Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 8
Stauning, oddviti danskra krata. Ólafur Friðriksson þótti of rauður. Erlent kratagull jafngildi launa í Alþjóðhyggja verkalýðsins ereinn grundvallarþáttursós- íalismans. Íslenskirsósíalist- ar hafa hins vegar fyrir mörg- um áratugum sagt sem svo: Skylda okkar við íslenska al- þýðu og hagsmuni hennar í bráð og lengd er f ramar öllu. Við munum aldrei taka við neinum fyrirskipunum að utan né heldur munum við láta flokka erlendis hafa minnstu áhrif á ákvarðanatöku okkar. Alþýðuflokkurinn hefur verið sá íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur átt erfiðast allra með að skilja þetta grundvallaratriði. Hann hefur verið fjær því en nokkur annar flokkur að geta tal- ist þjóðlegur. Þorleifur Friðriksson sagn- fræðingur gerir þessu máli glögg skil í bók sinni „Gullna flugan“ sem kom út fyrir jólin. Þannig heldur Þorleifur áfram verki sem Ólafur R. Einarsson sagnfræð- ingur hóf en náði ekki að ljúka áður en hann lést langt um aldur fram. Bók Þorleifs Friðrikssonar er tvímælalaust - þrátt fyrir alla galla í útgáfunni - eitt fróðlegasta rit um íslenska stjórnmálasögu sem út kom á sl. ári. Fróðlegust eru dæmin sem Þorleifur rekur eftir skjölum um samskipti Alþýðuflokksins við flokka sósíaldemókrata á Norð- urlöndum og hvernig þessi sam- skipti breyttu í raun afstöðu Al- þýðuflokksins til manna og mál- efna hvað eftir annað. Kratar breyta f ram- boðslista að boði dan- ska flokksins Fyrsta dæmið í bók Þorleifs er þetta: Alþýðuflokkurinn fer fram á lán, 10.000 krónur, vegna þing- kosninganna 1923. Danski flokk- urinn fellst á að veita 5 þúsund króna lán með tilgreindum skil- yrðum. í dönsku bréfi segir: „Því gerum við það að skilyrði að kosningabaráttan sem nú stendur fyrir dyrum Alþýðuflok- ksins verði háð á algerlega sósíal- demókratískum grunni bæði í ræðu og riti. Okkur erljóst að það þýðirað enginn kommúnisti verð- ur á lista ..." Með öðrum orðum: Danir neituðu að láta kratana hér hafa Svavar Gestsson skrifar peninga nema að uppfylltum skil- yrðum. Og þeir dönsku bættu um bet- ur: „Er það ekki svo að (Ólafur) Friðriksson og skoðanabrœður hans séu ennþá flokksfélagar og hafa með höndum ýmis trúnaðar- störf fyrir flokkinn?" Með öðrum orðum: Fyrirskip- unin var: Burt með Ólaf Friðriks- son sem var að búa sig til fram- boðs fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum. Og Jón Baldvinsson svarar allraundirdánugast: „Ég fullvissa (þig um),“ segir hann í svarbréfi til Dananna, „að í kosningabaráttunni mun ekki hafður í frammi neinn kommún- ískur áróður, hvorki í ræðu né riti.“ Þetta bréf Jóns til Staunings vardagsett 1. október, en danska bréfið 10. september. Og til að taka af allan vafa gagnvart Stauning tilkynnti Alþýðublaðið 18. október um þá ákvörðun miðstjórnar Alþýðuflokksins að draga framboð Ólafs Friðriks- sonar til baka. Verði þinn vilji, herra Stauning. Og þar með var fjár- málunum kippt í lag. Á árunum 1919 til 1924 fékk Alþýðuflokkurinn að minnsta kosti 27.000 d.kr. frá dönskum skoðanabræðrum, að sögn Þor- leifs. Eftir það var lítið um fjár- styrki enda fór fjárhagur flokks- ins versnandi. Því þrátt fyrir á- kvörðunina um Ólaf Friðriksson var ljóst og Dönum kunnugt að róttæklingar sem köiluðu