Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Steingímur og stjómstöðin Á Keflavíkurflugvelli er veriö aö byggja nýja stjórnstöð fyrir Bandaríkjaher. Margir halda aö þetta sé ósköp venjulegt hús meö skrifstofum fyrir yfirmenn á Vellinum, líkt og nýja ráöhúsiö í Reykjavík á að verða skrifstofubygging fyrir borgarstarfsmenn. Hér er um hættulegan mis- skilning að ræöa. Stjórnstöðin á Keflavíkurflugvelli er ekki nein skrifstofubygging. Útveggir eru síður en svo byggðir úr léttu áli og gleri, heldur úr svo þykkri steinsteypu að neðanjarðarbyrgi Adolfs heitins Hitlers þolir þar illa samanburð. Stöðinni er ætl- að að standa í a.m.k. sjö daga eftir að stríð hefur brotist út. Og þá er reiknað með nútímastríði þar sem sprengjurnar falla. Þegar búið verður að jafna alla byggð á Reykjanesi við jörðu og geislavirkt ryk hefur þyrlast yfir gjörvallt ísland, þá á stjórnstöð bandaríska hersins að standa innsigluð til sjöunda dags og halda áfram að senda skilaboð á öldum Ijósvakans til mann- aðra og ómannaðra stríðstækja sem svífa um himingeiminn eða svamla í undirdjúpunum. Almennt er talið að undirskrift Gorbasjovs og Reagans á samningi um fækkun kjarnaflauga sé sá atburður á liðnu ári er helst hafi þokað mannkyninu í átt frá tortímingarbáli kjarnorku- styrjaldar. Það skýtur nokkuð skökku við að einmitt þegar þeir atburðir verða í samskiptum stórveldanna að vopnum er fækkað, þá skuli íslenska ríkisstjórnin leyfa byggingu stjórns- töðvar sem er ætluð til að tryggja það að heimsstyrjöld geti staðið eigi skemur en í sjö daga. Formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, benti í áramótaviðtali við Þjóðviljann á það að stjórnstöðin jgæti alls ekki verið liður í svokölluðum vörnum Islands. Þvert á móti væri hún tilkynning til heimsbyggðarinn- ar um það að héðan ætti að heyja styrjöld hvað sem það kostaði og jafnvel þótt búið væri að skjóta íslenskt samfélag í kaf. Því væri bygging stöðvarinnar prófsteinn á það hvort Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra meinti eitthvað með ræðum sínum um frið og afvopnun. Bandaríkjaher hefur þá yfirlýstu stefnu að játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna um borð í herskipum eða flugvélum sínum. Á Keflavíkur- flugvelli eru Phantom-þotur en þá flugvélagerð er unnt að búa kjarnasprengjum. Hið sama á við um Orion-flugvélarnar sem þar eru. Vegna þess að Bandaríkjaher vill ekki gefa upplýsingar um kjarnavopn sín, hefur víða um heim verið mikil tregða að gefa flugvélum hans lendingarleyfi eða hleypa bandarískum her- skipum inn í landhelgi. Nýsjálendingar vilja ekki kjarnavopn á sínu landi. Þeir hafa því neitað að taka á móti þeim bandarísku herskipum sem vitað er að borið geta slík vopn. Á Spáni hafa Bandaríkin lengi haft stórar her- stöðvar samkvæmt samningi við Spánverja. Milli jóla og nýárs tilkynnti Spánarstjórn einhliða að Bandaríkjaher yrði að fjarlægja Phantom- þotur sínar frá Spáni fyrir árslok 1989. Ástæðan var sú að þotunum er m.a. ætlað að bera kjarn- asprengjur. Bandaríski herinn telur fækkun á flugvélum, sem borið geta kjarnasprengjur, síður en svo í takt við nýgerða samninga um fækkun eld- flauga með kjarnasprengjur. Hann telur Phantom-þoturnar í Evrópu nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr einmitt vegna þess að nú á að fækka