Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 5
Ekki vantar nú mannmergðina og kannski er einmitt hún mesti veikleiki þessar- ar breiðfylkingar. - Greinilegt er að stefna, aðgerðir og fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar er í engu samræmi við kosningaloforð stjórnarflokkanna, sögðu þau á Akureyrarráðstefnunni. Ráðstefna Fyrirheitin fótumtroöin Jafnréttis- og byggðamál rœdcL áAkureyri. Hörð gagnrýni á stefnu og störf ríkisstjórnarinnar Fyrir nokkru héldu Samtök jafnrcttis og félagshyggju ráð- stefnu á Akureyri, þar sem fjallað var um jafnréttis- og byggðamál. Voru ráðstefnugestir víðsvegar að af landinu. Flutt voru allmörg erindi, bæði af samtakamönnum og gestum. Or hópi félagsmanna fluttu framsöguerindi: Karólína Stef- ánsdóttir Akureyri, Pétur Þórar- insson Möðruvöllum, Gunn- laugur Ólafsson Grímsstöðum, Bjarni E. Guðleifsson Möðru- völlum, Björn Guðmundsson Lóni, Jóhann A. Jónsson Þórs- höfn, Gunnar Hilmarsson Raufarhöfn og Stefán Valgeirs- son Auðbrekku. Úr hópi gesta töluðu Guðmundur J. Guð- mundsson Reykjavík, Jóhanna Þorsteinsdóttir Akureyri, Magn- ús B. Jónsson Hvanneyri og flutt var erindi Jónu Valgerðar Krist- jánsdóttur frá ísafirði. Skammtímamarkmið ráðstefn- unnar var að ræða áhrif fjárlag- afrumvarps og aðgerða ríkis- stjórnarinnar á jafnrétti og byggðamál í landinu, svo og að blása til samstöðu íbúa lands- byggðarinnar. Mikill einhugur ríkti meðal ráðstefnugesta og var eftirfarandi ályktun einróma samþykkt: - Ráðstefnan ... skorar á alla landsmenn að kynna sér þá stefn- ubreytingu, sem felst í fjárlagafr- umvarpi ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherra áréttaði í um- ræðum á Alþingi. Greinilegt er að stefna, að- gerðir og fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar er í engu samræmi við kosningaloforð stjórnar- flokkanna og má í því sambandi benda á: 1. Að leggja á 25% söluskatt á allar vörur um næstu áramót, sem breytt verður í virðisauka- skatt í ársbyrjun 1989, þar með taldar allar matvörur. 2. Að lækka á tolla á ýmsum aðfluttum vörum úr 80% í 30% án tillits til samkeppnisaðstöðu innlendrar framleiðslu. 3. Stefnt er að því að fella niður allar niðurgreiðslur á inn- lendum búvörum, svo sem áður hefur komið fram hjá fjármála- ráðherra og ýmsum öðrum frjáls- hyggjupostulum, jafnframt því sem tollar eru felldir niður á nið- urgreiddum, erlendum landbún- aðarvörum. 4. Að niðurgreiðsla á áburði verði afnumin en af því leiðir að áburðarverð hækkar um 46%, sem veldur aftur verðhækkun á landbúnaðarafurðum. 5. Að fella á niður eða draga úr framlögum til ýmissa þátta landbúnaðarins. Tilraunastöðvar landbúnaðarins í héruðunum verða felldar út af fjárlögum nema ein, og dregið verulega úr leiðbeiningaþjónustu við land- búnaðinn. 6. Að draga á úr framlögum til Iðnlánasjóðs og greiðslur til iðnráðgjafar felldar niður. 7. Raunvextir á íslandi nálg- ast nú heimsmet. Vextir hafa meir en tvöfaldast á árinu, enda hafa ávöxtunarmöguleikar fjár- magnseigenda hækkað um 60% á 5 mánaða valdaferli ríkisstjórnar- innar, samanber ríkisvíxlana. Grái fjármagnsmarkaðurinn fær að starfa án bindiskyldu eða raunverulegs eftirlits. 8. í drögum að frumvarpi um stjórn fiskveiða fyrir árin 1988- 1991 er gert ráð fyrir svo miklum samdrætti í afla 6-10 tonna báta að grundvöllurinn undir þeim at- vinnurekstri er brostinn ef frum- varpið verður samþykkt óbreytt. 9. í fjárlagafrumvarpinu eru 250 milj. kr. ætlaðar til hafnar- framkvæmda, sem er aðeins lítill hluti af brýnni þörf. 10. Launamunur hefur stór- aukist og misrétti vaxið á flestum sviðum. Ráðstefnan vill minna landsmenn á, að í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er því heitið að auka jafnrétti, lækka vexti og stefna að hóflegum raun- vöxtum. Þar er einnig talað um að markmiðið sé að treysta starfs- skilyrði í landbúnaði, bæta hag bænda, bæta lífskjör og draga úr verðbólgu. Greinilegt er að stefn- an er eitt en framkvæmdin ann- að. Eins og að framan greinir sést, að atvinnuvegirnir til lands og sjávar eru í hættu og níðst er á láglaunafólkinu og framleiðslu- stéttunum í landinu. Gjaldþrot blasir við fyrirtækjum og einstak- lingum vegna vaxtaokurs. Frjáls- hyggjan elur á misrétti og veitir þeim, sem hafa fjármagn og að- stöðu