Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 10
MINNING Ragnar H. Ragnar fœddur 28. september 1898 — dáinn 24. desember 1987 Þegar ég skrifa þessar línur til þess að minnast kennara míns og vinar þá kemur upp í huga minn löngu liðinn kennarafundur í Tónlistarskólanum í Reykjavík skólaárið 1966-67, en þar kenndi ég nokkrum nemendum á fiðlu, þá nýkominn heim frá námi. Við skólann höfðu þá þegar vakið at- hygli duglegir nemendur vestan af ísafirði sem komið höfðu suður til framhaldsnáms. Rætt var um hvort nemendur væru al- mennt músikalskari fyrir vestan en hér fyrir sunnan og framhleyp- inn svo sem ég var oft þá, varð mér á að segja: „Þeir fyrir vestan hljóta bara að hafa miklu betri kennara“. Það var svo nokkrum árum síð- ar, nánar tiltekið haustið 1973 að ég ræð mig sem fiðlukennara vestur til ísafjarðar og var það gert ekki síst til þess að kynnast af eigin raun kennsluaðferðum Ragnars. Og hvað var þá betra en að drífa sig bara í píanónám til Ragnars? Aðalsmerki Ragnars sem góðs kennara var fyrst og fremst skipu- lag og nákvæmni samfara óþrjót- andi eljusemi og þolinmæði. Að vita alltaf hvaða forsaga er nauðsynleg til þess að fást við við- komandi tónverk hverju sinni. „Hanon“ til að byggja upp sterka og samvirka fingur, „Czerný" til að móta tækni og leikni. Fljótlega hreifst ég af fullkominni vissu Ragnars um ágæti Czernýs sem uppalanda fyrir allan klassískan píanóleik og stórfenglegt var að hlusta á lengra komna nemendur leika úr ópus 740 æfingar sem Ragnar hafði mótað með þeim í konsertform þótt ef til vill næðist ekki alltaf sá hraði sem Czerný ætlaðist til. „Hraði er afstæður í mjúsík“, sagði Ragnar, „og hver og einn þarf að finna þann hraða sem honum er eiginlegur" og ennfremur: „Hraði er ekki tón- list, hraði er leikni sem kemur sjálfkrafa með meira valdi á við- fangsefninu“. „Hugur og hönd þurfa að vinna saman.“ Þessa setningu heyrðum við Ragnar segja oft og til árétt- ingar brýndi hann fyrir nemend- um sínum að telja helst upphátt á öllum stigum námsins. Þar kemur síðan aðferð Ragnars við taln- ingu sem ég minnist ekki að þekkja annars staðar frá. Hún fólst í því að segja la 2a í staðinn fyrir log 2og, sem almennt tíðk- ast. Og áfram heldur Ragnar og telur þá lab á tríólu og labc á sextánduparta. Ekki tel ég vera ofsagt þótt ég haldi því fram að hjá engum kennara hafi ég séð unga nem- endur, oft byrjendur á 1. ári, koma fram og leika viðfangsefni sfn jafn skilmerkilega og hjá Ragnari. Er það sannarlega stór- fengleg minning að hafa hlustað á 30-40 byrjendur á tónleikum hjá Ragnari, leika sín litlu lög úr Wil- liams eða Scharm hvert á eftir öðru, utanbókar og villulaust, prúðbúin og með svo fágaða framkomu að hlutverkinu var skilað lýtalausu. Fátt lýsir betur áhuga Ragnars á kennslunni og árangri nemenda en það að hann frá upphafi, einn íslenskra kennara, mér vitanlega, kenndi jafnt byrjendum sem lengra komnum í 2x40 mínútur á viku. Venjan í almennri kennslu eru 2x30 mínútur sem síðan leng- ist eitthvað hjá eldri nemendum. „Þú átt aldrei að sleppa nemanda heim úr tíma fyrr en hann veit nákvæmlega hvað og hvernig hann á að æfa fyrir næsta tíma. Ekki skilja ungan nemanda eftir einan með nýju tónverki. Rétt byrjun er farsælust til að góður árangur náist og því þarf kennar- inn að eyða góðum tíma í að hjálpa nemandanum við að nálg- ast verkið á sem eðlilegastan máta. Sérstaklega er mikilvægt að fingrasetning sé fullkomlega rétt ákveðin frá byrjun." Eitt