Þjóðviljinn - 06.01.1988, Page 11

Þjóðviljinn - 06.01.1988, Page 11
HEIMURINN Unglingar skotnir til bana á Gaza-svæðinu Israelskir hermenn skutu tvo palestínska unglinga á Gaza-svœðinu ígœr. Fórnarlömbin orðin25. Fundur í Öryggisráði S.P. í dag I sraelskir hermenn skutu tvo palestínska unglinga, 15 og 18 ára gamla, til bana á Gaza- svæðinu í gær. Sjö aðrir særðust í átökunum sem áttu sér stað eftir að unglingar vörpuðu grjóti að ísraelskum hermönnum í nám- unda við Khan Yunis flóttamann- abúðirnar á Gaza-svæðinu, sem ísraelsmenn hafa hersetið síðan 1967. Par með er fjöldi þeirra sem fallið hafa í óeirðunum á hinum herteknu svæðum ísraelsmanna frá 9. desember kominn upp í 25 og fjöldi særðra orðinn um 200 og handtekinna hátt á annað þús- und. Óróleikinn á herteknu svæð- unum magnaðist upp við þá ákvörðun Israelstjórnar að vísa 9 Palestínumönnum frá herteknu svæðunum úr landi vegna þátt- töku þeirra í mótmælum gegn hersetunni. Ákvörðun þessari hefur verið mótmælt, meðal ann- ars af Bandaríkjastjórn. Aðfarir ísraelska hersins hafa vakið reiði um heim allan, og hafa mótmæli meðal annars verið borin fram bæði af David Mellor, utanríkisráðherra Breta, sem nú er í opinberri heimsókn í ísrael, og einnig af Vesturþjóðverjanum Hans-Júrgen Wiswchnewski, sem sendi Simon Perez utanríkis- ráðherra harðort bréf í nafni Al- þjóðasambands Jafnaðarmanna. Breski utanríkisráðherrann, sem heimsótti flóttamannabúðir Palestínumanna á herteknu svæðunum, sagði eftir heimsókn- ina að sér væri brugðið og að að- búnaður flóttamannanna væri „í hróplegri andstöðu við sið- menntað gildismat“. Ummælin vöktu reiði meðal ís- raelskra yfirvalda og búist er við stormasömum fundi með þeim Mellor og Shamir og Peres í dag. Bresk stjórnvöld hafa hins veg- ar látið í ljós stuðning við yfirlýs- ingar ráðherrans, sem séu í sam- ræmi við þá stefnu Breta, að ferðis Israelshers á herteknu svæðunum. Verður fundurinn trúlega haldinn í dag. Þann 22. desember sl. sam- þykkti Öryggisráðið með 14 at- kvæðum gegn einu atkvæði Bandaríkjamanna harðorða á- lyktun gegn stefnu ísraelsstjórn- ar í málefnum Palestínuaraba og framferði ísraelshers gagnvart varnarlausum íbúum flóttamann- abúðanna og herteknu svæðanna á vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Gaza-svæðið tilheyrði Egyptalandi fyrir 7 daga stríðið 1967, en Vesturbakkinn er jór- danskt landssvæði. Óeirðirnar undanfarna daga eru þær mestu sem orðið hafa síð- an landssvæði þessi voru hertekin fyrir 2 áratugum. í gær hvatti málgagn Palestínu- manna á hernumdu svæðunum þá 1,4 miljón Palestínumanna sem búa undir ísraelskri her- stjórn til að neita að greiða skatta til ríkisins eða vinna í ísrael og kaupa ísraelskar vörur. Þá voru Palestínumenn á hernumdu svæðunum hvattir til þess að í- klæðast svörtum sorgarfötum vegna fórnarlambanna 25, sem fallið hafa fyrir ísraelska hernum undanfarna daga. -Reuter/ólg. ísraelsmenn eigi að yfirgefa her- numdu svæðin. Mótmæli voru höfð í frammi víða í ísrael og á hernumdu svæð- unum í gær. Á meðan varð ráð- herranefnd íslamskra ríkja að fresta fyrirhuguðum ráðherra- fundi um ástandið í ísrael og á herteknu svæðunum um 8 daga vegna veikinda Hassans, kon- ungs Marokko. Talið er að á fundinum muni Jasser Arafat fara fram á aukinn stuðning ara- baríkja við PLO, og að þessi ríki veiti ekki Palestínumönnunum 9, sem ísraelsmenn hyggjast vísa úr landi, landvistarleyfi. í gær fór Jórdanía fram á sér- stakan fund í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna vegna fram- Filipseyjar V'itni fundið Hermaður skaut Benigno Aquino Einn af þeim þrem hcrmönnum sem