Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Amór Guðjohnsen íþróttamaður ársins 1987 „Vel að titlinum kominn“ segja íþróttafréttamenn „Þetta er stærsta viðurkenning sem mér hefur hlotnast því ís- lendingar eiga marga snjalla íþróttamenn. Vonast ég tii að standa undir þessari nafnbót“ sagði Arnór Guðjohnsen þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins af íþróttafréttamönnum á Hótel Loftleiðum í gærkveldi. Flestir helstu áhrifamenn í íþrótt- ahreyfingunni á íslandi voru þar saman komnir ásamt mörgum af okkar snjöllustu íþróttagörpum. Fjölmargir voru tilnefndir og mjög erfitt að velja enda árangur íslendinga á árinu ákaflega góð- ur. Útnefningin Það mátti sjá hvern kappann af öðrum stíga upp á sviðið í gær þegar taldir voru upp þeir ellefu efstu er komu til greina. Tíunduð voru helstu afrek hvers og eins og var það greinilegt að erfitt gæti orðið að velja aðeins einn. Þegar nafn Arnórs var nefnt urðu þó flestir sammála um að hann ætti þennan titil fyllilega skilinn. Af- henti Skúli Unnar Sveinsson, for- maður Samtaka íþróttafrétta- manna, honum hinn glæsilega bikar og Veltir hf. afhenti einnig bikar og bauð honum til keppni um titilinn íþróttamaður Norður- landa sem fram fer í Svíþjóð, honum að kostnaðarlausu. Með einkaþotu Það var í mörgu að snúast hjá samtökum íþróttafréttamanna í gær. Þegar úrslitin loksins komu í ljós var skammur tími til stefnu. Reyndist þá Verslunarmiðstöðin Kringlan og Almenna Bókafé- lagið, sem gaf leikmönnum einn- ig bækur, vel. Erfitt reyndist að fá Arnór lausan frá liði sínu, Ander- lect, en hafðist á síðustu stundu því hann kom ásamt konu sinni Ólöfu Einarsdóttur með síðasta flugi til landsins í gær í boði Flug- leiða. Eftir athöfnina fór Arnór síðan með einkaþotu Höldar sf. á Akureyri, sem beið á flugvellin- um eftir þeim. Góður árangur Arnór hefur staðið sig frábær- lega á árinu og er vel að þessu kjöri kominn. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann skrifaði undir samning við Lokeren í Belgíu og fór síðan þaðan til stór- liðsins Anderlect þar sem hann hefur verið síðan. í fyrra var hann kosinn Knattspyrnumaður ársins í Belgíu og varð einnig marka- hæstur í Belgíu með 19 mörk ásamt því að verða belgískur meistari með liði sínu. Einnig var hann kosinn besti leikmaður í Belgíu af virtu knattspyrnublaði þar. Hann hefur sýnt og sannað í landsleikjum hér heima og er- lendis í sumar að hann er einn af okkar albestu knattspyrnu- mönnum og driffjöðurin í liðinu. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er ljóst að gengi Arnórs á síðasta ári er mjög gott enda var hann vel að kjörinu kominn. Stigafjöldi Kjörið fer þannig fram að hver fjölmiðill skilar inn miða með nöfnum 10 íþróttamanna og gef- ur hverjum stig. Þeim besta eru gefin 10 stig, þeim næstbesta 9 og síðan koll af kolli. Síðan eru stig- in lögð saman og sá stigahæsti hlýtur titilinn íþróttamaður árs- ins. Samtök íþrótta- fréttamanna Það var 14. febrúar 1956 að samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð af þeim Atla Steinarsyni, Frímanni Helgasyni, Halli Sím- onarsyni og Sigurði Sigurðssyni. Aðalmarkið samtakanna var að standa að þessu kjöri og var bik- arinn hafður allveglegur eins og sjá má. Óhætt er að fullyrða að íþróttamenn landsins telja þetta einn mesta heiður sem þeir hljóta því það er úr mjög fræknum hópi að velja. „Stefni suður á bóginn“ „Ég hef það mjög gott í Belgíu enda búinn að vera í landinu í tíu ár,“ sagði Arnór í stuttu spjalli eftir afhendinguna. „Þó hefði ég ekkert á móti því að breyta til síðar og vildi helst komast eitthvað suður á bóginn. Annars förum við til Frakklands fljótlega til æfinga og síðan byrja leikimir alveg á fullu 24. janúar," sagði Arnór að lokum áður en hann lagði af stað út í þotuna sem beið hans. Það má því gera ráð fýrir því, að frá þeim tíma byrji frétt- irnar að streyma og Arnór auki hróður sinn enn meir. -ste íþróttamenn ársins fró upphafi 1956 ....VilhjálmurEinarsson 1957 ....VilhjálmurEinarsson 1958 ....VilhjálmurEinarsson 1959 .....Valbjörn Þorláksson 1960 ....VilhjálmurEinarsson 1961 ....VilhjálmurEinarsson 1962 ....Guðmundur Gíslason 1963 .........Jón Þ.