mikilvægt atriði í kennslu Ragnars var sú skoðun hans að sérhver sem lærir á hljóðfæri, læri til að leika fyrir aðra. Þessvegna var það, að láta nemendur koma fram, strax frá byrjun, eitt af höfuðatriðum í uppbyggingu námsins. Allt frá upphafi Tónlist- arskólans á ísafirði, 1948, hafa Ragnar og Sigga haft samæfingar (í öðrum skólum kallaðar músík- fundir) á heimili sínu á hverjum sunnudegi allan veturinn eða svo lengi sem skólinn starfaði. Yngri nemendur komu kl. 3 og eldri kl. 5. Ýmsir myndu kannski telja að þetta væri nokkuð títt og nem- endur væru t.d. ekki tilbúnir til þess að koma fram með verk svona ört. En Ragnar hafði ekk- ert á móti því að nemendur kæmu aftur með sama verkið og þá fullkomnara í síðara sinnið, t.d. sónötuþáttur leikinn eftir nótum hið fyrra sinn en utanbókar næst eða hraður þáttur leikinn yfirveg- að og í meðalhraða og svo í fullu tempói síðar. Oft var mjög gam- an að fylgjast þannig með meiri fullkomnun í flutningi hjá dug- legum nemendum. Minnisstæður er mér lítill kútur, svona 8 eða 9 ára sem ruglaðist ansi oft í G dúr menúett Bachs á einni samæfing- unni. Ragnar ávarpar hann og spyr hvað hann hafi æft mikið á dag í vikunni. Strákur svarar, að vísu nokkuð lágt, „svona klukku- tíma á dag“. „Það er ósatt“, segir Ragnar, „drífðu þig nú heim og æfðu þig í klukkutíma í dag og næstu daga og leiktu svo aftur fyrir okkur menúettinn næsta sunnudag.“ Og hátíðleg var sú stund þegar Ragnar tekur í hönd stráksa eftir lýtalausan flutning næsta sunnudag og segir: „Nú lékstu eins og sannur listamaður, vel og skilmerkilega," og síðan sneri hann sér að nemendunum og bætti við að þannig lékju menn sem æfðu klukkutíma á dag á degi hverjum. Nemendatónleikar skólans eru kapítuli út af fyrir sig. Fáa eða enga skólastjóra vissi ég betri en Ragnar við að skipuleggja tón- leika svo vel færi. Mikla vinnu lögðu þau bæði, Sigga og Ragnar, í uppröðun efnisskrár og gættu þess að mismunandi stílbrigði tónverka nytu sín og hún fengi eðlilega stígandi. Pappír í skrána var ávallt af vönduðustu gerð og hún unnin í prentsmiðju. Vissi ég Ragnar sjaldan vonsviknari en ef eitthvað misritaðist, ef t.d. annað nafn nemanda af tveimur hafði fallið niður og fór þá nokkur tími við upphaf tónleika í að leiðrétta og afsaka slík mistök sem betur fer kom ekki oft fyrir. Aðalæfing þurfti helst að vera í fullu samræmi við efnisskrá svo að skiptingar á tónleikapalli æfð- ust líka og yrðu þjálar og hraðar og gekk Ragnar ákaflega ríkt eftir að engir óviðkomandi hlutir væru inni á pallinum þegar leikið var. Tónleikar nemenda voru Ragnari hátíðlegur viðburður sem utanaðkomandi, s.s. foreldr- ar, frændfólk, vinir og kunningj- ar tóku þátt í og þurftu þá líka að læra ákveðna umgengnissiði. Það var til dæmis aldeilis fráleitt að einhver væri að ganga um salinn meðan leikið var eða að komið væri inn eftir að tónleikar hófust. Nei, menn komu þá frekar ekki eða biðu eftir hléi. Á mínum tíma við skólann voru nemendur á bilinu 160-200 og tók Ragnar þá upp þann sið að halda þrenna tónleika í senn á hverjum jóla-, miðsvetrar- og vortónleikum, enda ákveðin stefna hjá Ragnari að allir nem- endur skólans ættu að koma fram. Þetta þýddi þrisvar sinnum tveggja tíma efnisskrá. Nú kynni einhver að spyrja, hvað með hlustendur, komu þeir? Voru þeir ekki þreyttir á endalausu nemendaspili? Því er til að svara að fjöldi manns kom á alla tón- leikana, hvort sem þeir sem þar léku voru skyldmenni eða ekki. Afar fátítt