Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR ísraelskir hermenn við störf á Gazasvæðinu. Israel og hernumdu svœðin Öryggisráð ályktar einróma ísraelsmenn einangraðir á alþjóðavettvangi. Arafat reiðubúinn til viðrœðna við ráðamenn íJerúsalem umframtíð hernumdu svœðanna Frakkland Honecker í heim- sókn Fyrsta heimsókn austurþýsks leiðtoga til Frakklands Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, er enn á far- aldsfæti og nú er það Frakkland sem hann heiðrar með nærveru sinni. Alkunna er að í fyrra sótti hann frændur sína í Bonn heim og hafði þá skömmu fyrr vísiterað Holiand og Belgíu. Honecker er fyrstur austur- þýskra ráðamanna í Frakklandi og mun dvelja þarlendis um þrig- gja daga skeið. Ekki er búist við því að nein undur ellegar stór- merki líti dagsins ljós fyrir til- stuðlan Honeckers í Parísarborg en þó mun hann koma að máli við þá Francois Mitterrand forseta og Jacques Chirac forsætisráð- herra. Reiknað er með því að afvopn- unarmál beri á góma en austur- þýski leiðtoginn hefur hvatt Evr- ópuþjóðir á borð við Frakka og Breta til að leggja „úreltar“ skammdrægar kjarnflaugar sínar fyrir róða. Ráðamenn í París hafa látið að því liggja að þessar hug- myndir Honeckers séu fjarri sínu skapi. Þeir munu af sinni annál- uðu diplómatísku lagni sveigja umræðurnar inná braut verslunar og menningar en stóraukin þess- háttar samskipti Austur-Þjóð- verja og Frakka kváðu vera frum- orsök þess að Berlínarbúinn brá sér af bæ. -ks. Israelsmenn eru við sama heygarðshornið og fyrr og í gær „hörmuðu4- ráðamenn í Jerúsal- em einróma ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem framferði þeirra á herteknu svæðunum er gagnrýnt og þeir hvattir til þess að endurskoða ákvörðun sina um að reka 9 Pal- estínumenn í útlegð. ísraelskir ráðamenn segjast ekki hafa í hyggju að hverfa frá ákvörðun sinni um að reka „ólátabelgi“ úr landi. Hinsvegar vakti ályktunin stormandi lukku víða meðal ar- abískra ríkisstjórna, enda hafa Bandaríkjamenn ekki séð ástæðu til að setja ofaní við ísraeiska vini sína í Öryggisráðinu frá því þeir gengu skrefi of langt í hryðju- verkum sínum í Líbanon árið 1982. Þessir níu Palestínumenn er ís- raelskir ráðamenn hyggjast gera útlæga eru í hópi 2 þúsund íbúa Gazastrandlengjunnar og vestur- bakka Jórdanár sem varnarmála- ráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, segir að hafi verið teknir höndum þegar mótmælin þar stóðu hæst í síðasta mánuði. Rabin staðhæfði í skýrslu er hann flutti ísraelska þinginu í gær að þegar hefðu 908 verið látnir lausir en réttað hefði verið í málum 300. Palestínsku mannréttindasam- tökin A1 Haq létu frá sér fara yfir- lýsingu í gær og er þar fullyrt að tveir palestínskir bræður, Osama og Mawiya Faez, hefðu sætt pynt- ingum í Fara herfangelsinu á Þorláksmessu. Hefðu rafskaut verið sett á hné þeirra og iljar og rafhöggin þvínæst látin dynja á þeim. Fjölmargir erlendir aðilar hafa ennfremur látið í ljós ugg um áð illa sé farið með fangaða Pal- estínumenn. Jassír Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna, hefur ítrekað krafist þess að Samein- uðu þjóðirnar eða einhver önnur alþjóðasamtök sendu friðargæsl- ulið til Gaza og vesturbakkans. í gær sagðist hann reiðubúinn til viðræðna við ísraelska valdsherra um framtíð hernumdu svæðanna svo fremi þær færu fram í anda jafnréttis. Á fundi ríkja múhameðstrúar- manna í Marokkó í gær var bess krafist að þjóðir heims beiti ísra- elsmenn hörðum refsiaðgerðum og að óháð rannsókn fari fram á framferði ísraelska hersins á hernumdu svæðunum en yfir- stjórn hans hefur sjálf viðurkennt að 25 Palestínumenn hafi verið skotnir á þeim slóðum. Hryggð ísraelskra ráðamanna vegna atferlis bandaríska fulltrú- ans í Öryggisráðinu í gær var mikil en þeir sögðu engu að síður að samband ríkjanna yrði gott héðaní frá sem hingaðtil. -ks. Rómanska Ameríka Kontraliðar og maoistar meðal verstu fanta í nýútkominni skýrslu bandarískra mannréttindasamtaka er fjallað um mannréttindabrot íRómönsku Ameríku á liðnu ári Herforingjastjórnin í Chile, stjórnvöld