Ólafsson 1964 .Sigríður Sigurðardóttir 1965 .....Valbjörn Þorláksson 1966 ........Kolbeinn Pálsson 1967 Guðmundur Hermannsson 1968 ....................Geir Hallsteinsson 1969 ....Guðmundur Gíslason 1970 ...Erlendur Valdimarsson 1971 .........Hjalti Einarsson 1972 ...GuðjónGuðmundsson 1973 ....................Guðni Kjartansson 1974 ..................Ásgeir Sigurvinsson 1975 .....Jóhannes Eðvaldsson 1976 ..................Hreinn Halldórsson 1977 ..................Hreinn Halldórsson 1978 ....................Skúli Óskarsson 1979 ..................Hreinn Halldórsson 1980 ...................Skúli Óskarsson 1981 ......Jón Páll Sigmarsson 1982 ..........Óskar Jakobsson 1983 ...................Einar Vilhjálmsson 1984 ..................Ásgeir Sigurvinsson 1985 ...................Einar Vilhjálmsson 1986 ..Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 ...................Arnór Guðjohnsen Arnór Guðjohnsen hampar verðlaunagripnum eftirsótta. Mynd: E.ÓI. Erfitt að velja í kjörinu í gærkvöldi voru margir kallaðir en aðeins einn út- nefndur. Arnór Guðjohnsen var kallaður upp ásamt tíu öðrum íþróttamönnum sem allir hefðu verið vel að því komnir að vera útnefndir íþróttamaður ársins. Hinir tíu voru: Alfreð Gíslason handknatt- leiksmaður. Alfreð er nú atvinnumaður með Essen í Vestur-Þýskalandi. Hann hefur verið það um nokkurt skeið og tvisvar orðið þýskur meistari með félaginu. Alfreð hefur einnig leikið með íslenska landsliðinu. Bjarni Friðriksson júdómað- ur. Bjarni er tvímælalaust okkar allra fremsti júdómaður. Bjarni stóð sig frábærlega vel á síðasta ári þrátt fyrir að hafa verið frá æfingum og keppni í um þrjá mánuði. Eðvarð Þór Eðvarðsson sund- maður. Eðvarð Þór var kjörinn íþróttamaður ársins 1986. Hann þakkaði fyrir sig á þann hátt sem við hefðum helst kosið og bætti árangur sinn verulega þann tíma sem hann bar sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari. Einar þarf ekki að kynna. Hann hefur um nokkurt skeið verið í röð fremstu spjótkastara heims. Hann vann það eftir- minnilega afrek á árinu að setja Norðurlandamet á Landsmótinu á Húsavík er hann þeytti spjótinu 82.96 metra. Haukur Gunnarsson hlaupari. Haukur, sem er fatlaður, er með- al fremstu spretthlaupara í sínum flokki í heiminum. Hann vann það afrek á árinu að setja heims- met í 100 metra hlaupi er hann hljóp vegalengdina á 12.8 sek- úndum. Kristján Arason handknatt- leiksmaður. Hann leikur nú með vestur-þýska stórliðinu Gum- mersbach. Kristján er einnig einn af máttarstólpum íslenska lands- liðsins í handknattleik og árangur þess þarf vart að tíunda hér. Kristján Sigmundsson hand- knattleiksmaður. Kristján er markvörður á heimsmælikvarða. Hann átti stóran þátt í því að lið hans, Víkingur, komst í 8 liða úr- slit Évrópukeppninnar á síðasta ári. Pétur Ormslev knattspyrnu- maður. Pétur var í haust kjörinn besti leikmaður íslandsmótsins í knattspyrnu. Hann hefur leikið mjög vel á síðasta ári og leiddi lið sitt, Fram, til margra glæstra sigra. Pétur var markahæsti leik- maður íslandsmótsins f knatt- spyrnu 1987. Úlfar Jónsson golfleikari. Úlfar er einn af okkar efnilegustu fþróttamönnum. Hann er fyrsti Islendingurinn til þess að ná +1 í forgjöf í golfi. Hann náði þeim árangri í sumar að verja íslands- meistaratitil sinn með miklum yfirburðum. Þorgils Óttar Mathiesen hand- knattleiksmaður. Þorgils Óttar er fyrirliði landsliðsins okkar sem náð hefur frábærum árangri eins og allir vita. Hann er einnig fyrir- liði FH-liðsins sem nú trónir á toppi 1. deildarinnar í handknatt- leik. -ih Fimmtudagur 7. janúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.