var að menn hefðu að orði að eitthvað væri þreytandi eða leiðinlegt, þvert á móti var haft orð á því hve þessum eða hinum nemanda hefði farið fram. . Eftir að Menntaskóli ísafjarð- ar kom til sögunnar fjölgaði þeim nemendum Ragnars sem hann kom á konsertstig. Ragnar hafði framan af alltaf kennt við al- mennu skólana í bænum einnig, t.d. kenndi hann í mörg ár bók- menntir við Gagnfræðaskólann. Sem kennari og uppalandi þreyttist hann ekki á að brýna fýrir nemendum sínum gildi al- mennrar menntunar og varð því að sætta sig við að missa góða nemendur frá sér til náms annars staðar fyrr en ella. Á síðasta ára- tug spruttu fram nemendur sem tróðu upp með konsertpró- gramm, annað hvort í stofunni heima að Smiðjugötu 5 eða í Al- þýðuhúsinu. Voru þá skrautleg boðskort prentuð og send út um allan bæ ásamt vandaðri efnis- skrá með mynd af listamanninum unga. Og eftir tónleikana var svo hátíð í Smiðjugötunni sem erfitt er að lýsa með orðum, þær stund- ir voru ógleymanlegar. Ég hef oft heyrt íslenska tón- listarmenn lýsa því yfir að á fáum stöðum á landinu finnist þeim jafn gaman að koma fram og á ísafirði. Sumir fullyrða jafnvel að þeim takist hvergi eins vel upp og þar. Síðan koma oft vangaveltur um stemmningu staðarins, stór- fenglega náttúru o.s.frv. Þá gleymist stundum 40 ára uppeld- isstarf Ragnars sem ekki einvörð- ungu hefur getið af sér góða flytj- endur heldur einnig frábæra hlustendur. Að fá 100-150 áheyrendur reglulega á tónleika á ísafirði segir sína sögu. Ekki get ég stillt mig um hér í lokin að minnast athyglisverðrar staðreyndar sem fyrrverandi skólameistari á ísafirði, Jón Baldvin Hannibalsson hefur bent á. Hann gerði sér til gamans könnun á þeim nemendum frá ísafirði sem farið höfðu í burtu til framhaldsnáms áður en Mennta- skólinn tók til starfa og komst að því að þeir höfðu nær allir komið við hjá Ragnari. Elsku Sigga mín, þegar ég lít yfir þessi fátæklegu skrif þá tek ég eftir því að ég hef hvergi minnst á „samæfingakökuna“ og kaffi- borð þitt milli æfinganna. Þar var alltaf glatt á hjalla, umræður fjörugar og líklega geta fáir skólar státað af því að vera með kennarafundi á hverjum sunnu- degi. Eg er mjög þakklátur fyrir þau ár sem ég fékk að vinna við Tón- listarskóla ísafjarðar undir hand- leiðslu Ragnars og ég er stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa verið einn af nemendum hans. Jakob Ilallgrímsson í minningunni tengjast tveir at- burðir og renna saman í einn, þótt engan veginn sé víst að þeir hafi gerst samtímis í raunveru- leikanum. Annar var setning Gagnfræðaskólans á ísafirði þeg- ar 12 ára drengur hóf þar nám. Óvenjumargir nýir kennarar voru komnir til starfa og litu nem- endur þá forvitnisaugum. Stars- ýnast varð þeim þó á einn þeirra. Hann bar af öðrum í klæðaburði í skjannahvítri skyrtu með marg- litt hálsbindi og í svo vönduðum fötum að jafnvel þeir hlutu að veita því athygli sem aldrei höfðu gert samanburð á jakkafötum. Hann var skarpleitur og svipfast- ur með mikið hár sem eins og þyrlaðist upp og aftur af höfðinu. Hinn var sá að tekinn var stóri glugginn úr íbúðinni yfir Bók- hlöðunni, sett talía á þakbrúnina og híft upp svo stórt píanó, að það komst ekki inn um nokkrar dyr. Þvflíkur maður og þvflíkt hljóðfæri höfðu aldrei áður sést á ísafirði, enda hljóp drengurinn alla leið heim til sfn og spurði föður sinn andstuttur hvort ekki væru einhver ráð að eignast píanó til að læra að spila. Faðir hans leit upp hissa frá verki