kjarnaflaugunum. Hvað með Phantom-þoturnar og Orion- flugvélarnar á Keflavíkurflugvelli? Þær geta borið kjarnavopn og Bandaríkjaher vill ekki þvertaka fyrir að slík vopn séu hér. En íslensk stjórnvöld haga sér ekki eins og stjórnin á Nýja- sjálandi eða Spánarstjórn. Hér er ekkert verið að jagast í því hvort bandaríski herinn er með kjarnavopn eða ekki. Og það er talið sjálfsagt að herinn fái að byggja almennilega stjórnstöð sem bilar ekki um leið og fyrsta sprengjan fellur. Utanríkisráðherra mælir margt fagurt um frið. Hann er sá íslenskur embættismaður sem ber mesta ábyrgð á því að (slendingar róa nú á móti straumi og leyfa stóraukinn vígbúnað á landi sínu einmitt þegar mannkynið hefur eignast nýja von um afvopnun. KUPPT OG SKORIÐ Álfheimar í sjónvarpi Jóhann Guðmundsson, starfs- maður Háskólans, sendir fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins opið bréf í Morgunblaðinu í gær. Til- efnið er þáttur sem sjónvarpið sýndi á nýársdagskvöld og hét Huldir heimar, fjallar hann um álfa. Bréfið er tómar spurningar, en það er auðséð að þátturinn hefur farið fyrir brjóstið á Jó- hanni: hver ber nú ábyrgð á þessu spyr hann, ætla menn að halda áfram á sömu braut? Það er ekki að ástæðulausu að spurt er. Ekki svo að skilja: það er ósköp eðlilegt að gera sjón- varpsþátt um trú á álfa og huldu- fólk. Sögur af því fólki eiga sér merkilegan stól í sálarkytru þjóð- arinnar. Ekkert sjálfságðara en að rifja upp sögur uqt álfa sem vilja fá að vera í friði ísínum kletti eða steini nú á tímum tæknifrekju sem ryðst fram og veitir lifandi landi mörg sár og djúp. Og þá finnst manni það ofur eðlileg að- ferð að spjalla \áð fólk sem á séf álfatrú og einnig þá menn sér- fróða sem hafa yfirsýn yfir for- sendur álfatrúar í hugmynda- heimi þjóðarinnar. Hitt verður svo fjarska afkáralegt, að setja álfatrú fram eins og hver önnur reynsluvísindi. Af henni fer allur sjarmi þegar sjónvarpsmenn fara að draga upp Iíffræðikort af álfa- kroppum eða koma byggðum þeirra fyrir á gatnakorti höfuð- borgarsvæðisins rétt eins og hverju öðru bensínstöðvakerfi. Að búa til metsölubækur Um áramótin birtust í blöðum fréttir af metsölubókum. Við fengum m.a. að vita að sá gamli spennurefur Alistair MacLean, sem að sögn bað aðstoðarmann sinn að kála fyrir sig óþörfum persónum áður en handrit færi í prentun, heldur vel sínu á ís- lenskum bókahyllum. Hann var næsthæstur í sölu og á þrjátíu árum hafa íslendingar keypt eina bók eftir karlinn á nef hvert og gerir enginn betur. En sitt hvor- um megin við MacLean voru svo þau Halla Linker sem seldi sitt Uppgjör konu í meira en 12 þús- und eintökum og Mikhaíl Gor- batsjof sem seldi Perestrojku í 6500 eintökum. Líklegt er að mörgum finnist þetta skrýtin útkoma og hefðu þeir viljað fá aðrar fréttir af bók- sölu. En satt að segja þarf enginn að búast við einhverskonar „rétt- læti“ þegar um metölubækur er að ræða. Metsölubækur eru oft- ast nær (undantekningar eru vissulega frá því) skapaðar af forvitni um einstaklinga, sjald- gæfa og fræga, frekar en að kostir textans vinni þeim hylli. Sú sæla sjónvarpsfrú, Halla Linker, var þá eftir allt saman hræddur fugl í gullnu búri. Skoðum það. Og verða ekki allir þessir karlar sem mega ekki vera eins og álfar út úr hól um heimsmálin í Rótaríinu sínu eða Læonsklúbbnum að fá