fylgdu Benigno Aquino niður landgöngubrúna þegar hann kom til Filipseyja úr útlegð í ágúst 1983 skaut hann með skamm- byssu í hnakkann. Flugvallarstarfsmaður, sem sá atburðinn gerast, hefur rofið fjögurra ára þögn sína um málið og borið vitni fyrir rétti, sem ekki hefur fundið ástæðu til þess að vefengja framburðinn, þrátt fyrir langar yfirheyrslur. Morðið leiddi endanlega til falls Marcosar einræðisherra á Filipseyjum, en talsmenn hans höfðu áður sakfellt meintan kommúnista fyrir morðið, og var hann tekinn af lífi skömmu seinna. Á valdatíma Marcosar hafði dómstóll áður sýknað 26 hinna ákærðu um aðild að morðinu. Sá dómur hefur hins vegar verið ó- gildur og nú eru 36 hermenn og fjórir óbreyttir borgarar ákærðir fyrir morðið í nýjum réttarhöld- um, sem hófust í apríl síð- astliðnum. Meðal ákærðu eru fyrrverandi innanríkisráðherra í stjórn Marcosar, Ver, fyrrver- andi yfirmaður herafla Filips- eyja, og fyrrverandi yfirmaður í flughernum, og eru þessir þrír höfuðpaurar í málinu allir í út- legð í Bandaríkjunum. Vitnisburður flugvallarstarfs- mannsins markar þáttaskil í rétt- arhöldunum, en hann sagði að samviska sín hefði ekki leyft hon- um að þegja lengur, þótt hann óttaðist nú um líf sitt. Reuter/Ó|g Gro Harlem Brundtland: Víð viljum kjamorioi- vopnalaus Norðurlönd Liður í víðtœkara samkomulagi U sætisráðherra Noregs, sagði nýverið að samkomulag um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd gæti orðið mikilvægt framlag til bættrar sambúðar austurs og vesturs, og taldi hún að slíkt sam- komulag ætti að vera þáttur í víð- tækara samkomulagi á milli Austur- og Vesturevrópu. Sagði Brundtland að ákvörðun þar að lútandi yrði að vera samkomul- agsatriði á milli Varsjárbanda- lagsins og NATO, og að Norður- löndin gætu ekki verið ein aðili að slíku samkomulagi. Brundtland sagði í viðtali við fréttamann Reuters, að hernað- aruppbygging stórveldanna á Norðurheimskautssvæðinu væri orðin yfirþyrmandi og að sam- komulag um minnkandi spennu yrði að vera innan ramma hern- aðarbandalaganna. Bandaríkin hafa jafnan lagst gegn hugmyndinni um kjarnork- uvopnalaus Norðurlönd, en Reuter-fréttastofan segir að hug- myndin, sem njóti víðtæks stuðn- ings á öllum Norðurlöndunum, hafi hlotið nýjan byr undir vængi þegar Mikhail Gorbatsjov lagði til í ræðu sem hann flutti í október sl., að dregið yrði úr flotaupp- byggingu og flugæfingum yfir Norðurhöfum. í næstu viku mun Nikolai Ryzkhov forsætisráðherra So- vétríkjanna koma í opinbera heimsókn til Noregs, þar sem þessi mál verða meðal annars á dagskrá. Reuter/ólg Miftvikudagur 6. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Auglýsing frá borgarskipulagi Reykjavíkur TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI: Reitur sem markast af Bankastræti og Laugarvegi, Smiðjustíg, Hverfiagötu og Ingóffsstrsati Eldri byggingar s«m standa skv. tillögunni Ný- eða breyttar byggingar skv. tillögunni Gangstígar og torg Tillaga aö deiliskipulagi reits sem markast af Laugavegi, Bankastraeti, Ingólfs- • i• i i.____t:__"x. ____o____:i:. /m mlwrNf r>oml/\i 1 7 nn 1 H flV stræti, Hverfisgötu og“ Smiðjustíg er hér með auglýst samkv. 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Uppdráttur, skýringarmyndirog greinargerð verðuralmenningi til sýnisfráog með miðvikudeginum 6. jan. til miðvikudagsins 17. febr. 1988 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.20-16.00 alla virka daga. Athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00, 2. mars 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Reykjavík, 6. jan. 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.