Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 13
Ungt fórnarlamb stríðsátakanna í Kamputseu í sjúkraskýli í flóttamannabúðum Rauða krossins við landamærin í Thailandi. Rauði krossinn Hjálparstarf í Thailandi Hildur Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur er lögð af stað til Thai- lands þar sem hún mun dvelja næstu sex mánuði við störf á sjúkrahúsi Alþjóðaráðs Rauða krossins í flóttamannabúðum í Khao-I-Dang við landamæri Kamputseu og Thailands. Hildur tók þátt í undirbúningsnámskeiði fyrir sendifulltrúa sem RKÍ hélt sl. vor í Munaðarnesi í samvinnu við aðalstöðvar Rauða krossins í Genf. Þar kynntist hún störfum og starfsreglum Alþjóðarauða- krossins og hlaut þjálfun í lausn vandamála sem upp geta komið við hjálparstörf. Sjúkrahús Alþjóðarauðakr- ossins í Khao-I-Dang er skurðs- júkrahús og tekur um 100 sjúkl- inga. Auk erlendra sendifulltrúa, sem eru læknar og hjúkrunar- fræðingar, er starfsfólkið flest úr hópi flóttamannanna og hefur hlotið þjálfun hjá sendifulltrúun- um sem eru frá hinum ýmsu landsfélögum Rauða krossins. Hildur Magnúsdóttir er tuttug- asti sendifulltrúinn sem RKÍ sendir til starfa á vegum Alþjóð- arauðakrossins í Thailandi. Af þeim 660 þúsundum flótta- manna sem hafa flúið til Thai- lands frá 1975 hefur mikill meiri- hluti nú fengið hæli og sest að í þriðja landinu, um 9 þúsund hafa fengið aðsetur í Thailandi og allmargir snúið aftur til síns heimalands. En enn eru yfir 200 þúsund manns í flóttamannabúð- um við landamæri Kamputseu og Thailands og á annað hundrað þúsund flóttamenn annars staðar í Thailandi, þar af ca. 85 þúsund frá Laos, 27 þúsund frá Kamputs- eu og 7 þúsund frá Viet-Nam. Þessi fjöldi flóttamanna sem Thailand hefur veitt bráðabirgð- ahæli eru um 80% allra indo- kínverskra flóttamanna í SA- Asíu. Flestir þeirra sem dvelja í flóttamannabúðunum við landa- mærin hafa verið þar um árabil og um horfur þeirra segja Ólafur Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Guðbrandsson og Ragnhildur Indriðadóttir hjúkrunarfræðing- ar í bréfi frá Khao-I-Dang ný- lega: „Kannski getur meður aldrei almennilega gert sér í hugarlund hvernig það er að þurfa að lifa innan girðingar í mörg ár án þess að eygja nokkurn möguleika á að komast burt. Án þess að hafa vinnu, án þess að hafa nokkurn möguleika á að afla sér annarrar menntunar en sem svarar til barnaskóla. Stundum er hluti fjölskyldunnar í þessum búðum en einhver fjölskyldumeðlimur í öðrum búðum og enginn mögu- leiki á að sameina þetta fólk. Þetta vekur mann til umhugsunar um það hversu hræðilegt hlut- skipti flóttamannsins er. Þær vonir sem þetta fólk eitt sinn bar í brjósti um að komast til annars lands eru brostnar. Vesturlönd hafa lokað dyrum sínum fyrir því og Thailendingar vilja helst losna við það af sínu landssvæði. Ekki er útlit fyrir að það geti snúið til síns heimalands í bráð, eins og flestir óska heitast að geta, og ekki er fyrirsjáanlegt að svo verði • nokkurn tíma, og hvað verður þá um þetta ólánssama fólk? Þetta er samviskuspurning sem fáir geta eða vilja svara.“ Taflfélag Reykjavíkur Skákþing hefst á sunnudag Skákþing Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag, 10. jan- úar, og verður teflt í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grens- ásvegi 46. í aðalkeppninni, sem hefst á sunnudaginn kl. 14, munu kepp- endur tefla saman í einum flokki 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða yfirleitt þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar verða inn á milli. Aðalkeppninni lýkur væntanlega 31. janúar. Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laugardag 16. janúar kl. 14. í þeim flokki verða tefldar níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi, um- hugsunartími 40 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár um- ferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardaginn 9. janúar kl. 14-18, og er öllum heimil þátt- taka. Taflfélag Reykjavíkur hefur haldið skákþing Reykjavíkur ár- lega frá árinu 1931. Ingi R. Jó- hannsson hefur oftast orðið skák- meistari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Næstir koma Ásmundur Ásgeirsson, Baldur Möller, Egg- ert Gilfer, Benóný Benedikts- son, Björn Þorsteinsson og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitilinn fjórum sinnum hver. Árið 1987 varð Þröstur Þór- hallsson, alþjóðlegur stór- meistari, skákmeistari Reykja- víkur, en árið þar á undan var Reykjavíkurmeistari hinn ungi skákmeistari Þröstur Árnason, þá aðeins þrettán ára. KALLI OG KOBBI FOLDA DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöld- varsla lyfjabúða vikuna 1 .