sig eða voru kallaðir kommúnistar störf- uðu innan Alþýðuflokksins. Aöildin að 2. alþjóða- sambandinu - Staun- ing kemur til íslands Sumarið 1926 kom Stauning forsætisráðherra Dana og for- maður danska sósíaldemókrat- aflokksins í heimsókn til íslands. í desember sama ár gekk Alþýð- uflokkurinn í Alþjóðasamband sósíaldemókrata. Eftir það hófu Danir „hjálparstarfið“ að nýju og beittu sér fyrir fjársöfnun meðal aðildarflokka Alþjóðasambands- ins. Flokkar sjö landa létu 17.200 d.kr. afhendi rakna, þar af komu 10.000frá Svíum. Aukþess komu nœrri 33 þúsund frá Dönum eða samtals um 50 þúsund krónur. Jafnframt aðild að Alþjóðasamb- andinu herðir flokksforystan róð- urinn gegn kommúnistum. Nið- urstaðan verður samþykkt á nýrri Iagagrein flokkslaga Álþýðuflok- ksins sem í raun útilokaði þá frá Alþýðuflokknum. Þar með verð- ur Alþýðuflokkurinn þröngur flokkur með það meginmarkmið að berjast gegn kommúnistum. Þessi ákvörðun Alþýðuflokksins var því meginástæða þess að á ár- inu 1930 var stofnaður Kommún- istaflokkur íslands, ekki eina ástæðan en stœrsta ástœðan. Og enn vantar peninga - nú í húsbyggingu 1931 var farið að ræða um að endurvekja norrænu samvinnu- nefndina sem krataflokkar á Norðurlöndum áttu aðild að. Nefndin fjallaði um sameiginleg mál af margvíslegu tagi. Sömu- leiðis hittust þeir félagar á ráð- stefnum sem verkalýðssambönd- in efndu til. Á einni slíkri ráð- stefnu sem haldin var sumarið 1934 lagði formaður byggingarn- efndar Alþýðuhússins í Reykja- vík fram hjálparbeiðni: „Alþýðuflokkurinn á ennþá ekk- ert hús fyrir starfsemi sína. Að vísu á hann kofahró sem komið er að falli ..." Eftir þessa átakan- legu lýsingu hrærðust hjörtu norrænu kratanna, en þó ekki nóg, því þeir voru flestir orðnir þreyttir á sífelldum sníkjum Al- þýðuflokksins. Höfnuðu þeir beiðni hans í þessari umferð. En forysta Alþýðuflokksins byrjaði engu að síður á framkvæmdum og Jón Baldvinsson skrifaði Stauning vini sínum í ársbyrjun 1936: „... ogbiðþigaðathugamögu- leika á hvort dönsku samtökin vildu lána okkur 75 þúsund krón- ur sem yrðu borgaðar með jöfnum afborgunum auk vaxta á 20 árum.“ Niðurstaðan varð sú að danski flokkurinn útvegaði Alþýðu- flokknum lán úr Arbejdernes Landsbank. í bók Þorleifs kemur ekki fram hve háa upphæð var hér um að ræða. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. janúar 1988 í ( ♦ | Samvisha þjóðarinnar, góð cða vond cHir dstæðum) i8. tölublaö Rcykjavík. 21. septembcr 1929 | 4. drgangur ÍSLAND FYRIR DAM« Sæluhúsuígsla fllþýcluflokksins. Ur Speglinum 1929. Jón Baldvinsson útdeilir sakramenti. Við grát- urnar eiga að vera, talið frá vinstri: Sigurður Einarsson, Felix Guðmundsson, VilhjálmurS. Vilhjálmsson, Guðmundur R. Oddsson, Haraldur Guðmundsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Héðinn Valdimars- son. Jón Baldvinsson leitaði til Staunings. Stefán Jóhann fórnarlamb hallarbyltingar. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingurafhjúpar erlend fjárframlög handa Alþýðuflokknum Í20 ár nærri heila öld! Við áramótín 1940-’41 Eitir Jónas Jónsson Velffiíör Staunings til tslancjs. j Jónas frá Hriflu aín ekki við agni Staunings. Jónas taldi að Stauning hefði komið tillslands 1939 til að hafa áhrif á skoðanir manna í lýðveldismálinu. Á færið hafa fengist fiskar með andlit þeirra Héðins Valdimarssonar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Haralds Guð- mundssonar og Sigurjóns Á. Ólafssonar. Úr Speglinum 1941. Þá er spurt með þjósti: „Hvaðer hæftí þessu?