Gorbatsjof í jólagjöf? En þá er að geta þess að enn eitt býr til metsölubækur og virð- ist á síðustu árum auka bilið á milli velgengni þeirra á markaði og annarra bóka. Það er blátt áfram fréttaflutningur um met- sölubækur. Fari það að spyrjast út, einatt með yfirborðslegum símakönnunum dagblaða, að ein- hverjar tvær eða þrjár bækur hreyfist meira en aðrar, þá grípa þeir sem ætla að gefa bækur en eru ráðvilltir eða nenna ekki að hugsa málið, þær vísbendingar fegins hendi. Ef ég, hugsa þeir, kaupi metsölubók, þá er ég rétt- um megin í tilverunni - eins þótt mamma gamla (eða eiginmaður- inn eða dóttirin eða tengdasonur- inn) fái kannski þrjár aðrar af sömu sort. Þar með er komin skrýtin slagsíða á allt saman sem fáum kemur að gagni og alls ekki bókaútgerð yfir höfuð - m.a. vegna þess að metsölubókatal æsir upp væntingar sem þær bækur rísa sjaldan undir. Eölileg áhrif bandarísk í leiðara Alþýðublaðsins í fyrradag er lagt út af ummælum forseta Islands um íslenska tungu í áramótaávarpi. f leiðaranum er það tíundað samviskusamlega að vera hersins á Miðnesheiði, út- varp hans og sjónvarp, hafi haft mikil áhrif á menningu og tungu íslendinga og enn hafi þau áhrif magnast með framsókn „banda- rískrar skemmtimenningar". í leiðaranum segir: „Regindjúp gjá er að myndast milli kynslóða í menningarlegu og málfarslegu tilliti. Bandarísk lágmenning bylur á íslensku þjóðinni í sífellu og gegnsýrir einkum hugi þeirra sem litla þjóðlega mótstöðu hafa fyrir eins og yngra fólkið. Á íslandi í dag og sérstaklega í höfuðborginni má heyra tungumál sem er líkara bandarísku en íslensku, en á engu að síður að teljast einhvers konar nútímaíslenska." Hugleiðingum af þessu tagi hefur stórlega fjölgað á allra síð- ustu mánuðum. Það er framför frá því sem áður var: oftar en ekki var það grunntónn í hinum dag- blöðunum, að ekki væri að marka væl herstöðvaandstæðinga og annarra komma, hálfkomma og laumukomma um íslenska tungu og menningu, menn ættu ekki að stunda fúlt einangrunarhjal því á endanum muni allt reddast. Nú viðurkenna menn að minnsta kosti að alvara er á ferðum. Hitt er svo annað mál, að niðurlag Al- þýðublaðsleiðarans minnir á að einatt ganga menn ekki mikið lengra: þeir geta um menningar- háskann eins og hverja aðra staðreynd en hafa svosem ekkert til málanna að leggja. En þar segir svo um hnignun tungunnar: „Petta eru ekki saklaus tísku- áhrif heldur eðlileg áhrif af lang- varandi málmengun frá Banda- ríkjunum og eru í fullu samræmi við þau menningarlegu ítök sem Bandaríkin hafa á íslandi í dag.“ Vafalaust var það ekki meint þannig, en það er skrýtið að leggja þann þunga á „eðlileg“ áhrif og „samræmi" við veru- leikann í þeim skrifum dagblaðs, sem helst reyna að fella dóma og heimta viðbrögð við tilteknu ástandi, að engu er líkara en boð- ið sé upp á auðmjúka forlaga- hyggju einhverskonar: Amríkan- ar eru undir og yfir og allt um kring og enginn fær gert við því. ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útiitatelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmda8tjóri:HallurPállJónsson. Skrif8tofustjóri:JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn-.BrynjólfurVilhjálmsson.ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. "Verð í lausasölu: 55 kr. Holgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.