i E1 Salvador, Kontraliðar í Nicaragua og mao- istaskæruliðar í Perú voru í hópi þeirra er hvað ákafast tróðu mannréttindi fótum á nýliðnu ári í Rómönsku Ameríku að sögn mannréttindasamtakanna CHA í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna. Frá stofnun samtaka þessara hafa þau haldið uppi harðri gagnrýni á stefnu eigin stjórnvalda í málefnum ríkja sunnan landamæranna. Einkum hafa félagar þeirra beitt sér gegn fjáraustri Ronalds Reagans í botnlausa hít Kontraliðanna en sem kunnugt er ætlar hann þeim að kollvarpa ríkisstjórn Nicarag- ua. í elleftu ársskýrslu sinni flokka samtökin ríkisstjórnir og samtök hverskyns uppreisnarmanna í álf- unni í fjóra hópa í samræmi við framkomu þeirra við alla alþýðu manna. Að mati skýrsluhöfunda eru Kontraliðarnir sýnu meiri Sovétríkin Brésnev þrífór Leiðtogar Sovétríkjanna sýndu það enn á ný í gær að þeim er ekki hugað um að Leonids Brésn- evs, fyrrum aðalritara kommún- istaflokksins, sé að góðu getið né minningu hans um of haldið á lofti. Torg í Leníngrað, úthverfi í Moskvu og iðnaðarbær voru skyndilega langt í frá fullsæmd af því að heita í höfuðið á gamla manninum heitnum og fengu því fyrri nöfn í gær. Tass fréttastofan greindi frá því að þrjár af valdamestu stofn- unurn Sovétríkjanna hefðu verið einhuga um að torgið, úthverfið og iðnbærinn skyldu fá fyrri nöfn á ný. Brésnev er stutt orð og þjált og lætur vel í eyra sem munni. Hins- vegar verður slíkt trauðla sagt um eldri/nýju nöfnin þrjú. Iðnbærinn er við Volgustrendur og mun eft- irleiðis heita Naberezhniye Chelny. Úthverfið ber nú heitið Cheryomushky en torgið í Len- íngrað hvorki meira né minna en Krasnogvardeiskayatorg. En betur má ef duga skal því hér eftir sem hingaðtil heita geimæfingastöð, herforingja- skóli, kjarnknúinn ísbrjótur, virkjun, skriðdrekaherdeild auk fáeinna búgarða og verksmiðja nafni Leonids Brésnevs. -ks. fautar og fúlmenni en stjórnarlið- ar í Nicaragua. Setja þeir mála- liðana í „fyrsta hóp“ en ráða- menn í Managua í „þriðja hóp“ en þeim er það helst fundið til foráttu að hafa enn ekki aflétt neyðarástandi að fullu og öllu. Stjórnvöld í E1 Salvador verma fremsta bekk hryðjuverkamanna við hlið Kontraliða að mati CHA en þau njóta einnig mikils fjár- stuðnings frá Bandaríkjastjórn. Ráðamönnum í San Salvador er meðal annars borið á brýn að hafa enn ekki komið lögum yfir morðingja tveggja þekktra mannréttindafrömuða er skotnir voru þarlendis síðla árs í fyrra. Herber Anaya og Rene Joaquin Cardenas liggja enn óbættir hjá garði. „Ríkisstjórn Joses Napoleons Duartes hefur enn ekki dregið neinn þeirra sem viðriðnir voru morðin fyrir lög og rétt. Það kem- ur í sjálfu sér ekki á óvart þar eð ekki hefur tekist að efna til sómasamlegra réttarhalda í máli nokkurs sakbornings frá því Du- arte hófst fyrst til valda árið 1980. Á þeim tíma hafa 60 þúsund ein- staklingar hið minnsta verið myrtir í landinu.“ Skýrsluhöfundar vanda Aug- usto Pinochet, einræðisherra í Chile, ekki kveðjurnar og saka hann um að deila og drottna í skjóli hervalds og grimmilegs kúgunarkerfis. Hafa þeir á orði að bandarískir ráðamenn gætu á margvíslegan hátt beitt stjórn- völd í E1 Salvador og Chile þrýst- ingi en létu það algerlega undir höfuð leggjast. Samtökin leggja að jöfnu at- ferli Kontraliða í Nicaragua og maoistaskæruliðanna Sendero Luminiso í Perú. Þeir síðar- nefndu kváðu hafa staðið í stór- ræðum í föðurlandi sínu undan- farin sjö ár og ekki verið vandir að meðölum. Að minnsta kosti 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastríði Perú á þessu tíma- bili. —ks. BÆNDASKOLINN HOLUM í HJALTADAL HÓLASKÓLI AUGLÝSIR Brautaskipt starfsnám 1988-1989 Fiskeldi Búfræði Stúdentar sem ætlið í stytt fiskeldis- eða bú- fræðinám hafið samband við skólann sem fyrst. Innritun stendur yfir. Brautarvalgreinar: m.a. hrossarækt - loð- dýrarækt - fiskrækt. Góð heimavist - fjölbreytt nám. - Takmarkaður nemendafjöldi. Umsóknarfrestur um 2ja ára nám er til 10. júní. Upplýsingar gefnar í síma 95-5961 og 95-5962. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.