“ Samfylkingarstefnan sem Kommúnistaflokkurinn beitti sér fyrir - einna fyrstur flokka í heiminum! - átti hljómgrunn langt inn í Alþýðuflokkinn eins og í ljós kom í viðræðum um sam- einingu flokkanna. Norrænu „bræðraflokkarnir" höfðu áhyggjur af þessu: Anders Nilsson, ritari sænska sósíaldemókrataflokksins, skrif- aði Stefáni Jóhanni Stefánssyni ritara Alþýðuflokksins á þessa leið 13. september 1937 í höstug- um tón: „Ég skrifa nú vegna þess að við höfum séð í blöðunum hér fréttir um að á íslandi séu uppi ráða- gerðir um samruna sósíaldemó- krataflokksins og kommúnist- anna og að flokkur yðar ráðgeri að ganga úr II Alþjóðasamband- inu af þeim sökum. Hvað er hæft í þessu? Við í framkvæmdanefnd Norrænu samvinnunefndarinnar höfum áhuga á máli þessu, því sem vitað er leyfir reglugerð nefndarinnar ekki að flokkur sem stendur utan Alþjóðasambands- ins, sé aðili að nefndinni ...“ Stefán Jóhann svarar um hæl 9. október og segir að þessi afstaða Alþýðuflokksins - að ræða við Kommúnistaflokkinn - sé eins konar sniðug tálbeita til að af- hjúpa kommúnistana sem í raun meini ekkert með sameiningar- talinu. En bréfi Stefáns lýkur á þessum orðum: „Ég væri einnig, sem ritari flokksins, þakklátur ef sænski flokkurinn vildi láta í ljósi álit sitt á þessu máli, ef hægt væri að fá bróðurlega leiðbeiningu sem yrði send mér í trúnaði fyrir lok þessa mánaðar.“ (Leturbr. mín. - s.) Og ekki þurfti lengi að bíða hinnar bróðurlegu útleggingar. 22. október skrifar Anders Nils- son Stefáni: „Varðandi afstöðu flokks vors til kommúnistanna þarf ekki langa útleggingu. Við höfnum skilyrðislaust öllu samneyti við þá.“ Kommúnistaflokkur- inn, sameiningin í Só- síalistaflokknum og stofnun íslenska lýð- veldisins Af þessum bréfaskriftum flokksritaranna má ráða að nor- rænir sósíaldemókratar settu Al- þýðuflokknum bein skilyrði ef hann ætlaði að njóta góðs af nor- rænni samvinnu. Þessi skilyrði voru að ekkert samneyti mætti hafa við kommúnista. Þessi bók Þorleifs og tilvitnanir í sæg per- sónulegra bréfa sýna því að meirihluti Alþýðuflokksins gat ekki gengið til móts við Héðin vegna fjármálaástands Alþýðu- flokksins. Niðurstaðan varðsú að meirihlutinn ákvað að reka Héð- in. Stefán Jóhann fór til Stokk- hólms og Kaupmannahafnar í fe- brúar 1938. Tilgangur þessarar ferðar var að sögn Héðins Valdi- marssonar að tryggja Alþýðu- flokknum 200 þúsund króna lán frá norrænum sósíaldemókrö- tum. Héðinn fullyrðir að þetta lán hafi fengist „á bak Alþýðus- ambandsins,“ en til herkostnaðar fyrir Framsóknarliðana og til þess að ná algerlega undir sig Al- þýðublaðinu og Alþýðuprents- miðjunni." Og Þorleifur lýkur kafla þess- um með þessum orðum: „Varla verður annað séð en að sú hækkun á sænska láninu úr 100 þúsund s.kr. í 185.000 s.kr. sem fengust í byrjun árs 1938 hafi gagngert fengist til þess að fram- kvæma þá vafasömu hlutafjár- aukniiigu í fyrirtækjum Alþýðu- sambandsins sem gerði það að verkum að Alþýðuflokkurinn og tryggir sósíaldemókratar héldu eignum Alþýðusambandsins eftir aðskilnað flokks og verkalýðs- sambands 1940-1942.