-7. jan. 1988 er í Apóteki Austurbæjarog Breiöholts Apóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu tyrr- netnda. LÖGGAN Reykjavík.....sími 1 11 66 Kópavogur....sími4 12 00 Seltj.nes....sími61 11 66 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sími 5 11 66 Slökkvilið og sjukrabílar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....símil 11 00 Seltj.nes.....símil 11 00 Hafnarfj......sími 5 11 00 Garðabær......sími 5 11 00 Heimsóknartímar: Landspft- allnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi Fæðing- ardeild Landspitalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðin við Baróns- stig:opinalladaga 15-16og 18.30- 19.30. Undakots- spftali: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspítal- Inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahusið Ak- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla daga 15-16og 19-19.30.Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. SjúkrahúsiðHúsavik: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvernd- arstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingarog tima- pantanir i síma 21230. Upp- lýsingarum lækna og lytja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarsþítalans opin allan sólarhringinn simi 696600. Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvaktlæknas.51100. Hatnarfjörður: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflot s. 656066, upplýs- ingarumvaktlæknas.51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjáslökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingars. 3360 Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ÝMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311 Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266 opiö allansólarhringinn. Sálfræðlstöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efn- um. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Simi 688800 Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin briöiudaaa kl.20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýslngarum ónæmlstærlngu Upplýsingar um ónæmistær- ingu(alnæmi) í sima 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sfml 21205. Húsaskjól og aðstoö fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln 78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjalarsima Samtakanna '78 félags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldumkl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Siminner 91-28539. Félageldriborgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Fólagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni3, s. 24822. GENGIÐ 5. janúar 1988 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 36,090 Sterlingspund... 66,983 Kanadadollar.... 27,825 Dönskkróna...... 5,8254 Norsk króna..... 5,7546 Sænskkróna...... 6,1566 Finnsktmark..... 9,1044 Franskurfranki.... 6,6318 Belgískurfranki... 1,0706 Svissn. franki.. 27,5707 Holl.gyllini.... 19,9227 V.-þýsktmark.... 22,4231 Itölsklíra..... 0,03041 Austurr. sch.... 3,1945 Portúg.escudo... 0,2715 Spánskurpeseti 0,3285 Japanskt yen.... 0,28852 Irsktpund....... 59,395 SDR............... 50,5123 ECU-evr.mynt... 46,2692 Belgiskurfr.fin. 1,0706 KROSSGÁTAN Lárótt: 1. styrkja 4 álít 6 ferskur 7 frost 9 prýðileg 12 glufur 14 svelg 15 annars 16 dans 19 lægð 20 fljótinu 21 auðkenna Lóðrétt: 2 skemmd 3 vofa 4 ósoðnu 5 vex 7 ímyndun 8 lákum 10 sjá 11 geilar 13 fantur 17 munda 18 fálm Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 kvöl 4 ball 6 áll 7 slen 9 ótta 12 lasta 14 und 15 kám 16 illra 19 unni 20 ósár 21 gnótt Lóðrétt: 2 völ 3 Iána4 blót 5 lát 7 sauður 8 elding 10 tak- ast 11 aumari 13 sál 17 lin 18 rót Fimmtudagur 7. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.