mínar hugleiðingar út frá því. Það er auðvitað ekki hægt að túlka ljóð beint með músík og þess vegna kalla ég þetta Hugl- eiðingu. Verkið er í fimm sa- mtengdum köflum, ég reyni að fylgja hugblæ Ijóðsins, og svo verður það lesið upp áður en verkið er flutt. Það er Kristín S. Kristjánsdóttir sem ég minntist á áðan sem gerir það, hún gerði það líka áður en verkið var frum- flutt í Bústaðakirkju. Hefur þetta verk verið flutt ein- hversstaðar síðan 1983? - Ég veit það ekki. Það getur verið að það hafi verið flutt í Ungverjalandi, það var að minnsta kosti ungverskur fiðlu- leikari sem heyrði það hjá mér á bandi og var mjög hrifinn af því, - hann vildi fá leyfi til að láta flytja það heima hjá sér. En ég veit ekki hvort það var nokkurntíma gert. Nú hefur þú samið mikið bœði fyrir hljómsveit og einleikara. Hvar er þetta verk í röðinni hjá þér? - Ég get eiginlega ekki svarað þessu, því ég hef enga tölu á mín- um verkum. Hef aldrei skráð þau eftir neinni töluröð. Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru orðin mörg. Ætli ég hafi ekki skrifað á annan tug hljómsveitarverka, eða eitthvað í þá áttina.Ég gæti best trúað því. -lg Páll P. Pálsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.