“ Hér hefur verið sýnt fram á hvernig 1) fjárhagsleg tengsl kratanna við norrænu flokkana réðu úrslit- um um það að kommúnistarnir voru reknir úr Alþýðuflokknum og að Kommúnistaflokkurinn var stofnaður, og að 2) fjárhagsleg tengsl við nor- rænu kratana réðu líka úrslitum um það hvernig meirihluti Al- þýðuflokksins snerist gegn þeirri afstöðu Héðins Valdimarssonar að sameina bæri alla íslenska sós- íalista í einum stjórnmálaflokki. í bókinni sýnir Þorleifur einnig fram á að 3) kratarnir drógu lappirnar í sjálfstæðismálinu fyrir og um 1940 vegna þess að danskir kratar voru andvígir því að stofnað yrði lýðveldi á Islandi með þeim hætti sem meirihluti alþingis vildi og sem varð ofan á að lokum. í bók Þorleifs Friðrikssonar er einnig fjallað um næstu árin eftir stríðið. Og hann lofar áframhald- andi upplýsingum. Það verður spennandi að skoða framhaldið og áhrif bandarfskra peninga á pólitík Alþýðuflokksins. Það er fróðlegt að sjá hvernig hann í rauninni flettir ofan af því að Al- þýðuflokkurinn var að stórum hluta rekinn fyrir erlent fé og hvernig allar ákvarðanir Alþýðu- flokksins um afstöðu til úrslita- mála hér á landi tóku beint mið af afstöðu norrænna sósíaldemó- krata. Heil öld í norræn framlög Þeir fjármunir sem Þorleifur upplýsir að fengist hafi eru sem hér segir: 1. 27.000 d.kr., „að minnsta kosti", framlag á árunum 1919- 1924. 2. 50.000 danskar krónur á árinu 1927, framlag, eftir fjár- söfnun. 3. Lán úr Arbejdernes Landsbank. Upphœð óviss. 4. 185.000 s.kr. í ársbyrjun 1938, eða samtals 242.000 krón- ur. Það er einfalt mál að reikna út þessar upphæðir eftir launum á þessum tíma og norrænu krón- urnar voru þá skráðar svipaðar þeirri íslensku. Ef við gerum ráð fyrir að íslenska krónan hafi verið jafngild þeim norrænu á þessum tíma þá verður útkoman sem hér segir, reiknað í vinnustundum: 1. 27.000 kr. Þá var tíma- kaupið 1,20. Upphæðin jafngildir því 11.25 árum í laun miðað við kauptaxta Dagsbrúnar. 2. 50.000 kr. Þá var tíma- kaupið enn 1,20 og upphæðin jafngildir því alls um 20,83 árum í vinnulaun á Dagsbrúnarkaupi. 3. 185.000 Þá er tímakaupið kr. 1,42. Upphœðin jafngildirþví 65,14 árslaunum. Samtals nemur þessi fjárstuðn- ingur því upphæð sem samsvarar launum í 97,22 ár. Þannig sýnir bók Þorleifs fram á að kratarnir fengu á þessum 20 árum laun í nærri eina öld erlendis frá. Það er upphæð sem í dag samsvarar 46 milljónum króna, miðað við laun í dag. Og í rauninni er hér um að ræða miklu hærri upphæð ef mið- að er við almenn fjárútlát íslend- inga á þessum áratugum. Þorleifs bók Friðrikssonar er því óhjákvæmileg lesning fyrir alla þá sem nenna að vita eitthvað um íslenska stjórnmálasögu þess- arar aldar. Gallar bókarinnar liggja fyrst og fremst í óvönduð- um frágangi. En innihaldið er skýrt þar sem bréf milli vina eru látin tala. Þau orð verða ekki aft- ur tekin. Þau afhjúpa eina skýr- ustu pólitíska staðreynd stjórnmálasögu þessarar aldar: Alþýðuflokkurinn var rekinn um áratugaskeið fyrir erlent fé og hann tók við fyrirskipunum um stefnu sína utanlands frá. Enda hlýtur svo að vera. Flokkur sem fær aldarframlag frá erlendum aðilum er ekki lengur alíslenskur flokkur. Fimmtudagur 7. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.