aukin völd á kostnað hinna. Nú verður hver og einn að gera það upp við sig, hvort hann vill styðja stefnu ríkisstjórnarinnar, sem lýst er hér að framan, með beinum stuðningi eða afskipta- leysi, eða taka á með þeim, sem vilja vinna að jafnrétti. Minnumst þess, að sameinuð erum við sterk en sundruð veik. - bg/mhg Framleiðsluráð Nýr framkvæmdastjóri Gunnar Guðbjartsson lætur af störfum - Gísli Karlsson tekur við Gunnar Guðbjartsson hefur nú látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Við starfi Gunn- ars tók Gísli Karlsson, sem und- anfarið hefur verið sveitarstjóri í Borgarnesi en var áður kcnnari við Bændaskólann á Hvanneyri. Gunnar Guðbjartsson varð sjötugur á s.l. ári. Hann hóf bú- skap á fæðingarbæ sínum, Hjarð- arfelli í Miklaholtshreppi 1942 en hafði áður stundað nám á Laugarvatni og Hvanneyri. Hann byrjaði snemma að starfa fyrir bændasamtökin, fyrst sem for- maður Búnaðarsambands Snæ- fellinga. Á Búnaðarþingi sat hann í 32 ár og fulltrúi á aðalfund- um Stéttarsambandsins í 36 ár. Formaður Stéttarsambandsins varð hann árið 1963 og gegndi því starfi í 18 ár. Hann var formaður Framleiðsluráðs frá 1963-77 og síðan framkvæmdastjóri þess frá 1. jan. 1980. Gunnar hefur verið stjórnarformaður fjölmargra fyr- irtækja og stofnana landbúnaðar- ins og situr nú m.a. í stjórn Mjólkursamsölunnar og Áburð- arverksmiðjunnar. Trauðla er of- mælt að Gunnar Guðbjartsson görþekki íslenskan landbúnað öllum mönnum betur. Gunnar er kvæntur Ásthildi Teitsdóttur frá Eyvindartungu í Laugardal. Eiga þau 6 börn og 15 barnabörn. Gísli Karlsson er fæddur á Brjánslæk á Barðaströnd 1940. Hann er búfræðingur frá Hvann- eyri og lauk kandidatsprófi í landbúnaðarhagfræði frá Búnað- arskólanum í Kaupmannahöfn 1968. Starfaði síðan sem hag- fræðiráðunautur á Jótlandi um 2ja ára skeið. Þá kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, síð- an yfirkennari og skólastjóri um skeið. Hefur samið kennslubæk- ur í búnaðarhagfræði og búreikn- ingum. Kona Gísla Karlssonar er Ágústa Ingibjörg Hólm frá Vest- mannaeyjum. Þau eiga tvo syni. Gísli Karlsson er þriðji fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs. Hinir eru Sveinn Tryggvason og Gunnar Guðbjartsson. -mhg Gunnar Guðbjartsson býður Gísla Karlsson velkominn til starfa. Nýtt blað Borgfirðingur Ungmennasamband Borgar- fjarðar og Verkalýðsfélag Bor- garness hafa nú tekið höndum saman um útgáfu héraðsfrétta- blaðs. Er slíkt samstarf um blaða- útgáfu nýlunda. Blaðið nefnist Borgfirðingur. Gera útgefendur sér vonir um að það nái til allra Borgfirðinga, hvar á landinu sem þeir hafa tekið sér bólfestu. í leiðara segir að blaðið beri ekki að skoða sem sérstakt mál- gagn þeirra samtaka sem að því standa, heldur sé því ætlað að flytja alhliða fréttir og fróðleik og er opið fyrir öllum skoðunum. „Ritnefnd áskilur sér þó rétt til að breyta greinum í samráði við höfund, ef framsetning er þann- ig, að hún telur að breytinga sé þörf.“ Ritnefnd skipa: Baldur Jóns- son, Jón Agnar Eggertsson, Sva- va Kristjánsdóttir og Ingimundur Ingimundarson, sem er ritstjóri og ábyrgðarmaður. Auglýsinga- stjóri er Sveinn G. Hálfdánarson og heimilisfang Dílahæð 1, Borg- arnesi, vinnusími 71411, heima- sími 71777. Borgfirðingur fer vel af stað og er hið mesta myndarblað, fjöl- breytt að efni og prýtt mörgum myndum. Verði framhaldið í samræmi við upphafið þarf Borg- firðingur varla að kvíða framtíð- inni. - mhg Frá liðnu ári í desembermánuði bera blöðin nokkuð annan svip en endranær. Auglýsingar eru þá mun fyrir- ferðarmeiri. Kynning á nýút- komnum bókum sömuleiðis. Þetta er í sjálfu sér ekki að lasta því bæði er verið að þjóna lesend- um og svo gefa auglýsingar trú- lega einhverja aura í kassánn. En á meðan þessi hrota gengur yfir verður ýmislegt annað efni að þoka. Landsbyggðin hefur t.d. fundið fyrir því. Hún hefur ekki litið dagsins ljós í háa herrans tíð. Á hinn bóginn hefur umsjónar- maður hennar ekki þorað annað en að hafa tiltækt efni ef skyndi- lega skyldi rofa til. En það varð engin uppstytta og því er það efni, sem hér birtist nú, lengi búið að liggja óhreyft í skrifborðs- skúffunni. Annað eins a.m.k. gistir þó enn í þeirri góðu skúffu. - mhg Fimmtudagur 7. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.