sínu, bað um skýringu og kvaðst svo skyldu at- huga málið. Þetta var árið 1948 og maður- inn með hljóðfærið stóra Ragnar H. Ragnar sem nú er kvaddur með sárum söknuði margra sem eiga honum mikla þakkarskuld að gjalda. Hann var kominn vest- an af sléttum Kanada en vaxinn upp í mjúkum dal í Þingeyjar- sýslu sem er umlukinn ávölum NOuMunsxöuim BREIÐH0III Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Model Model vantar aö myndlistardeild Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar á skrifstofu skólans. Sími 75600. ásum umvöfðum mildum gróðri. Nú var hann sestur að í hörðum firði með hvössum fjöllum og nöktum skriðum þar sem skamm- degið geymir svartara myrkur en í öðrum stöðum. Ragnar lét þessi fjallaþrengsli ekki byrgja sér sýn. Víðsýnið bar hann innra með sér, og okkur sem urðum nemendur hans, gaf hann ný augu að sjá undursamlega veröld sem við vissum ekki áður að væri til. Ragnar sagði einu sinni að skóli væri ekki hús, heldur fólk. Því má bæta við að góður skóli er fundur nemenda og kennara sem bera gagnkvæma virðingu fyrir viðfangsefni sínu. Og góður kennari verður sá einn sem ber svo mikla virðingu fyrir nemend- um sínum að hann gerir til þeirra miklar kröfur og leitast sífellt við að örva þá til að leggja sig fram og vinna helst betur en þeir gera sér sjálfir grein fyrir að þeir geti. Slíkur kennari var Ragnar, og engu lfkara en það væri honum ósjálfrátt. Okkur brá í brún og við skildum það ekki alveg strax, að allt í einu var kominn maður sem tók mark á okkur. Sem talaði ekki niður til okkar eins og við værum heimskir krakkar heldur við okkur eins og við værum vel viti borið og þroskað fólk. Og enn torskildari var í fyrstu sú að- ferð Ragnars þegar hann tók upp á því að glæða skilning okkar með því að knýja okkur til að vera ósammála sér. Sá sem þetta ritar var svo hepp- inn að gerast nemandi Ragnars í píanóleik og tónfræði tólf ára að aldri. Hann varð ekki tónlistar- maður, en samt hefur fátt haft meiri áhrif á líf hans en þetta nám við píanóið stóra. Það segir kann- ski meira en margt annað um áhr- ifamátt Ragnars. Hann átti það nefnilega sameiginlegt með org- anistanum í Atómstöðinni að kenna hljóðfæraleik lífsins — eða eigum við að segja lífs listarinnar. Hins vegar hafði hann það um- fram organistann að vera lifandi og nálægur og sífellt að koma manni á óvart. Það hefur auðvit- að verið erfitt að þurfa að kenna á heimili sínu vegna húsnæðisleysis skólans. En mér varð það ómetanlegt að fá að gerast heimagangur hjá Ragnari og Siggu, eignast vináttu þeirra sem stráklingur, og öðlast þannig hjá vandalausu fólki andlegt athvarf sem var í senn sístreymandi upp- spretta undrunar - og staðfesting þess að list (sem talin var eitthvað fjarlægt og óskiljanlegt) væri í raun jafn sjálfsagt fyrirbæri í lífi manneskjunnar og andardráttur- inn sjálfur. Kannski var þetta mest um vert: að undrunarefnið væri sjálfsagður hlutur. Og það hefði enginn skilið ef námið hefði endað um leið og staðið var upp frá píanóinu. En þá tók við spjall sem aldrei var hægt að giska á fyrirfram hvert stefndi: um skáld- skap, heimspeki, trúarbrögð, mannfræði, myndlist, sagnfræði. Það gat því teygst úr þessum pí- anótímum sem áttu að standa í hálftíma - og ævinlega fór ung- lingurinn heim ruglaður, gagntekinn og orðlaus. Á þessum stundum var eins og Ragnar sett- ist í sjálfa Hliðskjálf. Fjörðurinn þröngi víkkaði, fjöllin sem 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.